Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Blaðsíða 6
F ann Barði höfund Njálu? Ein er sú bók, sem mér hefur þótt athyglisverð- ari en flestar aðrar. Það er bókin „Höfundur Njálu“ eftir Barða Guðmundsson sagnfræðing, sem þeir sagnfræðingamir Skúli Þórðarson og Stefán Pétursson sáu um að gefa út á vegum Menningarsjóðs 1958 eftir lát Barða. Bókin var safn ritgerða hans um leit að höfundi Njálu, merkilegt verk og mjög þörf útgáfa. Mér varð strax opinberun að lesa þó ekki væri nema kafla Stefáns Péturssonar um hina nýju Njáluskoðun Barða um að Svínfellingahöfðinginn Þorvarður Þórarins- son, sem kallaður hefur verið „Síðasti goð- inn“, væri höfundur Njálu. MÖGNUÐ SKILGREINING Stefán Pétursson rakti skilmerkilega hvemig Barði hefði áttað sig á að vegna tengsla Njálu og Sturlungu væri Þorvarður Þórarinsson augljóslega höfundur Njálu. Sýndi Stefán fram á hvernig Barði skildi þá hugmynd sína í sambandi við „manninn og æviferil hans“ og hvernig hann gekk að því verki með nýrri og gerhugsaðri að- ferð vísindamannsins, þeim samleik sál- fræði Njáluhöfundar og sögu Þorvarðar Þórarinssonar í Sturlungu, sem einkennir allar Njáluritgerðir Barða og leiddi hann á ótrúlegustu slóðir og gerir þær rannsóknir líkar leit að sannleikanum í flókinni saka- málasögu, þar sem endirinn kemur alveg á óvart. Maður verður gagntekinn af þess- ari snilli Barða og hugviti, sem varð svo augljóst í meðför Stefáns Péturssonar. Höfundur Njálu Fundinn Mér urðu svo undur og stórmerki að lesa hina fimmtán kafla hvem á fætur öðrum í bókinni, hvemig ljósara varð með hveijum kafla að Barði hefði rétt fyrir sér: að höfundur Njálu væri fundinn. Hver þessara fimmtán kafla um sig sannaði á sinn hátt kenningu Barða um hver væri höfundur Njálu. Kaflinn um myndskerann mikla á Valþjófsstað var mest sannfærandi. Barði sýndi á óvéfengj- anlegan hátt fram á að Njáluhöfundur hefði staðið í sporum Flosa Freysgoða í Njálu, þegar ekkja Höskulds Hvítanesgoða krafðist hefnda. Líkt og Randalín Filippus- dóttir var látin koma fram í mynd Hildi- gunnar Starkaðardóttur, er hún kastar yfir hann blóðidrifinni skikkjunni til þess að særa hann til blóðhefnda eftir veginn eiginmann sinn. Það getur enginn hafa skrifað svona án þess að hafa staðið sjálf- ur í sömu spomm. Mér er ekki kunnugt um neinn höfðingja annan en Þorvarð Þór- arinsson, er komið gæti til greina sem væri hann í sporum Flosa Freysgoða. Ábendingar Barða um að Hildigunni er lýst sem hafí hún verið allra kvenna grim- must og skaþhörðust sé reynsla höfundar af Randalín og hugrenningar, því þess sé hvergi getið að Hildigunnur hafí lagt á ráðin um vígaferli, þótt hún vildi koma fram hefnd eftir mann sinn. Allt öðru máli gegndi um Bergþóru og Hallgerði, sem voru sífellt að láta vega menn, en voru kallaðar kvenskörungar. Þá telur Barði að lýsing á Hildigunni að „hún var svo hög, að fáar konur voru, þær er hagari voru“, leiði hugann að því, að Randalín hafi skreytt skálann mikla á Valþjófsstað með veggskreytingum líkt og lýst er í Njálu. Skálinn að Valþjófsstað er tvímæla- laust fyrirmyndin að skálanum á Hlíðar- enda, eins og Barði bendir á. Varla mun Einn merkasti sérfræðingur í fornbókmenntum okkar, dr. Peter Hallberg, hefur farið lofsamlegum orðum um rannsóknir Barða Guðmundssonar og skorað á íslenska fræðimenn að halda þeim áfram. Algjör þögn hefur ríkt um kenningar Barða meðal fræðimanna síðan. Eftir GUNNLAUG ÞÓRÐARSON nokkur höfðingi á borð við Þorvarð Þórar- insson hafa haft aðstöðu til að gjörþekkja skálann á Valþjófsstað líkt og hann, því sú bygging mun hafa verið einstæð á land- inu enda þótt veggskreytingar kunni að hafa verið á einstaka öðrum bæjum. í því sambandi er og ljóst, að það, er Oddur var veginn að Geldingaholti, muni fyrirmynd þess, er Gunnar á Hlíðarenda var felldur. Óprentaði kaflinn „Hrafnar tveir flugu með þeim“ styrkti mjög sannfæringu mína og sýndi hina miklu tengigáfu Barða. Telja má víst að jafn stórættuð kona og Randalín Filippusdóttir hafí viljað búa í veglegum húsakynnum og látið reisa skál- ann. Einungis það atriði hvemig þetta er tengt saman hjá Barða er ótvíræð sönnun þess, að hann hafi rétt að mæla varðandi það að feðra Njálu Þorvarði Þórarinssyni. ÓTÍMABÆRAR AÐFINNSLUR Síðustu sjö kaflarnir í bókinni höfðu ekki birst, þegar dr. Einar Ólafur Sveins- son samdi formálann að útgáfu Fomritafé- lagsins að Brennu-Njálssögu 1954, og er óvíst að dr. Einar Ólafur hefði tekið jafnm- ikið upp í sig í formálanum um skoðanir Barða, ef hann hefði séð kafla þessa áður. Sérstaklega er síðasti kaflinn um málfar Þorvarðar Þórarinssonar sannfærandi um að hann hafi verið höfundur Njálu. Ætla má að Barði hafí hugsað sér að rannsaka það efni betur, en ekki enst aldur til þess. MERKILEG ÁSKORUN Mér þótti merkilegt að sjá, að þegar á árinu 1953 höfðu skoðanir Barða vakið athygli eins merkasta sérfræðings í okkar fornu bókmenntum, dr. Peters Hallbergs háskólaprófessors, þar sem hann í norska tímaritinu „Eddu“ lofsöng rannsóknir Barða Guðmundssonar og skoraði á ís- lenska fræðimenn að halda áfram sögu- rannsóknum á braut hans, því að framlag hans ætti að vera mönnum til örvunar. Algjör þögn hefur ríkt um kenningar Barða meðal fræðimanna síðan. SAMSKONAR ábendingar Þegar ég hafði lesið „Höfund Njálu“ af kostgæfni, varð mér Ijóst hve vafasamur dómur dr. Einars Ólafs í Njáluformálanum var um verk Barða Guðmundssonar. Þó var athyglisvert, að ábendingar dr. Einars Ólafs færðu í veigamiklum atriðum óbeint sannanir fyrir skoðunum Barða, sem sé að Njála hefði verið eins manns verk, leik- manns, sem notað hefði atvik úr eigin lífi og arfsagnir til uppbyggingar verksins, kunnað skil á menningu þjóðar sinnar og þekkt skáldskap hennar og haft víðan sjón- deildarhring. Njáluhöfundur hefði verið lífsreyndur og ekki væri að efa að kvenlýs- ingar hans styddust við eigin reynslu hans af konum. Fleira mætti tína til, en þetta nægir. Innan þessa ramma á lýsingu Njálu- höfundar féll kenning Barða um Þorvarð Þórarinsson sem höfund Njálu fullkomlega, hann var og einasti höfðinginn, sem uppi var á ritunartíma sögunnar, sem til greina gat komið sam- kvæmt lýsingu dr. Einar Ölafs. Þrátt fyrir það leyfði prófessorinn sér að segja að hvergi væri í kenningum Barða að finna „allsherjarröksemdir" fyrir því að Þorvarður hefði skrifað söguna. Stefán Pétursson hrakti að verulegu leyti þá staðhæfingu í greininni um „hina nýju Njáluskoðun“ og taldi mjög óljóst hvað dr. Einar Ólafur ætti við og gerði með fáum orðum lítið úr gagnrýni hans. ÓVÍSINDALEGA AÐ Verki Staðið Ég hef árum saman beðið eftir að sjá á prenti skrif, sem tækju hina neikvæðu umsögn dr. Einars Ólafs til rækilegrar umijöliunar, en það hefur brugðist. Þegar svo endurmenntunardeild heim- spekideildar H.í. gekkst fyrir námskeiði um Brennu-Njálssögu, undir handleiðslu Jóns Böðvarssonar cand. mag., hugsaði ég gott til glóðarinnar. Nú myndu skoðanir Barða verða teknar til rækilegrar umfjöll- unar. Samlestur Jóns Böðvarssonar á Njálu var skemmtilegur og fórst honum allvel úr hendi. Hann átti auðvelt með að leiða í ljós hvernig atvik tengdust, enda hefur hann sökkt sér niður í Njálu áratugum saman. Sumt var gott til glöggvunar, en í endurmenntuninni fólust engin ný viðhorf eða sannindi. Þegar að því kom að námskeiðinu lyki vorið 1992 og Jón Böðvarsson hafði ekki minnst á kenningar Barða um höfund Njálu, gat ég ekki orðabundist. Jón Böð- varsson sýndi mér þá vinsemd að leyfa mér að tala f 5 mínútur um kenningar Barða í lok síðasta tímans. Hafði ég áður vakið athygli þátttakenda í námskeiðinu á bók dr. Björns Þórðarsonar, „Síðasta goð- anum“, þar sem hinn skarpskyggni lög- fræðingur tók á vissan hátt undir kenning- ar Barða um að skálinn á Valþjófsstað hefði verið fyrirmyndin að Hlíðarendaská- lanum o.fl. í því sambandi. Einnig hafði ég vakið athygli á bók hins sjálfmenntaða norrænufræðings Sigurðar Sigurmunds- sonar „Sköpun Njálu“, þar sem af mikilli einlægni er tekið undir skoðanir Barða um höfund Njálu. Flutti ég stutt erindi um skoðanir Barða. Viðbrögð Jóns Böðvars- sonar komu mér algjörlega á óvart og sýndu skort á vísindamennsku, sem ég hafði ekki átt von á. Jón Böðvarsson sagði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.