Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Side 3
E Fórnarlamb Öfundar og fordóma, segja þeir Rúnar Helgi Vignisson og Jón Sigurpálsson í grein um Krist- ján H. Magnússon, listmálara, sem dó fyrir ald- ur fram, en hafði fengið afar ómaklegar viðtök- ur hér eftir að hann kom heim frá námi í Amer- íku á sama tíma og hin hefðbundna leið listnema var í Akademíið í Kaupmannahöfn, til Parísar eða Þýzkalands. Glapstígar Gagnvegir verða glapstígar, segir Kristján Kristjánsson, háskólakennari á Akureyri í fyrri hluta greinar um skólastefnuna. Þar segir m.a.: „Það er tilhneiging nýskólastefnunnar að ofmeta tilfinningaþroska og dómgreind unglinga um leið og hún vanmetur vitsmunaþroska þeirra. Þessi tilhneiging birtist m.a. í vígorðinu um að nemend- ur eigi að bera ábyrgð á eigin námi. Afleiðingin er oft villuráf og vegleysa. Los Angeles hefur framar flestum öðrum borgum verið talin bílaborg með miklar víðáttur, óhemju umferð, en miðborgin ekki manneskjuleg að sama skapi. Nú hafa borgarfeður heldur betur gert á því breyt- ingu með því að leggja hálfa aðra milljón dala í endurhönnun og uppbyggingu á glæsilegu miðbæj- artorgi, Pershing Square. E ® 11 00 n 00 E B B ® ® ID (15] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON Rúst Það er vaxið yfir horn og legg hið hvíta sinuskegg, það er hljótt við læk og tjörn og fallinn vegg, sem er engum lengur skjól, sem er engum lengur vörn, sem er engum lengur kær. Þetta er hærinn uppi í hlíðinni, sem á sér engin hörn og ekki er framar bær. Á bak við gráan sinuskúfinn sér í moldarund og svartan kolabrand úr löngu dauðri glóð. Þetta er landið undir sólinni, sem á sér enga þjóð og ekki er framar land. Hvar er þjóðin, hvar er þjóðin, sem á sér ekkert land og ekki er framar þjóð? Guðmundur Böðvarsson, 19Ó4-1974, var borgfirskur bóndi og Ijóöskáld. Sækjum landið heim Aróðurinn Sækjum landið heim hitti ekki alveg í mark hjá mér í vor, því þá hafði ég ekki komist til útlanda í nokkur ár. Mér varð hugsað til lág- launafólks og þeirra sem standa í húsnæðis- eða barnabasli og komast ekki af landinu árum saman, en búa „norður í veiðistöð“ ár og síð. Hvernig eiga þeir að sækja land- ið sem þeir eru fastir á heim? Þessi hvatn- ing um að heimsækja sjálfan sig kallar á útúrsnúning eins og þennan, því hér á landi býr margt fólk sem er hér fast af fjár- skorti og þarf að þola miklar ferðaauglýsing- ar. Þeir sem alltaf eru í fríi í útlöndum geta sótt landið heim í hjartað á sér, hinir hafa voða mikið sótt það heim í vitund sína og geyma það þar ásamt ýmsu sjónvarps- efni, og fá ekki lánaðan sumarbústað hjá, stéttarfélaginu nema á nokkurra ára fresti. Þótt sjónvarpið segði með glansmyndum „sækjum landið heim“ þegar tók að vora fór ég til Danmerkur í sumar. Mitt í þessu öllu, 17. júní í sumar, lá leið mín til Þing- valla. Þá gladdi það púkann í mér að sjá hérna megin við Mosfellsheiði flaggað stór- um rauðum dönskum fána. Þegar rifjuð voru upp sárindi dönsku konungshjónanna og þeirra stóra lýðs þá fattaði ég að fáninn sem ég sá á lýðveldisafmælinu var á réttum degi ærlegt rautt minnismerki um vand- ræðaleg-heit. Við erum eflaust ríkari og sterkari af því við urðum sjálfstæð. En við misstum líka margt með því að skera svo snöggt á tengsl- in við gömlu ríkisheildina. ísland var svo lengi hérað í danska ríkinu að Kaupmanna- höfn er enn í sögulegum skilningi „miðja“ lýðveldisins. Sá stóri hluti af íslenskri vitund sem er bundinn öldunum fyrír 1944 á sinn höfuðstað í Kaupmannahöfr. Skilnaðurinn varð næstum því eins og þegar hjón skilja í illu. Hugsum okkur að einhver sýslan, ísafjarðarsýslur skulum við segja frekar en Vestmannaeyjar, hættu skyndilega við landið og flyttust út í órahaf og vildu sem minnst af landinu vita. Héraðs- skjalasafnið á ísafirði og menningarstofnan- ir þar yrðu eflaust góðar og mikið fískirí, en þeim væri hollara að muna eftir því sem var og halda miklum og góðum tengslum, ekki satt? Maður þarf stundum að fara inn í spegilinn til að sjá sjálfan sig eins og sá gerir sem er hinum megin. Ég fór á Konunglega bókasafnið í Kaup- mannahöfn og fylltist sem héraðsbúi lýð- veldis sem hefur siglt burt vanmáttarkennd yfir handrita- og bókafjöldanum, menning- unni, konungshöllinni og siðmenningu fyrri alda. Á öðrum eða þriðja degi minnkaði vanmáttarkenndin þegar upp fyrir mér rann: „þetta eru hallirnar mínar, þetta er konung- íega bókasafnið mitt, því það var byggt þegar formæður mínar voru í ríkinu“. Van- máttarkenndin minnkaði en enn leið mér undarlega með skrýtna tungumálið í höfðinu en sperrti eyru og augu. Svo margir frasar í íslensku eru líka danskir! Bak við lás og slá, í baklás, þetta átti ég auðvitað að vita. Bollastellin og matarstellin, mávarnir og bláu blómin, gömlu blöðin, auglýsingarnar, andinn í kaupstaðahúsum, leikhúsum og kirkjum. Allt fyrir lýðveldi er meira og minna frá Danmörku, kerfið, siðirnir, stórt og lifandi markið í tungunni, flest allt sem var ekki til á miðöldum er frá Danmörku komið og við rembumst við að gleyma því svo rækilega. Við hefðum mátt njóta betur á þessari öld þeirra ágætu mildu og fáguðu áhrifa sem maður fínnur í Danmörku. Með áfram- haldandi, meiri og eðlilegri tengslum við móðurlandið hefði jafnvel horfíð fyrr þúfna- göngulag, þjóðbúningastrekkelsi utan um feita kroppa og glímu- og fímmunda-mont. Jú, jú, án sjálfstæðis væri tungukrílið ennþá hnýtt aftan í danskt tungumál, örlítill kimi aftur úr litlum kima. Nú stöndum við jafn- fætis öðrum norrænum málbrotum sem er frábært og tölum beint við heiminn á alþjóð- legri ensku og erum engra aftaníhnýtingur. En sjálfstæði og mikið og gott samband við Dani vegna lifandi fortíðar þurfti ekki að stangast á. Við þurfum ekki að vera svona gróf, stirð og yfír okkur stolt á hrauni með nýfengna bjórkrús, og því síður að finna til vanmáttar. Nú hugsa ég mig líka danska og er ánægð með það danska í mér og minni fortíð. Og flagga stundum rauðu fyr- ir kinnroðanum, fortíðinni í mér og mínum dönsku konungshöllum. Þegar ég kom fyrst til Danmerkur fyrir tuttugu og eitthvað árum þá þekkti maður íslendinga enn þá úr á klæðaburði, hárstíl, útliti og fasi, það sást einhvemveginn við fyrstu sýn áður en hljóð tóku að berast þegar landar voru á ferð. Nú orðið sést ekki á klæðnaði eða klippingu hveijir eru frá stóru Atlantseyjunni, en þegar maður heyrir málið sitt og lítur aftur á fólkið þá sér maður samt að það sker sig úr. Það er þumbaraleg hollningin, stirt fasið er krýnt. einhveijum séríslenskum þunga. Við losum þetta nú úr okkur bráðum með því að stunda betur dansskóla og láta suðrænan takt fara um höfuð og skanka, og getum þá farið að verða ansi mjúk og siðmenntuð. Svo þurfum við að slappa nóg af til að hlæja dillandi mjúkt eins og Danir. Þá verðum við lukku- lega siðmenntuð. Ég „hugsaði landráð" þegar ég neyddist heim úr hitabylgjunni allt of fljótt, loks komin með hitann inn i merg í staðinn fyr- ir síkaldan strenginn niður bakið sem stöð- ugt hótar að gera úr bakvöðvunum bólgnar slöngur. Ég hugsaði „1100 ára misskilning- ur“ og mændi á birkitrén fyrir utan Konung- lega bókasafnið, sem eru á hæð við a.m.k. tylft manna. Hugsaði æ, og litla og ljóta og kalda. Fylltist svo þjóðemisást og fegurð á leiðinni heim í flugvélinni (áfengislaust). i Sá fyrir mér mjög gamla ljósmynd af mjög fallegri alvöru þjóðbúningsstúlku, í peysu, með hinn sjaldgæfa slönguvöxt sem peysu- föt klæða vel. Sá hana fyrir mér uppi í fjalli. Og allur misskilningur úr sögunni. Það er annars frábært að sjá hvað áróð- ursmaskínan virkar vel þegar um góð mál- efni er að ræða. Ég veit ekkert um „sækjum landið heim“ sóknina, hvernig hún tókst. Hún er örugglega góð fyrir þjóðarbúskap- inn. Eins er frábært að sjá „græðum land- ið“ átakið, hvað það virkar vel, grænt og fallegt og lifandi. Næst verður átakið „björg- um íslensku bókinni", nú verður öll maskín- an að fara af stað, olíufélögin og mjólkur- samsalan og kókakóla og íþróttamenn verða að bjarga íslensku bókinni. Hlaupa með bækur og hjóla með bækur og setja bækur á fjallstoppa og jökla. Allir að yrkja land og lesa bók, úr því að ekki má gefa for- dæmi með undanþágu frá virðisaukaskatti. Ef íslenska bókin fer niður úr öllu þá verða þeir sem hafa nóga ástríðu til að skrifa bækur að skipta um mál. Það lá beinna við þegar Gunnar Gunnarson og Jóhann Siguijónsson áttu danskt ríki til að skrifa í. Nú segja útgefendur að virkilegur uppblástur sé í bókalandinu. Þær ijúki til sjávar. Nú stefnir að því að við fáum bóka- laust land „viði vaxið milli fjalls og fjöru“. Þá hlær Ari fróði og fer að skrifa á ensku. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. SEPTEMBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.