Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1994, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S StofnuÖ 1925 37. tbl. 29. OKTÓBER 1994-69. árg. Ífl* ÉSfif* 1 í Hreint land - fagurt land. LANDVERND Á TÍMAMÓTUM hugamannasamtökin Landvernd - Land- græðslu- og náttúruvemdarsamtök íslands - vom stofnuð 25. október 1969, eða fyrir rétt- um 25 ámm. Ákvörðun um stofnun samtak- anna var hins vegar tilkynnt 17. júní þetta Landvernd er 25 ára í þessum mánuði og á þessum aldarfjórðungi hefur margt breyst. Eftir INGVA ÞORSTEINSSON og EINAR SÆMUNDSEN sama ár, á aldarfjórðungsafmæli íslenska lýðveldisins, í þeim tilgangi að upphaf sam- takanna yrði tengt þessum merku tímamót- um í sögu íslensku þjóðarinnar. í bréfi sem sent var út vegna stofnfundar samtakanna kom fram að þeim sé ætlað það hlutverk að vera vettvangur sameig- inlegs átaks allra þeirra sem vilja leggja hönd á plóginn til að auka og bæta gróð- ur lamlsins og til að varðveita hreinleik og fegurð íslenskrar náttúru. - Hreint land, fagurt Iand - verður eitt af mark- miðum samtakanna. í lögum Landverndar var ákveðið að að- ild geti átt sambönd félaga, einstök félög og einstaklingar og gerðust 42 félög stofn- aðilar. Nú eru aðildarfélögin 64, og ná þau til mikils hluta þjóðarinnar þannig að Land- vernd er lang fjölmennustu samtök í landinu. Fyrsti formaður Landverndar var kjörinn Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, og hélt hann því embætti um 10 ára skeið. Þessi landskunni heiðursmaður hafði um langt árabil verið formaður Skógræktarfé- lags íslands og gerði sér grein fyrir þeim mikla styrk og stuðningi sem skógræktarfé- lög um land allt höfðu veitt Skógrækt ríkis- ins og skógrækt í landinu almennt. Hann taldi því, eins- og aðrir stofnendur Land- verndar, að slíkra áhugamannasamtaka væri brýn þörf einnig fyrir aðrar stofnanir og aðila sem að gróðurvernd, landgræðslu og annarri náttúruvernd standa, og gætu orðið þeim að miklu liði. Var þá ekki síst hugsað til Landgræðslu ríkisins og Náttúru- verndarráðs. í landinu voru þá engin samtök áhuga- manna sem sameinuðu alla þá sem voru tilbúnir að styðja við bakið á þessum stofn- unum og því hlutverki var Landvernd ætlað að gegna. Það er útilokað að unnt verði að ná ásættanlegum árangri í landgræðslu og náttúruvernd án beinnar þátttöku lands- manna - grasrótarinnar. Þetta voru menn farnir að gera sér ljóst fyrir 25 árum og gera það enn betur nú. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, tók við formennsku í Landvernd af Hákoni Guðmundssyni, og núverandi formaður er Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt. Ljósm.:Sigurður Blöndal. LANDVERND STOFNSK'H' 1%9 Markmið Landverndar Upphaflegt markmið þeirra sem áttu hugmyndina að stofnun Landverndar var að samtökin beindu kröftum sínum fyrst og fremst að landgræðslu og gróðurvernd. Þá var almennt viðurkennt að gróður- og jarðvegseyðing í landinu væri ógnvænleg og langstærsta umhverfisvandamál þjóð- arinnar. Árangurinn í baráttunni gegn þessum ógnvaldi væri engan veginn ásætt- anlegur, m.a. vegna skilningsleysis yfir- valda og alltof lítilla opinberra fjárveit- inga, rangrar landnýtingar víða um land sem ekki væri í samræmi við ástand gróð- urs, skorts á þekkingu á náttúru landsins, og síðast en ekki síst vegna skorts á sam- stöðu landsmanna og beinni þátttöku á þessu sviði. Síðan var ákveðið að tengja þessi mál náttúruvernd almennt vegna þess hve sam- þætt þau eru. Þessum málaflokkum hefur Landvernd því sinnt jöfnum höndum. í samræmi við þetta eru markmið Land- verndar skilgreind þannig: 1. Að vinna að gróður- og jarðvegsvernd, alhliða landgræðslu og aukinni fjölbreytni í gróðurfari landsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.