Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Blaðsíða 2
 jÉÉ£^L>V- í ¦¦¦ .., . ^^m^ Í'V:- ¦ ¦,"•¦¦- '.. -¦>" >-' ,-¦ ¦ ._,. Wj$r"*'.M B ..--. , . "'¦ "-h^o-i . ¦ y~-^-*' ;" ~3s.""*' ¦/ '¦'' ^** ' i '*> i : 3T; - &* . ; 1 »p- , |1 \§ 'SkV,- # •• - -^.'>*./ "¦* " '¦ ¦¦ -,• -' ' '."¦** V'-' '¦''n ¦ •" -5;-.-'S '¦ '. "•' '• ' -v^rvfe;*v.^. * t * - ¦ j* * -'.->- A Miðfellsegg ofan Skálafellsjökuls í Vatnajökli. Snjósleðaferð er hluti afferðadag- skrá hvalaskoðara frá Bretlandi. stofnar, t.d. hrefna á norðurslóð, teljist ekki til þeirra. Við sem viljum takmarkaðar nytj- ar af stærstu hvalastofnum lítum almennt í raun sömu augum á öll dýr sem vernda þarf og þetta fólk. En um leið horfum við líka til annars. Veiðimenn eru vissulega flestir dýra- verndunarsinnar en þeir líta þar með einnig sértækt á nytjastofna, eins og hvali, hreindýr og seli; nefnilega með tvíbentu hugarfari náttúrunytjandans. Dýrin birtast okkur bæði sem veiðidýr er ber að fara vel með og aflífa siðlega og sem glæsilegir fulltrúar náttúr- unnar er ber að umgangast með virðingu og leyfa að dafna. Þeir sem þjónusta hvalaskoðunarfólkið og eru samvistum við það í ferðinni hafa þannig ekkert á móti þessum starfa við nýjungar í ferðaþjónustu. Hitt vitum við að ferðahópar þessir kæmu ekki hingað ef hvalir væru veiddir við ísland. Best væri ef yeiðar og hvalaskoðun gætu farið saman en íslending- ar verða víst, fyrir augum þorra útlendinga, að velja annað hvort þar til viðhorf breytast og viturlegar veiðinytjar líðast. FleiriHvalir Hnúfubakurinn sýndi sig aftur og aftur, eftir að hafa stokkið hátt í loft allra fyrst. Því miður var skipið alllangt frá honum þá. Lítill plastbátur var settur á flot handa kvik- myndatökumönnunum. Hvalurinn sinnti eft- irför þeirra lítið; hélt áfram að blása og kafa, eins og risi við hlið skekktunnar. Bátsverjar fóru afar nærri dýrinu, rétt horfðust í augu við það, eltu loftbólubrákina frá því og horfðu á risastóra- sporðblöðkuna í seilingarfjar- lægð; allt til þess að ná góðum myndum. Þótti okkur á skipinu nóg um. Pleiri hvalir glöddu Bretana: Hrefnur sem ýmist blésu eða stungu sér í sjávarborðinu þannig að bakugginn blasti við, hnísur sem hurfu jafn hljóðlega og þær birtust og loks lítill hópur fjörugra höfrunga. Þeir stukku hnífjafnir úr sjó, renndu sér undir skipið, ösluðu bógrákina eða veltu sér rétt neðan sjólínu við skipið. Sjóferðin var velheppnuð í augum Bret- anna, svo um munaði. Ekki varð dagurinn verri fyrir góðan viðurgjörning um borð; kakó og samlokur „during tea-time" en tví- réttaða humarmáltíð undir kvöld, á heim- stíminu, meðan síðdegissólin vermdi alla á dekki og skriðjöklar Vatnajökuls liðu hjá við lansbrúnina. HEILLANDIJÖKLAFERÐ Hvalaskoðunardagurinn er aðeins hluti af dagskránni. Hóparnir koma hingað til lands síðdegis og í haust eyddu þeir nokkrum klukkustundum í miðborg Reykjavíkur en flugu um kvöld til Hornafjarðar með Flug- leiðum. Þar var tekið á móti þeim á flugvell- inum og þeim ekið til gistingar á Hótel Höfn. Daginn eftir komuna til Hafnar var haldið með hópana á Vatnajökul, að skála Jökla- ferða við Skálafellsjökul í rúmlega 800 metra hæð. Leiáin þar upp er skemmtileg; brött og útsýni gott. Ekið er um stórgrýttar jökul- urðir, framhjá snotrum lónum Smyrlabjarg- arárvirkjunar og meðfram sprungnum skrið- jökli. Skálinn er vistlegur og matur prýðileg- ur. En hápunkturinn er dágóð snjósleðaferð um breiður Vatnajökuls og upp á tinda og brúnir við Suðursveitarfjöllin. Þarna er heim- ur gjörólíkur því sem langflestir Evrópubúar hafa kynnst og við liggur að þeir taki andköf er víðáttur jökulhvelanna opnast og firna- birta í flestum höfuðáttum. Leiðsögumenn Jöklaferða fræða ferða- mennina um það sem fyrir augu ber og sýna þeim hyldjúpar jökulsprungur þar sem menn geta öruggir virt fyrir sér hættur og undir- djup íssins. Hraðferðin um hjarnið hleypir kappi í kinn og það voru ánægðir Bretar sem héldu á næsta áfangastað, ofan af jöklinum: Til Jök- ulsárlóns á Breiðamerkursandi. FENEYJAR Frerans A Jökulsárlóni bíða bátar hópanna. Fjölnir Torfason, bóndi á Hala, stýrir sighngum á lóninu en fjölskyldan sér um móttöku í veit- ingabúðinni við lónið. I logni og síðdegissól, eins og hópurinn sem myndargerðarmennirnir fylgdu fékk að njóta, er Jökulsárlón ævintýri líkast. Kaldir litir jakanna, furðuform og sólgyiltir vatns- vegir milli þeirra létu jakaborgina líta út eins og Feneyjar úr ís; bátsferðin varð að siglingu eftir „götum" þessara Feneyja. Enn og aftur fundu útlendingarnir alveg nýjar víddir tilverunnar og áður ókunnar slóðir. Þeir hvísluðu oftast sín í milli, rétt eins og óútskýrð lotning lægi í loftinu. Að loknum þessum jökladegi og sjðferð- inni til hvalaskoðunar halda allir hóparnir aftur til Reykjavíkur og gista þar en á fjórða degi er flogið til baka til Bretlands. Agndofa ferðalangur liggur þá að kvöldi þess dags í koju og reynir að átta sig á öllu sem hann hefur lifað í hendingskasti. Aðspurðir sögðu Bretarnir í umræddum hópi þetta vera stórkostlega ferð; stúlka ein sagði þetta bestu helgi sem hún myndi eftir; miðaldra karl sagði einfaldlega: This was like að space journey; þetta var eins og geimferð. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. A Breiðamerkurlóni í haustkyrrð; „Þetta gæti veri nútímaleg kirkja," sögðu ein- hverjir Bretanna. ELIAS MAR Á æðra plani aftanvið ingólfsstyttu rís arkítektónískt hrós aðsetur æðstaréttar eiturgræn kopardós tölvurnar tafsa í blöðin sitt tæknimálfar: þós- vo þrengi að húsum það mun koma í ljós að kúnstverkið jafnast á við heilt korpúlfsstaðafjós og verður upphaf að vins- ælu viðfangi tívísjós tautar þá geirþrúður grýta galvösk framliðin drós: rós errós er rós Höfundur er rithöfundur og skáld í Reykjavík. JAN ERIK VOLD Funny Hannes Sigfússon þýddi Að ég skuli vera til - hvílík hótfyndni að ég skyldi fæðast, ég fæddur í Ósló átjánda október nítjánhundruðþrjátíuogníu eftir Krist, á Spítala Vorrar Frúar, ég sveinbarn, 4100 grömm að þyngd, hraustur og velskapaður fæddur um miðjan október (sem mun hafa verið miðvikudagur) og kom því undir í janúar reiknast mér til, að það varð ég- sem fæddist, ég sem var getinn þá, mín sæðisfruma sem komst á sporið og varð fyrst (eða varð fyrir valinu ef eggfruman, mín eggfruma, átti nokkurt val), það er næstum fáránleg fjarstæða að það varð ég, einmitt ég og enginn annar en ég sem lagður var hornsteinn að þar og þá, hvern skyldi hafa grunað það í janúar 39? ég Jan Erik Vold blindur og daufdumbur þegar farinn að safna bókstöfum mínum og frumukljúfa mig um morula og blastula í gervi frosks knýjandi á völdundarhús magans, alltsvelgjandi, þar til í október sama ár að ég var fullbúinn að troðast út í mannslíki - hef ég annars getið þess að við vorum tekin með keisaraskurði, systir mín og ég, febrúarl944 október 39, í baðfötum tvíbreitt ör niður móðurkviðinn, það var af því mjaðmagrindin var svo þröng, og þessvegna er höfuðlag okkar svona fallegt (að því er sagt er) - að þessi tölfræðilega fjarstæða, líkindin einn af heilum milljarði möguleika, hefur orðið að veruleika: ÞAÐ VARÐ ÉG! - Þetta kemur mér í hug þegar ekki virðist aldæla að hafa fæðzt, ég harka af mér og hugsa upphátt: SORRY BRÆÐUR, ÞAÐ VARÐ ÉG ÉG SKAL REYNA AÐ SPJARA MIG Jan Erik Vold er meðal þekktustu Ijóðskálda Norðmanna og hefur gefið út fjölda Ijóða- bóka. Hann er gestur á Norskum bókadögum í Norræna húsinu og í dag les hann úr Ijóðum sínum þar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.