Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1994, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1994, Blaðsíða 7
eða málamiðlunum og villuráfi sem orsakast af hagsmunaárekstrum milli afgerandi valda- afla. Þá víkur almannahagur fyrir sérhag og framfarirnar láta á sér standa. Holland hafði náð því að verða efnahags- legt stórveldi á seinni hluta 17. aldar, einkum fyrir áhrif frjálslyndis í efnahags- og trúmál- um, sem og vegna framtakssemi og hag- stæðrar staðsetnignar fyrir viðskipti, með því að Hollendingar nýttu kröftuglega sam- göngur á ám og sjó. Englendingar urðu næsta stórveldi á efnahagssviðinu, og urðu leiðandi í heiminum með iðnvæðingu sinni frá og með seinni hluta 18. aldar og allt fram undir lok þeirrar 19.6 Nýmæli Englendinga, sem byggði á forystu þeirra á sviði vísinda, verkiagni og þjóðmála frá 17. öld, fóst í því að virkja tækniþróun í atvinnulífi á áður óþekktan hátt. Englendingar urðu verk- smiðja heimsins á 19. öldinni, byggðu upp heimsveldi með viðskiptum sínum og færðu heiminum fjölda nýrra aðferða í verðmæta- sköpun, sem og afurðir neyslu- og efnahyggj- unnar sem stjórnar nútímamanninum meira en aðrir þættir hugarfarsins. Undir lok 19. aldar tóku Bandaríkjamenn forystuna í efnahgsþróun og Þýskaland fylgdi síðan í kjölfarið með góðum árangri í út- færslu iðnvæðingarinnar. Á 20. öldinni höfum við síðan séð hvernig nýjar þjóðir hafa skot- ist fram í fremstu röð með framúrskarandi árangri í hagþróun (svo sem Sviss, Austur- Asíuþjóðirnar og Norðurlandaþjóðirnar); aðr- ar hafa haldið stöðu sinni (t.d. Bandaríkin og Þýskaland); og þær þriðju hafa lent í hnignun eða afturför (svo sem Bretland, Argentína og Nýja-Sjáland). Athyglisvert er að sjá hvernig Bretar hafa hægt og síg- andi dregist afturúr í hagþróun á 20. öldinni og er ein af framkomnum skýringum á því sú að um sé að kenna hnignun í hugarfari, ekki hvað síst meðal ráðastéttanna í atvinnu- lífinu.7 Farsældin finnur sér því farveg með ólíkum hætti í hinum ýmsum heimshlutum. Farsæld þjóðar í dag er ekki trygging fyrir farsæld á morgun, né heldur er hún nauðsynleg for- senda fyrir farsæld í framtíð. Farsældin er sköpuð af þjóðunum sjálfum, og henni verður að viðhalda í sífellu af þjóðunum sjálfum. Hugarfar ræður því hvernig þjóðirnar kjósi að planta til framtíðarþróunar. Hugarfarið og leikreglur skipulagsins mynda síðan jarð- veginn sem stýrir vexti þess sem plantað er. Útplöntunin tekst ef skipulagsumgjörðin sem atvinnulífinu eru sköpuð fullnægir forsendum framfaranna. Forsendur framfara í Evrópu síðmiðaldanna voru þróttmikil framfara- hyggja, trú á frelsi einstaklinganna, vinnu- vilji þjóðanna, hagsýni og efnahyggja, vís- inda- og tæknihyggja og sterk siðferðis- og réttlætiskennd sem skapaði samstöðu og reglu með þjóðfélagsþegnunum. Það var gæfa Evrópumanna að byggja fyrstir manna þjóðfélagsskipulag sem tók svipmót af þess- um gildum og leyfði þeim að þroskast í frels- isumhverfi. Það var líka mikilvægasta fram- lag Evrópumanna til heimssögunnar. Lýð- ræðis- og markaðsþjóðfélagið er það skipulag sem best hefur þjónað markmiðum evrópuska hugarfarsins sem þróaðist í kjölfar siða- skipta- og upplýsingastefnu. Kraftaverkið í Austur-Asíu En hvert er þá hlutverk hugarfars hjá þeim þjóðum sem náð hafa svo góðum árangri í Austur-Asíu á síðustu áratugum, þ.e. Jap- an, Suður-Kóreu, Tævan, Hong-Kong og Sin- gapore? Árangur þeirra er nefndur „krafta- verkið í Austur-Asíu“ í nýlegri skýrslu Al- þjóðabankans um efnahagsmál þeirra.8 Hvað skýrir tilkomu þessa kraftaverks? Er grund- völlurinn á einhvern hátt skyldur forsendum evrópska kraftaverksins? Of langt mál væri að freista þess hér að skýra þjóðfélagsþróun í þessum ríkjum Aust- ur-Asíu, enda hefur framvindan að einhveiju leyti verið ólík milli þessara þjóða, þó svo að segja megi að þau hafi einnig sameiginleg þróunareinkenni. Hinn þjóðfélagslegi og pólitíski jarðvegur þessara þjóða var ékki sá sami og við fundum hjá hinum framsæknari Evrópuþjóðum og Norður-Ameríkumönnum. Siðaskiptin innan kristninnar skiptu ekki máli þar á svipaðan hátt og í Evrópu. Hugarfar Austur-Asíu þjóð- anna mótaðist hins vegar af arfleifð Konfús- íusar, í bland við aðra menningarþætti, svo sem mismunandi afbrigði af Taóisma og Búddisma.9 Þó er ljóst af rannsóknum á þess- um þjóðfélögum, að inntak hugarfarsins er að sumu leyti skylt því evrópska. Það á við um þátt veraldlegu lífsskoðunarinnar, þ.e. áhersluna á veraldleg gæði, vinnusemi, ráð- deildarsemi, tækni og þekkingu, kapp og almenna framfarahyggju. Sérkenni austur- asíska hugarfarsins umfram það evrópska eru einkum meiri áhersla á aga og hollustu við yfirvöld, bæði í þjóðfélaginu almennt og á einstökum vinnustöðum, sem og sérstök samfélagshyggja. Síðarnefndi þátturinn felur Kirkjan kenndi að breytni manna íjarðlífi væri líkleg til að færa þeim sælu í himnaranni, en þar fyrir utan skyldu menn lúta valdi andlegra og veraldlegra yfirvalda í jarðlífinu og sætta sig við óbreytt hlutskipti sitt. Með þessum boðskap var tryggð hefðbundin skipan mála og hefðbundinn lífsmáti í kyrrstöðuþjóðfélaginu. Málverkið er eftir Matthias Griine- wald, frá um 1460. Holland náði að verða efnahagslegt stórveldi á seinni hluta 17. aldar, einkum fyrir áhrif fijálslyndis í efnahaga- og trú- málum, framtakssemi, svo og hagstæðrar staðsetningar fyr- ir viðskipti. Menn í viðskiptum litu þá út eins og kaupmaður- inn Georg Gisze í málverki Hans Holbeins, yngra. í sér minni áherslu á einstaklingshyggju en almennt er á Vesturlöndum, og meiri áherslu á hópinn, eða nánasta samfélagið. Þannig er að mörgu Ieyti meiri áhersla á samvinnu og samstöðu í menningu þessara þjóða. Þessi sérstöku menningareinkenni hafa síðan fund- ið sér farveg í virkni og skipulagi opinberrar stjórnsýslu, sem og í skipulagi vinnumarkað- ar og vinnustaða, og hefur það reynst mjög hagstætt fyrir framþróun efnahagslífs. Eftir að þessum þjóðum tókst að rífa sig lausar úr viðjum hefðartryggðarinnar, þ.e. úr bönd- um hagsmunaafla er tengdust atvinnuvegum og þjóðskipulagi gamla tímans, var jarðvegur framfaranna einstaklega hagstæður hjá þeim, ekki síður en í Evrópu og Norður-Amer- íku. Þó svo að þessar þjóðir hafi búið að hag- stæðu hugarfari fyrir hagþróun, verður ekki hið sama sagt um þróun lýðræðis. Enda eiga þessar þjóðir allar það sameiginlegt að for- sendur lýðræðis voru ekki sérlega sterkar hjá þeim. Þó svo að þróunin síðustu áratug- ina hafi heldur verið í átt til aukins lýðræðis eiga þær enn nokkuð langt í land, ef jafnað er við fremstu lýðræðisþjóðirnar á Vestur- löndum. Það er að mörgu leyti þversögn, og um leið rót sérkenna þessara þjóða, að sum- ir af þeim þáttum sem hafa skapað þeim styrkleika í atvinnuþróun (t.d. samfélagsleg forsjárhyggja) hafa að einhveiju leyti staðið í vegi lýðræðisþróunar. Á þeim vettvangi er því ef til vill að vænta aukinna vandamála fyrir þessar þjóðir á næstu árum. Á heildina litið sýna þessi dæmi um þjóðfé- lagsþróun og framfarir, að hugarfar hefur mikla þýðingu sem grundvöllur þess þróttar sem ber þjóðirnar fram á veg og sem mótar skipulag er greiðir fyrir framförum. Þegar miður fer í framförum er það oftar en ekki vegna þess, að hugarfarið stefnir um of í aðrar áttir en hér hefur verið lýst, eða vegna þess að ekki hefur tekist fyllilega að koma á virku og hagkvæmu þjóðskipulagi er leyfir þessu hugarfari að blómstra. Dómur reynsl- unnar er sá, að þróttmikill markaðsbúskapur sem mildáður er með lýðræðislegu stjórn- kerfi hefur best greitt fyr- ir framförum. Hvaða lærdóm má þá af þessu draga fyrir for- sendur framfara í íslensku þjóðfélagi? Forsendur FRAMFARA Á ÍSLANDI Hér verður að stikla á stóru. Segja má að við íslendingar fullnægjum mörgum af þeim þýðing- armiklu forsendum fram- fara sem hér hefur verið bent á að skiptu Evrópu- menn fyrr á tímum en Austur-Ásíumenn nútím- ans miklu. Við erum vinnusöm þjóð, áhugasöm um efnaleg gæði, framfarasinnuð og jákvæð gagnvart hugarfarinu að miklu leyti. Helst er að því að finna að okkur skorti á ráðdeild- arsemina. Hér tíðkast ekki hófsemd í eyðslu, né heldur nægileg sparsemi og hagsýni í meðferð verðmæta, sem nauðsynleg er ef hagvöxtur á að geta verið viðvarandi. Mörg stærstu efnahagsvandamál samtímans hér á landi má einmitt rekja til óhófs cg óráðsíu í fjárfestingum, fyrirhyggjulauss lífsgæða- kapphlaups og hégóma sem leitt hefur til hættulegrar skuldasöfnunar og glötunar vænna tækifæra. Sú staða þrengir framþró- unarkosti okkar á næstu árum. Ef sérstaklega er litið til Austur-Asíuþjóð- anna má segja að utan skorts á ráðdeildar- semi skorti nokkuð á aga og hollustu. Ef lit- ið væri vestur um haf til Bandaríkjamanna, mætti að auki segja að við séum almennt jákvæð gagnvart þeim þáttum vestrænnar fijáislyndisstefnu sem þar hafa vel gagnast til framara, þó við hefðum án efa meiri fyrir- vara á einstaklingshyggju en Bandaríkja- menn.10 Utan ónógrar ráðdeildarsemi má því segja, að hugarfarslegar forsendur famfara séu allgóðar hér á landi. Vandi þjóðarinnar hefur hins vegar meira legið á skipulagssviðinu og í stefnumótun. íslendingum hefur ekki tekist nægjanlega vel að losa sig úr viðjum verndar- stefnu, bæði innanlands og gagnvart öðrum þjóðum. Afleiðing þessa er sú, að í dag er vægi atvinnugreina fortíðarinnar, og byggð- arlaga fortíðarinnar, of mikið, á kostnað vænlegri þróunarkosta. Þetta tengist tregðu og misvægi í stjórnkerfi og óeðlilegum áhrif- um þrýstihópa, sem kemur m.a. fram í því, að þau öfl sem vernda vaxtarbrodda og skipu- lag fortíðarinnar hafa of mikil áhrif í þjóðfé- laginu. Þetta er orsök þess, að ýmsir þættir í þróun markaðsbúskapar hafa komið til sög- unnar hér á landi löngu eftir að þeir þóttu sjálfsagðir hjá grannþjóðum, í reynd alltof seint. Hið sama á við um sjálfsagða þætti lýðræðisskipunarinnar, svo sem jafnt vægi atkvæða milli byggðarlaga. Þessu tengist almennur veikleiki opinberu stjórnsýslunnar og ófullnægjandi stefnumót- un í stjórnmálum hér á landi. Þó að Japönum og nágrönnum þeirra hafi illa farnast í þróun lýðræðis hefur þeim vel tekist að byggja upp faglega og sterka stjómsýslu, sem hefur gert framkvæmd skynsamlegrar og sveigjan- legrar stefnu mun auðveldari en ella hefði verið. Almennt séð þarf skipulag og stefnumótun íslendinga á sviði menntamála, vinnumarkað- ar, velferðarríkis, fjármála og milliríkjasam- skipta, að taka betur mið af því hugarfari sem hinum farsælustu þjóðum hefur vel reynst. Framfarahyggja, ráðdeildarsemi, samkeppnisandi, vinnusemi og samstaða, sem útfærð eru í anda frelsis og ábyrgðar, vísa veginn sem almenn viðmið. Þau kalla síðan á skipulagslega útfærslu á meginsvið- um íslenska þjóðfélagsins. Stjórnvöld og stefnumótun þeirra þurfa að gegna lykilhlut- verki við þá vegagerð til framtíðarþróunar sem nauðsynleg er. Þjóðin hefur góða burði til að efla með sér framfarir, en þó aðeins ef betur tekst að ryðja hinum farsælli gildum braut í skipan þjóðmálanna. Niðurstaðan er því sú, að skipulagskreppa frekar en hugarfarskreppa, sé helsti Þrándur í Götu frekari framfara á íslandi. 1 E.L. Jones, The European Miracle, (Cambridge, CUP, 1981). 2 Sjá t.d. N. Rosenberg og L.E. Birdzell, How the West Grew Rich (New York, Basic Books, 1986) og J. Baechler, J.A. Hall og M. Mann (ritstj.) Europe and the Rise of Capitalism (Oxford, Bas- il Blackwell, 1988). 3 M. Weber, The Protestant Ethic and the Spirit of Modem Capitalism (London, Unwin, 1971). Sjá einnig D. Chirot, „The Rise of the West", í American Sociological Review, 1985, bls. 181-195. 4 Skýringarmyndin sýnir frummótunaráhrif. Auð- vitað er einnig um að ræða gagnvirk áhrif, til dæmis er við því að búast að skipulag hafi áhrif á hugarfar, i þeim skilningi að leikreglur og fyrir- komulag breyti viðhorfum með þvi að menn laga sig að aðstæðum. Menn gera það sem skilar árangri innan fyrirliggjandi skipulags, og líkar vel þegar bærilega gengur. Sömuleiðis má segja að árangur i hagvexti geti haft áhrif á skipulag og hugarfar. Til dæmis má túlka hrun Sovétskipu- lagsins sem viðbrögð við ófullnægjandi hagþróun og lökum lífskjörum. 5 F. Braudel, Civilization and Capitalism, bindi I til III (London, Collins/Fontana Press, 1985). Einnig Peter Burke, „Republics of Merchants in Eariy Modem Europe“, í J. Baechler o.fl. (1988). 6 Angus Maddison, Phases of Capitalist Develop- ment (Oxford, OUP, 1982). 7 Martin J. Wiener, English Culture and the Decl- ine of the Industrial Spirit 1850-1980 (Harm- ondsworth, Penguin, 1981). 8 The World Bank, The East Asian Miracle: Ec- onomic Growth and Public Policy (Oxford, OUP, 1993). 8 M. Morishima, Why Has Japan „Succeeded“? Western Technology and the Japanese Ethos (New York, Cambridge Univ, Press, 1982). 10 Sjá Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson, Lífsskoðun i nútímalegum þjóðfélögum (Reykja- vík, Félagsvísindastofnun, 1992). - Höfundur er dósent við Háskóla (slands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. OKTÓBER 1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.