Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Blaðsíða 8
’4 m T-* Þeir Ólafur og Ósvífur héldu sinni vináttu þótt nokkuð væri þústur á með hinum yngri mönnum. Það sumar hafði og boð stofnað að veturnóttum. Bauð þá hvor þeirra öðrum til sín með svo marga menn sem þá þætti hvorum mestur sómi að vera. Ósvífur átti þá fyrri boð að sækja til Ólafs og kom hann að á kveðinni stundu í Hjarðarholt. í þeirri ferð var Bolli og Guðrún og synir Ósvífurs. Um morguninn eftir ræddi kona ein um er þær gengu utar eftir skálanum hversu konunum skyldi skipa í sæti. Það bar saman og Guðrún er komin gegnt rekkju þeirri að Kjartan var vanur að liggja í. Kjartan var þá að og klædd- ist og steypti yfir sig skarlatskyrli rauðum. Þá mælti Kjartan til konu þeirrar er um kvennaskip- unina hafði rætt því að engi var annar skjótari til að svara: En Guðrún hafði þó áður ávallt skipað öndvegi í Hjarðarholti og annars staðar. Guðrún heyrði þetta og leit til Kjartans og brá lit en svarar engu. Annan dag eftir mælti Guðrún við Hrefnu að hún skyldi falda sér með motrinum og sýna mönnum svo hinn besta grip er komið hafði til íslands. Kjart- an var hjá og þó eigi allnær og heyrði hvað Guðrún mælti. Hann varð skjótari til að svara en Hrefna: Viku skyldi haustboð vera að Ólafs. Annan dag eft- ir ræddi Guðrún í hljóði til Hrefnu að hún skyldi sýna henni moturinn. Hún kvað svo vera skyldu. Um daginn eftir ganga þær í útibúr það er gripimir voru í. Lauk Hrefna upp kistu og tók þar upp guða- vefjarpoka en úr pokanum tók hún moturinn og sýndi Guðrúnu. Hún rakti moturinn og leit á um hrið og ræddi hvorki um löst né lof. Án hinn hvíti skyldi ríða með liði Ósvífurs og hugleiða afhvarf manna eða dvalar. Þeir riðu inn hjá Ljárskógum og hjá bæjum þeim er í Skógum heita og dvöldust hjá skóginum og stigu þar af baki. Þórólfur son Ósvífurs fór af bænum og nokkurir aðrir menn með honum. Þeir hurfu í brott í hrískjörr nokkur á meðan þeir dvöldust hjá skóginum. Án fylgdi þeim til Laxár er fellur úr Sælingsdal og kvaðst hann þá mundu aftur hverfa. Eigi taldi Þór- ólfur mein á því þótt hann hefði hvergi farið. Hann þreifar þar í niður og gríp- ur í sverðshjöltun. Án vildi hafa til vitni með sér um þetta mál og reið eftir Þórami 1 Sælings- dalstungu og hann fór til með Áni að taka upp sverðið. Eftir það færði Án Kjartani sverð- ið. Kjartan vafði um dúki og lagði niður í kistu. Þar heitir Sverðs- kelda síðan er þeir Þórólfur höfðu fólgið konungsnaut. Var nú látið kyrrt yfir þessu en umgerðin fannst aldrei síðan. Kjart- an hafði jafnan minni mætur á sverðinu síðan en áður. Þetta lét Kjartan á sig bíta og vildi eigi hafa svo búið. ----------------------.--------------------v Láttu þetta ekki á þig bíta. Hafa þeir sýnt ekki góðan prett en þig sakar ekki. Látum eigi aðra eiga að því að hlæja að vér leggjum slíkt til deilu þar er til móts eru vinir og frændur. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.