Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Blaðsíða 3
LESBOK
1® 01S ® ® E11E B E ® Œ ® S1
Útgefandi: Hf. Án/akur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar:
Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnars-
son. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit-
stjóm: Kringlunni 1. Sími 691100.
CHARLES BAUDELAIRE
Súlukóngurinn
Erlingur E. Halldórsson þýddi
undir jökli, er heiti á grein eftir Ara Trausta Guð-
mundsson jarðeðlisfræðing og vísar til nýmæla í
ferðaþjónustu; nefnilegra þeirra að í sama leiðangri
frá Höfn í Hornafirði er farið í jöklaferð, hvalaskoð-
unarferð og siglt á Jökulsárlóninu.
Louisiana
er listasafn eða öllu heldur menningarmiðstöð um
60 km frá Kaupmannahöfn, sem mikið orð hefur
farið af og þar eru sífellt sýningar, fýrirlestrar og
tónleikar. Sigrún Davíðsdóttir hefur hitt að máli
forstöðumanninn, sem heitir Steingrim Laursen.
Hann á íslenzkan afa eins og nafnið bendir til.
Hið íslenzka
kvenfélag var stoftiað fýrir 100 árum og kveikjan
var ekki síst sú að kóngurinn hafði með synjun
komið í veg fýrir stofnun háskóla á íslandi. Fyrsta
kvenfélagið var þó stofnaði norður í Skagafirði
nokkru fýrr, en í grein sem heitir Kvenréttindi og
líknarmál í einni sæng, rekur Kristín Ástgeirsdótt-
ir alþingismaður þessa sögu.
Oft höndla sævarins garpar, til að gamna sér,
gálausa súlukónga, sem vok’ yfír sjónum köldum,
og fylgja trútt, af forvitni er Htt á ber,
fram-sæknum kuggnum á djúpsins öldu-földum.
Og þegar þeir hnepptir húka á dekkinu víðu,
himinsins drottnar, klaufskir og háðulegir,
þá hrapa vængirnir, hvítir og miklir, niður með síðu,
og hanga þar, sem árar í keipum, væflulegir.
Þessi vængmikli fugl, hve herfílegur og hrjúfur!
Á himninum undra-fagur, en er nú sem forljót kveif!
Einn við gogg hans aggast, í hendinni pípustúfur,
annar, daslandi, skopar hinn bæklaða, er sveif!
Skáldinu svipar til furstans sem flýgur í skýjum
og flýr ekki storminn og hlær að skyttu á veiðum;
útlagi á marflötu gólfí, með hoppi þess og híum,
hindraður á göngu af vængjum fíma-breiðum.
Baudelaire (1827-1867) var franskt Ijóðskáld og talinn upphafsmaður
symbólisma i Ijóðagerð. Hann hefur haft ómæld áhrif á nútima Ijóðagerð
og langt út fyrir landamæri Frakklands.
B
B
Iár mun margt gert hér á landi
til hátíðarbrigða vegna hálfrar
aldar aftnælis íslenska lýðveld-
isins. Á þeim fimm áratugum
sem liðnir eru síðan þjóðin —
við stríðin söng veðurenglanna
á Þingvöllum 17. júní 1944 —
formlega tók öll sín mál í eigin
hendur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar,
umbylting orðin á þjóðfélagsháttum og
framfarir stórstígar. Nú er tileftii til að líta
yfir farinn veg, gaumgæfa hvað vel hefur
tekist eða miður farið og taka stefnuna í
landsmálum fram á við næsta aldarhelming.
Vert er að rifja upp stemmninguna sem
var hér á landi vorið 1944 er nær hver
kosningabær maður, konur og karlar,
gengu að kjörborði og lýstu með atkvæði
sínu vilja til sjálfstæðis þjóðarinnar. And-
blær stórra atburða sveif yfir vötnum.
Viðbrögð fólks voru þau hér í Reykjavík,
og án efa einnig annars staðar á landinu,
að þeir sem vettlingi gátu valdið tóku að
fegra og snyrta umhverfi sitt. Hús voru
lagfærð og máluð utan, grindverk um lóðir
máluð og stéttar sópaðar. Metnaður var
svipaður og á myndarheimili þegar gesta
er von eða hátíð fer í hönd og mátti segja
að bærinn tæki stakkaskiptum á þessum
góðviðrisdögum vorið. 1944.
Lesa má á bókum að þegar verið var að
undirbúa þjóðhátíðina 1874 af forráðamönn-
um Reykjavíkurbæjar þá var íbúunum gert
að „þrífa sem best kringum hús sín, að laga
kantsteina á rennusteinum bæjarins, sem
úr lagi höfðu farið, að setja grindverk með-
fram læknum að vestanverðu frá bakarabrú
að skólabrú" eða svo langt sem Lækjargat-
an þá náði og skyldu húseigendur við göt-
una sjálfir kosta grindverkið — enda von
Hluti
þjóðmenningar
á sjálfum kónginum með stjórnarskrá svo
sem líkneskjan á Stjórnarráðsblettinum
vitnar um.
Svona tilþrif hafa væntanlega ævinlega
verið þegar mikið stóð til og er ekki nema
vel um það. En hvernig er háttað umhirðu
og umgengni þegar ekkert sérstakt er um
að vera og hversdagslífið á fullu. Er hugs-
anlegt að við, landar góðir, séum trassar
í daglegri umgengni og þess vegna þurfi
alltaf svona mikið átak við að laga til þeg-
ar koma gestir — eða er þetta enn eitt
dæmið um skorpurnar í veiðimanna-
nýlendunni þar sem flest helgast af afla-
hrotum og lotum sem þeim óhjákvæmilega
fylgja. Vonandi að við séum ekki haldin
fáfengilegheitum fólksins sem vildi sýnast
fínt og talaði þess vegna dönsku á sunnu-
dögum, en notaðist við hrjúft móðurmálið
virka daga.
Síðstreymi alúðar og samfella í háttvísi
er þróunarstig nútímaþjóðfélags sem
fremst standa og birtist meðal annars í
nákvæmni í mannlegum samskiptum og
hirðusemi á almanna færi. Forsenda árang-
urs af þessu tagi er einkum almennt for-
dæmi ráðandi aðila og ögn í uppeldi.
Nú vil ég ekki í þessum orðum slá þvi
fóstu að hér á landi sé ill umgengni ríkj-
andi lögmál. Minni reynslu eru auðvitað
takmörk sett líkt og annarra dauðlegra, en
í hug mér koma nokkur atriði sem vekja
hjá mér grun um kæruleysislega hegðun
og að þeir höggvi sem hlífa skyldu. Svo
vill til að mitt daglega hringsól er mest-
megnis í innri byggð Reykjavíkur og er
þar jafnan margt um manninn og margvís-
legt sem ber fýrir augu.
Á biðstöð eftir strætisvagni standa meðal
annaiTa feðgar, maður á besta aldri og
drengur á að giska fimm ára og eru þeir
í sólskininu að borða svalandi ís úr plastbi-
kurum. Þegar ísinn er fulletinn fleygir
maðurinn tómu flátinu á gangstéttina og
rétt á eftir gerir drengurinn eins. Ruslas-
krína var innan seilingai- á ljósastaur og
enn stundarbið eftir vagninum. Þarna brást
uppalandinn og yfirbragð umhverfisins
hafði látið á sjá.
Annað dæmi af sama toga. Ung kona
með stálpaða telpu sér við hönd kemur inn
í anddyri opinberrar stofnunar þar sem
allt er fallegt og fágað. Telpan var með
poka með poppkorni og hallaðist pokinn í
hendi hennar með þeim afleiðingum að slóð
myndaðist á gólfinu; æ, æ, sagði konan og
lokaði pokanum svo hrunið hætti en bar
ekki við að tína upp það sem á gólfinu lá.
Þessi dæmi kunna að virðast lítilfjörleg
en þau lýsa að mínu mati annars vegar
ónákvæmni í umgengni á almanna færi og
hins vegar uppalendum sem létu ónotað
tækifæri til að koma viðeigandi skilaboðum
til næstu kynslóðar.
En það er ekki einungis í þéttbýlinu sem
pottm- er brotinn að þessu leyti. í sumar-
leyfisferð í Mývatnssveit og gönguferð út
í Höfðann, sem er náttúruparadís, sást að
fólk hafði látið sig hafa það að koma rusli,
plastumbúðum, öldósum og öðru álíka, fýr-
ir bak við stein. Og í haustlitaferð til Þing-
valla blasti við meðfram stígnum upp hallið
að Öxai'árfossi dreif af vindlingastubbum
og hálfbrunnum eldspýtum; einhverjir hafa
viljað losa sig við þessa hluti áður en geng-
ið var á vit fossbúans og ekki varað sig á
þvi hversu slíkt stingur í stúf við ofurvið-
kvæman gróður þessa kalda lands.
Við eigum aðeins þetta eina land, okkm-
íbúum þess fjölgar og æ fleiri verða sem
eiga frjálsborinn rétt til að fara um það.
Auk þess sem við um þessar mundir erum
að gera okkur ferðamannastraum hingað
að tekjulind. Það er því mikið í húfi að við
tökum okkur tak varðandi meðhöndlun
landsins og gróðurkápu þess og setjum inn-
lendu sem erlendu fólki strangar reglur þar
um.
Ekki er að efa að vel verður tekið til í
vor fyrir hátíðina miklu þegar konungs-
bornir gestir sækja okkur heim á fimmtíu
ára afmæli lýðveldisins og því ber auðvitað
að fagna. Vandinn er aðeins sá að halda
dampinum úr þeim lotu til áframhaldandi
gróðrar og fallegrar umhirðu innanbæjar
sem utan svo tiltektinni væntanlegu sjái
ævarandi stað. Umhverfishættir eru hluti
þjóðmenningar — og menningarþjóð viljum
vér Islendingar vera!
BJÖRG EINARSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MARZ1994 3