Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Blaðsíða 2
„ÞÓ EKKI sé rétt að raða börnum í bekki eftir námsárangri fyrstu árin í grunnskóla gegnir öðru máli þegar námsgreinar eru orðnar svo margar, flókn- ar og yfirgripsmiklar sem raun ber vitni um í efri bekkjum skólans.“ kennslu. Bekkjarkennarinn fær greitt fyrir kennslu hans á meðan hann er í kennslu hjá sérkennaranum sem einnig fær borgað. Neyðarástand Að mínum dómi og margra annarra er þetta kerfi búið að ganga sér til húðar og brýnt að taka það til endurskoðunar. í efri bekkjum grunnskóla mun ástandið vera verst og sums staðar ríkir nánast neyðar- ástand. Mjög slakur árangur meira en íjórða hvers nemanda á samræmdum grunnskóla- prófum í stærðfræði, móðurmáli og erlend- um tungumálum er m.a. til vitnis um það. Margir kennarar eru uppgefnir bæði vegna agavandamála og eins vegna þess að kennsluaðstæður þeirra eru óviðunandi. Þeir geta ekki uppfyilt skyldumar sem þeim eru lagðar á herðar; að kenna öllum nemend- um með árangursríkum hætti í fjölmennum, blönduðum bekkjum. Töfralausnir eru ekki til. Nám er og verður erfíð vinna og kennsla er það líka. Ég leyfi mér að fullyrða að hvorki nemendur né kennarar geta almennt innt vinnu sína af hendi svo að vel sé við núverandi aðstæður í íslenskum grunnskól- um. Samt gerist ekkert, sérkennslan mallar áfram í sama farinu, skólamálayfirvöld stinga höfðinu í sandinn og ýta málinu frá sér meðan foreldrar fylgjast angistarfullir með ungu bami sínu sem er að missa tökin á náminu. Þó að ekki sé rétt að raða bömum í bekki eftir námsárangri fyrstu árin í gmnnskóla gegnir öðm máli þegar námsgreinar em orðnar svo margar, flóknar og yfírgripsmikl- ar sem raun ber vitni í efri bekkjum skól- ans. Um nokkurt skeið hafa sumir skólar gripið til þess ráðs að flokka nemendur á gagnfræðastiginu í hraðferð, miðferð og hægferð. Það dugar þó skammt. í nokkrum gmnnskólum hafa menn komið á fót svoköll- uðum starfsdeildum í einum eða tveimur efstu bekkjum skólans. í starfsdeildum þess- um em fáir nemendur og þar er oft sleppt einhveijum af þeim námsgreinum sem skylt er að kenna allt til loka gmnnskólans. Oft- ast verður danskan fyrir valinu, en stundum líka enska. Ég hef vissu fyrir því að oft þykir sárþjáðum nemendum og foreldrum þeirra þetta besta lausnin. Bamið hefur hvort eð er fyrir löngu orðið utangátta í bekknum, því líður illa og léttirinn er mik- ill að komast í hóp annarra bama sem svip- að er ástatt um. Á vissan hátt er hér um að ræða áþekkt fyrirkomulag og var í tossa- bekkjunum áður. Sá er þó munurinn að núna er lögboðnum námsgreinum sleppt, en það mun vera lögbrot. Hverjir,, Geta Ekki LÆRT“? Hvers vegna mistókst sú góða fyrirætlan að skapa þeim börnum, sem em lengi að læra, mannúðlegar og góðar aðstæður í skólanum? Ég heid að meginástæðan fyrir því sé sú að einungis var um að ræða kerfís- breytingu og nafnbreytingu en ekki breyt- ingu á hugsunarhætti og viðhorfum til þess- ara sömu bama. Menn lögðu niður tossa- bekkina en menn héldu eftir viðteknum hugmyndum lærðra jafnt og leikra um vits- muni þeirra. Menn höfðu nefnilega fyrir satt að nokkur hópur manna væri svo litlum vitsmunalegum hæfileikum búinn að von- laust væri að kenna þeim með árangursrík- um hætti venjulegar skólanámsgreinar. Þetta er fólkið sem sagt var um að „gæti ekki lært“. Þessi hópur manna er ekki til og hefur aldrei verið til, hann var og er einungis til í ímyndun fólks sem veit ekki betur. Flestir í þessum hópi eiga við að glíma það sem nefnt er sértækir lestrar- og skriftarörðugleikar (dyslexía). Erfíðleikar í námi eiga nær alltaf rætur að rekja til þeirra líffræðilegu þátta sem valda því að það tek- ur suma óeðlilega langan tíma að tileinka sér lestur, skrift og annað efni sem byggist á táknum. Sálrænir eða félagslegir þættir eru ekki stórvægilegir þegar um erfiðleika í námi er að ræða. Þar er enn ein goðsagan á ferðinni. Hins vegar geta ítrekuð mistök í námi valdið bæði sálrænum og félagslegum erfiðleikum. Þeir sem eiga við þessi vanda- mál að etja eru í mesta lagi 5% af hveijum árgangi. Hann er ekki íjórðungur hvers árgangs eins og ætla mætti, miðað við fall á samræmdum grunnskólaprófum í móður- máli, stærðfræði og erlendum tungumálum. Þegar hætt var að raða í bekki varð fá- kunnátta og fordómar eftir bæði innan og utan skólastofnananna. Þess vegna hefur breytingin frá röðun til blöndunar litlum sem engum árangri skilað, hún hefur jafnvel gert hlut svokallaðra „seinfærra" bama enn verri en hann var. Aðstaða kennara hefur tvímælalaust versnað stórlega því að nú er þeim gert að kenna saman mörgum nemend- um sem þarf að kenna ólíkt námefni með mismunandi aðferðum og á mismiklum hraða. Kennurum er sagt að það sé létt verk og löðurmannlegt, aðeins ef þeir beiti vísindalegum kennsluaðferðum. Séu kenn- arar samt sem áður í vandræðum og ráða illa við kennsluna við þessar kringumstæður halda margir að það sé þeim sjálfum að kenna. Hvað Er Til Ráða? í fyrsta lagi þurfa allir sem að skólamál- um koma að endurskoða hugmyndir sínar um námshæfileika manna. Okkur er óhætt að hafa fyrir satt að „allir geti lært“, það er að segja að svo framarlega sem barn hefur ekki skaðast á neinn hátt á það að geta lært allan almennan skólalærdóm. Eft- ir tólf ára samfellt starf með börnum í þess- um flokki — börnum sem sagt var að gætu ekki lært og voru fallin á grunnskólaprófum — leyfí ég mér að fullyrða að þessu sé á þennan veg farið. Fornámsnemendur mínir í Menntaskólanum i Kópavogi eru og hafa verið fullkomlega heilbrigðir unglingar með góða námshæfíleika. Margir þeirra hafa farið í almennt greindarpróf, enginn hefur mælst undir svokallaðri meðalgreind en nokkrir talsvert þar fyrir ofan. Ríflega helm- ingur nemendanna hefur liðið fyrir áður- nefnda sértæka námsörðugleika, hinir hafa helst úr lestinni vegna leti, agaleysis, slæmra vinnuvenja og slæmrar aðstöðu í skólanum. Sérstaklega vondum heimilisað- stæðum hefur ekki verið til að dreifa hjá þessum nemendum. (Könnun á ferli for- námsnemenda í MK 1982-1988. Mennta- skólinn í Kópavogi. 1992.) í öðru lagi þurfa skólar að kenna saman í fámennum hópi eða hópum þeim börnum, sem um 11-12 ára aldur geta ekki fylgt meginhópnum í móðurmáli, stærðfræði og erlendum tungumálum. Þeir eiga að vera i gamla hópnum sínum í öðrum námsgreinum. Námserfiðleikar barnanna eru óháðir greind þeirra, en þjálfun þeirra er tímafrekari en þjálfun hinna barnanna. Byijunarkennslan í erlendum málum er vandasöm, mikið þarf að læra utan að og foreldrar þurfa að taka mikinn þátt í kennslunni. Kennsla þessara barna er mikið þolinmæðisverk og oft verð- ur álagið á heimilið mikið. Þessi böm hafa að mínum dómi haft slæmt af núverandi fyrirkomulagi. Þau eiga ekki heima í starfs- deildum fremur en önnur böm og það á ekki að „hlífa“ þeim við venjulegu skóla- námi. Allir þurfa að verða vel að sér í bók- legum greinum, annars bíður sjálfsvirðing þeirra hnekkí og þeir standa höllum fæti í lífinu. Þessi böm em eins fróðleiksfús og önnur börn, þau em jafngreind og önnur böm, þess vegna á hvorki að fækka náms- greinunum þeirra né stytta námstímann. Þess ber að geta að sum barnanna í þessum hópi ná góðum tökum á náminu fyrir 10 ára aldur þrátt fyrir vandkvæði sín. Öðrum bömum á ekki að þurfa að raða á neinn hátt. Þau em öll ósköp svipuð, sum auðvitað fljótari en önnur og einstaka talin ofurgreind. Það er hins vegar ekki næg ástæða til nákvæmrar röðunar eftir ein- kunnum eins og tíðkaðist áður. Hugmyndir um sérstaka bekki fyrir ofurgreind börn þykja mér ákaflega fráhrindandi og mikil hætta á að böm í slíkum hópum spillist og ofmetnist. Þau eru aðeins reynslulítil böm og eiga að fá að þroskast á eðlilegan hátt með jafnöldmm. Með þessu fyrirkomulagi verða kennarar með tiltölulega jafna og samstæða hópa. Bekkjarkennsla getur þá orðið eins og bekkj- arkennsla á að vera. Éinn kennari þarf ekki lengur að vera margir kennarar í senn, hann getur einbeitt sér að hópnum sem á að vera fær um að tileinka sér námsefnið. Kennarinn þarf heldur ekki að óttast að sumir í bekknum ráði ekki við námið og getur þess vegna gert ákveðnari kröfur um vönduð vinnubrögð og heimanám en hann getur gert við núverandi aðstæður í blönduð- um hópum. Litli hópurinn verður nokkurs konar sérkennsluhópur í áðurnefndum und- irstöðunámsgreinum, íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Með vandaðri kennslu í þessum námsgreinum, mikilli þjálfun og stundum viðbótarkennslu, eiga bömin í þessum hópi að standa hinum nokkurn veg- inn jafnfætis við lok skyldunáms. Fall á samræmdum prófum verður þá undantekn- ing og böm sem falla aðeins þau sem van- rækja námið, veikjast eða verða fyrir öðmm alvarlegum áföllum á námstímanum. Tíminn vinnur með bömunum og oft em einkenni „dyslexíu" að mestu horfín um 12-14 ára aldur, stundum þó ekki fyrr en undir tví- tugt. Skólanum er í lófa lagið að koma í veg fyrir að þessi böm verði stimpluð á nokkum hátt. Börn skilja mætavel útskýr- ingar og em tilbúin að hjálpa og sýna öðmm nærgætni. Fyrir aðeins fáum árum var við- horf til fatlaðra neikvætt, það hefur ger- breyst og nú kemur engum til hugar að fötluð böm verði fyrir aðkasti í skólum. Um leið og við fullorðna fólkið látum fordóma okkar um gáfnafar annarra fyrir róða hverfa þeir hjá unga fólkinu. Boltinn er því hjá okkur sjálfum, ekki einhverjum öðmm. í þriðja lagi þarf að semja námsefni fyrir þennan hóp bama. Þau þurfa fleiri æfínga- verkefni en hin bömin og aðgengilegri bæk- ur. Námsbækumar þurfa að vera þannig úr garði gerðar að foreldrar geti lesið sér til í þeim og hjálpað við heimanámið. Raunar em námsbækur fyrir gmnnskólabörn efni í aðra grein, þrátt fyrir glanspappír og falleg- ar myndir í nýjum námsbókum leyfi ég mér að fullyrða að þar sé ekki allt gull sem gló- ir. Margar gömlu kennslubókanna ganga nú milli kennara í ljósritum og fá færri en vilj.a- í fjórða lagi þarf að semja góð og vönduð könnunarpróf fyrir alla aldursflokka í móð- urmáli, stærðfræði, erlendum tungumálum, sögu, félagsfræði og raungreinum. Einnig þarf að ákveða á landsvísu hver kunnáttu- markmið bama eiga að vera í einstökum námsgreinum á hveiju aldursskeiði fyrir sig. Markmiðin þurfa að vera aðgengileg foreldmm og öðmm sem vilja fylgjast með menntamálum — og skrifuð á mannamáli. í fimmta lagi þarf að halda námskeið fyrir kennara í kennslu þessara barna (þ.e. með sértæka námsörðugleika). Einnig þarf að halda námskeið i móðurmáli, stærðfræði og erlendum tungumálum fyrir foreldra grunnskólabama. Slík námskeið þurfa að vera í boði reglulega. LOKAORÐ Ég hef reifað hér viðkvæmt mál. Sjálf- sagt munu margir túlka orð mín svo sem ég vilji hverfa til fortíðar og taka upp gamla fyrirkomulagið; að raða stíft í bekki eftir einkunnum. Aðrir munu trúlega lesa úr orð- um mínum gagnrýni á kennara og kennslu þeirra, einkum sérkennara. Ekkert af þessu er að finna í orðum mínum. Þessi skrif mín eru til varnar börnum og kennurum. Ákveð- inn hópur barna nýtur sín ekki við núver- andi fyrirkomulag í grunnskólunum. Stór hópur kennara er að kikna undan erfiðleik- unum sem fylgja þessu fyrirkomulagi. For- eldrar eru ekki ánægðir og vilja breytingar. Um það hef ég ljölmargar upplýsingar. Auk alls þessa er skólunum nú ætlað að ráða við svo til öll þjóðfélagsmein um leið og hann er nær sveltur til bana. Kennarar, er ekki mál að linni? Höfundur er kennari við Menntaskólann í Kópa- vogi. Þjóðmálaþankar Til hvers eru lögin? Einhvem tíma sagði maður við mig að versta lagasetning íslandssög- unnar hefði verið kristnitakan. Þá hefði verið í lög leitt að menn mættu blóta heiðnu goðin ef ekki kæmist upp um þá. Þetta þýddi að síðan hefðu menn fylgt þessum anda laganna - það væri í lagi að bijóta lög ef ekki kæmist upp. Þegar allt kem- ur til alls má fallast á röksemd þessa manns. í dag gilda ýmis lög sem ekki er fylgt. Stjóm- völd fylgja þeim ekki og almenningur alls ekki. Alþingi hefur í áranna rás sett fjölda laga. Lög um jafnrétti, skólamál, heilbrigðiskerfi, skatta og fleira. Sum þessara laga fá aldrei gildi vegna þess að fé er ekki veitt til þeirra mála. Þannig má halda fram, nú þegar verið er að gera tillögur um breytingar á skólamál- um, að eldri löggjöf sé ekki að fullu komin til framkvæmda. Lög gera ráð fyrir því að fatlaðir njóti sömu réttinda og ófatlaðir. Samt veita samtök fatl- aðra opinberum stofnunum og fyrirtækjum áminningar fyrir að bijóta lögin. Skólar þjóna þeim illa og margir skólar geta ekki þjónað t.d. hreyfifötluðum vegna stiga og palla. Þegar staðgreiðsla skatta var í lög leidd var fullyrt að persónuafsláttur ætti að fylgja verð- bólgu. Það hefur hreint ekki gerst. Þannig mætti lengi telja. Sama gildir um almenning og fyrirtæki í landinu, eða hvemig má það vera að skattsvik í landinu teljist vera um ellefu milljarðar á ári? Þá eru væntanlega ekki taldar með lögleg- ar leiðir til undanskota. Fjöldi fyrirtækja er rekinn, að því er virðist, án þess að það sé tekið með í áætlanir að goldin séu opinber gjöld, hvað þá staðið við kjarasamninga. Smygl telst sjálfsagt (ef ekki kemst upp) og viðskipti undir borð voru til skamms tíma talin eðlileg leið til spamaðar. íþróttafélög voru rekin úr rassvasa, þannig að nú þegar þarf að vera með bókhald í lagi þá lenda þau í vandræðum með samninga við starfsmenn og félagsgjöld. Sama gildir um skólafélög, sem eru gósenland þeirra sem stunda skattlaus viðskipti. Meira að segja landabruggið er að verða viðurkennd starfsgrein. Þau fyrirtæki sem útvega bruggurum hráefni, tæki og um- búðir ættu að geta látið vita þegar verið er að selja meira magn en svo af vömnni að ljóst er að hún sé ekki til „eigin notkunar“. Nei, þeir þurfa að þéna þó svo heill almennings - sérstaklega unglinga og bama, sé í voða stefnt. Ekki það að landaneysla sé eingöngu bundin við yngstu aldurshópana - eða hvers vegna skyldi áfengissala hjá ÁTVR hafa dregist sam- an? Fólk flykkist til útlanda og kaupir inn í miklu magni. Ef tollarar em með átak þá em menn hirtir. Og þegar fólk er hirt með raf- magnstæki og hvað það nú kann að vera fyr- ir tugþúsundir umfram heimildir þá hneyksl- ast almenningur á mannvonsku löggæslunnar. Hraðatakmarkanir í umferðinni og umferð- arljós em nú eitt dæmið. Margir virðast telja að ekki þurfí að virða umferðarljós þegar umferð er lítt, t.d. að næturlagi. Því að leggja löglega þegar annað hentar mér þó svo það geti stefnt umferðaröryggi annarra í hættu? Af hveiju að drepa á bílnum þó ég verði að slg'ótast inn í búð í 10-15 mínútur? Og því að nota ekki þessi stæði fyrir fatlaða sem allt- af standa auð hvort eð er? Einu sinni var sögð saga af manni sem var á ferðalagi um eyju í Karíbahafí. Þar tók hann leigubíl. Bílstjórinn ók eins og landafjandi (eða þannig), fór yfír á rauðum ljósum, svínaði fyrir umferð, fór á stórsvigi um götumar og svo framvegis. En þegar hann klossbremsaði á grænu ljósi varð farþeginn hissa og spurði hveiju þetta sætti? Jú, bílstjórinn átti bróður sem einnig ók leigara með sama aksturslag- inu. Bflstjórinn óttaðist að hann kæmi æðandi að gatnamótunum og færi yfír á rauðu! Viljum við öfuga lagavirkni? Á þetta horfa unglingamir. Þeir bijóta lög um útivistartíma, áfengisneyslu og fleira. Og við hneykslumst á þeim! Þá vaknar sú spuming hvemig eigi að leysa vandann. Til að byija með þarf að endurmeta lagasetningar og huga að anda laganna. Þá þarf að fella úr gildi vitlausar lagasetningar sem eru þjóðfélagslega skemmandi eða endur- skoða lagatexta sem standa til málamynda en ekki til eftirbreytni. Sem dæmi um úrelt lög, má taka reglur um útivistartíma, lög um hundahald, reglur um verðmæti vamings sem ferðamenn taka með sér inn í landið, lög um reykingar, áfengisneyslu (og sölu). Sjálfsagt er langt í land. En þarf ekki að leggja af stað til að komast þangað? MAGNÚS þorkelsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.