Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S Stofnuð 1925 34. tbl. 8. OKTÓBER 1994 - 69. árg. Hvíti Islands- fálkinn - eftirlæti konunga Tengsl íslands og Hollands hafa verið þó nokkur í aldanna rás þó ekki hafi það alltaf farið hátt. Heimildir frá 12. öld nefna að menn frá nyrsta héraði Hollands, sem þá var nefnt Frísland og íbúarnir Frísir, hafi fyrstir þarlendra manna Hvíti íslandsfálkinn er nú fyrir löngu útdauður, en þótti glæsilegur fugl. Ekki voru það sízt hollenzkir kóngar og aðalsmenn sem hrifust af honum og segir hér m.a. af Jóhanns Moms á íslandi. Eftir JAN GERRITSEN komið til íslands. Og þó merkilegt geti virst, varð Hollendingurinn Gozewijn Comhair biskup í Skálholti árið 1435. Kristján II Danakóngur veitti Hollendingum þau forréttindi um 1490 að eiga viðskipti við ísland, og þessa eign sína, Island, bauð sami kóngur fram í Amsterdam sem trygg- ingu fyrir láni uppá 20 þúsund gyllini sem hann bráðvantaði. Af einhveijum ástæðum fékk kóngurinn ekki lánið. Af fyrstu verzl- unarviðskiptum Hollendinga og íslendinga er fátt skráð, en víst er þó að þessi við- skipti snerust ekki um fisk, heldur fálka; nefnilega löngu útdauðan fálka, sem var hvítur og talinn fallegastur allra fálka. Um langan aldur hafði sú íþrótt að stunda veiðar með fálkum verið vinsæl meðal kon- unga og tignarmanna í Evrópu og þá ekki sízt í Hollandi. Forfeður Beatrix, núverandi Hollandsdrottningar, voru nefndir „prinsar af Óraníu og réðu fyrir þeim sjö héruðum sem mynduðu Holland. Þeir voru yfirleitt afar hrifnir af íslenzka fálkanum og áttu viðskipti við Jóhann Mom í Rotterdam, sem var lykilmaður í fálkaviðskiptum milli land- anna á 17 öld. Við komum að honum síðar. Á fyrriparti 17. aldar var Holland að sækja í sig veðrið sem nýlenduveldi og heimsveldi, en varð á sama tíma að standa í sjálfstæðisbaráttu gegn spænskum yfirráð- um. Þjóðþingið og fulltrúar héraðanna sjö ákváðu að halla sér að hinum volduga Frakkakóngi, og þá ekki sízt vegna þess að hann var svarinn óvinur hins hataða Spánarkóngs, sem ekki vildi viðurkenna að Niðurlönd væru sem hver annar glataður gimsteinn úr kórónu hans. í framhaldi af þessu fékk Frakkakóngur næsta konunglega gjöf: 14 veiðifálka; tveir þeirra voru hvítir íslandsfálkar, einnig nefndir snæfálkar. Venjulegu fálkarnir 12 höfðu kostað verulega fúlgu, eða 1200 gyll- ini. En hvítu Islandsfálkarnir tveir kostuðu einir sér 1400 gyllini og hafa verið sjö sinn- um dýrari en hinir. Má telja að þetta hafi verið hátt verð fyrir „diplómatíska" greiða- semi og þótti þingmönnum hinna lítt efnuðu héraða í Hollandi að velvild Frakkakóngs Hvíti íslandsfálkinn - stundum nefndur snæfálki-. Málverk eftir óþekktan, hol- lenskan málara og er nú varðveidtt í Het Prinsenhof-safninu í Delft í Hollandi. hefði verið of dýru verði keypt. Þeir mót- mæltu, en engu að síður fékk Frakkakóngur fálkana. Þessir fálkar voru úr eigu Jóhanns Ver- brugge; sá var opinber fálkamaður Maurits prins af Óraníu. Prinsinn var „stadtholder" eins og það hét og þarmeð voldugasti maður- inn í ríkinu. Prinsar eins og hann höfðu þá einkarétt á því að veiða með fálkum, svo sem tíkaðist með konungshirðum í Evrópu og það var ábyrgðarstaða að vera opinber „fálkamaður" prinsins. Yfirráðin í Evrópu gátu tekið á sig undarlegar myndir á þessum tíma. Þannig réði til dæmis Karl V Áustur- ríkiskeisari einnig yfir Spáni - og þarmeð Hollandi. I krafti þeirra yfirráða ákvað hann árið 1539 að alla fálkar sem veiddust í Hollandi ætti fyrst að bjóða gæzlumanni fálkahússins í Haag, þar sem stjórnaraðsetr- ið var. íslandsfálkar eru fyrst nefndir í plaggi frá Karli V árið 1539. Síðan þá eru til leið- beiningar um veiðar á hvíta Islandsfálkan- um, sem var stærstur allra fálka, eftir hol- lenskan fálkaveiðimann, Philip Mars. Eins og aðrir fálkar var sá hvíti notaður til þess að veiða aðra fugla. Þetta konunglega spoit varð jafnvel enn konunglegra eftir að áhrifa- ríkari skotvopn urðu fáanleg. Veiðar og við- skipti með hinn snjóhvíta íslandsfálka voru þá jafnframt konunglegt viðfangsefni, og þá ekki sízt frá hendi Danakonunga, sem gjarnan notuðu fálkana til að gefa þjóðhöfð- ingjum í- Evrópu. I stuttu máli fóru fálkaveiðar fram sem hér segir: Fálkinn var tældur með hvítum orra, sem bundinn var við prik eða stöng.(Orri er stór hænsnfugl og sé þetta rétt, hafa veiðimenn orðið að taka orrrana með sér til íslands. innsk.þýð.) Allstórt net var fest efst á stöngina, en veiðimaður fól sig svo fálkinn sá hann ekki. Átti veiðimað- urinn þá hægt um vik að fanga fálkann þegar hann réðist á orrann. Sett var hetta yfir höfuð fuglsins, sem síðan var meðhöndl- aður með gætni og unz hann komst í Fálka- húsið á Bessastöðum og síðar í Reykjavík. Þar var „falkemester" sem lagði mat á fugl- inn, og teldist hann heilbrigður var hann goldinn fullu verði, sem þá gat numið 15-20 ríkisdölum þegar sá hvíti var í boði. Bændur í nágrenni við Bessastaði voru skyldaðir til að flytja fálkana um borð í skip sem flutti þá til Kaupmannahafnar. Fuglarnir voru geymdir undir þiljum og fóðr- aðir á nautakjöti sem díft hafði verið í mjólk. Yrðu þeir veikir meðan á siglingunni stóð til Kaupmannahafnar, var bætt eggjum og olíu við kjötið. Frá Danmörku voru fálkarn- ir síðan sendir í ýmsar áttir; til Frakklands, SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.