Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1994, Blaðsíða 3
LESBOK 0 [u 0 n m ini] 0 a m g □ ® ni Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Forsendur framfara í íslensku þjóðfélagi, er heiti á grein eftir Stefán Ólafsson dósent. Hún fjallar um hugarfar, skipulag og hagvöxt, en Stefán telur að vandi þjóðarinnar liggi á skipulagssviðinu og í stefnumótun og að íslendingum hafí ekki tekist nægilega vel að losna úr viðjum verndar- stefnu, bæði innanlands og gagnvart öðrum þjóðum. Marx og Engels, höfundar kommúnismans, hafa báð- ir vikið að íslandi í ritum sínum og sýnilega haft lítið álit á landsmönnum: „ Ég hef oftsinn- is freistast til þess að vera stoltur af því að vera þó ekki Dani, hvað þá íslendingur", skrif- að Engels og ennfremur: „íslendingar þrífast ekki nema loftið lykti af úldnum físki“. Um ísland í ritum Marx og Engels skrifar Óskar Bjarnason. Skólinn „Skólastefna undangenginnatveggja áratuga hefur markast af stöðugri afturför í þekkingu og færni nemenda í grunnskólum og framhalds- skóium, þegar á heildina er litið“ , segir Siglaug- ur Brynleifsson í grein sem heitir „Skóli ætlað- ur nemendum. Hann hefur gluggað í nýja skóla- frumvarpið og finnur þar ýmislegt sem gæti horft til framfara. BENEDIKT GRÖNDAL Vorvísur 1859 Köld ertu, móðurmold, mæt þó og unaðsæt; ríður um reginleið rósfagurt norðurljós. Sæl er í djúpum dal döggin um leiti snögg, leika við tæran læk Ijómandi fjallablóm. Hreyfist með branda bif blóðvakin und á þjóð; glymur við gunnar straum grein hver og akurrein. Friðar er farin tíð, fundur á víga grund; fram leiðir fólka sveim frónbaldur Napóelon. Sólin af austri sæl sveimar um bláan geim, moldrúst og kumlin köld krýnir hún geislum sín. Fræ eru í foldu ný falin um völl og dal; líf muntu, sunna Ijúf, leiða í ungan meið. Hvert stefnir élið hart hildar með ráðin gild? Sýður við sólar hlið særinn og dauðinn hlær. Sunna hin sama enn svífur um aldar líf dapran er dreyra hjúp dró yfir Waterloo. Ginnmóðug glymur hrönn gæheima vakin blæ, yngir upp aldinn söng ólm fyrir Garðarshólm. Glaður um skýja skeið skærhvítur röðull hlær; bein stendur blossa rún bláfjalla tindum á. Ein situr eyjan mín, ítur og mjallahvít, blikandi dregin dúk, drós, það er norðurljós! Hulin í jökulhvel, hringuð af Rán í kring þreyirðu þýð í sæ, þegjandi jökulmey! Rennir að austurs unn augum frá gömlum haug Gunnar og geisla hrönn glýjaður horfir í. Nýrri þú heilsar hýr, hólbúi, frelsis sól - svikin úr auðar eik eymd farin burt og gleymd. Brostu því betri víst blær fyrir geislum hlær, yngir upp aldinn söng unn viður segulbrunn. Heyrirðu Heljar spor harðstigin vígs um garð? Fjáð brýnir foldar þjóð fleina við Gerastein. Sverð lít ég svífa hörð sólar um fimbulstól, dreyrinn um himins dyr dreifist úr skýja kleif. Hleypir nú feigum hóp hundmargur yfir grund, stendur við Gjallar grind gráslegin Hel og blá. Svanni mun ítur senn sinn gefa rauðan munn fijálsum og fleygi gulls frjáls bjóða Ijósan háls. Sól gyllir sæ og dal, slær yfír tind og hlær; köld ertu, móðurmold, mæt þó og unaðsæt! Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson, 1826-1907, var fræðimaður og skáld og fyrstur Islendinga til að Ijúka meistaraprófi i norrænum fræðum frá Hafnarhé- skóla. Sjá nánar um hann i grein um Dægradvöl Benedikts Gröndals, sem birtist ( Lesbók 15. okt. B B Grannt, heitt og kynhungrað Samfélag nútímans er óskap- lega flókið, það fer víst ekki milli mála, og verður sífellt flóknára. Það sem forðum daga virtist barna- leikur einn sýnist nú oft á tíðum á engra færi annarra en sérfræðinga og stofn- ana þeirra. Ég man þá tíð í árdaga er flestir gátu farið í bakarí og haft erindi sem erfiði. Þar fengust franskbrauð og normalbrauð, sem voru óholl að flestra mati og jafnframt góð, og heilhveitibrauð og rúgbrauð sem voru holl og vond. Síðan bættust malt- brauð við. Hvert barn gat farið út í búð að kaupa brauð. Svo fór allt úr böndunum eins og á öðr- um sviðum þjóðlífsins. Skyndilega bættust við tugir brauða undir flóknum nöfnum sem ekkert gáfu til kynna um innihald eða útiit. Bakarar reyndust slíkir orðlistamenn að hvert nútímaskáld mátti vara sig. Að vísu leikur grunur á að sköpunar- starfið hafi ekki verið eins þróttmikið þeg- ar deigið var hnoðað og brauðin bökuð í ofnunum. Þau virtust þróast hægar en nafngiftirnar óskiljanlegu enda rak af- greiðslufólkið ósjaldan í vörðurnar þegar fólki varð á að grennslast fyrir um hvað byggi að baki orðunum. Hvað er t.d. í skólabrauði, eða bónda- brauði, já, eða ráðherrabrauði? Kannski ráðherrar? Ég minnist sögu af rosknum manni sem fyrir nokkrum árum fór í brauðbúð og bað um rúnnstykki. „Hvernig rúnnstykki?" spurði af- greiðslustúlkan. Það kom svo á gamla manninn að hann svaraði að bragði: ;,Kringlótt.“ Nú á dögunum kom ég í brauðbúð eina og sá þegar að sköpunarmáttur bakaranna var síst þorrinn. Fyrir framan mig í hillu sá ég fjórar gerðir brauða sem hétu „grönn brauð“. Það sem mér þótti einna athyglis- verðast við þessi grönnu brauð var það að þau voru feitustu brauðin í búðinni, akfeit, svo að önnur brauð virtust standa á horleggjunum í samanburði við þau. Þegar ég spurði afgreiðslukonuna hverju sætti að slíkir fítuhlunkar kölluðust grönn brauð horfði hún á mig ákaflega tortrygg- in líkt og hún hefði sjaldan séð slíka fá- vísi saman komna á tveimur fótum. „Þetta er heilsubrauð," sagði hún svo. „Af hverju í ósköpunum heita þau þá ekki heilsubrauð,“ spurði ég. Konunni vafðist eitthvað tunga um tönn við svo greindarlega spumingu en mér skildist þó að þetta með heilsu væri orðið úrelt og enginn vildi lengur leggja sér neitt það til munns sem innihéldi heilsu. Ég var nú orðinn ærið forvitinn og ákvað að eta grannt brauð enda augljóslega bestu kaupin sakir hins gríðarlega ummáls. Ég spurði því konuna hvert þessara fjögurra grönnu brauða hún myndi kaupa stæði hún í mínum sporum. Konan var nú greinilega farin að finna til samúðar með mér og lái henni hver sem vill. Hún hallaði sér að mér og sagði: „Yss, ég myndi ekki líta við þeim. Kauptu frekar þetta brauð hérna.“ Hún benti mér á annað brauð sem ég keypti þegar og gekk á braut. Síðan þetta gerðist hafa þessi brauð nokkrum sinnum orðið á vegi mínum og heita þá ýmist grönn brauð, grönnbrauð eða gron brauð — og nú nýverið sá ég þau undir nafngiftinni g-brauð sem er óvenju slóttugt bragð eftir að g-bletturinn fannst. Svona illa getur nú farið fyrir lýsingar- orðinu grannur. Fleiri lýsingarorð eru líka í allmikilli hættu. Ekki fyrr hafði raunum mínum í málum grannra brauða lokið en ég heyrði þessa auglýsingu í útvarpinu: „Seljum í dag heitustu föt sumarsins." Eftir nokkra könnun á heitum fötum komst ég að þeirri niðurstöðu að gömlu heitu fötin eins og ullarnærbrækur, -bolir og -sokkar eru ekki heit lengur, heldur hallærisleg. Heit föt eru nú efnisrýrir bol- ir, helst gagnsæir, pínupils og fleiri flíkur sem engu skýla. Þannig eru heit föt farin að merkja köld föt eins og grönn brauð feit brauð. Sama dag og lýsingarorðið heitt féll af stallinum las ég frétt í einu víðlesnu morgunblaði um Madonnu. Þar stóð eftir- farandi: „Hin kynhungraða Madonna ...“ Og af því að ég er að verða gamall og grár fór ég að hugsa um þá veröld sem eitt sinn var þegar konur voru graðar eða jafnvel hjólgraðar, eða að minnsta kosti vergjarnar — og þótti nokkur prýði að. Svo fór ég að hugsa um bóndann á Bala sem eitt sinn endur fyrir löngu stát- aði af graðhestum sínum — en situr nú uppi með kynhungraða fola. Og aumingja þeir! ÞÖRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. OKTÓBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.