Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Side 2
var á hér að framan. En þar á ég um mik-
inn vanda að mæla. í fyrsta lagi hef ég
sjálfur, og ýmsir sem hugsað hafa á svipuð-
um nótum um menntun og skólamál á síð-
ustu árum, svo sem Atli Harðarson heim-
spekingur og Helga Siguijónsdóttir kenn-
ari, þegar ritað ógrynnin öll um þetta við-
fangsefni. Til að forðast stagl hlýt ég því
víða að vísa í eldri skrif, án mikilla skýr-
inga. í öðru lagi setur lengd ritgerðarinnar
mér þröngar skorður. Á ég einkum að rekja
sögu menntamála á íslandi frá lýðveldis-
stofnun? Á ég fremur að huga að því sem
vel hefur til tekist en hinu sem miður hefur
farið? Alsiða er á hátíðarstundum að líta
umfram allt á björtu hliðarnar. Þær eru
ýmsar á menntasviði: Þegar íslendingar
hleypa heimdraganum og sækja nám erlend-
is standa þeir sig yfirleitt vel og eru þjóð
sinni til sóma, en það virðist benda til þess
að heimanfylgja þeirra sé ekki sem verst.
Flestir snúa þeir til baka og mynda hér al-
þjóðlegt net þekkingar frá þjóðum nær og
fjær, net sem OECD-skýrslur segja einn
helsta kostinn við íslenskt menntakerfi.5
Þrátt fyrir þessi fjölbreyttu erlendu áhrif
höfum við að mestu sloppið við hina af-
stæðiskenndu fjölhyggju, plúralisma, sem
unnið hefur hervirki á skólastefnu marg-
brotnari samfélaga, svo sem Bandaríkjanna,
og gengur út á að öll lífsmarkmið séu jafn-
réttmæt, öll lífsform jafngild, svo fremi að
einhveijum detti í hug að velja þau. Hin
„pólitíska rétthugsun" („political correct-
ness“), sem er skilgetið afkvæmi þessa af-
vegaleidda fijálslyndis, hefur þannig ekki
orðið að vandamáli á íslandi: Við höfum enn
nokkuð óbijálaða hugmynd um hlutlægan
gæðamun á góðri menntun og slæmri, á
skynsamlegum og óskynsamlegum lífshátt-
um.‘
Nú er þar til máls að taka að ég er eng-
inn sagnfræðingur og mun því ekki stað-
næmast um of við sögulegar staðreyndir
síðustu ára. Að auki tel ég hollt að minnast
þess „hnykkiskötuhlutverks" heimspekinga
sem Sókrates hélt svo mjög á lofti; þeim
beri að stuða og stæla fremur en að gylla
og glæsa. Því hyggst ég láta staðar numið
við þau hróðrarefni sem drepið var á í síð-
ustu efnisgrein og einblína í framhaldinu á
átöluefnin; annmarkana á þróun mennta-
mála og þá þætti sem óvænlegast horfir
um við þessi tímamót í sögu þjóðarinnar.
Gagnrýni er enda jafnan, að minni hyggju,
forsenda framfara. í lokakafla ber ég svo
fram úrbótatillögur og horfi ögn fram á
veg, til næstu hálfrar aldar.
Vaxtarverkir
íslensk menntamál standa um þessar
mundir frammi fyrir ferns konar megin-
vanda. Hinn fyrsti er arfleifð „nýskólastefn-
unnar“, er svo hefur verið nefnd; annar er
uppeldislegt sið- og sögurof sem orsakast
af breyttum þjóðfélagsháttum; hinn þriðji
er tengslaleysi mennta og vísinda annars
vegar, atvinnuvega þjóðarinnar hins vegar;
og Tjórði vandinn er almennt virðingarleysi
í samfélaginu gagnvart afurðum mennta-
kerfisins; fræðimennsku og fræðimönnum.
Þar sem öll þessi vandamál hafa skapast
og/eða skinngast á lýðveldistímanum ætla
ég að gera greiningu þeirra og úrlausn að
meginumræðuefni mínu hér, og þá fyrst
nýskólastefnuna.
Sjálft hugtakið „íslensk nýskólastefna"
er að minnsta kosti þrírangt, án þess að
ég geti þó fundið annað betra. Stefna þessi
var ekki byggð á nýjum hugmyndum þegar
hún kom fram, hún var ekki ný-sköpuð á
íslandi heldur sótt í erlendar fyrirmyndir
og hún er ekki lengur ný þegar þetta er
ritað; víninu hefur fyrir löngu verið rennt
úr kerum hennar og aðeins dreggjar af-
gangs. Eftir situr hins vegar heil kynslóð
kennara sem geldur þess að hafa bergt á
þessum drykk. Helga Siguijónsdóttir hefur
Islendinga mest skrifað um nýskólastefnuna
og áhrif hennar hér á landi og er ég í stór-
um dráttum sammála greiningu hennar á
tilurð og eðli stefnunnar.7 Helga vanmetur
þó ef til vill hve skrælnuð sú trúgirnishít
var sem hinar „nýju“ hugmyndir láku í á
7. áratugnum. Það er að vísu rétt hjá henni
að 1946 voru sett hér á landi ný framsæk-
in fræðslulög sem rpótuðu skólastefnu
næstu áratuga. En þegar kom að því að
framkvæma anda laganna gleymdist að
huga að því að landsmenn voru að ganga
í gegnum mesta breytingaskeið í sögu sinni.
Nánast ekkert nýtt námsefni var gefið út
og kennsluhættir, sem enn voru að nokkru
læstir í fjötra viktoríansks yfirheyrslu- og
minnisstagls, færðust lítt til nútímalegra
horfs.8
Þegar kom fram á 7. áratuginn má segja
að íslenskt skólakerfí væri orðið að eldsmat
sem beið neistans. Þörf var á sinubruna -
en við fengum skógareld. Log hans tendrað-
ist ekki upphaflega í Svíþjóð, eins og vin-
sælt hefur verið að halda fram, heldur í
Bandaríkjunum þar sem menn höfðu nokkru
fyrr hafið dauðaleit að nýrri menntastefnu
er jafnað gæti upp hið óviðunandi forskot
sem óvinurinn í austri virtist hafa náð með
því að senda á loft fyrsta mannaða geimfar-
ið. Afsprengi þessarar leitar var nýskóla-
stefnan, sérkennilegt sambland eftirhreytu-
hugmynda úr 18. aldar heimspeki, vísinda-
legri aðferð pósitívismans, sem átti blóma-
skeið á fyrri hluta aldarinnar, og nýlegri
sálfræðikenningum um stigveldi vitsmuna-
þroska. Úr fyrstu áttinni komu hugmyndir
um börn sem góð og skynsöm í eðli sínu
og nám sem náttúrulegt ferli er ætti sér
stað, án beinnar tilsagnar, svo fremi að
ekki væri gripið inn í það með óþarfa stýr-
ingu. Úr annarri áttinni barst boðskapur
um vísindin sem beijatínslu; allrar sannrar
þekkingar væri leitað með því að tæma föt-
ur hugans af forþekkingu og fordómum en
trítla þess í stað út í náttúruna og lesa ber
hennar. Að lokum þóttust talsmenn nýskóla-
stefnunnar hafa himin höndum tekið er
þeir rákust á kenningar um þrep vitsmuna-
þroskans og (rang)túlkuðu svo að sá tröppu-
gangur væri eins hjá öllum.
Ég hef áður afhjúpað ýmsar heimspeki-
legar villur sem liggja nýskólastefnunni til
grundvallar og bent á hvernig hún endar í
agalausum ratleik í stað náms; flathyggju
og samheimsku í stað einstaklingsþroska.9
Ég hef spurt spuminga eins og þeirra hvem-
ig sjálfvalin verkefni geti fullnægt náms-
þörfum bama þegar margar þær þarfir séu
ekki til nema sem afleiðingar náms; hvernig
unnt sé að leita þekkingar á markvissan
hátt nema vita nokkum veginn fyrirfram
hvar og að hveiju eigi að leita; hvort virkni
sé ekki fremur innri hugarstarfsemi en
handapat og fálm; hvort unnt sé að læra
án endurtekningar og tamningar; hvort
hægt sé að skilja eitthvað án þess að læra
um það fyrst; hvort vald á eigin tungumáli
sé ekki frumforsenda skynsamlegrar hugs-
unar og svo framvegis. Eða með öðrum og
einfaldari orðum: Veit nokkur að hann hafi
þörf fyrir tónlist Mozarts fyrr en hann hef-
ur hlustað á hana? Gefur ekki umfram allt
í gerða spyrðu? Verður það ekki hveijum
að list sem hann leikur? Er ekki einum of
lengi að fjúka til sátunnar? Þannig mætti
lengi spyija; en þar sem svörin ganga fram
af fyrri skrifum okkar Helgu og fleiri er
óþarfi að endurtaka þau hér.
Nær lagi er að huga ögn að raunveruleg-
um afleiðingum nýskólastefnunnar á íslandi
frá lokum 7. áratugarins og fram á okkar
daga. Leyfi ég mér þar að vitna í tvö einka-
bréf sem mér bárust í fyrra og hitteðfyrra
frá föður drengs sem var að hefja skóla-
göngu sína. í fyrra bréfinu segir meðal
annars:
Ég hef aðeins fengið að kynnast þeirri
flathyggju sem þú klagaðir. Sonur
minn byijaði í skóla þann 9. septem-
ber. Hann hlakkaði mikið til og von-
aðist til að æfa þar lestur, reikning
og sund. Þar sem hann hefur áhuga
á öllum þessum þremur greinum kann
hann dálítið í þeim öllum en vill bæta
sig. Nú er hann að verða úrkula von-
ar um að læra neitt í skólanum því
í þær sex vikur sem liðnar eru hefur
hann verið að leira stafina, lita þá,
syngja þá, dansa þá og skoða á ýmsa
lund. Þetta er hann látinn gera í
þeirri trú að sex ára krakkar séu of
vitlausir til að gera neitt af viti.
í síðara bréfinu er faðirinn kominn á þá
skoðun að kennurum sonarins hafi verið
innrætt mjög furðuleg viðhorf í námi sínu:
Þessi viðhorf birtast meðal annars í
ranghugmyndum um að það megi
aldrei halda neinu efni að krökkum
fyrr en þeir sjálfir hafí sýnt því áhuga
og gefið til kynna að þeir séu tiibún-
ir að taka við því. Dæmi: Ég spurði
kennara í 7. ára bekk hvers vegna
hún setti börnunum ekki fyrir
skriftaræfingar. Svarið var: „Ég er
að bíða eftir því að þau fái áhuga."
Það lá í orðunum að hún væri alveg
tilbúin að bíða í tíu ár. Annað birting-
arform þessarar fílósófíu er sú skoð-
un að einstök þekkingaratriði (eins
og ártöl, mannanöfn, ömefni, reikni-
reglur) séu einskis virði; ekki skuli
kenna þau í skólum, hvað þá að for-
eldrar haldi þeim að bömum sínum.
Aðalatriðið sé að nemendur temji sér
einhveija allsheijarvisku sem er hafin
yfir einstakar námsgreinar...Þriðja
kreddan er sú að aldrei megi flokka
fólk né gefa í skyn með nokkmm
hætti að einn standi öðram framar.
Þessar ívitnanir segja meira en mörg orð,
meira en nokkur fræðileg sundurhlutan. Ég
vildi þó mega bæta einu atriði við sem ekki
kemur fram í þessum bréfum en Helga og
Atli Harðarson hafa bæði gert ágæt skil.
Það er tilhneiging nýskólastefnunnar til að
ofmeta tilfinningaþroska og dómgreind
unglinga um leið og hún vanmetur vits-
munaþroska þeirra. Þessi tilhneiging birtist
meðal annars í vígorðinu um að nemendur
eigi að bera ábyrgð á eigin námi; þeir skuli
sem fyrst velja sjálfir milli þeirra kosta sem
skólinn býður upp á (til dæmis í „krambúð"
framhaldsskólans eftir að grannskóla lýkur)
í stað þess að skólinn taki þá í læri og beri
ábyrgð á að mennta þá.'° Afleiðingin er oft
villuráf og vegleysa; gagnstígar verða að
glapstígum vegna þess að enginn tekur af
skarið og segir unglingnum hvað honum sé
fyrir bestu þegar hann er ekki fær um að
meta það sjálfur."
í kirkjusögu Espóiíns segir svo frá um-
bótahugmyndum 18. aldar hugsuða á borð
við Rousseau að þeir hafi réttilega að því
fundið hvernig „orðalærdómurinn hafi
þrengt mönnum til að nema það margt er
ei var vert að muna“; þá hafí hins vegar
verið „steypt um allt í einu og ungmennum
kennt með einni saman taumlausri mildi,
heimt ei að tryði öðru en þeim skildist, eða
skyldi nema nokkra hluti orðrétt, og kennt
þeim mest í gamni það er þurfti til daglegs
lífs...“12 Sagan endurtekur sig; og Espólín
gæti hér allt eins hafa verið að lýsa fram-
gangi nýskólastefnunnar eins og hún birtist
í anda og þó einkum framkvæmd grann-
skólalaganna frá 1974.13 Ég líkti stefnunni
hér áðan ýmist við göróttan drykk sem lek-
ið hefði í trúgimishít eða skógareld sem fór
um lendur þar sem sinubruni hefði nægt.
Báðar líkingamar standa heima og fallast
raunar í faðma: Breytinga var þörf í skóla-
málum; borið var fram gamalt vín á nýjum
belgjum en það reyndist slíkt eldvatn að
funinn sem af því kviknaði brenndi jafnt
nytjaskóginn sem sinuna.
Hugmyndafræði nýskólastefnunnar er nú
að hverfa af vettvangi sögunnar í þeim lönd-
um sem við sækjum einatt lærdóma til.
Hægri menn áttuðu sig smám saman á því
að hún vanvirti hefðgróin gildi sem halda
þjóðfélaginu saman; vinstri menn að hún
byggðist á vélrænni afkasta- og markaðs-
hugsun fremur en fullnægingu mannlegra
þarfa; hugsandi fólk af öllu tagi að hún
stóðst ekki heimspekilega skoðun. Við
„branaliðsmennimir" á Islandi getum og
brátt lokið störfum því einnig hér er stefnan
að kulna út. Við tekur hins vegar mikil
sýslan að græða þá sviðnu jörð sem hún
skildi eftir sig víða um lendur.
Síðari hluti birtist í næstu Lesbók.
Tilvísanir
Ritgerðin var samin að tilstuðlan Listahátíðar í
Reykjavik 1994 fyrir málþingið „Tilraunin Island í
50 ár“.
1 Sjá einkum Jón Torfi Jónasson, „Vöxtur menntun-
ar á íslandi og tengsl hennar við atvinnulíf", Menntun
og atvinnulíf (Reykjavík: Samstarfsnefnd atvinnulífs
og skóla um menntun og þjálfun f tengslum við CO-
METT, 1992); og einnig Jón Torfi Jónasson, Menntun
og skólastarf á Islandi í 25 ár 1985-2010 (Reykjavík:
Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun, 1990; sérrit
2).
2 Sjá Menntun og atvinnulíf, bls. 76-77.
3 Sjá Menntun og skóiastarf á íslandi, bls. 17.
4 Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson, Úr lífsgilda-
könnun 1990: Lífsskoðun í nútímalegum þjóðfélögum
(Reykjavík: Félagsvísindastofnun, 1991), bls. 45.
5 Sbr. Kristín Einarsdóttir, „Markmið menntunar
með hliðsjón af úttekt OECD á vísinda- og tækni-
stefnu íslendinga", BHMR tíðindi, 6 (5) (1993).
6 Nánari lýsingu á ólíkum tegundum fjölhyggju er
að finna í ritgerð minni, „Hvað er alhiiða þroski?“,
Þroskakostir (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í sið-
fræði, 1992).
7 Sjá einkum greinaflokk hennar um nýskólastefn-
una sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins í febrúar
og mars 1993; fyrsta greinin, „Nýskólastefna - bylt-
ing eða þróun“, hinn 6. febrúar.
8 Sjá t.d. gagnrýni Ingvars Sigurgeirssonar á skrif
Helgu í „Fordómar í fræðafötum“, Lesbók Morgun-
blaðsins, 15. maí 1993. Helga bendir þó réttilega á
að ekki megi alhæfa um fjötra gamaldags kennslu-
hátta; alla öldina hafi verið til framsæknir kennarar
á landinu sem boðað hafi og breytt í anda „nýskóla-
stefnu“ í jákvæðari merkingu þess orðs. Sbr. erindi
hennar, „Nýskólastefnan", flutt sem opinber fyrirlest-
ur við Háskólann á Akureyri, 5. mars 1994 (ópr.).
9 Sjá ýmsar ritgerðir í IV. hluta Þroskakosta, „Mál
og menntun".
10 Þessu er öllu skilmerkilega lýst í grein Atla Harð-
arsonar, „Hvað er ábyrgð?“, Ný menntamál, 11 (3)
(1993).
11 Helga Siguijónsdóttir lýsti þessu villuráfí á eftir-
minnilegan hátt í erindi sinu, „’Þetta er mitt mál’ -
um frelsi og sjálfstæði unglinga og ábyrgð þeirra á
eigin gjörðum", fluttu á málþingi Siðfræðistofnunar
í Háskóla íslands, 15. nóvember 1992 (ópr.). Sjáeinn-
ig 2. kafla bókar hennar, Skóli í kreppu (Kópavogur:
Náms- og foreldraráðgjöfin, 1992).
12 Ingi Sigurðsson (ritstj.), Upplýsing og saga:
Sýnisbók sagnaritunar Islendinga á upplýsingaröld
(Reykjavík: Rannsóknastofnun í bókmenntafræði og
Menningarsjóður, 1982), bls. 171.
13 Með þeim lögum voru þó stigin ýmis framfara-
spor er vörðuðu t.d. skólabókasöfn, sérkennslu-
úrræði, ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu í skólum og
endurmenntun kennara.
Höfundur er doktor í heimspeki og lektor viö
Háskólann á Akureyri.
GRÉTAR
HALLDÓRSSON
Endurfundir
við
Cambridge
Og ég stóð þar
á Silfurbrúnni
og grét.
Tárin féllu
í ána
og flutu burt
sem perluband
um borgina
sem varðveitir
minninguna
um stundir
með þér
eins og fjársjóð.
Og grátviðurinn tekur undir,
drúpir hnípinn
að árborðinu
myrku
og hvíslar
sorg minni
yfir leyndarmálum
okkar.
Áin, þar sem við
stjökuðum flatbytnum
undir Andvarpsbrúna
geymir þau
í djúpum sínum.
Seinna hvíslar hún
að mér -
... og kannski þér.
Og þá eins og forðum
munu litlir,
svartklæddir
kórdrengir
hraða sér
til Kóngsskóla kapellu,
ganga í prósessíu
að syngja
hinn sanna,
hreina tón
svo háan, tindrandi
og tæran
fyrir mig -
... og kannski þig -
okkur bæði.
Og af hæðinni fyrir ofan
Kissubeijaijóður
horfi ég
yfir borgina
og sé
að þar liggur
saga okkar
eins og þunn slæða
undir nýrri
og framandi sögu.
Og ég vitja hennar
hikandi —
... og kannski þú -
við bæði.
Höfundur er kennari.
ERLING ERLINGSSON
Garður
án blóma
Ég geng
einstíg í veröld
horfandi
á blómin sem
vakna
af dvala,
leita í Ijósið
horfi út.
Ég held
á blómi himins
lítið bam
sækir
Ijós
í huga mér.
Höfundur er markaðsfræðingur í
Reykjavík.