Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Blaðsíða 4
Steingrim Laursen framkvæmdastjóri danska listasafnsins Louisiana stendur hér Liggjandi fígúra eftir Henry Moore tekur á móti gestum við innganginn að safninu.
við einn af sýningarsölum safnsins.
Með eldhug gengur
safnrekstur kannski upp
Hempókn að Louisiana á Sjálandi, þar sem framkvæmdastjórinn er af íslensku bergi brotinn
Iheiminum eru til mörg góð söfn, en það eru ekki öll
sem geta boðið upp á jafn himneskt umhverfi og
Louisiana úti á Sjálandi. Og þarna gengur allt upp
í æðra samræmi, listaverkin, byggingarnar, garður-
inn og útsýnið. í fyrstu var talið óheppilegt að safn-
„Louisiana-safnið,
skammt utan við
Kaupmannahöfn, hefur
getið sér gott orð sem
skemmtilegt safn, en auk
þess er þar sýningarsalur
og reglulega haldnir
fyrirlestrar, tónleikar og
umræðufundir. Safnið er
ekki lengur einkafyrirtæki
eins og áður, heldur rekið
með ríkisstyrk.“
Eftir SIGRÚNU
DAVÍÐSDÓTTUR
ið væri langt frá Kaupmannahöfn, vega-
lengdin er um sextíu kílómetrar, en síðan
hefur það sýnt sig vera styrkur. Gestirnir
koma ekki aðeins til Louisiana til að skoða
listaverkin og fara svo, heldur til að horfa,
skoða, njóta bæði garðsins og útsýnisins,
vera og kannski snæða í ágætri kaffistofu
safnsins.
+ Stofnandi safnsins heitir Knud W. Jens-
en. Hann bjó úti í Humiebæk, þar sem safn-
ið er og var að velta fyrir sér safni fyrir
nútímalist, en ekki svona langt frá Kaup-
mannahöfn. Hann hafði til dæmis þreifað
fyrir sér hjá vinkonu sinni Karen Blixen
rithöfundi hvort hún vildi láta skika af landi
sínu í Rungstedlund, en ekki fengið neinar
undirtektir. Á gönguferð 1954 var honum
gengið fram hjá Louisiana, þar sem enginn
bjó lengur. Hann freistaðist til að hoppa
yfir grindverkið og ganga um. Hann heillað-
ist af stórum og villtum garðinum, af útsýn-
inu og andrúmslofti staðarins. En áður en
hann gat keypt staðinn, þurfti fyrst að ná
samkomulagi við bæjaryfirvöld um hreinsun-
arstöð, sem átti að vera þarna og við kirkju-
ráðuneytið um kirkjugarðinn, sem átti að fá
horn af lóðinni. Embættismennimir tóku
málaleitaninni illa, þegar Knud W. Jensen
hafði loksins tekist að telja safnaðarnefndina
á sitt band eftir að hafa drukkið kaffi reglu-
lega með henni í ár. Þá mætti Bodil Koch
ráðherra á fundinn, barði í borðið og sagði
að þegar einhver kæmi loksins og vildi gera
eitthvað fyrir þá lifandi, þá skyldu þau sann-
arlega sjá um hina dauðu. Og þar við sat.
Safnið var vígt 1958.
Nafnið kemur ekki frá Bandaríkjunum
heldur frá hirðveiðimeistaranum sem byggði
gamla húsið á lóðinni 1855. Hann var giftur
þrisvar sinnum og að sögn hétu konurnar
þijár allar Louise. Staðurinn fékk alla vega
nafn sitt á þessum tíma. Veiðimeistarinn
ræktaði ávaxtatré og býflugur, auk þess sem
hann og síðari eigendur hafa verið áhuga-
samir um trjárækt. Því standa mörg sjald-
gæf og falleg tré í garðinum og fyrir þá sem
hafa áhuga á trjám er staðurinn fróðlegur.
Perutrén eru reyndar öll farin, hafa verið
felld tii að rýma fyrir nýjum byggingum,
en staðarmenn hafa reynt af fremsta megni
að varðveita garðinn og sérkenni hans.
Knud W. Jensen var forstjóri í ostabúi,
sem faðir hans hafði stofnað og fjölskyldan
átti. En hann var einnig áhugasamur um
listir og átti marga vini í þeim hópi, meðal
annars sellóleikarann Erling Blöndal
Bengtsson, sem er Islendingum að góðu
kunnur. Draumurinn um að stofna safn til
að koma danskri samtímalist á framfæri
blundaði í honum og varð að veruleika með
Louisiana, en fjölskyldufyrirtækið seldi
hann. Síðan hefur ríkið tekið safnið upp á
sína arma, en aðsóknin að safninu er góð,
svo töluvert fé kemur inn þar, auk þess sem
safnið er vel stutt af dönskum fyrirtækjum,
ekki síst þegar eitthvað mikið stendur til.
Dönsk Og Alþjóðleg List
EFTIR 1945 VlðMIðUNIN
En þó upphaflega hafi verið miðað við
danska list, þá hefur sú viðmiðun breyst.
Auk þess sem að á Louisiana er gott safn
af verkum danskra listamanna af eldri og
hverfandi kynslóð eins og Henrik Heerup,
dönsku cobra-málurunum eins og Asger
Jorn og Carl-Henning Pedersen og mynd-
höggvaranum Richard Mortensen svo ein-
hverjir séu nefndir, hefur safnið eignast góð
verk eftir erlenda leiðandi listamenn eins
og Henry Moore, Jackson Pollock, Jean
Tinguely og síðast en ekki síst frábært safn
verka eftir Alberto Giacometti. Stefna safns-
ins hefur fremm' verið að kaupa slangur af
verkum eftir fáa en að eiga stök verk eftir
marga og það gefur safninu einstakan ákefð-
arbrag, sem er hrífandi.
Nú er Knud W. Jensen hættur sem safn-
stjóri, en um tilurð safnsins og uppbygging-
artíma þess hefur hann skrifað firna
skemmtilega bók, sem heitir Mit Louisiana-
liv. I bókinni segir hann bæði frá hvemig
safnið stækkaði smátt og smátt, en einnig
fi-á kynnum sínum og skiptum við fjöldann
allan af listamönnum, svo bókin er eins og
skemmtileg stund með höfundinum.
Brautryðjendatíminn á Louisiana er liðinn
og safnið er ekki lengur einkafyrirtæki eins
og áður, heldur rekið með ríkisstyrk. Það
þýðir þó ekki að hægt sé að sitja með hend-
ur í skauti og láta safnið reka sig sjálft.
Arftaki Knud W. Jensens lítur heldur ekki
þannig á hlutina, en hann horfir ekki aðeins
yfir grundir Louisina, heldur er í safnráði
Museum of Modern Art í New York og víð-
ar. Steingrim B. Laursen heitir hann og
hefur verið viðriðinn Louisianá í mörg ár.
Mannaskiptin boða því ekki neina kúvend-
ingu, þar sem hann hefur verið hægri hönd
fyrri safnstjóra og því lengi haft hönd í bagga
með starfseminni þar. Nafnið hljómar ís-
lenskt og Laursen tekur undir það. Segist
heita Steingrímur Bjarni Lárusson. Afi hans
var íslenskur, kom til Danmerkur til að læra,
en öfugt við flesta þá fór hann ekki heim
aftur að loknu lagaprófi, heldur giftist
danskri stúlku og varð á endanum amtmað-
ur á Fjóni.
Laursen segir að í fjölskyldunni séu tóm-
ir lögfræðingar og sjálfur er hann engin
undantekning þar á. Hann lagði stund á lög-
fræði og vann sem lögfræðingur í níu ár.
Þá lést faðir hans og um hríð var Laursen
bóndi og rak mikið bú. En í fjölskyldunni
voru ekki aðeins lögfræðingar, heldur li-
stelskir lögfræðingar og frá afanum fékk
Laursen áhuga á listum. Hann byrjaði að
skipuleggja listsýningar og eftir smá tilhlaup
til að lesa listasögu ákvað hann að læra frek-
ar með því að gera hlutina sjálfur og aflaði
sér lærdóms og þekkingar með sýningahaldi.
Louisiana er annars vegar safn og hins
vegar sýningarsalur, auk þess sem þar eru
reglulega haldnir tónleikar, fyrirlestrar og
umræðufundir. í anddyiinu er vegleg búð
með bókum, plakötum, bolum og góðum
gripum, sem safngestir kunna huganlega að
meta. Þeir sem hafa komið á stórsafn eins
4