Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Side 3
T.KxBnBc @ [o] [g |o] [u]® 0 ei 0 [ðJ h) □ 0 [s] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Klemenz Kr. Kristjánsson varð ungur tilraunastjóri á Sámsstöðum í Pljótshlíð; jörð sem Búnaðarfélag íslands tók á leigu og gerði að tilraunastöð. Þá var þar túnskækill og torfbær, en 40 árum síðar voru tún og akrar 60 ha. Þá var Klemenz orðinn þjóðkunnur maður, sem gekk að því með lífi og sál að sýna framá að kornrækt gæti orðið bú- grein hér. Nú er aldarafmæli Klemenzar og af því tilefni skrifar Magnús Óskarsson kennari á Hvanneyri um hann. Guðmundur Einarsson frá Miðdal var merkilegur ijöllistamað- ur, ferðagarpur og náttúruunnandi, en i langan tíma hafa verk hans ekki notið sannmælis, m.a. vegna klofnings og innbyrðis átaka í röðum lista- manna. Nú hafa verk Guðmundar verið tekin til endurmats með röð sýninga og verður ein þeirra, vatnslitamyndasýning, opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Af því tilefni skrifar Ágústína Jónsdóttir um listamanninn. Rannsóknir á íslandi - þátturinn fjallar að þessu sinni um PCB-mengun í hafinu umhverfis landið og rann- sóknir á henni. Höfundurinn, Stefán Einarsson, segir meginmagn PCB-efna sem farið hefur út í náttúruna, hafi borizt í sjó og botnset og hluta þessara efna í fæðu manna má' rekja til neyzlu sjávarfangs. I -fiL£'llÍtlí;H I, j’.‘81 'i£6D17 mBIÍ l löi ' J < . í \ f ALAN SEEGER Ég hefi mælt mér mót - MagnúsÁsgeirsson þýddi. Ég hefi mælt mér mót við Dauðann í malargróf við sviðinn hól, er maídögg og maísól fer mildi um hijúfan svörð. Ég hefi mælt mér mót við Dauðann á meðan lífíð grær á jörð. Hann leiðir máski mig við hönd í móðu hulin þagnarlönd, um myrkan veg, að minjum auðan, - þótt megi vera, að fresti hann því. Ég hefi mælt mér mót við Dauðann í malarrúst, við sprengjugný, er Vorið gengur gullnum skóm í garð, með angan, söng og blóm Víst kysi heldur hvíld mín þrá við heitan barm og þyrstan munn, er hjörtu sæl í samnautn slá, unz sígur höfgi á eldinn rauðan til næsta faðmlags meyju og manns... En ég hef mælt mér mót við Dauðann um maíkvöld í bústað hans, á meðan svanir svífa í ver... - Og svik skal enginn bera mér. Höfundurinn er bandarískt skáld, f. 1916. Þýðandinn, 1901-1955, er meðal þekktustu Ijóðaþýðenda á íslenzku. Feginshugur og feginsdraumar á láði og legi. Sólarglit og mildir straumar á maidegi. í einni svipan yngist byggðin, og eins er sálin. Eyðist fönnin og sjatnar hryggðin um sumarmálin. Situr álfur með óskahúfu á gráu gijóti. GróðUrnál í sinuþúfu sunnan í móti. Þorgeir Sveinbjamarson. Eftir langan og kaldan vet- ur - raunar þann kald- asta síðan 1920- var eft- irminnilegt að fá að upp- lifa vorkomuna þrisvar. Fyrst var það um miðjan marz; ég var þá á ferð- inni í Mexíkó. Vorið var að koma, sögðu menn þar, en það líktist meira hásumri með 30 stiga hita. Breyting- in og viðbrigðin eru harla lítil, því veturinn er enginn vetur eftir okkar skilningi. En það var tvennt sem þrátt fyrir allt gaf vor- ið til kynna: Fuglarnir voru í tilhugalífi og á lauftijám sprungu út bleik blóm. Þau standa í fáa daga en eru yndisleg og tákna að vorið er komið. Ég naut þess að upplifa þessa ókunnuglegu vorkomu; fannst samt að eitthvað vantaði uppá, en vissi ekki hvað það var. Um miðjan apríl var þessi sami skrifari í öðrum erindagjörðum suður í Portúgal. Og viti menn; vorið var að koma. Einnig þar voru blessaðir fuglarnir í tilhugalífi og mynduðu klið sem ánægjulegt er að vakna við, en raddir einstakra fugla þekkir maður ekki þar. Það fylgir vorinu að hitinn er misjafn. í nokkra daga barst kaldur norðan gjóstur frá hreti sem náði þá yfir mestalla Evrópu. Enda þótt hitamælirinn sýni 15 stig er sá hiti af einhverjum ástæðum miklu Voriðgóða grænt og hlýtt minni en sambærilegur hiti í júlímánuði á íslandi og það var gott að geta farið í peysu þegar hann blés á norðan. Einmitt þessar sviptingar segja manni að það er vor en ekki sumar enda þótt umhverfið sé algrænt og sumarlegt. Ég naut þess að finna portúg- alska vorið koma, en eitthvað vantaði uppá án þess að ég áttaði mig á því hvað það var. Við heimkomuna var enn frost á Fróni; landið fölbleikt og aðeins snjólaust á lág- lendi suðvesturhornsins. Svo gerðist það fáeinum dögum síðar, þann 1. mai, að vorið kom eins og hendi væri veifað og hafði meira að segja kríuna i farteskinu, all- nokkru fyrr en hún er vön að gera vart við sig. Vorið kom með vætu og sunnanblæ og allt öðruvísi loft en búið var að ríkja mánuð- um saman. Eftir þrjá daga var byrjað að örla fyrir grænni slikju á túnum og í görð- um. Það var eins og allt vaknaði skyndilega eftir Þyrnirósusvefn síðan í októberlok. Stundum rölti ég út á Hvaleyri við Hafn- arfjörð að vinnudegi loknum. Þar upplifir maður vorkomuna ákaflega sterkt og það er ekki sízt fuglalífið sem á þátt í því. Þarna hittast mófuglar og sjófuglar og tjaldurinn var byijaður að vappa um í leit að hreiður- stæði. Éin er þó sú rödd sem alltaf sker sig úr: viðkvæmnislegt kvak lóunnar. Engan tón og ekkert hljóð þekki ég sem í mínum eyrum er jafn áhrifamikið og ugglaust er það vegna þess að einmitt þarna er vorboðinn sjálfur. Nú eins og ævinlega áður var þessi feimnis- legi tónn langþráður og fagur og ég skildi þegar ég hlustaði á hann, hvað hafði vantað uppá mína upplifun af vorkomunni, bæði í Mexikó og Portúgal. Þar sungu engar lóur. Það þekkja þeir sem komnmir eru til vits og ára að vorið á það til að kveðja og hverfa jafn skyndilega og það kom og þá þagnar allur lóusöngur. Þessi óstöðugleiki minnir sífellt á þá staðreynd að á ísa köldu landi er lífríkið allt í afar viðkvæmu jafnvægi. Það má ekki mikið út af bera og afar lítið kólna til þess að lífsskilyrðin séu komin öfugu megin við strikið. Nú velta menn því fyrir sér hvort eitt- hvað sé að gerast í ríki náttúrunnar sem valdi því að við gætum lent varanlega öfugu megin við strikið. Kannski sannar það ekki neitt að meiri snjó virðist hafa kyngt niður um landið norðanvert og á Vestfjörðum en áður á þessari öld. Þekktur jarðýtumaður sem lengi hefur rutt vegi í Arnarfirði hefur aldrei séð aðra eins snjódýpt. Það er ugg- laust engin tilviljun að það á sér stað á kaldasta vetri í 75 ár, en stendur í furðu- legu ósamræmi við þá uppgötvun að hlýnun á pólsvæðunum af völdum gróðurhúsaáhrifa sé stórlega að bræða ísinn. Er það ekki bara gleðifrétt fyrir okkur að „landsins forni fjandi" fjarlægist eða hverfi? Svo undarlega samsett er þessi vél sem ræður veðurfari og svo viðkvæmt er allt þetta jafnvægi í náttúrunni, að það er hreint ekki víst að þetta séu góðar fréttir fyrir okkur. Norskur vísindamaður benti á það í vetur að þessi breyting gæti hugsanlega orðið til þess að Golfstraumurinn breytti um farveg og nái þá ekki, eða í mun minna mæli til Islands. Sé sú hætta fyrir hendi, og jafnvel að það geti gerst talsvert skyndi- lega, þá eru önnur ótíðindi svo sem af ónógri arðsemi fyrirtækja eða minnkun þorsk- stofnsins, afar léttvæg. Hér er um það að ræða hvort ísland verður byggilegt land í þeim mæli sem verið hefur, eða hvort hér verða fáeinar verstöðvar í nánd við skrið- jökla sem ganga í sjó fram eins og á Græn- landi. Varla eru þeir til sem vilja sjá ísland þannig fyrir sér, en það versta er að við getum næsta lítið gert til að sporna við þróuninni ef Móðir náttúra ætlar að fara í þennan farveg. Við héldum að hlýnun af völdum gróður- húsaáhrifa, sem kannski verður þó ekki að marki fyrr en á næstu öld, yrði til bóta fyrir veður- og gróðurfar á íslandi. Nú þykj- ast menn hinsvegar hafa sýnt framá það í flóknum reiknilíkönum að svo verði alls ekki. í grein sem Trausti Jónsson veðurfræð- ingur og Tómas Jóhannesson jöklafræðingur skrifuðu hér í Lesbók fyrir tveimur árum, var fjallað um „færibandið", sem svo hefur verið nefnt. Það er hafstraumur sem fer í stórum sveig um Kyrrahafið, þaðan suður fyrir Afríku, síðan sem yfírborðsstraumur norður um Atlantshaf. Kuldastrengurinn sem við sjáum oft á veðurkortum og brýzt fram eins og vatnsmikið fljót milli Græn- lands og Labrador, veldur kælingu á þessum hlýja yfirborðsstraumi svo hann sekkur og snýr við suður á bóginn sem undirstraum- ur. En allt leitar jafnvægis í náttúrunni og vegna þess arna fáum við Golfstrauminn sem yfirborðsstraum norður á bóginn. Menn hafa velt því fyrir sér hvað gerist ef hækkandi hitafar á norðurhjaranum veld- ur því að ísköld norðanáttin framhjá Græn- landi verði eins og volgur þeyr og hætti þá að geta sökkt „færibandinu“. Þá kæmi eng- inn Golfstraumur og í annan stað sjá menn fyrir sér að ef ísmassinn bráðnar til muna á pólsvæðinu norðan við okkur, gæti svo mikið ferskvatn myndazt að hætta væri á lagnaðarís talsvert suður fyrir ísland. Þetta eni nú bara kenningar og eintóm svartsýni, segja sumir. Betur að satt væri. En kenningasmiðir segja ennfremur að þetta hafí gerzt áður, og oftar en einu sinni. Enn um sinn fáum við þó vonandi að njóta vors- ins; njóta þess að sjá undrið gerast, fannir sjatna og grös lifna. Og umfram allt: Að heyra þann tón sem lóan ein getur framkall- að. GlSLI SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13, M4Í1995 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.