Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Side 12
HÖFUNDUR:ÓÞEKKTUR MYNDASAGA: BÚI KRISTJÁNSSON Eftir þaö sigla þeir Ólafur á haf. Þeim byrjaöi vel og tóku Noreg og er Ólafs för allfræg, setja nú upp skipið. Fær Olafur sér hesta og sækir nú á fund Haralds konungs meö sínu föruneyti. En er skip Ólafs var albúið þá fylgir konungur Ólafi til skips og gaf honum spjót gullrekið og sverö búið og mikið fé annað. Ólafur beiddist aö flytja fóstru Melkorku á brott með sér. Konungur kvað þess enga iur með allmikilli vináttu. þörf og fér hún eigi. Stigu þeir á skip sitt og skiljast þeir konung Ólafur Höskuldsson kom nú til hirðar Haralds konung og tók konungur honum vel en Gunnhildur miklu betu Þau buöu honum til sín og lögðu þar mörg orö til: Ólafur þiggur það og fara þeir Örn báðir til konungs hirðar. Leggur konungur og Gunnhildur svo mikla virðingu á Olaf að engin útlendur maður hafði slíka virðingu af þeim þegiö. Ólafur gaf konugi og Gunnhili marga fáséna gripi er hann hafði þegið á írlandi vesti Haraldur konungur gaf Ólafi að jólum öll klæöi skorin af skarlati. Situr nú Óiafur um kvrrt um veturinn Og um vorið e; á leið taka þeir tal milli sín, konungur og Ólafur. Beiddist Ólafur orlofs af konungi að fara út til íslands um sumariö, á éc þangað að vitja, segir hann, göfugra frænda, „ HaTaidur konun'gu7 læturTrarn se{)a"st'p um vorió. Þaó var khörr: Það skip var bæði mikið og gott. Þaö skip lætur konungur ferma með viöi og búa með öllum reiða. Og er skipið var búið lætur konungur kalla á Ólaf og mælti: Það væri mér næst skapi að þú staöfestist með mér og tækir hér allan ráðakost slíkan Lsem þú vilt sjálfur. y Þetta skip skaltu eignast Ólafur. Vil ég eigi að þú siglir af Noregi þetta sumar svo að þú sért annarra farþegi. Þakka ég yður konungi þann sóma er þér bjóöið mér en gjarnan vil ég fara til íslands ef þaö væri eigi að móti TEigi skal þetta gera óvineitt við þig Ólafur. Fara skaltu í sumar út til íslands því að ég sé að hugir þínir standa til þess mjög. En öngva önn nó starf skaltu hafa fyrir um búnaö þinn. Skal ^ ég þaö annast. __ Ólafur þakkaöi konungi meö fögrum oröum sfna stórmennsku Eftir það býr Ólafur ferð sína. Og er hann er búinn og byr gefur þá siglir Ólafur á haf og skiljast þeir Haraldur konungur meö hinum mesta kærleik. Ólafi byrjaöi vel um sumarið: Hann kom skipi sínu á Hrútafjörö á Borðeyri. Skipskoma spyrst brátt og svo þaö hver stýrimaður er. Höskuldur fregnir útkomu Ólafs sonar síns og verður feginn mjög og ríður þegar norðpr til Hrútafjarðar með nokkura menn. Verður þar fagnaðar fundur meö þeim feðgum. Bauð Höskuldur Ólafi til sín. Hann kvaðst það þiggja mundu. Ólafur setur upp skip sitt en fé hans er norðan flutt. En er það er sýslaö ríöur Ólafur noröan viö tólfta mann og heim á Höskuldsstaði. Höskuldur fagnar blíðlega syni sínum. Bræður hans taka og meö blíðu viö honum og allir frændur hans. Þó var flest um meö þeim Báröi. Olafur varð frægur af ferö þessari. Þá var og kunnugt gert kynferði Ólafs, aí hann var dóttursonur Mýrkjartans írakonungs. Spyrst þetta um allt land og þar meö viröing sú er ríkir menn höföu á hann lagt, þeir er hann haföi heim sótt. Ólafur haföi og mikið fé út haft og er nú um veturinn með fööur sínum. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.