Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 8
Dagbókarbrot úr Barentshafi 1949 Að morgni 17. júní 1949 lagði nýsköpunartogar- inn Júlí GK 21 í veiðiferð sem í sjálfu sér er ekki í frásögu færandi að öðru leyti en því að sökum tregfiskis á heimaslóð var ferðinni heitið í Barentshaf. Heldur var dauft yfir Af umfjöllunum um nýlegar veiðar íslendinga í Barentshafí hefur stundum mátt skilja að þær séu nýtt fyrirbæri. Svo er alls ekki. Hér segir af veiðiferð nýsköpunartogarns Júlí GK21 sumarið 1949. Eftir ÁSGEIR LONG mannskapnum í fyrstu en skipið hafði aðeins haft sólarhrings viðdvöl í heimahöfn og lang- ur túr framundan. Ekki bætti úr skák að ofsarok á móti hélst fyrstu dægrin en er fregn- ir af góðri veiði bárust frá Bjamareyjarsvæð- inu og veðrið gekk niður létti yfir áhöfninni. Skipstjóri í þessari ferð var Benedikt Ög- mundsson, nafntoguð aflakló, en undirritaður gegndi starfi 2. vélstjóra. 21. júní var komið á miðin sem eru rnikið flæmi suður af Bjarnarey en eyjan sjálf -r u.þ.b. 30 sjómílur á lengd og 10 á breiddina. Fyrst var togað í klukkustund en aðeins „skaufi" í er híft var. Kippt var í hálfa aðra klukkustund og fékkst mun betri afli. Verið var þarna á sömu slóðum til 25. en aldrei fengust meira en 4 pokar í hali og allt heldur smár fiskur og töluvert af undirmálsfíski sem fleygt var. Aðfaranótt 25. var kastað nokkrum sinnum en fiskurinn horfinn. Loftskeytamað- urinn náði sambandi við togarann Rinovia frá Huil og var togarinn í Hvítahafi. Var veiðin hjá honum 7-8 pokar í hali og vænn fiskur. Olíubirgðir voru mældar og ákvað karlinn að halda í átt til Rússíá og freista gæfunnar norðar og austar. Tók nú tímabundið lúxuslíf við hjá öðrum en vélaliðinu og kokkunum en hásetarnir gátu sofið í 20 tíma og staðið í 2. I blæjalogni en þokuslæðingi annað veifið sigldi Júlí 460 sjómílur. Þegar sást til sólar var hún alltaf jafnhátt á lofti hvort sem var á nóttu eða degi. Svo langt til norðurs vorum við komnir. Þótt kallað væri að við værum í Hvítahafinu vorum við að sjálfsögðu í Bar- entshafi en Hvítahafið er aðeins flói jnn úr því og gersamlega lokaður af Rússum. íslend- ingunum þóttu - Rússar frekir til hafsins en þeirra landhelgi náði þá 12 mílur á haf út. Hluta úr nótt sást til strandar en ekki greini- lega. Hér var ijöldi skipa allt frá norskum mótor- bátum með flottroll upp í 1.500 smálesta franska dísiltogara af nýjustu gerð. Við tölum fjálglega um nýsköpun og nýungar og fyll- umst monti þegar Hallveig Fróðadóttir, fyrsti dísiltogari okkar, leggst að bryggju en vindur- inn fer úr okkur er við blöndum okkur í hóp þessara glæsiskipa. Þann 27. er kastað í Barentshafið og geng- ur á ýmsu næstu daga, fiskur stærri en við Bjarnarey en áfram 4-5 pokar í hali. Aug- ljóst er að túrinn verður slakur en að er ver- ið fram á síðustu mínútu. 3. júlí. Samkvæmt mælingum vélstjóra ætti olían að endast í 7 sólarhringa og er haldið áfram veiðum til morguns. Alit kynd- ara er að nú sé teflt á tæpasta vað og er ég á því að þeir hafi nokkuð til síns máls. 4. júlí. Trollið tekið inn og vel frá öllu gengið ofandekks meðan Júlí er snúið til vesturs og stefnt á nyrstu eyjar við Nor- egsströnd. Framund- an er 6-7 sólarhringa stím, fyrst vestur með nyrstu eyjum Noregs, síðan suðvestur og að lokum suður með Noregi uns stefnan er sett á Shetlandseyjar. 5. og 6. júlí. Land- sýn til Noregs í tvo daga. Jöklar og hrós- trug fjöll skiptast á, ekki ólík Vestfjarða- fjöllunum. Snjóskafl- ar og skriðjöklar teygja sig allt niður- undir sjó. 7. júlí. Ekki land- sýn lengur. Dregið hefír verið úr ferð og karlinn kvartar oft um að skip fari fram úr okkur. Við því er lítið að gera, olían ræður férðinni og hægt er á vélinni í 110-112 snúninga á mínútu sem þó gefur skipinu 11,25 mílur á klst. Áhöfnin fylgist vel með vélstjórunum sem stöðugt mæla ol- íuna. Á minni vakt læt ég gjaman í ljósi þá skoðun að við höfum Ljósmyndir: Asgeir Long. VINNA á dekki. Fremst stendur Svavar Benediktsson, sonur skipstjórans. Hann varð sjáifur skipstjóri síðar. Stefán kyndari á vinnustað sínum. Ný- sköpunartogarinn Júlí GK21 var þó ekki kolakyntur, heldur gekk hann fyr- ir otíu, sem var nánast komin í þrot eins og fram kemur í dagbókinni. ekki næga olíu og á kreik kemst að rífa verði timbur hér og hvar úr skipinu til þess að koma okur í höfn. Þetta virðist verka spenn- andi á liðið og leiða hugann frá tilbreytingar- lausri siglingu skipsins. Þegar ég fer af vakt eru snúningarnir orðnir 104. 8. júlí. Kem á vakt kl. 1 að nóttu. Búið að auka í 112 snúninga og mér sagt að tekin verði olía í Lervik á Shetlandseyjum kl. 24 í kvöld. Byija að þrífa vélarrúm og fægja kop- ar. Klukkustund síðar er flautað í talpípuna og karlinn segir mér að ekki fáist svartolía í Lervik og búið sé að setja stefnuna á Aberde- en og við verðum þar í fyrsta lagi á sunnu- dagsmorgun kl. 10. Hringi strax í 1. vélstjóra og segi honum tíðindin. Svarið var „O, hver and ...“ Fór af vakt kl. 07, snúningar 94. Aðeins 10 tonn eftir á miðtanki, hinir tómir. 9. júlí. Kom á vakt kl. 1 að nóttu. Shetlands- eyjar framundan á stjór. Skipið hefir gengið heldur betur en reiknað var með og u.þ.b. 22ja klst. sigling til Aberdeen á núverandi hraða en snúningar eru 84 og aðeins eldur í 2 eldhólfum af þrem. Hraði 8,5 sjóm. Fór upp kl. 3.30 og varð vitni að einhverri fegurstu sólaruppkomu sem ég hef séð. Smág- áróttur sjórinn fékk fyrst á sig rauðleitan bjarma, síðan gulan og svo logagylltan er sólin reis yfir sjóndeildina. Fjöldi máva sveim- aði yfir skipinu og ég sótti alla brauðafganga sem ég fann í borðsalnum og raðaði á lunning- una og voru þeir vel þegnir. Svona andrá festist í minni. 9. júlí (dagvakt). Sami hraði. Aberdeen áætluð kl. 9 í kvöld. Hitinn aldeilis óbærileg- ur. 33C. Vélarrúmið eins og bankaraofn. Eg og kyndarinn skiptumst á um að vera uppi, 45 mínútur í senn. Síðdegis er hringt á stopp og skal lóna hér og bíða flóðs til að komast í höfn en u.þ.b. 2 klst. sigling er eftir. Fer í sturtu á fírpiássinu og Geiri kyndari þvær sér um höfuðið og slappað er af. Kl. 10. Hringt á fulla ferð mjög óvænt. Karlinn sá togara afturút og taldi að hann yrði á undan í höfn. Geiri hent- ist fram á fírpláss og kveikti á öllum eldum og ég gaf eins mikla ferð og unnt var með þeim gufuþrýstingi sem til staðar var. Fjögur augu okkar Geira mændu á þrýstimælinn sem féll jafnt og þétt meðan ketillinn var að ná hita en togarinn sem var á sömu leið og við mjakaðist fram með okkur en þegar gufu- þrýstingurinn hjá okkur náði eðlilegu marki var allt sett í botn og við urðum á undan og lögðumst að bryggju kl. 10.20 og voru þá liðnir tæplega 24 dagar frá því að leystar voru landfestar í Hafnarfirði 17. júní 1949. Höfundur er vélstjóri og tækjavörður Tækni- skóla íslands. Skipverjar í aðgerð. Pokinn hangir á síðunni og sýnir að þarna var ekki verið Skipshöfnin á Jútí GK21 í Barentshafinu sumarið 1949. Stýrimaður er í brúar- að toga. glugga, en skipstjórann vantar á myndina. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.