Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 6
Er vit í að læra latínu? Eftir KAMILLU KALDALÓNS Osköp finnst sumum eitthvað ótrúlegt að aðrir séu að læra latínu. „Til hvers í dauðanum — þetta er steindautt mál!“ Þessi viðbrögð fékk ég framan í mig þeg- ar ég hóf göngu í kvöldskóla fyrir tíu árum og hélt náminu áfram í háskóla. Er latína alveg steindautt mál? Er einhver ávinningur af að læra latínu? Rétt er það að latína er hvorki töluð né rituð nú á dögum í venjulegri merkingu þeirra orða. Þó heldur hún velli sem „undirstöðu- mál“ í læknisfræði, lögfræði, náttúrufræði og víðar. Litið er á latínu sem mál rómversk- kaþólsku kirkjunnar og hún skýtur víða upp kollinum, svo sem í spakmælum, slagorðum, tileinkunum og grafskriftum. Hún er jafnvel notuð í almennum samræðum eins og dag nokkurn þegar vinkona mín var að líta á plönturnar hjá mér og sagðist ekki þola plönt- ur í heimahúsum, þær ættu heima úti í garði. Við hlógum báðar er hún bætti við: „De gustibus non est disputandum" — eigi tjáir að deila urn smekk manna. Jú, í daglegu lífi okkar er Róm til staðar, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eður ei. Við teljum tímann samkvæmt dagat- ali Júlísar Sesars og tökum orlof í mánuði sem heitir eftir Ágústusi keisara. Er við skrif- um mínus og plús eða algengar skammstaf- anir í ensku, C.V., R.I.P., p.s., ca., etc., er verið að nota latínu. Latína er hluti menningar okkar sem og tungumáls. F. Kinchen Smith latínufræðing- ur segir: „Þegar maður uppgötvar latínu öðlast maður lykil — ekki aðeins að fomri menn- ingu, heldur jafnframt að veröld nútímans ... menning Evrópu er byggð á rústum Róm- ar: Bókmenntir hennar og þekking eru grunn- ur að flestu af því besta í okkar eigin menn- ingu.“ Þetta kemur heim og saman við þá stað- reynd að endurreisn lærdómsskeiðs Evrópu á 15. öld óx af enduruppgötvun latínunnar og grískra höfunda. Þá var hlúð að hinum skapandi vexti sem leiddi til hinnar auðugu bókmenntaaldar Shakespeares. Sagt er að Elísabet I drottning (1533- 1603) hafi getað rætt við kennara sína reip- rennandi á latínu, aðeins 16 ára að aldri. Já, aðeins sextán ára og hún var ekki ein um að geta þetta. Sem betur fer þurfum við ekki að ná þvílíkri leikni til að kunna að meta fegurð verka Virgils eða Hórasar til dæmis. Til þess nægja þijú námsár eða svo. En hvílíkur ávinningur! Að geta skrifað á latínu er talin vera góð hugarleikfimi, en maður fær miklu meira út úr því að lesa latnesk verk á frummálinu. Eitt elsta dæmið um latneska skrift má fínna á skikkjunælu úr gulli, sem var búin til um 675 f.Kr. Þar stendur: Manios med fhefhaked numasioi (eða: „Manius me fecit Numerio“ á klassískri latínu), sem merkir: „Maníus bjó mig til fyrir Númeríus." Önnur fom dæmi úr latínu finnast í brot- um af sálmum, söngvum og annálum og hinum „Tólf töflum", sem er gamalt laga- safn. Alvarleg bókmennta- iðkun hófst á þriðju öld fyrir Krist að grískri fyrirmynd. Þekking okkar á töluðu máli þessa tímabils kemur einkum frá leikritahöfundin- um Plátusi (245-184) f.Kr.), upphafsmanns nútíma gam- anleikja, en áhrif hans á enskar bókmenntir eru greinileg í Comedy ofErrors eftir Shakespeare. Eins og Shakespeare var Plátus sjálfur leikari og vissi því hveiju áhorfendur hans hrif- ust af. Flest leikrit Plátusar eru gáskafullir gamanleikir þar sem samræður blandast söng og dansi eins og í nú- tíma söngleikjum. Þau eru full af bröndurum, orða- hnippingum og slanguryrð- um og sumar senur eru sannkallaðir ærslaleikir („slapstick"). Meginmarkmið hans var að skemmta áhorfendum og það gerði hann svo að um munaði. í Frakklandi tók hinn mikli gamanleikjahöfundur Moliére upp á því að líkja eftir Plátusi, að vísu með meiri leik- rænni fágun. Bréfaskriftimar við Síseró (106-43 f.Kr.) veita okkur innsýn í talmál þess tíma, en Petróníus (d. 65 e.Kr.) er heimild um mælta latínu fyrstu aldar e.Kr. Frá skelmissögu hans, Satyricon, kynnumst við smávegis af alþýðul- atínu, málinu sem ómenntað fólk talaði. Við þurfum því ekki að kvíða lestri Iang- dreginna stríðssagna. Auk „bókmennta“ er til mikið af áletrunum og veggjakroti sem dæmi um líflega gerð af latínu. Hé að neóan er sýnt dæmi um veggjakrot í Pompeii, gert af aðdáanda þrakísks skylmingamanns, er kallaður var Celadus og var „suspirium et decus puellarum" — „hjartaknúsari og dýrl- ingur stúlknanna“! Skylmingamenn samsvör- uðu nútíma poppstjörnum en háttsettar konur voru iðulega í hópi aðdáenda þeirra. Suspirium puellarum TR. celadus OCT. iii iii. Suspirium = andköf (stúlkurnar taka andk- öf af hrifningu). TR. = T (h) raex = þrakískur. Nær aftur til þess tíma er útlendir stríðsfangar voru látnir betjast við skylmingamenn. Þeir notuðu eigin vopn og bardagaaðferðir. OCT. = Octavius, annað nafn Celadusar. iii iii = trium pugnarum, trium coronarum. Hann vann þijá bardaga og ávann sér þrjár kórónur. Sigursælir skylmingamenn fengu pálmagreinar í verðlaun. í þeim hluta heims- veldisins þar sem grísk menning ríkti var lárviðarsveigur eða kóróna gefin annaðhvort í staðinn eða í viðbót. Þeir sem hafa gaman af ástarsögum, geta alltaf notið hinnar fallegu ástarharmsögu um Dídó drottningu og Æneas í Æneid Virgils (4. bók). Hún er svo hrífandi ap sankti Ágúst- ínus sagði lotningarfullur: „Í stað þess að gráta eigin syndir grét ég fyrir Dídó.“ Þessi sígilda saga er skrifuð af svo mannlegu inn- sæi, að jafnvel nú á tuttúgustu öldinni kemst maður að. Fyrir heimspekiáhugamenn eru til verk skrifuð af sankti Anselm, sankti Ágústínusi, Tómasi Akvínasi og Descartes, svo að fáir séu nefndir. Vegna heimspekilegra skrifa Síserós varð grískur hugsunarháttur vinsæll og útbreiddur hjá komandi kynslóðum. Mæl- skumenn allra tíma hafa tekið hann sér til fyrirmyndar. Einkum hafa málsnilldarverk hans sýnt bestu hliðar latneskrar tungu. Eft- irfarandi grein er frá De Senectute, ritgerð um elli, skrifuð sem samræður u.þ.b. 44 f.Kr. Aðalræðumaður er Kató ræðismaður. Þetta er varðveitt í Vatíkaninu. ímyndaða samtal átti að hafa átt sér stað árið 150 f.Kr. þegar Kató var 84 ára. „Appíus átti fjóra syni og fímm dætur, fjölda skjólstæðingaog, hélt auk þess mörg hjú; tókst honum þó vel stjóm heimilisins, enda þótt gamall og blindur væri. Hugur hans var sem spenntur bogi og klökknaði hvergi í ellinni. Hann hélt óskertum mynd- ugleik og húsbóndavaldi á heimili sínu. Hjú hans báru fyrir honum óttablandna virðingu, bömin lotningu og öllum þótti vænt um hann, enda voru siðir og agi forfeðranna stöðugt í heiðri hafðir. Sú elli er ein virðingarverð sem heldur á hlut sín- um, stendur á rétti sínum, lýtur ekki yfír- ráðum annarra, en varðveitir húsbónda- vald sitt til hinzta dags. Á sama hátt og ég met ráðsetta gætni ungra manna, þann- ig hef ég og mætur á öldungum sem búa einnig yfír glaðværð æskumannsins. Eliin setur sjálfsagt mark sitt á líkamlegt at- gervi slíkra öldunga, en nær aldrei tökum á andiegu lífí þeirra. Þýð: Kjartan Ragnars. Lúkretíus, sem var vísindalega sinnaður í eðli sínu og dyggur fylgismaður heimspek- ingsins Epíkúrusar samdi ljóðið „De Rerum Natura“ (um orsakir hlutanna), til að bægja frá ótta og hjátrú með skynsamlegum rökum. Meðal annars sýnir hann hvernig ófróðir forn- menn skýrðu náttúrufyrirbæri með tilvist guðlegra vera. Æfingin sem fæst af stöðugri greiningu og samantekt við lestur á latínu stuðlar aug- ljóslega að skýrri hugsun og þjálfar hæfileika okkar til að greina hugsun frá formi. Þýða þarf heilar hugsanir, fremur en einstök orð. Slík þjálfun nýtist vel við nám í öðrum grein- um, hversu óskyldar sem þær eru. Þessu hafði dýralæknirinn James Herriot tekið eft- ir, en menn muna hann úr sjónvarpsþáttum fyrir nokkrum árum. Hann segir að sem ungur skólapiltur hefði hann líklega ekki staðist almenna gráðu stærðfræðiprófs, en vegna þess að hann var með framhaldsgráðu í latínu hafí honum líklega verið „gefín“ stærðfræðin. „Þeim fannst víst að sá sem gæti lært latínu gæti lært hvað sem er!“ Sjá má af frásögn James Herriot að latína hefur visst „aðdáunargildi". Hefurðu nokkurn tíma heyrt einhvern þýða úr latínu fyrir vini sína? Quod erat demonstrandum! En hvers vegna er litið svona upp til latínu? Ef til vill er hún eilítið misskilin — latínunám útheimt- ir vissulega gott minni og úthald í langa og oft smámunalega greiningu, en latínunám er ekki beinlínis „erfitt". „Mikið“ verk er ekki endilega „erfitt" verk. Nytsemi latínu kemur fljótt í ljós þegar farið er að læra rómönsku tungumálin — ít- ölsku, frönsku, spænsku, portúgölsku og rúmensku. Mál þessi eru beinir afkomendur latínu og þarf ekki að undra þar sem róm- verska heimsveidið náði eitt sinn yfír mest alla Evrópu, austur til Indlands og suður tl Sahara. Það er augljóslega auðveldara að læra eitt þessara mála ef maður kann eitt- hvað í Iatínu. Sem sagt — til hvers er maður að læra latínu? Vegna þess að maður á auðveldast (eða minnst erfitt) með hana? Vegna þess að hún er uppáhaldsfagið? Nei, prófessor Dennis Henry kom ástæðunni fyrir í hnot- skurn: „Prófgráða í latínu sýnir hvorki meira né minna en verulega akademíska námsgetu viðkomandi". Að sjálfsögðu! Höfundur erkennari. KATRÍN JÓNSDÓTTIR Á vetrar- kvöldi Kvöld eitt heyrði ég kallað af himnum. Karlinn í tunglinu hrópaði: „Leyfðu mér að lýsa þér á vetrarnótt. “ Ég teygði höndina hátt en náði ekki stjörnunum. Karlinn í tunglinu hrosti að mér og rétti mér glitrandi stjörnu. Ég kallaði til hans með undrun í hreim að nú væri kvöldið hjart og nóttin ung. Svo kom ég að grænum hól, þar dönsuðu álfar í hring og sungu um lífsins fegurstu blóm, færðu mér að skilnaði eitt lítið saklaust blóm. Ég kom að hólnum græna næsta vetrarkvöld, þá voru álfarnir farnir en eftir var rósagarður. Ég lýsti upp rósagarðinn með stjörnu minni og karlinn í tunglinu brosti við mér. Höfundur er nemandi í Kvennaskó- lanum í Reykjavík. SÓLVEIG KR. EINARSDÓTTIR Þrá heiðgult í garði grær blóm paradísarfuglsins vaggar í örmum vindsins vorið nálgast á norðurhveli eygja aðra veröld augu vonblá handan hafa fara forgörðum framandi orð brúa ekki bilið kljúfum tungumálaklettinn með kossi rjúfum rósamál taktu mig til skýja titrandi fíkrandi fmgrum gefðu gneistandi geimstund þrúgandi þagnar vappar vonarfugl vorgrænn gulur rauður blár Höfundurinn býr í Ástralíu. CHAPTER IX. XI. Ago weakena our bodlea. H'rll, if atjc takcs away cntr strenyth, it takcs ctu tnj aUo our vrish for il. An old man no mort dttíres the strength of youtii, than <s young vum that of a btill or eUphant. If he has not the strength rcquired for public spcaking, qtsiet discovne tí rtuire becoming to him. ItU the vices of youth, not old age, thut iccuktn the hody. Witness ilctellus. 27. Nec nunc quidcm vires desidoro adulescentis, ís ením erat locus alter de vitiís senectutis, non plus quara adulescens tauri aut elephanti dcsiderabam. Quod est eo decet uti, et quidquid agas agere pro s viribug. Quae onim vox potest essc contemptior quam Milonia Crotoniatae? qui, cum iam sencx esset athletasque se exercentcs iu curriculo videret, ad- spexisse laccrtos suos dioitur ilkcrimansque dixisse: “at hi quidem mortui iam sunt." Non vero tam isti loquam tu ipse, nugator; neque enim ex te unquam es nobilitatus sed ex lateribus et lacertis tuis. Nihil Sex. Aelius tale, nihil multis anriis ante Tl Corun- canius, nihil modo P. Crassus, a quibus iura civibus praescribebantur, quorum nsque ad extromura spiri- M tum est provecta prndentia. 28. Orator metuo ne languescat senectute, est ením munus eius non ingenii solum sed laterum etiam et virium. Omnino canorum illud in voce splendescit etiam nesoio quo pacto in senectufce, quod equidem adhuc. non aroisí, et videtis Latneskur texti - blaðsíða úr „DE SENECTUTE", riti Síserós um eliina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.