Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Síða 3
BORIS PASTERNAK
LESBOK
@ B n u [u] u n E H1] BID1] 11
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar:
Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars-'
son. Ritstjómarfulttr.:
stjóm: Kringlunni
Gyrðir
Elíasson hefur sent frá sér bók með 24 örstutt-
um sögum, sem eru skemmtilegt en vandmeðfar-
ið bókmenntaform og fróðlegt að sjá hvemig
þessi ungi höfundur meðhöndlar það. Til dæmis
eru birtar tvær sögur úr bókinni.
Glasa-
frjóvganir
hafa verið á verkefiiaskránni hjá Kvennadeild
Landsspítalans í tvö ár og rúmlega 100 böm er
fædd eftir slíkar fijóvganir. I þættinum um Rann-
sóknir á íslandi skrifa þeir Júlíus Gísli Hreinsson
og Þórður Óskarsson um þetta efiii.
Gísli Sigurðsson. Rit-
1. Sími 691100.
Fenrisúlfur
beit höndina af Tý, sem hafði sett hana að veði
gin úlfsins. Nú hefiir Öm Ólafsson fundið hlið-
stæðu í Róm: Forn skjöldur með andliti og munni.
Menn settu hönd sina að veði við eiðtökur, stungu
henni í munn steinandlitsins, sem beit af höndina,
ef rangt var svarið.
Blaðamaður Lesbókar var í sumar á ferðinni á Snæ-
fellsnesi, sigldi með Eyjaferðum, leit í kringum sig í
bæjunum á nesinu, gisti á Kvemá og hitti að máli
Sigga Karls, hönnuð og hugmyndasmið, sem kom til
Ólafsvíkur eins og hvítur stormsveipur ofan af Jökli
og er búinn að reisa myndarlegt veitinga- og gistihús.
Þema
Geir Kristjánsson þýddi
Klettur og stormur. Klettur og kápa og hattur.
Klettur - og Púsjkín. Hann sem einnig í dag
luktum augum skyggnist og sér í SSnxinum
ekki bábiljur okkar, ekki ágiskanir
fomgrikkjans í blindstræti, ekki gátu,
heldur áa sinn: flatmynntan hamíta
sem þjáðst hefur af sandstorminum einsog af bólusótt,
örum sleginn af auðninni, einsog eftir bólusótt,
og ekkert meira. Klettur og stormur.
Bjór sem flæðir ólgandi úr grön
íjörukambanna, höfðanna, klettanna og tanganna,
margrunnsins og mílnanna. Tunglkomu
hvinur og gnýr einsog steypt sé úr fati
botnlausum svelg. Mistur oggnauð og ofsa sogandi
stormur.
Bjart sem um dag. Allt lýsist af hvítri froðu.
Enginn fær slitið augun frá þeirri sýn.
Brimrótið sparar ei Sfínxinum ljósin fín
og skiptir án afíáts um kerti á rjúkandi stjökum.
Klettur og stormur. Klettur og kápa og hattur.
A vörum Sfímdns er saltremma
þokudrungans. Sandurinn markaður votum
marglittukossum.
Boris Pastemak, 1890-1960, var rússneskur rithöfundur og skáld og mikill
áhrifamaður á rússneska Ijóðlist, en var í andstöðu við opinbera stefnu um
pólitíska nytsemi Ijóða. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1958 eftir að skáldsaga
hans, Sívagó læknir, kom út á Vesturiöndum, en hafnaði þeim vegna and-
stöðu sovézkra yfirvalda.
Paradísarmissir
og -heimt
að hefúr víst ekki farið
framhjá öðmm en örg-
ustu rötum að hégómleik-
inn er að verða það ein-
kenni hins vestræna
heims sem augljósast er.
Eins og flestir hafa fyrir
löngu veitt áthygli virðist
heimska sú, sem hittir þennan heimshluta
vom, ná að blómstra með alveg sérstökum
glæsibrag hjá okkar litlu þjóð. Svo er og um
sigur hégómleikans. Vitaskuld reyna menn
að leyna honum og gefa honum fögur og
lokkandi nöfn en uppraninn leynir sér sjald-
an.
Andstæða hégómleikans er látleysið og nú
er svo komið að slíkt ástand telst til argasta
hallærisskapar sem auðvitað er dauðasynd
vorra daga, staðfesting þess að maður sé
ekki með, hafi ekki „meikað það“, misst af
tækifæram lífsins; maður hafi ekki verið
kosinn í liðið sem þóttu ægileg örlög þegar
ég var barn í fótbolta.
Það er sama hvert við lítum kringum okk-
ur; hvarvetna sjáum við fólk sem leggur lífið
í sölurnar til að forðast hallærið sem bíður
við hvert fótmál ef maður passar sig ekki,
tilbúið að hremma mann og bola út úr því
samfélagi, sem með sanni má kalla Paradís
hégómans, inn í helvíti látleysisins. Þar er
lummulega liðið, launaþrælamir sem berjast
fyrir daglegu brauði sínu og brýnustu þörf-
um, það er samfélag hins nafnlausa, ósmarta,
síblanka skara.
Þetta ástand hefur nú leitt til þess að kom-
in er fram ný yfirstétt. Hana skipa þeir sem
láta mikið á sér bera, daðra við þá sem kom-
ist hafa til metorða hjá kónginum og reyna
að líkja sem nákvæmast eftir orði hans og
æði. Þetta fólk þykist gjama líflegasta fólk
samtímans en hefur ekki veitt því eftirtekt
að það er dáið, steindautt í stöðluðum form-
um sem það hefur sjálft skapað um líf sitt.
Þetta fólk er allt eins.
Það er nokkuð um liðið nú síðan ég varð
þess fullviss að ég væri staddur í helvítinu
miðju og myndi vísast aldrei öðlast hlutdeild
í hinu staðlaða ríki útvalinna.
Ég var fyrir nokkru staddur á flugstöð í
Lundúnaborg þar sem ég þurfti að dveljast
hálfan sólarhring sakir þess að flugvélinni,
sem skyldi flytja mig áfram til meginlands-
ins, seinkaði alveg látlaust. Ég varð fljótlega
þreyttur á biðinni og ákvað í leiðindum mín-
um að kaupa mér eitthvert tímarit til að lesa.
Ég sá fyrir framan mig gríðarlegan fjölda
þeirra í þar til gerðum hillum.
Eins og að líkum lætur var tímaritum
þessum vandlega skipt eftir kynjum, í karla-
og kvennatímarit. Af augljósum ástæðum
varð mér fyrst fyrir að kanna karlatitlana.
En hvílík vonbrigði. Eftir skamma stund við
staflana fór mig að gruna að eitthvað væri
stórlega bogið við mína karlpersónu. Það var
alveg sama hvemig ég leitaði og fletti. Ég
fann ekkert sem ég hafði minnstu löngun til
að lesa.
í næstu andrá rann upp fyrir mér sltín-
andi Ijós. Ég hafði gleymt að fylgjast með
þróuninni; ég var orðinn að nátttrölli í sam-
tímanum, eins konar eyland svo afskekkt að
það myndi aldrei lenda á korti, kannski aldr-
ei finnast.
Skilaboðin, sem mér bárast, voru alveg
klár. Hinn staðlaði nútímamaður hefur óseðj-
andi áhuga á bílum, einkum jeppum, hrað-
skreiðum bátum og rennilegum skútum, alls
kyns óskiljanlegri tækni, vöðvasöfnun og
ýmiss konar rándýrri líkamsrækt, skotveið-
um og síðast en ekki síst strípuðum þokka-
gyðjum í vægast sagt vafasömum stellingum.
Það vora þung spor sem ég gekk að kvenna-
blaðastæðunni og valdi mér tímarit um hús
og innréttingar.
Ég lötraði burt frá blaðagrindunum og lak
niður í sætið mitt. Það era vissulega alvarleg
tímamót í lífi eins manns þegar rennur upp
fyrir honum að heimurinn hefur afneitað
honum sem gömlu og ónýtu skrani.
Ég fór að ásaka sjálfan mig fyrir heimótt-
arskap minn, gamaldags viðhorf og almenna
sveitamennsku í hvívetna. Ég hefði náttúr-
lega átt að fylgjast betur með, líta oftar í
kringum mig og kanna stefnu tímanna og
fylgja henni. Svo fór ég að mikla fyrir mér
kosti þess að vera normal og varð æ þung-
lyndari. Ég var minnsta karlmenni sögunnar.
Ekki bætti verulega úr skák að ég sat
milli tveggja Ameríkana sem greinilega voru
nútimakarlmenn á heimsmælikvarða. Annar
þeirra var svo mikilfenglegur í laginu að ég
var eins og pípuhreinsari við hlið hans. Hann
skoðaði líka vaxtarræktartímarit af óseðjandi
áhuga.
„Beautifúl, don’t you think,“ sagði hann
og sýndi mér í blaði sínu karlmannsbrjóst
sem vora eins og háir hólar, svo maður vitni
nú í bókmenntimar. Ég var þá orðinn svo
þrúgaður af vanmetakennd að mér kom í hug
minn eigin brjóstkassi sem líklegri væri til
að afla mér verðlaunasætis í Elíte- og Ford-
stelpnakeppni en í samkeppni um karlmann-
legt vaxtarlag.
Hinn Ameríkaninn var niðursokkinn í
jeppabílablað. Þar vora farartækin á svo
ægilegum deklgum að minntu á stultur og
ég sá í hendi mér að ég kæmist ekki hjálpar-
tækjalaust upp í slíkan bfl, hvað þá að ég
gæti ekið tröllinu. Það kom í ljós að húsa-
og innréttingablaðið, sem ég keypti, var sér-
blað um eldhús og klósett og jók það enn á
raunir mínar fremur en hitt.
En viti menn. Að einu leyti er mannskepn-
an fúllkomin. Hún kann að búa sér til vamar-
kerfi þegar að henni er vegið. Þessi hæfileiki
kom nú í góðar þarfir. Ég fór smám saman
að sætta mig við hlutskiptí mitt, síðan fór
ég að vorkenna körlunum á flugstöðinni.
Svona pottþétt er vamarkerfi mannsins,
þessi nauðsynlega brjóstvöm þegar öll sund
virðast lokuð.
Lokaniðurstaða mín var sú að ég heyrði
að vísu til hallærisgæjategundinni. Mér varð
líka Ijóst að hún er óskaplega nauðsynleg til
að hinir fái notið sín; þessi leikur byggist
fyrst og fremst á metingi og samkeppni og
himnaríki er lítils virði án almennilegs helvít-
is. Flestir, sem ég þekki, em í flokki með
mér og virðist líða bærilega eins og mér.
Ég fann líka að áhugamál mín, þótt lítilsverð
séu og ekki tæk í glansrit, fullnægðu mér
alveg og helvíti hallærisfólksins var ekkert
helvíti heldur líf venjulegs fólks sem þreyir
þorrann, viðurkennir vanmátt sinn á ýmsum
sviðum og blöskrar ekki að vinna fyrir sér
með venjulegri vinnu.
Alsæll í minni trú fór ég að lesa hallær-
isblaðið mitt sem reyndist a.m.k. ágætt svefn-
meðal og ég softiaði innan tíðar með mjúkt
bros á vör.
ÞÓRÐUR HELGASON
ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. NÓVEMBER 1993 3