Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Síða 4
MINNISPUNKTAR AF SNÆFELLSNESI fuglana. Þarna ríkti gagnkvæm virðing og nokkur forvitni á báða bóga, en fuglinn veit af langri reynslu, að þetta er saklaus kurteis- isheimsókn. Við Purkey er siglt framhjá fallegum stuðlabergshömrum. I þeim er rauf, sem heitir Gálgagjá og þótti henta einstaklega vel til þess að hengja í snærisþjófa og aðra álíka afbrotamenn þegar refsigleðin ríkti undir Stóradómi. Enn er siglt þangað sem heitir Steinaklettur og þar er stórfenglegt að vera á útfallinu, þegar sjórinn úr Hvamms- firði kemur með slíku straumkasti að það var því líkast að báturinn væri úti í miðri Þjórsá. Leiðin liggur síðan tO baka framhjá Rif- girðingum og stanzað er í Hvítabjarnarey, sem er klofin og liggur bjarg í skorunni. Það fór nefnOega í taugarnar á gamaUi og virðu- legri tröUskessu uppi á Snæfellssnesi þegar kirkja var fyrst byggð á HelgafeUi. Þreif hún upp bjarg og grýtti því, en hæfði ekki Helga- fellskirkju og reyndar hefur kastið verið æði ónákvæmt fyrst það hitti Hvítabjarnarey, langt úti á firði. Þetta umhverfi er sannarlega eitt allsherj- ar lífnki og matarkista, enda varð aldrei sultur í Breiðafjarðareyjum. Mér er þó tO efs að Breiðfirðingar hefðu étið með góðri lyst þann skelfisk og ígulker sem bátsverjar plægðu upp og gáfu okkur að smakka á. Mér þótti það sælgæti, ekki sízt þegar boðið var uppá ágætt hvítvín tO að dreypa á með. Að sjálfsögðu má ekki selja létt vín um borð; það stangast á við einhverjar hlægilegar og firna heimskulegar reglur. Mig minnir að það vanti sturtu fyrir kokkinn eða eitthvað ámóta. En þeir eru klókir hjá Eyjaferðum eins og menn verða ævinlega tO að komast framhjá heimskulegum reglum. Þeir selja farþegum pappaglös á 500 krónur og gefa þeim síðan hvítvínið. Flestir farþegar þyrpt- ust að borðinu þar sem skelin og ígulkerin voru skorin upp og aUir virtust hafa hina mestu ánægju af. III Það sem gerir Stykkishólm hrífandi og Stykkishólmur er einn af sjálfsögðum viðkomustöð- um þegar farið er um Snæfellsnesið og ekki er í kot vísað að gista þar í hótelinu. En dýrt er það óneitanlega; kostar liðlega 7 þúsund svo maður lætur það kannski eftir sér einu sinni, en Siglt með Eyjaferðum, hugað að gömlum húsum í Hólminum, komið við á Kvemá og litið inn hjá hönnuðinum Sigga Karls í VER-sölum. leitar svo að ódýrari gistingu sem víða er völ um í nágrenninu. Mér virðist þó að verð- munurinn sé ekki sá sami og hann var fyrir fáum árum og nú verða menn að gæta sín, sem reka bændagistingar. Allt er unnið fyrir gíg ef enginn sést gesturinn vegna þess að verðið er of hátt. Menn eru líka að átta sig á því, að sitt- hvað þarf að vera í boði þar sem ferðamenn fjölmenna, eUa skilja þeir heldur ekki eftir sig þá fjármuni sem allir eru að sækjast eft- ir. Umfram flest annað þurfa að vera tO boðleg veitingahús og í Stykkishólmi hefur orðið veruleg framfór með veitingabúð í húsi, sem kennt er við Knutsen. Þar var þétt set- inn bekkurinn; mestallt útlendingar. Matur- inn var í lagi og stórgóð þjónusta hjá korn- ungum stúlkum sem gengu þar um beina. Nú hefur það hinsvegar sést í blöðum, að Knutsenshús er tU sölu; það má þó ekki koma fyrir að þessi rekstur leggist af. I Hólminum hafa menn verið að velta fleiru fyrir sér en veitingarekstri til þess að laða að ferðamenn. Eitt af þvi eru Eyjaferðir; Mð- lega tveggja tíma sigMng norðaustur tO eyj- anna í mynni Hvammsfjarðar og á mOli þeirra. Þetta er alveg mátulega langur túr og var svo vinsæll í sumar, að báturinn var í fórum allan daginn. I októberlok höfðu um 9000 manns farið með Eyjaferðum og þá var enn verið að sigla með einstaka hóp. II Því miður dró fyrir sólu og lagðist grámi yfir Breiðafjörðinn, þegar kom að því að fara í bátsferðina og fyrir bragðið var myndavél- in minna notuð en ella hefði orðið. Hægt er að sitja undir þiljum og njóta útsýnis ef manni finnst gusta of mikið á dekkinu. Ung- ur dugnaðarmaður stýrði bátnum og þuldi margvíslegan fróðleík, bæði á íslenzku og ensku. Fyrst er siglt uppað Þórishólma, skammt fyrir utan, þá að Hrappsey þar sem Hrapps- eyarprentsmiðja var í eina tíð, þó Mtið sjáist eftir af henni. Það er eitthvað næstum því „absúrd“ við þetta staðarval fyrir prent- smiðju. Engu að síður er Hrappsey merkis- staður í sögu íslenzkrar útgáfustarfsemi. Þar var prentað fyrsta íslenzka tímaritið, sem Skelfisk- og hvítvínsveizla úti á Breiðafirði. Dímonarklakkar í baksýn. Myndirnar tók greinarhöf. Eins og hvítur storm- sveipur ofan af Jökli Bjargfugl í seilingarlengd utan í Dímonarklökkum. Neðri myndin: Gálgagjá íPurk- ey, upplögð skora til að hengja í snærisþjófa. hægt er að kalla svo - en nafnið á dönsku: Islandske Maaneds Tidender. Það var eðli- legt, því þetta var landkynningarblað, ætlað til dreifingar í útlöndum og prentað á dönsku, því mikla heimsmáli, a.m.k. í hugum íslend- inga á 18. öld. Útgefandinn var Magnús sýslu- maður KetOsson og tímaritið var prentað í Hrappsey á árunum 1773-76. Dímonarklakkar skaga aUhátt uppúr eyja- klasanum; þangað liggur leið bátsins næst. Þar er aðdjúpt og lagðist báturinn uppað fuglabjargi, þar sem skarfabyggð er. Topps- karfar sátu þar á sillum og enginn þeirra flaug upp; þó hefði mátt seUast með hendi í áhugaverðan bæ umfram ýmsa aðra af svip- aðri stærð er að þar hefúr tekizt að varð- veita brot af fortíðinni. Sú fortíð birtist bæði í Norska húsinu og EgUsenshúsi, en líka í skilti á gömlu verzlunarhúsi þar sem stendur Tang & Rus. Flestir nútíma túristar eru lík- lega jafn nær, en þeir herrar Tang og Riis voru kaupmenn í Stykkishólmi. Það er hins- vegar fyrirtækið Sigurður Ágústsson h/f sem á húsið og notar það. í annan stað eru það Mtlu íbúðarhúsin, sem standa hér og þar í elzta hluta bæjarins; flest- öll bárujámskiædd og við mörg þeirra er kartöflugarður og snúrustaurar en ekkert 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.