Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Qupperneq 6
_L Arkitektúr Vinstri myndin: Aðkoman og inngangurinn eru einkar vel leyst. Hægri myndin: Hér er einna helzt að brotalöm sé á heildarmyndinni. Á gafl skrifstofuálmu er mynduð tenging við turn kirkjunnar, sem er vel. En að öðru leyti myndar álman ekki sannfærandi tengingu við kirkjuna, einkum frá þessari hlið. Glerárkirkja Arkitekt: Svanur Eiríksson. Meðal þeirra verkefna sem koma á borð arkitekta hljóta kirkjur að hafa verulega sérstöðu. Mætti ímynda sér að það væri óskaverkefni að fá að teikna kirkju, því einna helzt þar er hugsanlegt að arkitekt geti komið við frjálsri sköpun. Eitthvað sem kalla mætti hefðbundið lag á kirkjum, heyrir næstum sögunni til. Nægir í því sambandi að benda á nýjar eða nýlegar kirkjur, svo sem Breið- holtskirkju í Reykjavík og kirkjuna á Blönduósi, sem vígð var í mai á þessu ári. Það eru þó engan vegin ný tíðindi að kirkjur séu byggðar undir merki framúr- stefnu og má í því sambandi minna á Neskirkju, sem var afar óvenjuleg á sínum byggingartíma og er enn eitt bezta dæmi í íslenzkri byggingarlist um hreinræktaðan módemisma. Sú breyting hefur orðið á kirkjum frá því sem var, að nú þykir sjálfsagt að byggja um leið yfir félagslega aðstöðu safnaðarins og ef til vill skrifstofu fyrir prestinn og jafnvel sitthvað fleira. Kirkjubygging er ekki lengur einungis rammi utanum guðs- þjónustuna, heldur er reynt að sinna fé- lagslegu hliðinni einnig. Þetta gerir verk- efni arkitektsins mun flóknara. í hinni nýju Glerárkirkju á Akureyri, sem Svanur Eiríkssson arkitekt hefur teiknað, er þetta mjög augljóst og verður hvorttveggja í senn, kostur og galli við bygginguna. Kosturinn felst í því að til verður mjög góð aðstaða fyrir safnaðar- starf, enda eru álmumar tvær sem geta hýst þessa hlið kirkjustarfsins, stærri að grunnfleti en sjálf kirkjan. Þar er öðram megin stór salur, kallaður safnaðarsalur og getur hann opnast inn í kirkjuna við fjölmennar athafnir; einnig er þar eldhús, búr og geymsla. Hinum megin er skrif- stofa safnaðar, skrifstofa prests, lítil kap- ella, viðtalsherbergi, fundaherbergi, að- staða fyrir húsvörð, eldhús, fatageymsla, herbergi organista og salur ætlaður kennslu og herbergi ætlað brúðinni fyrir brúðkaup, sem er líklega nýlunda. Undir kirkjunni er geysistórt rými, sem ekki þótti ástæða til að fylla og er því óráðstaf- að. Ef til vill verður þar barnaheimili, eða eitthvað annað sem laðar fólk að kirkjunni. Af þessu má sjá, að arkitektinn þarf í mörg horn að líta við samræmingu alls þessa og að kirkjan hlýtur alltaf að taka svip af öllu því húsrými, sem heyrir til félagslega þættinum. Sumpart hefur það tekizt vel. „Kirkjan tekur á móti manni með opinn faðminn", sagði sóknarprestur- inn, séra Gunnlaugur Garðarsson, þegar hann sýndi mér kirkjuna. Það er rétt; þeg- ar komið er á bílaplanið teygir kirkjan út arma á tvo vegu og þessar álmur eyu al- veg byggðar sem hluti af kirkjunni. Ásamt með lágum, steinsteyptum veggjum sem umlykja bílaplanið, fær þessi heildarmynd megnþrangið ris, sem endar í turninum. I Svipmikið guðshús. Formin í glerárkirkju rísa, líkt og þau vi\ji hefja sig til flugs undan brekkunni. Tvöfaldi bitinn framan á turninum er stef, sem endurtekið er aftan á kór kapellu og í gerð kirkjugripa. sjálfum turninum er þetta ris látið halda áfram og hær hámarki í einskonar stefni; tveimur steinbitum, sem halda uppi kross- marki. Bitarnir og skálínur turnsins eru síðan endurtekin á gafli skrifstofuálmunn- ar; þar er þessi smáturn látinn mynda umgjörð utan um kapellu. Hér hefur verið úr vöndu að ráða eins og ævinlega þegar þjóna þarf tveimur herrum. Skrifstofuálman útheimtir marga glugga, en meinið er að þeir eru bara eins og venjulegir skrifstofugluggar og ríma ekki við útlit kirkjunnar að öðru leyti. Frá Hlíðarbrautinni, sem er aðal umferðaræð hverfisins, blasir kirkjan. við í allri sinni dýrð. En það blasir líka við að skrifstofuál- man er ekki sem hluti af kirkjunni. Þótt samskonar gluggar séu að vísu neðantil á kirkjunni, eru þeir ekki nóg til að mynda tengingu. Álman gæti verið skólahús eftir útlitinu að dæma, eða skrifstofubygging eins og hún er< En hún er eins og við- hengi við kirkjuna frá þessu sjónarhomi í stað þess að vera hluti hennar. Önnur sjónarhorn era góð og aðkoman er beinlínis fögur. Inngangurinn er til að mynda mjög fallega leystur. Það er óvenju- legt, að gengið er inn um afturendann, frá vestri, en kirkjan er kórrétt, sagði séra Gunnlaugur; það felst í því að turninn og kórinn snúa til austurs. Kirkjuskipið sjálft - ef nota má það orð yfír næstum ferhymdan sal- er hvítmálað og bjart og það setur sinn svip á loftið, að trébitar, sem nálgast hver annan yfír kórnum, era látnir sjást. Grár steinn er á gólfi, en stakir stólar með bleiku áklæði í stað kirkjubekkja. Mér skilst þó að það sé ekki endanleg lausn og að arkiektinn miði við að kirkjubekkir komi síðar meir. í kór er inndregið rými, sem hentar frá- bærlega vel fyrir altaristöflu. Það er virð- ingarvert, en því miður of sjaldgæft, að gert sér sérstaklega ráð fyrir kirkjulist í nýjum kirkjum og m.a. þessvegna eru þær sorglega listsnauðar. Hér er krossmark yfír altari til bráðabirgða, en listaverkið bíður betri tíma. Séð inn í kór kirkjunnar. Ljósm.Mbl.Rúnar Þór, Akureyri. Aðrar myndir tók greinarhöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.