Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Blaðsíða 2
stríði Rómverja gegn Etrúskum, þegar ein-
eygð hetja, Cocles, varði einn brú gegn
Etrúskum, aðallega með æðisgengnu lát-
bragði og með því að hræða þá með grettum,
og minnir það hann allt á Óðin. Þar að auki
telur Dumézil hliðstæður við írskar goðsögur
og virðist það enn langsóttara.
Róm
En hér virðist mér leitað langt yfir
skammt, því í Róm má enn í dag sjá sláandi
hliðstæðu við söguna um handarmissi Týs.
Við vesturenda Circus Maximus, nálægt
rústum keisarahallarinnar fomu, stendur
ævagömul kii’kja, Santa Maria in Cosmedin.
Upphaflega var þessi bygging hlaða fyrir
gjafakom, en var breytt í kirkju um 400 e.
Krist. I opnu anddyri kirkjunnar stendur
fornrómverskur steinskjöldur mikill, hálfur
annar metri í þvermál, hringlaga með andliti
á. Göt eru fyrir augu, nasir og munn, og er
talið að upphaflega hafi þetta verið nokkurs-
konar rist fyrir niðurfall i ræsi. Það er þá
athyglisvert að rétt hjá kirkju þessari er
„Cloaca mixima“ merkt inn á Rómarkort, en
það var meginholræsi borgarinnar. Þessi
steinskjöldur með andliti á er kallaður „bocca
della verita“, þ.e. sannindamunnur. Það
byggist á þeim þjóðsið, að stinga hendi sinni
í munn andlitsins, þegar eiður er svarinn.
Sé eiðurinn rangur á steinandlitið að bíta
höndina af, samkvæmt þjóðtrúnni.
Hér em svo mörg atriði sameiginleg sög-
unni um handarmissi Týs, að bein tengsl
virðast mjög líkleg, enda er ekki aðrar hlið-
stæður að sjá, sem áður segir. En hvort er
nú líklegra, að þessi þjóðtrú Rómverja bygg-
ist á fornri indóverópskri goðsögu, sem ann-
ars, sé aðeins varðveitt í Snorra-Eddu eða
að frásögn Eddu af Tý byggist á þessri róm-
versku þjóðtrú? Þessi síðartalda skýring sýn-
ist mér mildu líklegri. Bæði vegna þess, að
tilefnislaust er að gera ráð fyrir goðsögn, sem
engar heimildir era um, svo sem áður var
rakið, og svo er þessi þjóðtrú einmitt líkleg
til að spretta af ímyndunarafli fólks andspæn-
is þessu stóra, gapandi steinandliti, sem eng-
inn vissi lengur til hvers hafði verið gert.
Auk þess stóð það í fordyri kirkju, en það
var víðar en á Islandi sem menn unnu eið
með því að leggja hönd á helga bók og fer
þetta þá að verða allnáið samband.
Hér skal ekki fjallað um önnur atriði þess-
arar sögu af ásum og Femisúlfi, en ekki
væri þetta neitt einsdæmi þess að rómversk
mannvirki berist inn í norræna goðafræði.
Ekki langt frá steinandliti þessu er Colosse-
um (og svipaðar byggingar vora víðar í
Rómaríki), en það vora sérstæð mannvirki,
m.a. að því leyti, hve margir gátu í senn'
gengið inn í þau eða út úr þeim. Fyrir sex-
tíu áram benti norski fræðimaðurinn Magnus
Olsen á Colosseum sem fyrirmynd Valhallar,
þar sem vopnbitnir menn áttu að dveljast
eftir dauðann. í Snorra-Eddu segir (bls. 44):
Þá er þeir drekka eigi,þá fara þeir út í
garðinn og berjast, og fellir hver annan.
Það er leikur þeirra. (41.k., Is. 60)
Eddukvæðið Grímnismál er talið mun
eldra. Þar er Valhöll svo lýst:
Fimm hundruð dura
og um (jórum tugum,
svo hygg eg á Valhöllu vera;
átta hundruð einherja
ganga senn úr einum durum,
þá er þeir fara við vitni að vega.
Hér er augljós hliðstæðan við Colosseum,
en þar var m.a. haft til skemmtunar að
sverðliðar (gladiatiorar) gengu inn á sviðið
'Og börðust. Þótt þeir risu ekki upp frá dauð-
um, þá kom jafnan maður manns í stað fyrir
næstu leika.
Nú var þeim leikum löngu hætt þegar
Grímnismál vora ort, en ekki skal ég getum
að leiða hvenær þessar frásagnir bárast til
Norðurlanda né í hvaða formi. Það gerir
Magnus Olsen í fyrmefndri grein. En í raun-
inni hefur ekki þurft mikið til, það nægði að
einn maður kæmi til Norðurlanda og segði
sögu af því að menn legðu hönd sína í munn
á miklu steinandliti, því til tryggingar að
þeir særa sannan eið. Enda myndi andlitið
bíta af höndina ef rangur væri eiðurinn.
Þetta væri nægileg uppspretta sögunnar um
Fernisúlf og Tý, t.d. fyrir fólk sem leiddi
hugann að Ragnarrökum.
Tilvintuð rit: Georges Dumézil: Mitra-Var-
una ...(ensk þýðing) New York 1988. Snorra Edda.
Iðunn 1975; How to visit Rome and Latium, Róm 1984.
Myndin er tekin eftir bls. 121, þakka Gísla Sigurðssyni
lánið; Guide de Tourisme Michelin: Rome. Paris 1988,
Piazza bocca della verita“; Hallvard Mageroy: „Af sin-
um bjarnarins" Minjar og menntir, Rvík 1976, bls.
358-63; Fomaldarsagan, islenzkuð og aukin eftir sögu-
bók H.G. Bóhrs af Páli Melsted. HÍB, Rvík 1864;
Magnus Olsen: „Valhöll með hinar mörgu dyr.“ M.O.:
Þættir um líf og ljóð ... Rvík 1963, bls. 124-7; Edgar
C. Polomé: „Týr“ í Encyciopaedia of Religion XV, bls.
108-9. Mircea Eliade ed., New York 1987.
Þrjár myndir
úr Kópavogi
Eftir GYRÐIELIASSON
Maður í samfestingi
talar við kött á
húströppum í
kvöldlogni og
samfestingurinn
er blár. Maðurinn
reykir og talar við
köttinn meðan bflar fara hjá húsinu.
Maður í samfestingi talar við kött á
húströppum í kvöldlogni, og fer seinna með
ný föt gegnum kirkjugarð í logninu. Svört
föt í logninu trndir morgun.
Hann segir við köttinn: „Þú átt ekki að
sitja hérna hjá mér á tröppunum. Þú átt
að fara niður á túnið við sjóinn þar sem
lóumar era. Þú getur margt lært af lóun-
um.“
Kötturinn starir á hann grænum glyrn-
um.
„Ég sendi þig rétt bráðum niður á tún,“
segir maðurinn. Svo stendur hann á fætur
og gengur inn í húsið, kemur aftur út með
fötin í plasthjúp á handleggnum. Hann
býður kettinum góða nött og gengur að
strætisvagnaskýlinu handan götunnar og
hugsar um legsteina.
II
Yfir götu fara þijár mannverur. Fullorð-
inn maður með dökkan hött og ýlustrá og
blæs svo undir tekur í húsum. Á eftir hon-
um ganga tvö börn, líka með ýlustrá og
dökka hetti og blása en úr þeirra stráum
koma engin hljóð.
Á túninu við sjóinn era baggar nýbundn-
ir, töðuilmur berst yfir göngustíginn á sjáv-
arbakkanum. Enn heyrist hátt í ýlustrái
fullorðna mannsins en ekkert í stráum barn-
anna og hjá böggunum á túninu vappa
nokkrar lóur í maðkaleit. Þær leita góða
stund að möðkum meðan kvöldið silast
áfram. Svo fljúga þær upp og era hljóðar
eins og komið sé í þær haust þó enn sé
ekki nema júlí. Þessar niðurdregnu lóur
fljúga lágt yfir sléttan vog á flikróttum
vængjum.
Ég veit ekki hvar þær verða í nótt. Ég
er gömul mús og hef búið um mig í trölla-
súraskóginum inni í dalnum. Maðurinn með
ýlustráið og bömin sem fylgja honum, þau
fara framhjá ketti við hrörlegt hús. Köttur-
inn horfir niður á túnið við voginn og þeg-
ar hann heyrir í ýlustráinu eina tekui- hann
kipp, einsog hann haldi að lóa sé að kvaka.
Hann hefur verið að hlusta á mann sem á
eftir að rölta með svört föt í glæram hjúp
gegnum lrirkjugarð í logni.
III
Eftir göngustígnum meðfram túninu þar
sem baggamir liggja og dreifar eftir bindi-
vélina gera hrífufólk á elliheimilinu eirðar-
laust; eftir þeim stíg fara mæðgin. Drengur-
inn er 7 ára og ljóshærður með stór gler-
augu og svart band aftur fyrir hnakkann
svo hann missi þau ekki af sér. Hann er í
hvítum strigaskóm og hleypur út á túnið
meðan mamma hans þræðir stíginn og horf-
ir yfir voginn.
Drengurinn snýr aftur af túninu og tekur
í hönd móður sinnar, segir út í lognið í
kvöld: „Hvar er pabbi núna?“
Trérista eftir Elías B. Halldórsson.
„Hann pabbi þinn, ég veit það ekki,“
segir mamma drengsins annars hugar, and-
ar að sér töðuilmi og lítur upp í gráan him-
in. „Þú veist að ég veit það ekki.“
„Já, en getur hann ekki komið aftur?“
spyr drengurinn og ýtir gleraugunum ofar
á nefið. Það þarf að stytta í bandinu aftur
fyrir hnakkann.
„Nei,“ svarar mamma hans. „Nei,“ segir
hún aftur.
Þau leiðast eftir stígnum, gegnum göngin
undir mikla veginn og svo inn í dalinn.
Meðfram læk og jurtum sem vaxa á bökkum
hans, að tröllasúraskóginum þar sem ég,
gamla músin, er að hugsa um mold og lóur
og hey og ketti.
Undir súð
ppi undir þaki í húsinu
þama, þessu sem klif-
urplönturnar umvefja,
liggur ungur maður í
gráu járngrindarúmi
og granar að hann deyi
bráðum. Nótt eftir nótt
hefur hann dreymt bik-
aðar kistur, úfna hrafna, austurrískar slag-
klukkur, og bleika hesta sem stökkva ofan
í mógrafir.
Hann finnur ekkert að sér, en hefur þó
varla reist höfuð frá kodda dögum saman
og er að verða alveg viss um að hann deyi.
En hann vill að eitthvað gerist sem verði
til þess að draumarnir komi ekki fram.
Á morgnana syngja fuglar í trjánum við
gluggana. En glugginn á þakinu er lokaður
og söngurinn daufur eftii- að hafa síast
gegnum glerið, lífshljómurinn farinn úr
honum. Eiginlega minnir söngurinn helst á
maðkana sem fuglarnir tína með sama nefi
og þeir syngja með, og maðkar kalla fram
hugsanir um mold — tengjast þannig
draumum.
Hann þekldr enga konu lengur. Hann
þekkir enga konu sem gæti tekið um höfuð
hans og látið moldina bak við augun hverfa.
Hann gæti dáið rólegur ef hann þekkti
konu sem gæti látið moldina hverfa.
„Þú getur dáið rólegur," mundi hún segja
við hann. „Ég kem eftir 50 ár.“ Þannig
finnst honum að konur eigi að vera, og
hann segði líka við konuna ef það
væri hún sem ætti að deyja og
hann ekki: „Þú getur dáið róleg.
Ég kem eftir 50 ár.“
Húsið er gamalt. Meira en 50
ára gamalt, og meira en 100 ára
gamalt. Þama hafa margir dáið.
En enginn hefur dáið rólegur.
Flestir deyja án þess að fá tíma
til að verða rólegir. Marga dreym-
ir klukkur, mógrafir, hrafna, bleika
hesta. Svo kemur dauðinn. Aðra
dreymir grá blóm í leirpottum,
hvít tvinnakefli, trosnaðar forstof-
umottur og fornlega kæliskápa —
og þegar augun opnast er ljóst
hvert stefnir.
Komið kvöld, og fuglarnir sem
í morgun sungu í trjánum eru
löngu hljóðnaðir. Hann hefur ekki
afi til að hugsa um lífið, ekki nógu
lengi í einu. Hann verður smeyk-
ur, finnst að dauðinn sé alveg að
koma; súð og veggir dökkna. Dauðinn kem-
ur yfir veggi, það er ekki nóg að setja þak
yfir veggina, hann kemur þá bara gegnum
þakgluggann. Og ef ekki er þakgluggi þeg-
ar hann kemur, þá býr hann til þakglugga
á svipstundu. Högg og sagarhljóð, og hann
blístrar lagstúfa á meðan hann útbýr þak-
gluggann, blístrar svo það mirrnir á fugla-
söng. Það mætti halda að kominn væri
morgunn þegai’ hann bh'strar svona. En
hann kemur með sortann með sér inn um
þakgluggann, og sortinn fyllfr herbergið
og líður út undir súðina. Nú heyrist ekkert
blístur lengur.
Hestar, mógrafir, klukkur, kistur, hrafn-
ar.
Klifurplönturnar umvefja húsið. Undir
öðru þaki langt í burtu er konan sem hefði
getað sagt: „Þú getur dáið rólegur. Ég kem
eftir 50 ár.“ En til þess hefði hún orðið að
þekkja hann sem er undfr súðinni, og það
gerir hún eklri. Undir þakinu hennar er
bjart, nýjar perur í lömþum, perar sem
endast vel. En sortinn er að fylla hitt her-
bergið.
Sögumar eru úr nýrri bók Gyrðis, sem heitir „Trega-
hornið". I henni eru 24 örstuttar sögur. Mál og
menning gefur út. Tréristur í bókinni eru eftir Elías
B. Halldórsson.
Álfareiðin
Einhvern tíma birti
undirritaður grein-
arkom í tímariti, þar
sem lagt var út af
þýðingu Jónasar
Hallgrímssonar á
kvæði Heines, Die
Elfenreute.
Þar var því haldið fram, að sú þýðing,
Álfareiðin, væri svo óhk hinu þýzka ljóði,
að nærri léti að framort væri á íslenzku
með hliðsjón af kvæði Heines. Svo var
kallað, að hið séríslenzka viðhorf Jónasar
til rómantíkur þess tíma réði þar lögum
og lofum, allt yfirbragð ljóðsins væri gjör-
ólíkt Heine, enda sjálfur bragarhátturinn
alls óskyidur. Ljóðhnur Jónasar koma
dansandi á blönduðum bragliðum, léttum
og gáskafullum, en kvæði Heines er ein-
göngu ort á réttum tvfliðum, háttföstum;
virðulegum og eilítið ískyggilegum. I
kvæði Jónasar hlær álfadrottningin að
skáldinu, en í kvæði Heines sendir hún
honum tvírætt bros og býsna dularfullt;
og mætti svo lengur telja.
Þá hélt sá sami því fram á öðram vett-
vangi, þar sem rætt var um svipað efni,
að þennan mikla mun bæri sízt að harma,
enda hefðu slíkar þýðingar, þegar vel
tækist tfl, sérstakt gildi sem innlendar
bókmenntir, að nokkra leyti annað en þær
þýðingar, sem umfram allt eiga að vísa
til vegar inn í erlendan ljóðheim.
Enginn íslendingur kysi þessa ljóð-
perlu Jónasar á neinn annan veg en hún
er. Hitt er annað mál, að eigi að síður
hefði margur þegið að nálgast hið marg-
fræga ljóð Heines á þess eigin forsendum
í hvívetna, skynja inntak þess og andblæ
á sinni eigin tungu.
Og nú vill svo til, að á hðnu sumri kom
út lítið og fallegt ljóðakver eftir Ólaf lækni
Tryggvason, skömmu fyrir andlát hans.
í kveri þessu era meðal annars efnis tvær
ljóðþýðingar, báðar úr þýzku. Önnur
þeirra er af hinu kunna stúdentaljóði O
alte Burschenherrlichkeit, en hin er af
Die Elfenreute eftir Heine.
Báðar era þýðingar þessar mjög hag-
lega gerðar, og er ekki sízt fengur að
Álfareiðinni, því þama er hún ort ná-
kvæmlega á frumhætti Heines auk þess
að vera svo nærfærin um efni sem til
má ætlast. Samanburður við Ijóð Jónasar
kemur að sjálfsögðu ekki til greina, þar
sem um annars konar verk er að ræða.
Sökum þess að þýðing Jónasar má á
vissan hátt kallast sjálfstætt íslenzkt
verk, hefur þetta merka kvæði Heines
staðið að nokkra utan við íslenzkar þýð-
ingabókmenntir þar til nú, að birzt hefur
vönduð þýðing Ólafs Tryggvasonar. Þess
vegna sætir hún kærkomnum tíðindum.
HELGI HÁLFDANARSON
Höfundur er bókmenntafræðingur.