Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 3
N L! /AJ ski: » IfiBISBSESiBIB Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Rit- stjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. Kristur átti sér táknrnyndir í frumkristni og á miðöldum. Ein þeirra er Einhyrningurinn, sem er þó mun eldri en Kristur, eða um 5 þús. ára gamall. Hvers- vegna hann varð tákn Krists er ekki vitað, en til eru frá 15. öld sjö risastór veggteppi, dýrleg lista- verk, sem í 150 ár voru notuð sem kartöfluábreið- ur í Frakklandi, en hanga nú á viðhafnarstað í The Cloisters, miðaldadeild Metropolitan-safnsins í New York. Víghóll Þórhallur Vilmundarson prófessor sksrifar ít- arlega ritgerð um örnefnið Víghé/J, sem til er bæði í Kópavogi og á þrettán öðrum stöðum á landinu, Munnmælasögur eru til um sex þeirra. En eru þeir réttnefndir Víghólar? Líklegra má telja að sagnirnar séu spunnar upp til skýringar á nöfnunum, segir Þórhallur. Hómilíu- bókin kom út í fyrra og Sverrir Tómasson í Arnastofnun skrifar um hana og segir að hún hafi verið til uppihalds sanntrúaðs manns á sínum tíma. Hún er vitnisburður um þankagang forfeðra okkar um og eftir 1200. Það var á tíma Guðmundar góða á Hólum og væri freistandi að eigna honum bókina, en til þess finnst engin vísbending. MATTHIAS JOCHUMSSON Börniii f rá Hvammkoti Dauðinn er lækur, en lífíð er strá, skjálfandi starir það straumfallið á. Hálfhrætt og hálffegið hlustar það til, dynur undir bakkanum draumfagurt spil. Varið ykkur blómstrá á bakkanum föst, bráðum snýst sá lækur í fossandi röst Þrjú stóðu börnin við beljandi sund, næddi vetrar-nótt yfír náklædda grund. Hlökkuðu hjörtun, svo heimkomufús, hinumegin vissu sín foreldra-hús. En lækurinn þrumdi við leysingar fall, fossaði báran og flaumiðan svall. Hímdu þar börnin við helþrungin ós; huldu þá sín augu Guðs blásala Jjós. „Langt að baki' er kirkjan, er komum við frá, en foi'eldi'anna faðmur er fyrir handan á." „í Jesú nafni út í, því örskammt er heim." En engill stáð og bandaði systkinum tveím., Eitt sá tómt heilstríð — og hjálpaðist af; hin sáu Guðs dýrð — og bárust í kaf. Brostin voru barnanna bráljósin skær, brostu þá frá himninum smástjörnur tvær. Foreldrarnir tíndu upp barna shma bein, en báran kvað grátlag við tárugan stein. Hjörtun kveða grátlag, sem heyra þehra fár. ' % Herrann einn má græða vor forlaga sár. Dauðinn er hafsjór, en holdið er strá; en sálin er sundlétt og sökk\ra ei má. Matthias Jochumsson, f.1835, d. 1920, þjóðskáld og prestur í Odda Á Rangár- völlum og á Akureyri, orti þetta Ijóð þegar börnln í Hvammkoti drukknuðu í læk á heimleið frá kirkju 1874. LJóðið er birt hér í tllefni greinar Þórhalls Vilmundarson- ar um Víghól. B B Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg. (Jóhann Sigurjónsson: Sorg) M annkindin hefur í sjálfumgleði sinni slegið því föstu að hún ein allrar skepnu. viti um endalokin; að hverjum og einum séu mældir dagar og að dauðinn sé það eina sem allir eiga víst. Hvort sú vitneskja sé víðfeðmari í dýraríkinu verður einungis getgáta og ekki til umræðu hér. Liklégra er aftur á móti að menn séu einir um þá vitneskju að ekki aðeins þeir sjálfir, heldur hvaðeina á þessari jörð sé dæmt til að eyðast og að lokum jörðin sjálf. Með hjálp vísindanna höfum við getað ákvarðað aldur jarðarinnar. Við skiptum ævi hennar niður í þróunarskeið og teljum okkur vita nokkurnveginn hvenær frumstætt líf hófst og hversu margar áramilljónir það tók unz hægt var að tala um dýraríki á jörð- inni. Mannkynið er nýr sproti; það er svo til nýfætt. Fyrir um 30 árum var aldur manns- ins á jörðinni talin hálf milljón ára. Síðar var sá tími teygður upp í milljón og í ljósi síð- ustu uppgötvana í tvær eða eitthvað á þriðju milljón ára. Maðurinn er samt fæddur í gær þegar miðað er við aldur lífs á jörðinni. Og aðeins örlitlu eldra er annað náttúrafyrirbæri, nefni- lega ísland. Það gæti hafa farið að láta á sér kræla uppúr hafinu fyrir rúmum 14 milljón- um ára. Hvað þetta er allt saman ungt sjáum til dæmis af því að 65 milljónir ára eru liðin síðan risaeðlurnar dóu út og þær vora búnar að stjákla um jörðina í heilar 140 áramilljónir. Saga lífsins á jörðinni er um leið saga af ofboðslegri sóun, eða svo gæti manni virzt. Til hvers er höfundur lífsins að láta tegund- ir þróast margvíslega, segjum risaeðlurnar, til þess eins að þurrka þær með einu náðarst- uði? Loftsteinninn sem talið er að hafi valdið þeim kaflaskiptum minnir okkur á að jörðin Ár var alda er ekki öruggur samastaður. En mannkynið er samt heppið. Borkjarni úr Grænlands- jökli hefur leitt í Ijós að síðan sögur hófust, eða rúmlega það, hefur ríkt gersamlega óvenjulegt jafnvægi í náttúranni. í óratíma verður ekki fundið neitt 10 þúsund ára tíma- bil, sem er eins laust við skyndilegar hita- sveiflur og það síðasta. Allt er hverfult og stundlegt, það vita menn nú. Jafnvel sólin og „festingin", stjörn- urnar á himinhvolfinu eiga sinn afmarkaða tíma. Nú hafa menn ákvarðað hvernig þetta fyrirbæri, tími, hófst. Um það má lesa í frægri bók, „Sögu tímans" eftir enska eðlisfræðing- inn, Stephen W. Hawkings, sem er eins og margir vita undrabarn á þessu sviði, en svo lamaður líkamlega að hann getur naumast lyft fingri. Hið íslenzka Bókmenntafélag hef- ur gefið bókina út í þýðingu Guðmundar Arnlaugssonar. Sú kenning er að ég held viðtekin núna og útskýrð í bókinni, að sköpun heimsins - og þá er átt við alheimsgeiminn með öllum sínum vetrarbrautum - hafi byrjað með „miklahvelli". Hawking segir svo: „Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni hlýtur heimurinn einhvern tíma að hafa ver- iðíeinum óendanlega þéttum hnút, viðmikla- hvell sem mark&óT upphaf tímans í raun. Fari heimurinn að dragast saman aftur bíður okkar annar óendanlega þéttur hnútur í fí'amtíðinni; heljarhrun sem markar lok tímans... Við miklahvell og aðrar sérstæður bregðast öll lögmál vísindanna; Guði væri því alveg frjálst að ákveða hvað gerðist og hvernig heimurinn hdfst." Samkvæmt þessu ríldr háttbundin hreyf- ing í alheiminum; Síendurtekið sköpunarverk sem felst í fæðingu og eyðingu. Miklihvellur er þá fæðingin og síðan myndast sólir, sól- kerfi og vetrarbrautir, sem vísindamenn hafa talið sig geta mælt að væru á „útleið" og um leið fjarlægjast þessi kerfi hvert annað. Svo kemur að þeim punkti að þenslan stöðvast og nær jafnvægi. Síðan byt'iar allt að skreppa saman unz það endar í sama hnyklinum aft- ur, eða því sem Hawking nefnir heljarhran. En við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því í bráð; það líður tímakorn þangað til, Hawk- ing nefnir tíu þúsund milljónir ára. Að líkindum verður þá nýr miklihvellur; ný sköpun hefst og kannski fæðist þá ný Jörð eða eitthvað henni líkt í geimhafi þeirr- ar framtíðar. Jörðin okkar verður hinsvegar fyrir langalöngu úr sögunni þegar til þess kemur að vetrarbrautirnar skreppa saman og verða efni í nýjan miklahvell. Það er mótsagnarkennt, en Sólin okkar sem er for- senda lífs á Jörðinni, mun líka verða til þess að farga því lífi endanlega. Eins og aðrar Sólir á hún sinn ævitíma; hún er þó sem betur fer enn á bezta aldri. En áður en endan- lega slokknar á henni og hún breytist í „rauð- an dverg" og síðan það sem Hawking nefnir svarthol, mun hún blása út í gífurlega stærð og hitinn frá henni þá mun ekki aðeins eyða öllu lífi á Jörðinni, heldur einnig Jörðinni sjálfri. Þetta er æði miskunnarlaust lögmál eins og raunar lögmálið um líf og dauða hvers einstaklings. Maður getur aðeins spurt: Til hvers var þá öll þessi dýrlega sköpun og þróuri? Við því fæst ekki svar og ekki heldur staðfesting á þeirri umdeilanlegu kenningu Hawkings, að saga tímans hefjist með mikla- hvelli. En hvað var á undan honum? Það er athyglisvert að þessi mikli hugsuð- ur og eðlisfræðingur er ekki efnishyggjumað- ur í strangasta skilningi þess orðs, heldur gerir hann ráð fyrir almáttugum skapara á bak við allt og segir m.a.: „Hugsanlegt er að segja að Guð hafí valið upphafsástandið með rökum sem við skiljum ekki og getum ekki gert okkur von um að skilja. Það hefði vissulega verið á valdi al- máttugrar veru, en hafí Guð sett heiminn af stað á óskiljanlegan hátt, hversvegna lét hann heiminn þá þróast samkvæmt lögmálum sem við getum skilið?" Og ennfremur: „Finnist fullkomin kenning þá ætti hún, eða að minnsta kosti aðaldrætt- ir hennar, smám saman að verða skiljanleg öllum, en ekki aðeins fáum vísindamönnum. Þá getum við öll, heimspekingar, vísinda- menn og almenningur, tekið þátt í umræð- unni um það hvers vegna við og alheimurinn erum til. Takist að fínna svar viðþeirri spurn- ingu, yi'ði það lokasigur mannlegrar skyn- semi - þá þekktum við hugskot Guðs." Uppgötvanir manna á borð við Einstein og Hawking eru vissulega stórkostleg afrek mannsandans. En ég dáist ekki síður að því magnaða innsæi sem forfeður okkar höfðu fyrir meira en þúsund áram og birtist á list- rænan hátt í Völuspá. Án aðstoðar vísinda, en með þeim mun meiri vísdómi, sáu þeir fyrir sér þessa háttbundnu hreyfingu fæðing- ar og eyðingar í veröldinni allri. Þar brennur heimurinn í Ragnarrökum og lýsingin í kvæð- inu kemur heim og saman við hina vísinda- legu forspá nútímans: Sól tér sortna, og leik- ur hái' hiti/ við himin sjálfan. En það er enginn endanlegur heimsendir: Iðjagi-æn endurfæðist Jörðin eftir þennan miklahvell Völuspái-: Sér hún upp koma öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna. Falla fossar, flýgur örn yfír sá er á fjalli físka veiðir. GfSLI SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. MARZ 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.