Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1994, Qupperneq 6
Hugsað á heimleiðinni Island er stórbrotið - en hvað með fólkið? Aheimleiðinni var ég að hugsa um auglýsingu í vönduðu, sænsku tíma- riti sem hafði borizt inn á borð til mín. Þetta var íslandsauglýsing frá Flugleiðum og yfir- skriftin var „Island ár storslaget" - ísland er stórkostlegt. Og und- ir það tökum við heils hugar. í auglýsing- unni voru þrjár fallegar litmyndir: Bleikur, Jarpur, Gráni og Blesi á fullri ferð yfir árssp- rænu sem tók þeim rétt í hné. Önnur mynd var af undirfagurri lækjarsprænu í hrauni og loks var sú þriðja af staðgengli Geysis, Strokk í Haukadal, þar sem hann lyftir sér vel til flugs með Bjamarfell í baksýn. Með þessu var skáldlegur texti, þar sem rómaðar em hinar björtu sumarnætur, „sólin skín á kalda skriðjökla og regnið fellur á andlit þitt á meðan þú nýtur hins náttúrulega baðs“. „Breda landsvágar“- breiðir þjóðveg- ir -leiða þig gegnum landslagið, segir þar, og nú finnst mér moldin fara að rúka í logn- inu þegar sérstaklega er tekið fram að þess-. ir háskalega mjóu vegir séu breiðir. Og síð- an: „Kom til kontrastemas och den orörda naturens várld..." ójá, heimur andstæðnanna og hinnar ósn- ertu náttúra. Það má_ vitaskuld til sanns vegar færa að svo sé. í lokin er tekið fram að gestrisið fólk bjóði ferðalanginn velkom- inn, og vonandi er það rétt.- Þessi auglýsing er hvorki betri né verri en margar aðrar sem eiga að fá væntanlega ferðalanga til að ráðast í íslandsferð. Þær hljóta að hafa áhrif; aukningin í tekjum af ferðaþjónustu bendir til þess, enda þótt báknið geri sem minnst til að styrkja og örva þennan at- vinnuveg. Líklega er það talið aukaatriði í landkynn- ingu af þessu tagi, að hér búi fólk sem veralega ánægjulegt og eftirminnilegt gæti verið að sjá hvemig býr í þessu landi. Hvað þá að hér búi menningarþjóð með listrænan arf, sem lifír í hæsta máta nútímalegu lífi. Skyldu sérfræðingar í auglýsingum telja vissara að minnast sem minnst á fólkið í landinu? Það skyldi þó aldrei vera satt, sem Þórð- ur Tómasson, safnstjóri í Skógasafni, sagði í Lesbókargrein fyrr á árinu, að hann hafði hitt útlenda ferðamenn, hvem á fætur öðr- um, sem hrósuðu honum sérstaklega fyrir alúð og kurteisi og vora þá ekki famir að hitta neinn í íslandsferðinni, sem hafði vik- ið vinsamlega að þeim. Það er ljótt ef satt er. Kannski er eitthvað í fari íslendinga sem verkar fráhrindandi, jafnvel hjá þeim sem þykjast gestrisnir og kurteisir. Að svo sé má ráða af þeirri nokkuð svo almennu skoð- un, að elskulegheit Bandaríkjamanna við gesti, séu yfirborðsleg, bamaleg og næstum því hvimleið. Vera má að þau risti ekki djúpt, en mér finnst ólíkt þægilegra að mæta þann- ig framkomu en þurri kurteisi, að ekki sé nú talað um þumbarahátt. Og mér finnst virðingarverð sú viðleitni margra þar vestra að leggja sig í framkróka að muna nafnið á útlendum gesti. „Island er storslaget" segjum við í land- kynningunni, en við minnumst ekki mikið á að fólkið geti verið stórkostlegt líka, þótt við trúum því sjálf að svo sé. Líklega verð- ur þó að viðurkenna, að þjónustulund sé ekki það sem hæst ber í fari landsmanna. í því sambandi má minna á grein sem birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst sl. eftir Bimu G.Bjarnleifsdóttur: „ísland...- þau sóttu það heim“. Þar segir hún m.a. frá íslenzkum hjónum á ferðalagi úti á landi. Þau komu á stað þar sem merkt er, að upplýsingar séu gefnar. Eftir að hafa bankað vel og lengi kom loks afgreiðslustúlka í ljós, en hún vissi þá ekki neitt og sagði bara: „Það eru einhveijir bæklingar þarna.“ Þarna birtist í hnotskum þetta landlæga íslenzka kæruleysi, eða kannski ættum við- að segja agaleysi. Upplýsingaþjónustan snýr þó ugglaust meira að erlendum gestum og það er ekki skemmtileg tilhugsun ef þeir fá oft móttökur af þessu tagi. Þegar til þess kemur að hafa tekjur af ferðamönnum, innlendum sem erlendum, eram við sífellt að skjóta okkur í fótinn og vinna gegn eigin hagsmunum. Þar vegur þyngst að stuðningur stjómvalda er aðallega í orði, en hitt er slæmt líka að nánast öll landsbyggðin keppist við að verðleggja sig út af markaðnum. Sá góði kostur sem bændagistingin var, hefur því miður stór- versnað. Þar ræður mikil skammsýni ferð- inni. Þriðja haftið er svo allskonar óná- kvæmni og skortur á þjónustuvilja, sem við- mælendur Þórðar Tómassonar hafa líklega skynjað sem óvild. Það er líklega rétt athugað að tala sem minnst um landsmenn sjálfa í auglýsingun- um, en þeim mun meira um hestana, hver- ina, silfurtæru lækjarsprænurnar og tign öræfanna. GS. NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR Enginn það svæfir Ljósrauðu pillurnar í litlu boxunum gleypa og gleypa frysta óttann en barnið grætur við fótskör hjartans grætur og grætur og enginn það svæfir Alfreð Flóki Vængirnir voru mér annað en hinum öllum hinum Ásthrifin horfum við á litbrigði þeirra gátum gægst bak við þá eina andrá í senn... eina... Þeir hvíldu vængirnir í dularfjarska fegurðar Þeir blöktu í brigðum lita Oft var ofbirta þeirra mínum augum nær um megn en aldrei alveg og andrárnar innstu brigði frá öðrum vitundum sjálfsins frá öðrum vitundum sjálfsins og þess sem titrar handan við sjálfið William Heinesen Vitaskuld fórstu WiIIiam Flöskugrænt rökkrið hvíslaði seiðandi um þessar mundir Og Ijósblár vængur skýs sem þú gafst mér blakar mér einmitt um þessar mundir Þó aðeins væri vegna ástarorða þinna um ljóð mitt fyrir svo löngu rita ég áfram óræð orðin sem vitja mín milli svefns og vöku Einmitt þar er rökkrið flöskugræna það vefur þau munúð og skýið ljósbláa lætur þau svo sveima með sér að morgni Jón Gunnar Árnason Skein í næturbirtu ryð gamla hússins sögðum og sögðum hvort öðru og birtudans speglanna svifu vængálfar María mey sat á steini dönsuðu orð okkar inn í ákafan glaum sólar María mey á steini sögðum og sögðum hvort öðru Höfundur er Ijóðskáld í Reykjavík. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók, sem heitir „Engill í snjónum" og kemur væntanlega út hjá löunni eftir fáeina daga. Bókin erjafnframt 9. Ijóðabók Nínu Bjarkar. A þunn- umís Um daginn skaut upp í kollinn á mér mynd af atburði sem gerðist fyrir einum 60 árum. Einn góðviðrisdag síðla vetr- ar, þegar hláka hafði linað svo ísinn á Tjörninni að hann var alveg kjörinn til að „dúa“ á, þyrptumst við unglingarnir í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og menntskælingar út á Tjöm. Ég veit ekki hver stjórnaði eða hvað gerðist, en allt í einu höfðum við mynd- að samfellda röð sem hlykkjaðist á ísnum frá Fríkirkjunni og út í hólma. Þétt sam- an, arm í arm, „dúuðum“ við taktfast í átt að Iðnaðarhúsinu á norðurbakkan- um. Það var æðislega gaman! Brátt fór að smella og braka í ísnum, ekki aðeins undir fótum okkar heldur út um alla Tjöm. Fyrir framan okkur myndaðist dæld í ísinn þar sem samræmt fótatak okkar þrýsti á og smátt og smátt reis framan við hana ísalda sem hækkaði jafnt og þétt. Þessi alda fór á undan hópnum og þegar hún kom að bakkanum skall hún á gijóthleðslu hans og ísinn mölbrotnaði. Fyrst upp við bakkann þar sem hópar krakka stóðu en síðan hélt ísinn áfram að brotna út eftir og að okkur sem ölduna höfðum vakið. Þama fóra tugir unglinga í Tjörnina og var furðulegt að sjá hana fulla af ísjökum og unglingum með skólahúfum- ar á kollinum sem uppúr stóðu. Engum varð meint af svo ég viti til, en margur hefur komið skjálfandi heim þann dag. Er nokkuð fjarstæðukennt að finnast þessi atburður táknrænn fyrir það sem þjóðin öll er að upplifa núna í dag? Höfum við ekki undanfarin ár verið svo upptekin af því hvað gaman er að dúa á ótryggum ís að við tökum ekki eftir því að það brakaði í honum og brast hér og þar? Við uggðum ekki að okkur þrátt fyrir aðvaranimar en þrýstum á þar til ísinn brast. Þeir sem detta í núna eru ekki alltaf þeir, frekar en þá, sem lengst gengu í að dúa. Og enginn veit hver rankar' næst við sér innan um jakana í ísköldu vatni og spyr sig: „Var ég ekki öragg- ur? Hvað gerðist?“ Leiðinleg Kona Flestum finnst leiðinlegar svona fíl- usoffíur eins og ég, sem velta fyrir sér öllum fyrirbærum lífsins í leit að nýjum og sannari viðhorfum. „Byijar hún!“ er sagt, „góða hlífðu okkur!“ eða að horft er á mig með þjáningarsvip - svo ég hætti. Stundum. En enginn getur bannað mér að hugsa. Enda geri ég það - um alla skap- aða hluti og jafnvel óskapaða líka, - því mér finnst ekkert ómögulegt. Það er til dæmis ekkert sjálfsagt frá mér séð, að við séum gerð úr holdi og blóði, beinum og taugum með hugsun vitund og einhver sérstök fimm skilning- arvit en ekki önnur. Gætum við ekki eins verið úr gulli eða gijóti, potti eða pólýóli? Er okkar heimsmynd „réttari“ en hins blinda eða þess sem væri með augu, næm fyrir röntgengeislun í stað ljósgeisla á vissu bili tíðni? Með hliðsjón af slíku hugarfari er ekki skrýtið að sagan sem þekkt er um kínverska heimspekinginn Cheng Zu sé mér kær. Hann hafði lagst til svefns á sólvermdum akri og dreymt að hann væri fiðrildi, sem flögraði yfír gullnum stráunum. „Þegar ég vaknaði," sagði hann nemendum sínum, „vissi ég ekki hvort ég var maður sem hafði dreymt að hann væri fiðrildi, eða fiðrildi sem dreymir að það sé maður.“ Ovissan um hvað ég í raun og veru er, vekur eitthvað djúpt í eðli mínu, sem líkist undrun. Aristóteles á að hafa sagt upphaf fí- lósófíu vera undrun og Alan Watts seg- ir þá sem ánetjast henni vera einskonar vitræna einfeldninga, sem glápi undr- andi á það sem skynsamt fólk telur sjálf- sagt og álíti einföldustu staðreyndir dag- legs lífs ótrúlegar og skrýtnar. Kannski líka skramskældar af við- horfum okkar til þeirra, leyfi ég mér að bæta við og held áfram að leita og spyija hvort og þá hvar skekkjur leyn- ast - knúin þessari undrun. ÁGÚST P. SNÆLAND

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.