Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1995, Blaðsíða 5
AFBRÝÐISSEMI, 1977. að mér þegar ég segi að mig langi til að gefa út plötu... En svo hitti ég mann, sem stakk upp á að ég færi í teikniskóla og reyndi að kom- ast inn á Listaakademíuna. Ég vann á safni, Glyptotekinu, um tíma og lærði þar að eiga við stórar gipsfígúrur, en náði ekki nægum tökum á, svo á endanum fékk ég inngöngu í akademíuna út á málverk. Þar inni var mér svo beint að höggmyndalist. Námið í akademíunni varð heldur slit- rótt, því í hvert skipti sem ég var gagnrýnd- ur reif ég allt niður, æddi út, skellti hurð- inni á eftir mér og lét ekki sjá mig næsta hálfa árið. Á endanum sagði einn af kennur- unum við mig að það yrði aldrei neitt úr mér. Þá varð ég svo reiður að ég skapaði torso af manni í bræði. Það verk hefur síð- an farið víða og er meðal annars til í nokkr- um bronsafsteypum.“ ÓBILANDI SJÁLFSTRÚ, EN EKKI„HÉRERÉG“ „Til að stunda list þarf annars vegar óbilandi trú á sjálfan sig, en um leið má maður ekki ganga um Og segja„Hér er ég...“ Ekki taka sjálfan sig hátíðlega, líta á sjálfan sig sem einhveija stofnun. Sjálfur er ég ekki sérlega hagsýnn og hef í mér flökkueðli, svo það flýtur allt í kringum mig. En ef maður hefur stjórn á því þá fylgir því hreyfing, líf... og líf sprettur af lífi. Ég rnæti fólki með opnum örmum, ekki með krosslagða handleggi, með ein- feldni og trú á annað fólk. Annars sprettur ekkert efni upp. Það sem ég tjái er einhvers konar tvö- feldni. Líttu á fígúrur Michelangelos... þær eru bæði kven- og karlverur í einu. Ég skil heldur ekki kynin að, er andlega sam- kynhneigður og rækta samveru bæði við karla og konur. Við karla er betra að tala, konum fylgir hið erótíska. Á sýningum finn ég stundum að fólk er þreytt á öllu þessu fólki í verkum mínum og þess vegna spara ég mig, sýni í hófi. Sjálfur þreytist ég aldr- ei á því og kasta mér út í stór verk, án þess að stynja eða andvarpa. Svið mitt er vítt, ég er eldri en sá eldsti og yngri en sá yngsti. Það stappar kannski nærri geðklofa hvað ég tjái mig á margvíslegan hátt. Ég er hljóð- færi með marga strengi. Margir festast í eigin stíl. Minn stíll er að hafa engan stíl, heldur fylgja því sem ég hef gaman að.“ Og að fást við margt. Þú bæði teiknar, málar, formar höggmyndir og gerir grafík... „Já, ég velti mér úr einu í annað. Þegar ég hef fengist við skúlptúr um hríð í gráu og hvítu hungrar mig eftir litum. Ég sæki í fjölbreytni til að festast ekki. Eitt fæðir af sér annað. Á stundum mála ég til að hið neikvæða í mér festist ekki, heldur verði að einhveiju jákvæðu, eins og þegar ég málaði fimmtíu gouache-myndir í stað þess að láta ergelsið'festast. Galskapinn set ég í hluti. Teikningin gefur mér frið, hún er hrein og bein. Ekki leirklessur og litaklessur. Hún er mér staður, þangað sem ég fer til að vera einn.“ Auðvelt Að Vera Lista- MAÐUR - ERFITT AÐ VERA Manneskja En hvaðan spretta allar hugmyndirnar? „Frá mér, en ekki frá listaverkabókum. Meira veit ég ekki. Ég er ekki þannig gerð- ur að ég geti nýtt mér það sem ég sé eða heyri. En vissulega eru listamenn sem ég er skyldur eða líkist og svo aðrir sem líkj- ast mér. Frá upphafi hafa listamenn eins og Michelangelo, Rodin, Maiilol og Lorrain verið mér uppspretta innblásturs. Svo lað- ast ég að listamönnum, sem sýna einhvem galskap í verkum sínum, sem eni öðravísi og þeirra á meðal er Kjarval. Ég hlakka til að sjá verk hans á íslandi. Mér finnst ég skyldur slíku fólki. Er viðkvæmur og finn oft fyrir hræðslu, djúpri hræðslu. Á íslandi sýni ég seríu mynda, sem ég gerði fyrir geðsjúkrahæli hér og heitir Ljós þrár- innar, táknar þrána eftir ljósinu. List þrífst ekki í penum borguram, ekki heldur í vondu fólki, en ekki í of fáguðu umhverfi. Lista- menn falla ekki inn í kerfið. Mér getur lið- ið illa yfír að vinnan gangi hægt, en það kemur þegar það kemur. Ég hef minn takt, sem ég verð að fylgja, því á endanum ber ég einn ábyrgðina. Sumir listamenn gera ekkert annað en að vera einir og skapa list. Aðrir era eins og ég, vilja út að hitta fólk, sjá og upplifa eitthvað. Sem stendur langar mig að sjá Gullfoss, komast aftur á Þingvelli. Ég hef komið til íslands einu sinni áður. Þá gekk ég inni í Lauganes af því mig langaði að heimsækja Siguijón Ólafsson. Ég þekkti hann ekki, en ég þekkti verk hans og er hrifinn af þeim. Þau eru frábær og áhuga- verð. En þegar ég kom að hliðinu, stoppaði ég, komst ekki lengra. Horfði bara á hús- ið... og gekk svo aftur til baka. En kannski er heimsóknin mér minnisstæð einmitt af því að ég fór ekki inn. Einu sinni á æfinni hef ég staðið á sviði í óperusýningu. Ég var þá í óperakór Kon- unglega leikhússins og tók þátt í flutningi óperannar Sál og Davíðs eftir Carl Nielsen. Eitt af aðalhlutverkunum var sungið af Magnúsi Jónssyni, sem hafði yndislega rödd. Þetta er svona það sem mér dettur í hug, þegar ísland er nefnt. List er tilfinningar, sem spengdar eru í strangt form. Tilfinningar, sem spretta upp af lífinu, verða að myndefni, sem sett er í form. Efnið er unnið og þá verður það bara að mynd. Tökum bara sem dæmi mynd eins og Guemicu Picassos. Hún sprettur upp af tilfinningu, en ég er viss um að meðan hann vann myndina var hann ekki skelfdur eða reiður. Þá var hann heltekinn af myndinni og forminu, af vinnunni. Allt þetta sem brýst um í líkamanum á hveijum tíma, fær útrás í myndunum. Yfirlitssýning- ar era saga mín. Myndimar spretta upp af lífinu, ekki list fyrir listina. Einn á eyðieyju vildi ég hvorki hafa með verk eftir Miehelangelo eða da Vinci, heldur lifandi mann. Frekar versta óvin minn en engan. Það er ekkert verk til, sem tekur raunveraleikanum fram. í list er ekki hægt að skapa neitt, sem er stærra en lífíð. Hrein eftiröpun náttúrunnar gengur ekki. Það er bara einn Drottinn og við mennirnir eram annað. En innblásturinn kemur frá náttúr- unni í víðasta skilningi. Og það er ekkert smáræði að glíma við mannslíkámann. Hver líkami geymir í sér milljónir þeirra, sem á undan hafa farið og við það er glímt. Til að ná tökum á ákefðinni sem til þarf er nauðsynlegt að vera alveg afslappaður, bara reika um, vera eins og opið sár. Samt er ekki erfítt að vera listamaður. Það er bara vinna. Það erfiða er að vera mann- eskja. Ég þekki fáa, sem tekst það. Éf ég gæti ekki lengur unnið, dygði mér ekki að keyra bara um og skoða verk eftir mig. Þegar verkið er búið tilheyrir það sín- um eigin heimi, en ekki lengur mínum. Þá er ég bara áhorfandi gagnvart því. Myndin er mér fortíð, sem ég er vaxinn frá. Það er hið ókomna andatak sem ég lifi fyrir, þó dauðahræðslan fylgi mér. Fyrr eða síðar hverfum við öll inn í hið opna, víða rými. 011 endum við í kistu... og hugsaðu þér, líka þeir sem annars þjást af innilokunar- kennd eins og ég... Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins í Kaup- mannahöfn. Mergur málsins 6 Þetta er mikið fyrirtæki Eftir JÓN G. FRIÐJÓNSSON Ifyrirsögn þessa pistils hefur fyr- irtæki haldið sinni upprunalegu merkingu, þ.e. ‘verk’. Sú merking mun ekki vera mjög algeng í nú- tímamáli en þó er auðvelt að finna dæmi um hana. í Predikaranum er kennt að allt hafi sinn tíma. Guðbrandur Þorláks- son (1584) orðar þetta svo: aiit uppsátur hefur sína tíð og tíma en í Viðeyjarbibl- íu (1941) hljómar sami ritningarstaður svo: hvört fyrirtæki hefir sinn tíma og í nýjustu biblíuútgáfunni (1981) er enn notað fyrirtæki í sinni upprunalegu merkingu. Þetta sýnir hve lengi upp- ranaleg merking getur haldist samhliða nýrri merkingu. Upprunaleg merking fyrirtækis er ljós af orðatiltækinu taka sér e-ð fyrir hendur sem kunnugt er frá 16. öld, t.d. taka sér fyrir hendur að skrifa bækur og taka sér ekkert fyrir hendur. Orðatil- tækið er þó ugglaust eldra þar sem fyrir- tæki í merkingunni ‘verk’ er kunnugt frá fyrri hluta 16. aldar, þ.e. orðið fyrir- tæki er eldra en elstu dæmi um orðatil- tækið. Nútímamerking fyrirtækis ‘fé- lag’ er hins vegar tiltölulega ung, sam- kvæmt heimildum í seðlasafni Orðabókar háskólans frá síðari hluta 19. aldar. Ekki verður annað sagt en mjög vel hafi tekist til um nýmerkingu orðsins fyrirtæki. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum þess að málglöggir menn grípa til þess ráðs að nota gömul orð í nýrri merkingu er þörf verður nýs orðs. Dæmi slíks eru fjölmörg en kunnust era trúlega fornu orðin vél í merkingunni ‘mótor’ og sima í merkingunni ‘telefon’. Höfundur er dósent við Háskóla (slands og gaf út I fyrra bókina Mergur málsins sem fjallar um íslenzk orðatiltæki. Humarveisla Örsaga eftir KJARTAN ÁRNASON Asviðinu er stór pott- ur yfir eldi og rýk- ur af. Framanvið hann standa tveir risahumrar og er 'annar með kokkahúfu en hinn míkrófón. A: Þetta er nýjung hjá ykk- ur, ekki satt? (Réttir míkró- fóninn að B) B: Jú mér vitanlega hefur ékki verið boðið uppá þetta áður hér á landi. A: Ekki er þetta borðað eintómt? B: Nei við beram fram með þessu sinnepssósu, fyllta tóm- ata og fjallagrasaklæðningu. Hinsvegar er þessi vara í slík- um gæðaflokki að hana mætti vel borða eintóma ef menn kærðu sig um. verður að fara varlega með þetta, þeir A: En nú er hráefnið lifandi? eru svo viðkvæmir. B: Já það er einmitt nýlundan í þessu. Maðurinn brýst um og er í framan Hráefninu er stungið sprelllifandi oní einsog hann sé að hljóða en ekkert heyr- sjóðandi vatnið og soðið í tæpar tíu min- ist. B slítur gleraugun af nefi hans. útur og þannig tryggjum við bæði fersk- B: Þetta er eiginlega aðskotahlutur leika fæðunnar og spillum heldur ekki sem kemur á þá í miklu ljósi, það er næringarefnum með óhóflegri mat- bara plokkað af fyrir suðu og hefur reiðslu (hann hagræðir kokkahúfunni engin áhrif á hráefnið. með annarri klónni). Heldur spriklandi manninum yfir bul- A: Og hvernig bragðast þetta svo? landi vatninu, sleppir honum hægt oní. B: Ja má ekki bara bjóða þér að A: Er þetta ekkert... ja harkaleg smakka, viltu ekki líta í búrið? aðferð? Hann mjakar sér að glerbúri til hliðar B: Nei þetta er bara einsog hver önn- á sviðinu. GefurA bendingu meðfálmur- ur slátran, er ekki öllum skepnum slátr- unum um að fylgja sér. að lifandi? (Þeir hlæja). A: (horfir inní búrið) Þetta eru semsé U.þ.b. tíu mínútur líða. B veiðirmann- mennirnir? inn uppúr pottinum og skellir á disk, B: Já reyndar er þetta afar sjaldgæf réttirA. Maðurinn liggur samankrepptur tegund, svokallaðir íslendingar, mjög á diskinum. Húð hans er eldrauð. fágætir en alveg fyrsta flokks vara, úr- A: Hann hefur skipt um lit. vals vara. Viltu ekki velja þér einn? B: Það mundum við líka gera ef okk- A rýnir í búrið. Þar eru naktir karlar ur væri haldið þarna oní í tíu mínútur! og konur, á að giska 30 sm á hæð á (Þeir hlæja hátt.) gangi um tilbúna sandströnd. Sum þeirra A brýtur stökkan handlegg afmannin- flatmaga í sandinum og bera sólgler- um og stingur upp í sig. augu. B: Hvernig smakkast? A: (bendir með fálmaranum á digran A: (veltir bitanum uppí sér) Lostæti, karl með sólgleraugu) Mér líst vel á hreinasta lostæti! þennan. Tjaldið. B: (teygir sig niðrí búrið og grípur ---------------------------------------- gætilega um manninn með klónni) Það Höfundur er rithöfundur í Kópavogi. A LESBÓK MORCjUNBLAÐSINS 11. FEBRÚAR 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.