Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Blaðsíða 3
LESBdE 1m] g] a [o] [u] 0 [g [g 0 [d| m [o [n] [g Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Lífsfesting fremur en fjárfesting - segir danski listamaðurinn Svend Viig Hansen að ætti að gilda sem mæli- kvarði á list almennt. Hann er liðlega sjötugur og einn af þekktustu núlifandi myndlistarmönnum Dana. Sigrún Davíðsdóttir átti tal við hann i til- efni þess að hann sýnir verk sin á Sólstöfum, norrænu menningarhátíðinni. í bekki eftir námsárangi og getu - er það böl eða blessun, spyr Helga Siguijónsdóttir, menntaskóla- kennari. Hún hefur langa reynslu og metur það svo að ákveðnir hópar barna njóti sín ekki með núverandi fyrirkomulagi og auk þess sé stór hóp- ur kennara að kikna undan álaginu. Opinberun segir Gunnlaugur Þórðarson um lestur sinn á safni ritgerða Barða Guðmundsdsonar, þar sem hallast er að því að höfundur Njálu sé Þorvarður Þórarins- son, stundum nefndur „síðasti goðinn". Rannsókn- ir Barða eru líkar leitinni að sannleikanum í flók- inni sakamálasögu, segir greinarhöfundur, þar sem endirinn kemur alveg á óvart. Blöndun KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK Martröd / bóli sínu brauzt um fast á Bægisá ein gríðka ung, sem Guðrún hét, og greindi frá: Mig dreymdi feigð míns festarmanns og Faxa hans. „Ég skildi eftir utangarðs minn unga jó, sá kemur seint, er krapið drakk, en kemur þó. En nú skal ekki nokkurs spurt, Ég nem þig burt. Og Faxi okkur bæði ber, að baki þú. Það reifar tunglskin rifahjarn, og ríðum nú. En skörin há að Hörgá er, og haltu þér. “ Á milli fjalla mjöllin rauk, og máninn leið. Og dimmblár ísinn dundi við, og dauðinn reið. Og hattur lyftist hnakka frá, í hvítt þar sá. Kristján Einarsson frá Djúpalæk, 1915-1994, var Norðmýlingur að upp- runa en átti lengst af heima á Akureyri og starfaði framan af við kennslu, en síðan eingöngu við ritstörf. Fyrsta Ijóðabók hans, Frá nyrstu strönd- um, kom út 1943, en sú síðasta, Dreifar af dagsláttu, kom út 1986. Leikfimi fyrir heilann Margir hafa af því áhyggjur að almenn þekking barna og unglinga sé slöpp og í engu samræmi við allan þann tíma sem skólinn tekur. Fullorðið fólk tekur oft eftir ótrúlegri fáfræði um sögulegar staðreyndir sem allir ættu að vita og ekki sízt um landafræði. Það er frekar dapurlegt fyrir skólann, for- eldrana og unglinginn, þegar hann hefur ekki glóru um hvort Seyðisfjörður er á Vest- urlandi, Austfjörðum, eða kannski norðan- lands. Þegar hann hefur ekki minnstu hug- mynd um hvort Þingvellir séu i Árnes- eða Rangárvallasýslu, né yfirhöfuð um skiptingu landsins í sýslur. Sögustaðir og merkisstað- ir eru bara einhversstaðar „úti á landi“ og þessi þekkingarþoka virðist ná yfir heiminn allan. Tekjumegin á þennan reikning má að sjálfsögðu færa það að fjölmargir unglingar kunna eitt og annað sem ekki var á vitorði jafnaldra þeirra fyrir nokkrum áratugum. Þar ber tölvumeðferð hæst. Sú kunnátta er verðmæt þegar bezt lætur en lítils virði ef hún beinist einkum að slímsetum yfir tölvu- leikjum. Á þessari tækni eru því miður afar neikvæðar hliðar. Sjónvarp og tölvur hafa orðið til þess, fullyrða sumir skólamenn, að minna er talað við börnin á heimilunum en áður og af því kann að stafa sú vaxandi orðfæð og málfátækt sem þeir telja sig finna. Við sem eldri erum búum að því að áður var talið sjálfsagt námsefni í barnaskóla að læra utanað nokkur þungaviktarkvæði úr íslenzkri ljóðlist. Fjöldi manns getur vegna þessa vitnað í Gunnarshólma Jónasar og sungið Fanna skautar faldi háum eða Þorra- þræl Kristjáns Fjallaskálds - öll erindin. Og reyndar margt fleira. Á ferðalögum um landið rifjast einatt upp kvæði sem við lærð- um utanað; Skúlaskeið Gríms Thomsens eða Áfangar Jóns Helgasonar. Ekki leikur á því minnsti vafi í mínum huga að það er ákveðin andleg auðlegð fólg- in í því sem maður kann utanað og getur þá rifjað upp og farið með eða jafnvel sung- ið þegar tækifæri gefst. Það er einfaldlega hluti þess að vera íslendingur og þátttak- andi í íslenzkri menningu. En sprenglærðir fræðingar með útlendar kenningar uppá arminn hafa reynt - og með góðum ár- angri- að gera utanbókarlærdóm tortryggi- legan. Hann á að vera úrelt þing nú á tím- um upplýsingabyltingarinnar. Hann er kall- aður „stagl" eða „ítroðsla“. Samkvæmt þeirri kenningu, sem sumir skólamenn a.m.k. virðast hafa gleypt sem Stórasann- leik, á að vera nóg að vita hvar hægt er að fletta því upp í hvaða sýslu Þingvellir eru, eða að til var skáld sem hét Tómas Guðmundsson. Allar þessar upplýsingar á hinn upplýsti nútímamaður að eiga i tölv- unni sinni. Ein er sú tölva sem getur furðanlega geymt þetta og gefið manni það þegar á þarf að 'nalda - og hún er í kollinum á manni sjálfum. Þarmeð er ekki verið að gera lítið úr því stórkostlega hjálpartæki sem tölvur eru og upplýsingabankar. Sú tækni kemur bara ekki í staðinn fyrir eitt og annað sem gott er að kunna utanbókar og er fyrst og fremst manni sjálfum til andlegrar auðgunar og gleði. Til eru þeir öfgamenn meðal langskóla- genginna sérfræðinga og kennara, sem vilja ekki vita af slíkri hugsanlegri auðgun. Einn þeirra, Ingólfur Á. Jóhannesson, skrifaði á dögunum kjallaragrein í DV og útmálaði þetta sjónarmið, sem virðist af einhveijum ástæðum eiga rík ítök í mönnum á vinstri kanti stjórnmálanna og þeir eru fjölmennir í kennarastétt. Ingólfi tókst að gera andstöð- una við utanbókarlærdóm að mannréttinda- máli. Að hans mati eru það sjálfsögð mann- réttindi barna eða unglinga að hafna með öllu „ítroðslu“ eins og allt utanaðlært heitir í hans kokkabók. Hann líkti blessuðum börn- unum við heypoka sem látlaust væri troðið í og þá væntanlega einhveiju sem þau þurfa ekki á að halda. Með þessari kenningu hefur mannrétt- indahugtakið verið víkkað allnokkuð og rúmar þá ýmislegt sem vert væri að at- huga. Það gæti þá hugsanlega einnig verið skortur á mannréttindum þegar börnum og unglingum er gert að sitja í kennslustundum og hlusta á misjafnlega skemmtilega kenn- ara. Skólinn er þá kannski eitt allsheijar mannréttindabrot. Rugl af þessu tagi virðist hafa átt ein- hvern hljómgrunn og kemur heim og saman við agaleysi og tilhneigingu til að minnka kröfur skólans í stað þess að auka þær. Þannig hafa þeir að minnsta kosti metið stöðuna sem gagnrýnt hafa skólastefnuna í greinum hér í Lesbók uppá síðkastið. Þeir sem tala gegn utanbókarlærdómi, eða „stagli" og „ítroðslu", gleyma einu veig- amiklu atriði. Nefnilega því að hæfilegur utanbókarlærdómur er einskonar leikfimi fyrir heilann. Hann þarf sína mátulegu áreynslu rétt eins og vöðvar líkamans og sú áreynsla þarf að fara fram meðan líf og heilsa endist. Hæfileikinn til að muna og læra utanað batnar líka með æfingu; það þekkja þeir sem reynt hafa. Það krefst ein- beitingar að læra utanað og einbeitingin er eitt af því sem verður að þróa og þroska. Sá sem ekki kann að einbeita sér hefur ekki hæfni til að takast á við ótal störf í nútíma þjóðfélagi. Auðgunin af utanbókar- lærdómi felst þvi ekki einungis i því sem eftir situr til gagns og gleði, heldur einnig því að einstaklingurinn verður hæfari og andlega skarpari til að takast á við margs- konar verkefni. Það er ekki nóg að skokka eða sparka bolta, sprikkla í þolfimi og lyfta lóðum, ef heilinn er skilinn eftir í makindum áreynsluleysis. Minnisstöðvamar í heilanum eru svo magnaðar að þær hafa eftir því sem sumir telja geymslurými fyrir margfalt meira en allt það sem við munum. Sá möguleiki er líka til að óteljandi margt sé geymt i þessu minni, sem við náum ekki í, eða höfum ekki aðgang að. „Hugbúnaðurinn“ gæti með öðrum orðum verið góður, en aðgengið eða „vélbúnaðurinn“ ekki að sama skapi. Ef til vill er það sá búnaður sem styrkist við hug- læga þjálfun, en um það er fátt vitað ná- kvæmlega fremur en margt annað í starf- semi heilans. Aðeins er það ljóst af fenginni reynslu, að andleg áreynsla gerir gagn og er nauðsynleg eins og sú líkamlega. Leikfimi fyrir heilann felst að sjálfsögðu í mörgu öðru en því að læra utanbókar. Hún getur falizt í að lesa - og þá meina ég að lesa þannig að maður taki eftir því sem les- ið er. Hún getur falizt í að leggja hvað sem er á minnið, tefla, spila brigde, skrifa minn- ingargrein eða ráða krossgátuna í Lesbók. En hún felst síður í því að vera móttöku- tæki fyrir það sem vellur út úr ljósvakamiðl- unum, nema það sé magnað umhugsunarefni. Að lokum ber ég fram tillögu um andlega leikfimi, sem byggir á „stagli“ og eigin „ítroðslu“. Lærið utanað falleg ljóð - nóg er af þeim - Þá getið þið farið með þau ykkur til hugarhægðar, til dæmis þegar þið bíðið á rauðu ljósi. Þegar ljóð hrifa mig sérstaklega tek ég mig stundum til og læri þau utanbókar; nýlega til dæmis „Söknuð“ Jóhanns Jónssonar. Það er ómaksins vert, þetta er ein skærusta perlan í ljóðlist okkar á öldinni; framúrstefnuljóð ort 1928, stuðlað en óháttbundið og án endaríms. Að læra það utanað var nokkurra daga „stagl“. En á eftir er maður agnarögn rík- ari en áður. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.