Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1994, Blaðsíða 8
Skólakerfi sem mengast af andstæðum við ríkjandi hefðbundið þjóðskipulag, verður óheilt og vinnur beinlínis gegn grund- vallar leikreglum samfélagsins með innrætingu andstæðrar stefnumörkunar og útlistunar. Skólar ætlaðir nemendum Skólastefna undangenginna tveggja áratuga hefur markast af stöðugri afturför í þekkingu og fæmi nemenda grunnskóla og framhaldsskóla þegar á heildina er litið. Yfirlýsingar forráðamanna Há- skóla íslands um lakan undirbúning og van- Almenningur hefur verið grandalaus um þessa starfsemi, sem fór fram undir yfirskini „fagmennsku“, sem lýst var ópólitísk og reist á „pedagógískum kennisetningum“, þjóðfélagsbreytingum og „sáttum þjóðfélags og skóla“. Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON hæfni stúdenta til þess að stunda háskóla- nám og stöðugt hækkandi fallprósenta við samræmd próf úr grunnskólum eru ótvíræð- ir vitnisburðir um misheppnaða skólastefnu. Einnig má benda á þjagað og óskýrt mál- far og framburð ýmissa fréttamiðlara ljós- vakafjölmiðla. Lélegur árangur íslensku- kennslu er áberandi. I öðrum greinum, svo sem sögu og landafræði er sama uppi á teningnum. Stöðugt hefur dregið úr þeim kröfum um skilning og þekkingu sem gerðar hafa ver- ið til nemenda, en þrátt fyrir það er fallpró- sentan nú um 25%. Kröfurnar til kunnáttu og skilnings gerðar til nemenda samkvæmt grunnskólalögum 1991 og útlistun með- fylgjandi skólastefnu „Til nýrrar aldar ... “ gefið út sama ár, voru í rauninni vart merkj- anlegar. Þar með voru kröfur um kennslu- færni í rauninni engar og aðhald eða náms- agi enginn. Afleiðingarnar fyrir alltof stóran hóp nemenda urðu þær að fráhvarf frá námi er hvergi hærra á Norðurlöndum en hér á landi sem bendir til þess að hvergi á Norður- löndum sé sú stefna stunduð að villa um fyrir nemendum í þeim stíl sem gerist í alltof mörgum íslenskum skólum. Ástæð- urnar eru misheppnuð skólastefna, mjög óheppileg námsgögn — kennslubækur - og ófullnægjandi kennsla. Þrátt fyrir lélegan árangur virðist for- ystusveit hinna svonefndu „kennarasam- taka“ ánægð með þetta ástand innan skóla- kerfísins og telur jafnframt að starfskraftar skólanna fullnægi skyldu sinni. Stjómun skólakerfísins, stjórnunarað- ferðir, kennsla og kennslubækur (einkum grunnskólakerfisins, gefnar út af Náms- gagnastofnun, þar sem ákveðin hugmynda- fræði markaði útgáfustarfsemina), olli nið- urkoðnun skólastarfs og menntunar í land- inu. Samfara þessu var unnið að stórfjölgun starfskrafta-og útþenslu skrifstofubáknsins innan skólakerfísins, einkum á árunum 1989-91. Skólarnir virtust ekki ætlaðir nemendum, fremur staðlaðir til atvinnu- tækifæra fyrir semínarista, og kennslu- starfíð varð í sumum skólum tilraunavett- vangur skrípakennslu og dáratilburða gutl- ara, sem fylgdu í einu og öllu stefnu „ný- skólamanna“ 8. og 9. áratugarins af mestri einfeldni. Undanfarið hefur verið unnið að upp- stokkun þessa misheppnaða kerfís af núver- andi yfírstjórn menntamála. Með „Frum- varpi til laga um framhaldsskóla", lagt fram 1994, og „Drögum að frumvarpi til laga um grunnskóla“ og með „Skýrslu um mót- un menntastefnu" frá júní 1994, eru lögð frumdrög að nýrri menntastefnu, sem skipta sköpum um stefnumörkun í skóla- kerfinu. Hafnað er nesjamennsku grunn- skólalaganna frá 1991 og undanfarandi stefnu frá 8. áratugnum. Inntak þessarar menntastefnu er vönduð kennsla grunngreina (kjarnagreina). Meg- intilgangurinn er raunkennsla nemenda, skólinn ætlaður nemendum og skal stuðla að einstáklingsmótun nemenda, þroska og tillitssemi. „Efling sjálfsvitundar og félags- vitundar." Grunntónninn er: Að þjóðfélagið sé vegna einstaklingsins en einstaklingur- inn ekki vegna þjóðfélagsins. Þar með er hugmyndafræði alræðisstefna hafnað. „Þetta er í fyrsta sinn sem lögð eru fram drög að heildstæðri skólastefnu fyrir grunn- og framhaldsskólastigið.“ (Skýrsla um mót- un menntastefnu.) Raunverulegu námsmati verður komið á, þ.e. prófum, og eftirliti með framkvæmd þeirra. Með auknu að- haldi og aga í skólastarfi má vænta betri námsárangurs. Lenging skólatíma virðist lögð til vegna þarfa fjölskyldna og þjóðfélags, fjölskyldu- munstrið hefur tekið miklum breytingum, útivinna beggja foreldra og mikið vinnuá- lag. Einnig er talið að lengri skólatími skili betri námsárangri. Með óbreyttum viðhorf- um kennslukrafta til kennslu má áætla að lengri skólatími muni vart geta skilað eitt- hvað skárri árangri, en ef svo yrði, þyrfti mun lengri skólatíma ár hvert og vafasamt að árið myndi nægja. Langur skólatími eykur skólaleiða, sem eykst enn meir því daufari og ómarkvissari sem kennslan er. Markmiðssetning menntastefnunnar er markviss kennsla, aðhald og nýting kennslutímans. Verði það framkvæmt myndi vönduð kennsla og einbeiting nem- enda vega upp tímalengdina. Gert er ráð fyrir minni tíma í fundahöld og vinnufundi innan skólans og með því mun sparast mikill tími. íslenska, stærðfræði og tungumál eiga að vera kjarnagreinar og eru undirstaða frekara náms. Full ástæða er til þess að taka sögu upp sem kjarnagrein. Ef íslensk tunga er grundvöllur alls náms, þá er saga landsmanna og mannkynssaga ekki síður þýðingarmikil. Tunga landsmanna og saga eru samofin. Hið óljósa hugtak samfélags- greinar kom upp með „samfélagssinna- hópnum" sáluga, sem var góðu heilli lagður af, en í tuttugu ár hafa kennarar verið að gutla við þær greinar, sem teljast undir hugtakið, oftast sem valgreinar, svo að engin mynd eða tilgangur fæst með kennsl- unni og árangurinn er óljós hugmynd um eitthvað sem nefnist saga, landafræði, fé- lagsfræði og kristinfræði. Þessi arfur skillí- tilla semínarista 8. áratugarins, „samfé- lagsfræðigreinar“, hefur einkum verið not- aður til innrætingar vissrar hugmynda- fræði, sem er nú liðið lík, en hefur reyndar orðið afturganga í íslenska „nýskólakerf- inu“. íslandssaga innan samfélagsgreinarinn- ar hefur hingað til verið „skrifuð aftur á bak“, þ.e. frá nútíma samfélagsgerð, þar með var saga þjóðarinnar afbökuð, skekkt og fölsuð. Auk þess má benda á, að „samþætting" þessarar greina er aflögð víða í löndum (sbr. Edwin Fenton 1984). Það eru um tvær aldir síðan þær breyt- ingar urðu á fræðslukerfinu víða í ríkjum Evrópu að ríkisvaldið tók að móta fræðslu- kerfí, enda þótt þáttur kirkju og einkageir- ans kæmi einnig mjög við sögu. Tilraun var gerð til mótunar fræðslulöggjafar á dögum frönsku stjórnarbyltingarinnar og síðan mótaði Napóleon keisari franska skólakerfið að hluta til frambúðar, allt fram á okkar daga. Wilhelm von Humboldt hafði mótunaráhrif á prússneskt menntakerfi í húmanískum stíl um tíma, sem síðan var mótandi í þýsku skólakerfi alla 19. öld og fram á þá 20. Ríkisskólakerfi í alræðisríkjum er notað til innrætingar þeirra hugmyndafræða sem alræðisstjórnir byggja á stefnu sína. Svo var í Sovétríkjunum um 70 ára skeið og í leppríkjunum sáluðu. Áhrifa þessara hug- myndafræða gætti víða í löndum og mjög víða tókst skoðanabræðrum sovéskra kommúnista að smeygja sér inn í fræðslu- stofnanir í menningarríkjum Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Miðstýrt ríkisfræðslukerfi er pólitískt í þeirri merkingu að þorri hverrar þjóðar veitir fulltrúum sínum um löggjöf og fram- kvæmdavald mótunarrétt ákveðinnar markmiðssetningar skólakerfis hvers ríkis. Á Vesturlöndum mótast skólakerfið því af almennt viðurkenndri gildis-arfhelgi og viðhorfum sem byggjast á einstaklings- rétti, athafnafrelsi, eignarrétti, trúfrelsi og jafnræði fyrir lögunum og grundvellinum, fulltrúalýðræði. Skólakerfi sem mengast af andstæðum við ríkjandi hefðbundið þjóðskipulag, verður því óheilt og vinnur beinlínis gegn grund- vallar leikreglum samfélagsins, með innræt- ingu andstæðrar stefnumörkunar og útlist- unar. Þessarar mengunar hefur gætt hér á landi, mengunar sem nefna má innrætingu ákveðinnar hugmyndafræði, með skóla- stefnu fræðsluyfírvalda 8. og 9. áratugar- ins, ekki síst innan grunnskólakerfisins, sem býr við einokaða kennslubókaútgáfu ríkisvaldsins þ.e. Námsgagnastofnunar. Augljósast kemur þessi hugmyndafræði fram í kennslubókum þessarar stofnunar í sögu og félagsfræði og einnig í bókmennta- fræðslunni. Einnig hefur gætt mjög áhuga á að koma andstæðingum ríkjandi þjóðfé- lagsgerðar í lykilstöður innan fræðslukerfis- ins. Almenningur hefur verið grandalaus um þessa starfsemi, sem fór fram undir yfir- skini „fagmennsku", sem lýst var ópólitísk og reist á „pedagógískum kennisetning- um“, þjóðfélagsbreytingum og „sáttum þjóðfélags og skóla“. Feluleikurinn gekk liðlega, svo liðlega að yfirlýstir andstæðing- ar sameignarsinna létu blekkjast og álitu „fagmennina" byggja á faglegum sjónar- miðum. í mótun menntastefnu og frumvarpi til framhaldsskólalaga og drögum að gunn- skólafrumvarpi er gert ráð fyrir endurskoð- un aðalnámskrár ’89. Það er mikið verk, en leiðarmerki að þeirri endurskoðun er að fínna í framantöldum plöggum. Þetta verk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.