Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 2
Á veidum í siyó. Málverk eftir Pieter Brueghel eldri. Veiðar með fálka voru eftirlætissport aðalsmanna og kóngafólks í Evrópu fyrr á öldum. Niðurlanda, Englands og jafnvel til Portúg- al. Á 16. öld fóru fram fijáls viðskipti með íslandsfálka og höndlarar frá Hamborg ein- okuðu þau að mestu leyti. Það breyttist aftur á móti um 1614 þegar Danakóngur ákvað að banna að veiða og selja íslands- fálka án leyfis. Nokkru áður, árið 1609, var hollenskur fálkaveiðimaður að nafni Anto- nius Hendriksen á ferðinni um Barðastrand- ar- ísafjarðar og Strandasýslur. Nokkru eftir að bann Danakóngs gekk í gildi, nánar tiltekið árið 1620, fengu tveir Hollendingar leyfi til fálkaveiða í hvorki meira né minna en 12 ár í Þingeyjasýslum. Annar þeirra var Jóhann Mom, sem áður var minnst á. Þarmeð hófst langur ferill hans sem fálkaveiðimanns og svo fór að hann varð lykilmaður í fálkaviðskiptum milli íslands og Hollands á næstu árum. Jóhann Mom var auk þess sérstakur fálkaveiðimaður prinsins af Óraníu. Veru- legir fjármunir voru í þessum viðskiptum fyrir milliliðinn, sem keypti keypti hvítu ís- landsfálkana af veiðimönnum á aðeins brot af því verði sem síðan fékkst fyrir þá úti í Evrópu. Jóhann Mom sigldi oft til íslands og kynntist landi og þjóð vel. Starfsemi síha jók hann með samningum við marga ís- lenzka fálkaveiðimenn. Og þótt Danakóngur hefði sína eigin fálkaveiðimenn, gat komið fyrir að kóngsmenn verzluðu við Jóhann. Um síðir var hann kominn með tvo syni sína í veiðiskapinn og þótt ótrúlegt megi virð- ast, fékk hann leyfí árið 1641 til þess að veiða fálka allsstaðar á íslandi meðan hon- um entist ævi til. Hann var harður baráttujaxl og átti sí- fellt í útistöðum við keppinauta. í einhverju uppgjöri árið 1638 var honum ógnað með hnífí. Málið fór fyrir Alþingi og Mom vann sigur. En þetta voru erfiðir tímar; dönsk einokun á íslandi frá 1602 bætti ekki úr skák. Þijátíu árum síðar skipaði Kristján Danakóngur IV svo fyrir að allir fálkaveiði- og viðskiptamenn yrðu að sigla til Islands með dönskum skipum. Hann kvartaði líka yfir því í bréfi til ríkisstjórans í Hollandi, að fálkaveiðimenn, sjómenn og hvalfangarar skiptu á vörum við íslendinga þrátt fyrir danska einokun. Sú umkvörtun hafði engin áhrif. í svarbréfi til Danakóngs var honum sagt, að Hollensk-Norræna Kompaníð starf- aði samkvæmt stofnskrá á svæðinu frá ís- landi til Nova Semelía. Ekki væri hægt að áfellast félagið. Og þar sem fálkaveiðar væru „konunglegar“, treystu menn því að Danakóngur færi ekki að amast við þeim. Jóhanni Mom líkaði alls ekki að þurfa að taka á sig krók til Kaupmannahafnar þegar hann þurfti að komast til íslands. Ástæðan var m.a. sú, að skip dönsku Islandsverzlun- arinnar sigldu það seint til Iandsins á sumr- in, að þá var um seinan að hefja fálkaveið- ar. Svo fór að Mom tók sér far með skipum Englendinga sem voru þá að smeygja sér í óleyfi uppundir íslandsstrendur. Þegar einn- ig sú leið reyndist ófær, fann Mom aðra lausn. Hann gerðist meðeigandi í verzlunar- félagi með danska sendiherranum í Haag, Martin Tancke, sem nýlega hafði öðlast þau forréttindi fyrir næstu 20 árin að mega veiða lax í Hvítá í Borgarfirði. Tancke átti auk þess tvo mikilvæga vini, viðskiptajöfur- inn Marcus Raadebant í Kaupmannahöfn og Hans Nansen, sem var hvorttveggja í senn, borgarstjóri í Kaupmannahöfn og for- stjóri dönsku Islandsverzlunarinnar. Það var Jóhann Mom sem einkum lagði til fjármuni í verzlunarfélagið, en aðgangur- inn að íslandi hefur verið honum aðalatriði. Sama ár sigldi Jóþann Mom löglega með hollensku skipi til íslands; í þetta skiptið til laxveiða - og einnig til að kaupa 16 fálka; aðeins einn þeirra var hvítur. Hann tók sér far utan með hollensku skipi og skipstjórinn kvartaði yfir farþeganum; þótti hann full fyrirferðarmikill og kvað hann hafa stefnt skipinu í voða. Það var svo skömmu eftir þessa ferð, að Friðrik III varð Danakóngur eftir Kristján IV. Friðrik kóngur afturkallaði heimild Moms til fálkaveiða á íslandi. En Mom gafst ekki upp. í fleiri íslandsferðir fór hann ekki sjálfur, en notfærði sér ótal sambönd á ís- landi til viðskipta við Hollendinga og einnig við erlenda fálkahöndlara. Fálkaviðskipti Jóhanns Moms á íslandi leiddu síðast til árekstrar við Dani árið 1660. Þá var það að danski sendiherrann í Haag, Petrus Sharisus, kvartaði opinberlega yfir því að fálkaveiðimenn á vegum Jóhanns Moms hefðu enn einu sinni verið staðnir að verki á íslandi. Danir áttu þá í stríði við Svía og á meðan það stóð sem hæst notaði Mom tækifærið til að senda veiðimenn til Islands. Það leiddi síðan til langvarandi málareksturs fyrir hollenskum dómstólum og Mom notaði alla hugsanlega lagakróka. Charisusi hinum danska fannst heiður Dana í veði, en honum tókst ekki að fá sínu fram. Málareksturinn stóð í sjö ár og og leiddi aldrei til endanlegs dóms, en kostaði Dani að lokum margfalt verð fálkanna sem um var að ræða. Jóhann Mom var harður í horn að taka og fékk víðtækara frelsi til fálkaviðskipta en annars tíðkaðist. Hann átti heima í Rott- erdam; byggði þar hús sem hann nefndi Hvíta fálkann og bjó þar til dauðadags árið 1667. Þá hafði Friðrik III lagt blátt bann við öllum fálkaveiðum útlendinga á íslandi fimm árum áður. Það bann virðist hafa haldið. I skjölum um hollensk viðskipti við ísland eru fálkar ekki lengur nefndir. Önnur ástæða gæti verið sú, að vinsældir fálkanna hafi einfald- lega minnkað. Svo fór að fálkaeign hætti að vera keppi- kefli hjá hollenskum konungum og prinsum. Á seinni hluta 18. aldar flutti Danakóngar inn 60 fálka, en 150 á fyrriparti aldarinn- ar. Um miðja 19. öldina gerðist það aftur að veiðar með fálka komust í tízku; að minnsta kosti hjá hollensku konungfjöl- skyldunni. Þó 200 ár væru liðin var minning- in um hvíta íslandsfálkann lifandi. Árið 1848 kom hollenskur fálkaveiðimað- ur, Jan Peels að nafni, til íslands með það fyrir augum að kaupa fálka. Það gerði hann og þeir voru síðar þjálfaðir til veiða í kon- ungshöllinni í Het Loo, austast í Hollandi. En hann fékk aðeins venjulega fálka. Þess- ir tignarlegu, hvítu, sem verið höfðu yndi prinsa og konunga í Evrópu, voru ekki til lengur. Þýðing: Hrafnhildur Gísladóttir. Höfundurinn er hollenskur blaðamaður, sem var hér á ferð sl. sumar í tengslum við opin- bera heímsókn Hollandsdrottningar. Hugsað á heimleiðinni Undir grænni torfu Iskóla lærði ég íslandssögu Arnórs Siguijónssonar og kynntist Arnóri síðar. Þessi stórgáfaði en sérvitri fræðimaður frá Litlu Laugum í Reykjadal er eftirminnilegur maður. Gagnstætt því sem almennt gerist varð hann róttækari í pólitískum skoðunum með aldrinum og varð jafnframt frábitinn kirkju og kristni, ef ég veit rétt. Hann óskaði eftir því að vera jarðsettur ásamt konu sinni í Haukadal í Biskupstung- um, því þar væri fallegast á ísiandi. Ég get alveg fallizt á það með Arnóri, að gamla bæjarstæðið í Haukadal, þar sem kirkjan stendur ein eftir, býr yfir sérstök- um töfrum sem erfitt er að skilgreina. Umhverfíð hefur fengið aukinn þokka vegna skógrækt- arinnar; hlíðar Sandfells- ins að baki eru einn alls- heijar unaðsreitur og mýrin sem áður var, aust- anvert við bæinn, er fijó- samur gróðurreitur tijáplantna. Á logn- kyrru síðdegi heyrist aðeins kvak fugla og kliðurinn í Beiná neðan við bæjarhólinn. Gamli Haukadalsbærinn er alveg kominn undir græna torfu. Ekkert minnismerki hefur enn verið reist um fýrsta skóla lands- ins, sem Teitur Isleifsson kom þar á fót. Það væri þó verðugt og tímabært. Yfir öll spor manna á þessum fornfræga stað grær grasið og tók í hné þegar ég var þar á ferð í sumar. Skammt norðaustan við hólinn þar sem Haukadalsbærinn stóð, er annar hóll og mótar fyrir tóftum undir grænni torfu. Þarna var hjáleigan Torta og þar bjó á fyrriparti aldarinnar einsetukona, fornöldin sjálf, hún Lauga gamla í Tortu sem mér er barnsminni. Raunar hét hún Guðlaug og var Guðmundsdóttir. - Engin manneskja hefur veitt mér aðra eins sýn inn í löngu liðinn tíma á íslandi; ekkert sem ég hef lesið í bókum gæti jafn- ast á við það, vegna þess að hjá henni var hægt að kynnast milliliðalaust lífsviðhorfi og hugarheimi löngu genginna kynslóða. Hún var öll harðindi íslandssögunnar holdi klædd, uppalin við skort, beygð af áratuga erfiði og samt náði hún tíræðisaldri. Lauga í Tortu fæddist austur í Álftaveri 1847. Þegar hún var barn að aldri flosnaði hennar fólk upp undan harðindum austur þar og flutti yfir mörg óbrúuð stórfljót með sína fátæklegu búslóð og fénað að Úthlíð í Biskupstungum. Þegar ég var að alast þar upp var enn til einn furðulegur minjagripur frá þessum flutningum; Akker- isfesti af skipi, strandgóss af fjörunni í Álftaveri. Sú saga fylgdi að keðjunni hefði verið vafið utan um tryppi, sem bar hana þessa löngu leið. Og til hvers; enginn gat hugsanlega haft not fyrir slíka akkeris- festi þar. Ekki hef ég heimildir um það hvenær einsetubúskapur Laugu hófst í Tortu. Kynni okkar urðu þegar ég var bam að aldri og Lauga flutti að Uthlíð, rétt um nírætt. Hún hafði beðið foreldra mína þess að fá að deyja þar og árin hennar með okkur urðu að mig minnir þijú. Það þótti víst alveg sjálfsagt að taka þessa gömlu konu þótt mannmargt væri fyrir í bænum. Lauga gat áfram verið út af fyrir sig; fékk sérstakt herbergi en bú- slóðin var ekki stór. Hún tók sér hrífu í hönd í þurr- heyi en var af eðlilegum ástæðum ekki orðin til stórræða. Ég hef reynt að teikna andlit hennar eftir minni; ég sé hana þannig fyrir mér, en minni svo langt aftur í tímann er vitaskuld varlegt að treysta. Lauga skar sig úr, með- al annars vegna þess að hún gekk ævinlega í síð- buxum úr vaðmáli. Á hennar tíð var það litið hornauga; jafnvel þær konur sem unnu utanbæjar við heyskap eða annað voru jafnan í einhverskonar síð- pilsum. í Tortu átti Lauga nokkrar kindur og einn hest, sem hún nefndi ævinlega „Blessuð beinin“. Hún aflaði sjálf heyja; sló með orfi og ljá blettinn í kringum Tortubæinn og einhvern reyting hafði hún af þúfunum í Tortumýrinni. En þegar til þess kom að reiða héyið heim, hlífði hún hestinum við þeirri áreynslu, en bar bagg- ana á sjálfri sér. „Blessuð beinin“ voru það eina sem hún talaði um með sýnilegri væntumþykju og þeim ætlaði hún ekki að slíta út undir heybandi. Ugglaust hafa það verið áhrif frá lang- varandi einsetu, að Lauga hafði þann vana að tauta mikið, líkt og við sjálfa sig. Oft tautaði hún eitthvað um veðrið og tíðarfar- ið almennt. Ef gerði góða tíð, hvort sem var á sumri eða vetri, þá leið henni sýni- lega illa, alveg sannfærð um að fyrir veður- blíðuna mundi hefnast grimmilega. Hvort hún trúði á Guð eða Almættið veit ég ekki, en hún trúði á tyftun sem einhverskonar lögmál. Fyrir allt gott mundi síðar hefnast grimmilega. Sá hugsunarháttur hefur ugg: laust verið heimanfylgja úr Álftaverinu. í barnæsku var hún með gömlu fólki sem mundi Skaftáreldana og móðuharðindin úr sinni barnæsku. Þetta fólk var vant því að vera lamið og barið af náttúruöflunum. Vorharðindi, grasbrestur, heyleysi, fjárfell- ir, sultur og snjóþyngsli var árlegt hlut- skipti að viðbættu því að geta ekki komizt spönn að heiman nema fara yfir óbrúuð stórfljót. Úr þessum jarðvegi var Lauga; allt þetta stóð markað skýrum rúnum í andliti hennar. Hún kvaddi í janúar 1940 og hvílir und- ir grænni torfu í Úthlíðarkirkjugarði. Gísli Sigurðsson GUNNAR DAL Tökubarn Ég horfi í undrun á heiminn og þig á hönd þína og ljósa kinn. Þú komst til mín, barn mitt, á kyrrlátri stund. Og ég kyssti þig, vinur minn. Og andlit þitt var eins og viðkvæmt blóm sem vex upp í himininn. Það var eins og guð hefði vitjað mín. Ég veit ekki hvað það er. En ekkert í heiminum öllum er til sem ann ég meira en þér. Þig aldrei ég undir brjóstum bar en ég ber þig í hjarta mér. Höfundurinn er skáld og heimspekingur í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.