Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Qupperneq 10
Úr listafélaganna 1993
DELTA — Úrtak vorins 1993
Á vordögum ’93 efndu listafélög nokk-
urra helstu framhaldsskóla stór-Reykjavík-
ur-svæðisins til ritsmíðakeppni undir nafn-
inu Delta. Fjöldi ljóða, smásagna og jafn-
vel heilu leikritin bárust. Ritnefnd vann
ötult starf við samviskusamlegan lestur,
flokkun og val á efni í bókina, sem kom
til með að rúma öllu minna en inn var
sent. Nú birtist úrvalið í fyrsta sinn fyrir
almennings sjónir og er vonin að keppni
HALLGRÍMUR
HALLDÓRSSON
Stærðfræði-
martröð Flosa
- verðlaunasaga -
Maður að nafni Flosi var eitt sinn á
skíðagöngu í Bláfjöllum á sólríkum aprílr
degi. Þar sá hann sólina. Hann vissi að
rúmmál hennar var um það bil 4/3 radíus
í þriðja sinnum pí. Sér til mikillar skelfing-
ar vissi hann þá ekki hver radíus sólarinn-
ar var. Hann hafði jú heyrt þessa tölu ein-
hvemtímann en ruglað henni saman við
margfeldi afmælisdags móður sinnar og
síns í fimmta veldi. Þá sér hann að flugvél
ein, sem var að fljúga yfir línuna sem
myndaði 90° horn við hann og jörðina
hafði fjórfaldað hreyfiorku sína á stuttum
tíma og breytt henni síðan í hita um kíló-
metra fyrir framan skurðpunkt á 0.0001°
homi milli skammhliða þeirra er draga
mátti frá skíðabindingum Flosa. Flugmað-
urinn kom svífandi í fallhlíf niður vegna
aðdráttarkrafts jarðar og bölvaði hástöfum
miklu stöðuorkutapi. „Þarf allt að fara í
hita héma?!“, æpti hann um leið og hann
blés iðandi koltvíoxíðsameindum út í loftið.
Þá fattaði Flosi að þar sem ennta rótin af
sex gæti útlagst fyrir m í öðru, gæti hann
reynt að finna hvað talan sex væri í raun
og vem til að finna út hvað varð um hit-
ann frá flugvélinni. En þar sem hann var
að hugsa í hring (hann var með hring utan
um hausinn) kom upp kerfisvilla í hausnum
á honum og hann fraus. Viku seinna var
hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús, og
sagði hann í þyrlunni: „Sex! — Hitinn fór
út í geiminn og til barnanna í Eþíópíu.“
Hann náði sér að fullu og gat þar eftir
skemmt sér við það að nota tölu númer
sex á náttsloppnum sínum við útreikninga
á erfíðum dæmum og jöfnum. Þar má
nefna:
36y2b4a2y2 = 6y baby!
Sér til mikillar skelfíngar týndist talan af
sloppnum í þvotti, svo Flosi verður nú að
notast við tvíundarkerfi í útreikningum sín-
um.
ÁRNISTEFÁNSSON
Gunnarssaga
Hámundar-
sonar hetju
líklega byija flestar smásögur á stórum
staf, ekki þó sú er hér fer. Ég lít ekki stórt
á mig og ætla mér eigi Nóbelsverðlaun
fyrr en ég skrifa sjálfsævisögu mína.
Það er gaman að skrífa smásögu. Þú
skapar eigin persónur er lifa og hrærast
eftir duttlungum þínum. Þú ert þeim ætíð
æðrí og fremrí, eða það hélt ég...
Gunnar hét piltur. Hann var sköpunar-
verk Árna Stefánssonar Steinness Páls
Sigþórs Pálssonar frá Sauðanesi. Árni
kenndi sér aldrei afkvæmi þetta og kaus
að nefna hann Hámundarson. Móðir Gunn-
ars var Fountain PC-tölvutetur, og þótti
mönnum meðganga hans neð eindæmum
stutt. Kom svo að Gunnar spratt út úr
móður sinni á haustdögum og leigði sér
herbergiskompu í risi á Njálsgötunni.
Gunnar var gjörvilegur piltur vexti og ætíð
manna best greiddur. Bjó hann við þröngan
kost og hljóp upp á hæð sína í fullum hvers-
dagsklæðum oftsinnis á dag.
af þessu tagi verði að árlegum viðburði,
þar sem öllum framhaldsskólanemum gefst
færi á að spreyta sig.
Ritið inniheldur ljóð og smásögur, þar á
meðal sigursögu keppninnar: „Stærðfræði-
martröð Flosa“ eftir Hallgrím Halldórsson
þar sem raunum raungreinanema eru gerð
góð skil.
Þó svo efni ritsins eigi rætur sínar að
rekja til framhaldsskólanna er það öllum
Reyndar skaut Gunnar því oftsinnis að
mér að ég skyldi skrifa lyftu inn í söguna
en mér þótti það óþarfa bruðl á orðum.
Snemma þótti Gunnari sopinn góður.
Hann var þó reglumaður á vín og var ætíð
fullur föstudaga, laugardaga og sunnu-
daga. Hann hafði mikla skemmtan af því
að ráfa niður í bæ að kveldi og beija mann
og annan.
Bar það við eitt kvöld er Gunnar slagaði
um dimmar götur, að maður vatt sér að
honum. „Heyrðu kunningi, hér er vott og
vesældarlegt. Ég skal gefa þér farmiða inn
í sæluheim, fyrsta ferðin er ókeypis ...“
Því næst seldi maðurinn Gunnari í hendur
pillur, þijár að tölu. Gunnar skellti þeim í
sig og skolaði niður með dreggjunum úr
vodkaflöskunni.
— Hvað er ég að gera? Hér sit ég við
skriftir og legg líf ungs manns írúst, áfengi
og eituríyf! Eg verð að endurskrifa þetta.
Hvar lagði ég annars strokleðrið?
Bar það við eitt kvöld er Gunnar slagaði
um dimmar götur, að maður vatt sér að
honum. „Heyrðu væni, heitir þú ekki Gunn-
ar?“ Gunnar hreyfði hausinn til samþykkis.
„Ég heiti Njáll og bý í næsta húsi við þig.
Ég er að þjálfa handboltastráka í Val, þú
ert gerðarlegur drengur, kíktu endilega við
á æfingu til okkar.“ Því næst seldi maður-
inn Gunnari í hendur blað eitt er á voru
ristir æfingatímar.
Nú líður mér mikið betur. Ég fékk blað-
ið lánað hjá Gunnari og skrifaði hann inn
á næstu mögulegu æfingu.
Gunnar hét för sinni að Hlíðarenda strax
daginn eftir. Þar íklæddist hann tilheyr-
andi rauðum klæðum og tók þátt í leikum.
Brátt kom það fram að Gunnar var enginn
meðalmaður. Hann skaut jafnt, báðum
höndum og greip ef hann vildi og henti svo
hart að þrír knettir þóttu á lofti að sjá.
Þá um veturinn hóf Gunnar Hámundar-
son að leika með jafnöldrum sínum að
Hlíðarenda. Öttu þeir kappi við mörg fræk-
in lið er töldust öllu ófræknari eftir viður-
eignir við þá rauðklæddu. Að vori stóðu
menn Gunnars uppi sem sigurvegarar yfir
íslandi öllu eftir marga skemmtilega og
ójafna leika. Hafði Gunnar þá skorað vel
á þriðja hundrað marka og var það langt
um meira en elstu menn rak minni til að
nokkur hetja hafði áður gjört.
Hjarta mitt er að sprínga af stolti. Ég
hef ekki aðeins bjargað ungri sál, ég hef
skapað hetju! Eigi óraði mig fyrir að hann
Gunni minn myndi ná svo langt er ég byrj-
aði söguna. Ékki skemmir það svo fyrir
að ég er sjálfur í handbolta.
Lét Gunnar af allri drykkju þá um
sumarið. Njáll, þjálfari Gunnars var manna
fróðastur og kenndi Gunnari margt á sviði
knattvísinda. Gunnari var boðið að æfa
með úrvalsliði félagsins, er hann þáði og
stóð þar flestum framar, þrátt fyrir að
hann væri aðeins fimmtán vetra. Þann
næsta vetur fór öllu fram sem fyrr, Gunn-
ar fór fyrir mönnum sínum og þeir unnu
glæsta sigra í öllum goðorðum. Var mál
manna að eigi var sá leikur er nokkur
þyrfti við val að keppa þá Gunnar var til
staðar. Hefir svo verið sagt að enginn væri
í leik hans jafningi.
— Þetta er nú kannski full langt geng-
ið. Hann Gunnar virðist ekkert þurfa að
hafa fyrír hlutunum. Ég hef æft meira en
hann og lagt meira á mig en aldrei náð
þetta langt.
Var Gunnar nú ætíð nefndur Gunnar frá
Hlíðarenda. Þegar hér er komið við sögu
voru hann og Njáll þjálfari orðnir mestu
mátar.
Hróður Gunnars barst víða og dag einn,
er Gunnar var á sautjánda ári, barst honum
tilskipgn frá konungi knattleika á íslandi.
Óðinn Knattrak, landsliðsþjálfari, boðaði
hann á sinn fund. Gunnar úr Hlíðarenda
var valinn í landsliðið. Þar atti hann kappi
með öðrum einheijum íslendinga í fjöld
aðgengilegt og veitir skemmtilega innsýn
í hugarheim ungskálda, sem vert er að
veita athygli. Aðstandendur:
Menningarfélag Fjölbrautaskólans í Ármúla,
Menningarfélag Flensborgarskóla, Listafélag
Menntaskólans við Hamrahlíð, Menningarfélag
Menntaskólans í Kópavogi, Listafélag Menntaskól-
ans í Reykjavík og Listafélag Menntaskólans við
Sund. Apríl 1993.
frækinna orusta. Jafnan var Gunnar bestur
og mál manna að gleymst hefði að kenna
honum að gera mistök.
— Þessi uppeldisgalli skrifast víst á mig
og skriftir mínar. Mér er hætt að þykja það
skemmtilegt aðþessi Gunni sé orðinn marg-
falt betri en ég í handbolta, hann er líka
yngri en ég.
Eftir strangar æfingar hélt Gunnar
ásamt öðrum einheijum, erlendir í víking.
Tóku þeir þar þátt í leikum miklum er
kenndir eru við fom gríska borg, Ólympíu
að nafni. Gunnar þótti sýna þar frækilega
framgöngu, en í öðrum leik leikanna fingur-
brotnaði hann svo illilega að mál manna
var að slíkt hefði aldrei áður sést í smásögu.
— Ég viðurkenni það, sökin er mín. Ég
skammast mín þó ekkert fyrir það. Enginn
verður óbrotinn boltamaður.
Bati Gunnars var undraverður, hann
mætti tvíefldur í síðustu rimmu leikanna
og framkallaði 21 af 23 mörkum landans.
Var mál manna að slíkur sómamaður ætti
skilið að verða forseti og mál kvenna að
Gunnar væri mannkostur mestur á Fróni.
— Ég mótmæli allur! Þessi strákskratti
er orðinn mér fremrí á flestum sviðum.
Þessu skal linna, ég ann mér eigi hvíldar
fyrr en ég hef skrifað hann niður í svaðið,
þaðan sem ég hóf hann upp.
Þá skal segja frá úrslitaleik einum mikl-
um. Reyndar hafði Gunnar orðið fyrir togn-
unum og ýmsum skakkaföllum svo mál
manna var að furðu sætti undanfarna daga
en kappinn hristi það af sér og haltraði
fyrstur manna inn á vígvöllinn. Leikurinn
fór fram fyrir fullu húsi og fyrir alþjóð gegn-
um ljósleiðara. Þar öttu Víkingar kappi við
Gunnar og lið hans. Skiptust liðin á skotum
og þegar 4 sekúndur voru eftir stóðu Víking-
ar með boltann í höndunum og staðan var
jöfn. Skaust þá Gunnar Hámundarson inn
í sendingu, brunaði upp völlinn svo hart að
salurinn lyktaði af brenndu gúmmíi og reyk
lagði frá sólum hans, og negldi boltann
með slíkum eindæmum í slána og inn að
markið brotnaði í tvennt. Þvílík fagnaðar-
læti brutust út að enginn tók eftir höfundi
sögunnar í gervi dómarans. „Lína! Gunnar
minn, þú steigst á línuna þegar þú skorað-
ir.“
Hjarta Gunnars Hámundarsonar sprakk
næstum af harmi við þennan fáránlega
dóm. Manna var hann kurteisastur, ráðholl-
ur og góðgjarn, en þetta ranglæti var hon-
um um megn. Hann hreytti þvílíkum for-
mælingum í dómarann að slíkt hefur aldrei
heyrst frá landnámi (að þingfundum með-
töldum) og hlaut hann rauða spjaldið að
launum. Leikurinn var framlengdur og
hetjulausir Valsmenn steinlágu fyrir Vík-
ingum.
— Ha! Ha! Ha! Eigi er allt búið enn ...
Daginn eftir bárust niðurstöður úr keytu-
prufu er tekin var af Gunnari á Ólympíuleik-
unum. Niðurstaðan var sú að þvagið hefði
mátt nota sem þotueldsneyti og NASA
fastnaði sér sönnunargagnið til frekari efna-
greiningar. Voru fréttir þessar vatn á myllu
höfundar ásamt því að upptökur af skamm-
arræðu Gunnars voru spilaðar í öllum helstu
fréttatímum.
Þá kom á daginn að vitni höfðu séð
Gunnar þiggja pillur af manni á fyrstu síðu
sögunnar. Borin voru kennsl á manninn og
í yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglunni
játaði hann að hafa selt Gunnari ólögleg
hormónalyf.
Mál manna var að brögð Gunnars voru
ódrengileg og slíkur maður ætti ekki skilið
að verða forseti, mál kvenna var að ísland
væri auðugt af mætari mannsefnum og
Gunnar féll í gleymsku.
Gunnar Hámundarson frá Hlíðarenda
var niðurbrotinn maður. Hann ákvað að
hætta að leika í smásögum eftir öfundsjúka
höfunda; hann taldi sig vera misskilinn
snilling og gerðist ljóðskáld.
STEINVÖR ÞÖLL
Húsið
Hér hafa varðveist
andartök Hðinna ára
Stundir brostinna vona,
biturra tára.
Hér hefur rykfallið
bernskunnar traust oggleði
Hér lagði hamingjan
lífsitt að veði.
Hérerítímann
greypt mynd lítillar stúlku
biðjandi augun
fljóta í tárum
stara á mann
sem stendur á fætur
Nakinn líkaminn
alsettur sárum
Hönd kreppt um sorgmæddan
bangsa
sem grætur.
Hér bergmálar enn
hljóðlaus grátur
Oggarmurinn hlær
íhrópandi þögn
Af hverju
spyr óp kæft í ekka
og móðurbælt kjökur
andvana spurn, angist íaugum
Af hverju
Pabbi
Afhveiju?
JÓHANNES BRAGI
SIGTRYGGSSON
Átthenda
Á köldum vetrarnóttum Kári æðir
og kulið nístir inn í brothætt bein.
A öllum stöðum nöpurgolan næðir
svo nötrarkulda kvalin gömul
grein;
ogeisá vondi vindur landiðgræð-
Ir,
nú varla stendur eftir hrísla ein.
En frostið ei kemst inn íheit þau
hjörtu
sem hrímiðgera allt að vori björtu.
ÁRNI STEFÁNSSON
Staðfært
Það mælti mín móðir
að mér bæri kaupa
Benz og fagrar fasteignir
Fjárfesta í húsbréfum,
klökt á konu nafni
kaupa skyldi kompaní
Gjalda ei skatt, græða á því
Glepja mann og annan.
LÁRUS GUÐMUNDSSON
Neyðaróp
Tifmíns tærða hjarta
er tjáning sálar minnar
á sorginni er svíður undan
svipuhöggum tungu þinnar.
Tár minna tómu augna
er trosnað samband mitt
við líkama þinn, ást oghatur
allt sem kallast þitt.
Hróp míns snauða hugar
á hjálp úrnauðum mínum
ervon um unað eldri stunda
einn koss afvörum þínum
10