Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Side 5
framtaki. Sigurður er þekktur sem listrænn ævintýramaður; hann varð kunnur á sínum yngri árum, þegar hann trúlofaðist negra- söngkonu á Borginni eftir viku kynni eða svo. Það var ekkert verið að tvínóna við hlut- ina og þannig er Siggi Karls eins og hann hefur löngum verið nefndur. Um tíma bjó hann í Danmörku og hannaði húsgögn þar og eftir að heim kom. Það var meðan íslenzk húsgagnagerð hafði ekki verið drepin til fulls. Siggi teiknar líka hús; þar á meðal Hótel Berg, sem hann byggði í Vestmannaeyjum rétt fyrir gos. Það varð hrauni og eldi að bráð. Síðar gerði hann m.a. tillögu að Ráð- húsi í Reykjavík, sem byggt yrði sem brú yfír Tjörnina þvera. Það hefði að minnsta kosti orðið svipmeira en það Ráðhús sem við fengum. Um árabil vann hann að ýmisskonar hönnun austur í Hveragerði og varð m.a. undirverktaki við hönnun á ferjunni Her- jólfi. Þegar ljóst var að sú teikning sem danskir hönnuðir höfðu gert vai' of stór til að fá fyrirgreiðslu, teiknaði Siggi út- litsteikningu af minni Herjólfi, sem nú er orðinn að veruleika. Hann er hugmyndasmiður; maður sem ætti að vera í vinnu hjá Ferðamálaráði til dæmis, og þá við það eitt að unga út hugmyndum. Siggi flutti ásamt eiginkonu sinni, Ragnhildi Steingrímsdóttur leikstjóra, til Ólafs- víkur á árinu 1991. Hann sá að þar vantaði gisti- og veitingahús og hann sá að þar voru hálf niðumíddar verbúðir, sem bæði voru í eigu bæjar- ins og útgerðar- manna. Hann hellti sér í málið eins og hans er háttur; keypti draslið og teiknaði allt uppá nýtt. Árangurinn kom í ljós í marz í fyrravetur, þegar veitingareksturinn hófst. Gistingin var klár í mai: 25 tveggja manna her- bergi. Herlegheitin kostuðu 16 milljón- ir og skemmst er frá því að segja að opinber fyrirgre- iðsla var engin. Gisti- og veit- ingahúsið heitir VER-salir, sem minnir á hinar upp- haflegu verbúðir. Eins og allt sem Siggi kemur nálægt að hanna er veitingaaðstaðan, salirnir og barinn með þeim hætti að það þætti gott hvar sem væri í heiminum. Hann hafði í sumar af- bragðs kokk og ég borðaði þar lystilega matreidda blálöngu. Þá var þar allt fullt út úr dyrum og sumarið varð bærilegt, segir Siggi, enda þótt staðurinn hefði nánast aldr- ei verið auglýstur. Salimir em mikið notaðir til veizluhalda og þó víða kreppi að em Ólsar- ar sem betur fer ekki hættir að halda veizl- ur. Ráðstefnur hafa farið þar fram, svo og fundarhöld. Grandvöllurinn ætti að vera í lagi, segir Siggi Karls, því Snæfellsnesið er eitt af þeim svæðum á landinu, sem eiga gífurlega ónot- aða möguleika í sambandi við ferðamanna- þjónustu. Helzti gallinn er hinsvegar sá, að á nesinu er nánast enginn jarðhiti fyrir utan volgm á Lýsuhóli. Siggi ætlar samt ekki að bíða eftir túristum framtíðarinnar í Ólafsvík. Hann er maður sem kemur eins og hvítur stormsveipur ofan af Jökli - kannski eins og geimvera sem ætlað er að setjast á jörðina örskamma stund,- athafnaskáld án þess að hirða um hvort hann á fyrir þvi sem hann hefur teikn- að á blað og lítur svo skolli vel út. Hann fær hugmynd, framkvæmir hana í hvelli - og svo er hann farinn á önnur mið. Enn einu sinni hefur sannast að „vilji er allt sem þarf ‘ svo vitnað sé í eitt af brýningar- Ijóðum Einars Benediktssonar. En Siggi ætlar ekki að vera lengi í hlutverki vertsins, því teikniborðið togar í hann. Þessvegna hefur hann nú auglýst VER-sali til sölu. Og enginn veit hvar hann drepur niður fæti næst. Gísli Sigurðsson ■ ■■v< i. Kverná - bændagisting í tveimur smáhýsum úti á túni, bærinn í baksýn og fjær gnæfa Helgrindur yfir. Nýlegt og nýstárlegt einbýlishús á Grundarfirði. Kirkjufellið í baksýn. „Sýn“, skúlptúr Steinunnar Þórarinsdóttur í Grundarfirði - ótvírætt með fegurstu útilistaverkum á Islandi. Til marks um menningarlegan metnað á Hellissandi er m.a. þetta svipmikla útilistaverk; „Sigling“, eftir Jón Gunnar Arnason. nútíma pjatt, sem tíðkast að hafa í görðum. Ég sá ekki betur en að búið væri í þessum húsum, þó lítil séu á nútíma vísu, og þeim er yfirleitt fallega við haldið. Síðar meir kem- ur ef til viU í Lesbók myndaröð, sem ég tók af þessum sérstæðu húsum. IV Kverná; þar er bændagisting og Kristinn bóndi tók mér ljúflega og vísaði á næturstað í sumarbústað, sem hann hefur sett niður úti á túni, snertuspöl frá bænum. Kverná stendur fyrir botni Gmndarfjarðar og þaðan er skammt út á Grafarnes, en bærinn heitir Gmndarfjörður eins og allir vita og vitnar um grósku og menningarlegan metnað sem gott er að sjá. Ég tel til að mynda að skúlpt- úr Steinunnar Þórarinsdóttur sé ekki aðeins bezta verk listakonunnar, heldur eitt albezta útilistaverk sem hægt er að benda á hér á landi. Myndin heitir „Sýn“ og hún er um sjómannskonuna. Hún horfir til hafs af háum stöpli, en við hliðina rís brimskafl eða alda, sem tekur á sig form Kirkjufellsins og allt speglast þetta síðan í dálítilli tjörn umhverf- is myndina. Það er meiri vandi en halda mætti að sameina fígúratífa mannsmynd við abstrakt myndhluta eða stílfærð náttúm- form, en það hefur Steinunni tekizt og Grund- arfjörður er fegurri bær vegna þess arna. Reyndar em Gmndfirðingar ekki einir um listrænan metnað af þessu tagi. I Sjómanna- um ísland þvert og endilangt. En eitthvað er það á Kverná sem togar svo ákaflega í þessa konu, að henni kemur ekki til hugar að fara neitt annað. Fyrir suðrinu og suðvestrinu gnæfa Hel- grindur eins og tindar í Alpafjöllum og þarna norðanmegin er ótrúlega mikill snjór síðsum- ars. Af þeim stóð svalur gustur um kvöldið. Frá Kverná er fær leið yfir fjallgarðinn um Arnardalsskarð og þá er komið niður í Staðarsveit, sunnanmegin á nesinu. Mér flaug í hug þegar ég sá allan þennan snjó, að þama er trúlega vannýttur möguleiki til skíðaiðkana allt sumarið. Sá tími kemur ugg- laust, að einhverjir stórhuga menn byggja skíðahótel uppi við snjólínuna; þaðan hlýtur að vera stórkostlegt útsýni yfir Breiðafjörð- inn. Síðan þarf að fara að dæmi Svisslending- an, sem leggja göngustíga langar leiðir út frá svona stöðum. Nú er raunar farið að gera út á Snæfells- jökul. Hægt er að komast í snjósleðaferðir uppá tind jökulsins, bæði frá Amarstapa og Ólafsvik. Þar að auki væri hægt að gera út á þann óskilgreinda, en fræga kraft, sem dulspakt fólk telur að sé í nánd við jökulinn. Þar gæti orðið gmndvöllur fyrir andlega heilsubótarstöð og með kynningu á réttum stöðum og í réttum miðlum í útlöndum yrði trúlega hægt að fá þúsundir leitandi sálna til að koma þangað á ári hverju. y Við Ólafsbrautina, aðalgötuna í Ólafsvík, reis á síðasta ári gisti- og veitingahús, sem er með þeim hætti að það hækkar risið á bænum og vegna þess arna verður skemmti- legra að heimsækja Ólsara. Það er Sigurður Karlsson, hönnuður, sem heiðurinn á af þessu Vertinn í VER-sölum: Siggi Karls. Hann er kominn til Ólafsvíkur - og bráðum farinn. garði á Hellissandi er minnismerki Ragnars Kjartanssonar, sem sýnir þráð kynslóðanna: Ungur drengur horfir á aldinn sjómann hausa fisk. Og á fallegri grasflöt niðri í bæn- um er öllu nútímalegri skúlptúr: „Sigling" eftir Jón Gunnar Árnason. Morgunverður yrði fram reiddur í bænum heima á Kverná, hafði Kristinn bóndi sagt. Þegar þangað kom var hann hinsvegar farinn í vinnu út á Hellissand, en þýzk kona tók á móti okkur og reiddi fram morgunverðinn af myndarskap. Hún talaði íslenzku nokkurn veginn og kvaðst engan veginn vera hús- freyja eða ráðskona þarna, heldur væri hún gestur eins og ég. Munurinn var bara sá, að hún var búin að koma og vera á Kvemá í sumarleyfinu sínu síðastliðin 25 ár. I Ham- borg er heimili hennar; þetta er nefnilega „Frúin í Hamborg" og þar á hún uppkomin börn, sem stundum höfðu komið með henni til íslands og sjálf var hún búin að ferðast LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. NÓVEMBER 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.