Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Page 5
Frá Vestmannaeyjum. bæði heiðursmaður og listdómari, ef vopnin eiga ekki að snúast í höndum hans og særa hann sjálfan“. Enda fór það að nokkru leyti svo að menn tóku að gagnrýna Jón Þorleifs- son fyrir það sama og hann hafði gagnrýnt Kristján, einkum það að þræða mótíf ann- arra. Jón Þorleifsson kom þá fram undir nafni og hvikaði hvergi: „En sannleikurinn er sá, að slíkir væmnir glanzmyndamálarar, sem Freymóður, Kristján og fl. eru til með öllum þjóðum og í kringum alla skóla og stefnur." Ameríkufordómar Af orðum annarra ritdómara má sjá að fordómar gagnvart bandarískum listum hafa legið að nokkru leyti að baki þeim styr sem stóð um Kristján. Nokkrir gagnrýnend- anna ræða þetta opinskátt, eins og til dæm- is G.J. í Vísi: „Það hefir lagst það orð á, að alt sem frá Ameríku væri á sviði and- ans, væri „bluff,“ sem Ameríkumenn kalla. Auðvitað er það helber vitleysa.“ Síðan vænir hann íslenska listamenn um undar- lega hræðslu gagnvart því sem þeir séu óvanir: „Það er eins og þá oft skorti hug- myndaflug, til þess að geta skilið annarlega hluti.“ í Alþýðublaðinu mátti einnig lesa vangaveltur í þessa veruna: „Það er óal- gengt að íslenzkir listamenn leiti sér ment- unar í Vesturheimi, enda munu ýmsir hér vera all-vantrúaðir á listræna menning Ameríkumanna. Hvað sem urri það er ber þó þess að gæta, að á síðustu árum hefir mikill fjöldi gáfaðra listamanna flykst frá Evrópu vestur um haf og að mörg merk- ustu listaverk gömul og ný hafa farið sömu leið.“ Þannig varð Kristján til að kristalla skoð- anir manna á straumum og stefnum í mynd- list og átti stóran þátt. í að ein fyrsta og frægasta listamannadeila á íslandi hljóp af stokkunum. Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur segir frá því í nýútkominni bók, I deiglunni 1930—1944, að myndlistargagn- rýni Orra hafi „beint og óbeint orðið til að skerpa á andstæðum viðhorfum íslenskra listamanna, viðhorfum sem höfðu verið í mótun allt frá síðustu Listvinasýningunni og Alþingishátíðarsýningunum". En sjálf- sagt hefði Kristján getað hugsað sér annað Vetrarmynd frá Þingvöllum. hlutskipti en að vera sá eldiviður sem kynti bálið. ElNN í SÆRÐU STOLTI Kristján lagði síður en svo árar í bát þrátt fyrir ágjafirnar. Hann hélt ótrauður áfram að mála og sýna. Árið 1932 var valið úr verkum íslenskra listamanna til sýningar í Stokkhólmi. Þar var Kristján sniðgenginn með öllu. Ekki vildi hann una því og tók á leigu sal skammt frá hinum opinbera sýning- arstað „og trónaði þar einn í særðu stolti“ eins og Björn Th. Björnsson kemst að orði í íslenskri myndlist. Sýningu Kristjáns var ágætlega tekið og a.m.k. einn gagnrýnend- anna í Stokkhólmi velti fyrir sér af hverju hann hefði ekki verið með í yfirlitssýning- unni. Um haustið hélt Kristján svo í sýningar- ferð til Bandaríkjanna og sýndi í New York, Boston og Washington. Ein mynda hans birtist þá í The New York Sun og var þar dáðst að því „hve eðlilegar og skrumlausar náttúrlýsingar málarans eru“. Kristján sýndi í Hollandi og í Lundúnum 1936 og hér heima sýndi hann nánast á hveiju ári. Þegar hann lést árið 1937, aðeins 34 ára, var hann nýkominn úr málunarferð sem hann hafði farið á hestbaki um uppsveitir Borgarfjarðar. Veiktist hann skyndilega og lést. Talið er að gamaflækja hafi orðið hon- um að banameini. Ætla má að Kristján hafi ekki verið búinn að ná fullum listrænum þroska þegar hann lést, langt því frá. Sannur Bindindismaður í LITAMEÐFERÐ Þegar frá eru taldar tvær minningarsýn- ingar, síðast í Listamannaskálanum í Reykjavík 1953, ríkti grafarþögn um Krist- ján H. Magnússon áratugum saman. Það var ekki fyrr en Listasafn Isafjarðar hélt yfirlitssýningu á verkum hans árið 1986 að farið var að skoða stöðu hans í íslenskri myndlist á ný. Og í sumar mátti svo sjá Eldgos - Gagnstætt venjunni hjá Krist- jáni og öðrum samtíma málurum hér, er þessi mynd af sviðsettum og ímynd- uðum atburði. Fólk á flótta með reifa- barn og eigur sínar á bakinu undan eldgosi og húsið á myndinni virðist vera að liðast í sundur. Myndin virðist vera hugsuð í Vestmannaeyjum og hef- ur haft i sér forspá, nemahvað gosið virðist vera uppi á landi. verk eftir hann á sýningunni „í deiglunni" í Listasafni íslands og í samnefndri bók og hafa vetrarmyndir hans óneitanlega nokkra sérstöðu þar, þótt Jón Þorleifsson gæti ekki viðurkennt að hann hafi verið nokkur frum- kvöðull á því sviði. Kristján virðist hafa goldið þess á íslandi að mála verk með natúralísku yfirbragði á fengitíma sið-impressjónismans. Þó er ef til vill ekki allt sem sýnist í þeim efnum. Hall- dór Björn Runólfsson listfræðingur hefur kynnt sér verk Kristjáns og kemst að þeirri niðurstöðu að hann hafi síður en svo verið laus undan áhrifum frá Cézanne, einum helsta frumheija impressjónismans. „í fjöl- mörgum landslagsmynda sinna hvaðanæva úr sveitum landsins beitir Kristján þeirri aðferðafræði Cézannes að byggja upp flöt- inn með ótal litköflum, samsettum úr snögg- um, samliggjandi pensilstrokum," segir Halldór Björn. „Þá má sjá óræk áhrif Céz- annes í mótun Heimakletts í málverki Krist- jáns „Úr Vestmannaeyjum“ frá 1931.“ Halldóri Bimi virðist sem Kristján hafí lagt út af Cézanne með mun fínlegri hætti en almennt tíðkaðist á íslandi. „Ef slíkt telst til vansa má eflaust um kenna skólun hans frá Boston," segir Halldór. „Raunsæj- ar áherslur í stað síð-impressjónískra á námsferlinum hafa greinilega mótað afstöðu Kristjáns til lita og stuðlað að hófsemd hans í þeim efnum. En ég fæ ekki að því gert að mér finnst litræn hófsemd Kristjáns eitt helsta aðalsmerki hans. Innan um hið þjóð- lega taumleysi í meðferð lita, að minnsta kosti þegar um vissa íslenska list — sem og húsamálun utanhúss — er að ræða virk- ar Kristján sem sannur bindindismaður. Reyndar var Cézanne sjálfur snöggtum létt- ari, fínlegri og hófsamari en margir íslensk- ir fylgismenn hans. Kristján verður heldur ekki sakaður um þá rómantísku og barna- legu væmni, sem elti uppi flesta minni spá- menn íslenskrar myndlistar á millistríðsár- unum og lagðist jafnvel á suma málsmet- andi listamenn.“ Of Auðsótt Að Dæma Hann ÚrLeik Þegar Halldór Björn er spurður um veik- leika Kristjáns nefnir hann hve oft hann hafi gert sig sekan um innihaldsleysi í formi ópersónulegra og tillærðra vinnubragða. „Tæknin í mörgum verka hans er yfirborðs- leg og vélræn eins og formúluframleiðsla eftir „götumeistara á slóðum ferðamanna". Því miður er þessi skortur á persónulegum tilþrifum og einlægri andagift of ríkjandi þáttur í list Kristjáns. Það var einmitt þessi löstur sem reyndist hörðustu gagnrýnendum hans hér heima svo notadijúgur." Eigi að síður telur Halldór Björn engum blöðum um það að fletta að það hafi reynst gagnrýnendum Kristjáns of auðsótt að dæma hann úr leik. Munurinn á jákvæðum viðtökum bandarískra, breskra og sænskra gagnrýnenda annars vegar og neikvæðum viðbrögðum kollega hans og gagnrýnenda hér heima hljóti nú að teljast grunsamlega mikill. „Ef heimildir eru athugaðar — svo sem fréttapistlar og gagnrýni í innlendum dag- blöðum — má glögglega sjá að meira bjó undir en „hæfíleikaleysi" Kristjáns H. Magnússonar. Á þeim fáu árum sem Islend- ingar fylgdust með honum — frá lokum þriðja áratugarins til dauðadags 1937 — var ekki um neinn auðugan garð snillinga að gresja hér heima. Því hlaut eitthvað annað en háþróað gæðamat að stjórna nei- kvæðri afstöðu gagnrýnenda til listar Krist- jáns. Ymislegt bendir til að meginástæðan hafi verið landlægur skortur á umburðar- lyndi gagnvart fjölbreytni — plúralisma — í listrænni tjáningu. Enn einkennir einhæfn- in afstöðu okkar til lista. Önnur ástæða gæti tengst öfund, en velgengni Kristjáns í útlöndum getur mætavel hafa ýtt undir þá þrálátu kennd,“ sagði Halldór Björn Runólfsson listfræðingur. Allt að einu eru verk Kristjáns H. Magn- ússonar gengin í nokkra endurnýjun lífdaga að sinni, hvað sem síðar verður. Rönar Helgi Vignisson er rithöfundur. Jón Sig- urpálson er safnstjóri og myndlistarmaður á (safirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. SEPTEMBER 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.