Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Page 1
Stofnuö 1925
Menntamál á lýðveldisafmæli
10. SEPTEMBER 1994 - 69. árg.
„Það er tilhneiging nýskólastefnunnar að ofmeta tilfinningaþroska og dómgreind unglinga um leið og hún vanmetur vitsmunaþroska þeirra. Þessi tilhneiging
birtist meðal annars í vígorðinu um að nemendur eigi að bera ábyrgð á eigin mámi...Afleiðingin er oft villuráf og vegleysa. “
GAGNSTÍGAR VERÐA
AÐ GLAPSTÍGUM
Vöxtur
að er kunnara en frá þurfi að segja að síðastlið-
in hálf öld hefur verið hreyfingamikil tíð á
íslandi. Þjóðarskútan hefur siglt beggja skauta
byr fram á við og skilið eftir sig röst á flestum
mannlífsmiðum. Sú röst er óvíða greinilegri en
Hugmyndafræði
nýskólastefnunnar er nú
að hverfa af vettvangi
sögunnar í þeim löndum
sem við sækjum einatt
lærdómatil.
Eftir KRISTJÁN
KRISTJÁNSSON
í menntamálum. Er þar nær að tala um
byltingu en þróun, að minnsta kosti ef hug-
að er að almennri skólagöngu og formlegu
menntunarstigi fólks. Hvort þjóðin er orðin
efldari að þroska, rammari að afli hugar
og handa, sem þessu nemur er önnur saga;
en allir nema glýjugjörnustu þáhyggjumenn,
prímitívistar, hljóta þó að viðurkenna að
forsendur slíks þroska ættu að vera aðrar
og betri en fyrr.
Örfá dæmi verða að nægja hér í upphafi
um þessa menntunarbyltingu, flest þeirra
almælt tíðindi sem staðfest hafa verið með
athugunum:' Um 60% fólks sem nú er á
áttræðisaldri hefur aðeins lokið skyldunámi
eða ekki einu sinni því; þetta hlutfall er
komið niður í um 20% hjá fólki á þrítugs-
aldri og fer lækkandi. Um 15% einstaklinga
úr fyrri hópnum lauk iðn- eða stúdents-
prófi; hjá hinum nálgast hlutfallið nú 50%.
I flokki sextugra íslendinga og eldri er tala
þeirra sem brautskráðust úr háskóla langt
innan við 5%, og stóðum við þar að baki
öðrum Norðurlandaþjóðum; nú stefnum við
í átt að 15% marki, í miðjum hópi frænd-
þjóða. Áætlanir gera auk þess ráð fyrir að
árið 2010 sinni um fjórðungur fólks á þrí-
tugsaldri háskólanámi.
Af gnótt slíkra dæma er að taka sem öll
virðast sýna hve menntamál þjóðarinnar
hafi gengið vel fram á undanförnum áratug-
um. En hversu fróðlegt sem það kann að
vera að rýna í tölur þá taka þær ekki af
okkur ómakið að spyija ýmissa grundvallar-
spurninga: Hvað hefur í raun áunnist?
Hveiju er enn ábótavant? Hvert stefnum
við? Stöndum við þannig endilega jafn
traustum fótum og hlutfallsreikningar
benda til? Eitt er að tölur geta verið viðsjál-
ar: Ef við miðum framlag til menntamála
við hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu skip-
um við til dæmis virðingarverðan sess í
miðjum hópi OECD-ríkja; en sé því gaumur
gefinn hversu ung þjóðin er, og framlagi
okkar til þessa málaflokks (sem er rúmlega
6%) deilt upp í hlutfall aldurshópsins 0-29
ára af þjóðinni í heild, rýrnar staða okkar
mjög í alþjóðlegum samanburði.2
Annað er að þegar skyggnst er undir
yfirborðið kemur í ljós að viðhorf okkar til
menntamála mótast af ýmsum þversögnum,
þversögnum sem ef til vill einkenna íslenska
þjóðarsál. Þannig er það hárrétt hjá Jóni
Torfa Jónassyni að landsmenn virðist hafa
mikla trú á gildi menntunar; slíkt komi víða
fram í ræðu og riti og umfram allt í vexti
skólakerfísins.3 Að auki má vitna í nýlega
lífsgildakönnun þar sem 81% fólks lýsti yfir
„miklu“ eða „nokkuð miklu" trausti á
menntakerfinu.4 En hinu má halda fram
með jafnsterkum rökum, sem drepið verður
á síðar í ritgerðinni, að vísinda- og fræði-
mennska njóti hér minna atlætis á opinber-
um vettvangi en meðal annarra siðmennt-
aðra þjóða. Við búum að ríkri he::ð
klassískrar „skóla-speki“, er ég vil nefna
svo, og á þá við kenningar manna á borð
við Sigurð Nordal, Guðmund Finnbogason,
Sigurð Guðmundsson og Þórarin Björnsson
er allar hallast á þann gríska meið að stefnu-
mið skólagöngu sé mannrækt, þroski ein-
staklingseðlisins. En á sama tíma hefur
þessi hefð ekki náð að móta yfirbragðið á
hagnýtri skólamálaumræðu, sem lengstum
hefur verið harla fátækleg. í stað þess að
eignast þar samfellda, innlenda umræðuhefð
á gömlum grunni höfum við gert okkur að
góðu endurkast erlendra hræringa sem átt
hafa misvel við íslenskar aðstæður. Nesja-
mennska og alþjóðrækni, þessir tveir lykil-
þættir íslendingseðlisins, elda að venju grátt
silfur og gengur illa að finna sér sáttar-
stað. Vanvirðum við ekki einatt það besta
úr íslenskum menningararfi, sem við hömp-
um þó óspart á tyllidögum, en kollhlaupum
okkur síðan á eftiröpunum þess sem útlent
er, þótt við afneitum því í orði?
Ætlast má til af ritgerð sem þessari að
hún reki og reifi þær áleitnu spurningar um
stöðu menntamála þjóðarinnar sem minnst