Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Side 4
Fjöllista- maðurinn Guðmundur frá Miðdal Guðmundur Einarsson er fæddur 5. ágúst 1895 í Miðdal í Mosfellssveit og jafnan kenndur við þann bæ. Hann var líklega einn víðförlasti Islendingurinn á sínum tíma, en mest ferðað- ist hann um hálendi íslands. Þangað sótti Guðmundur Einarsson frá Miðdal var fjölhæfur listamaður og einlægur náttúruunnandi og sótti sér innblástur í íslenzkt landslag og þjóðlíf, svo og náttúru annarra landa. Eftir óverðskuldað tómlæti í langan tíma eru verk hans nú metin að verðleikum og sýning á vatnslitamyndum Guðmundar verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Eftir ÁGÚSTÍNU JÓNSDÓTTUR hann innblástur og endurnýjun í list sína og túlkaði náttúru landsins og virk nátt- úruöflin á fjölbreyttan hátt í óiíkum listm- iðlum. Árið 1921 kom hann fyrst fram, á sýningu Listvinafélagsins, og fjórum árum síðar hélt hann, í Reykjavík, sína fyrstu einkasýningu. Lausbeisluð Tjáning Nú gefst mönnum tækifæri á að skoða nokkrar vatnslitamynda Guðmundar á Kjarvalsstöðum. Þær eru aðeins lítið sýnis- horn af allri listsköpun hans en endur- spegla engu að síður þau viðhorf sem ein- kenna hana. Guðmundur hóf snemma að mála í vatnslit; en sneri sér ekki af alvöru að því fyrr en 1961-63, og það hafði líka þau áhrif á olíumálun hans að myndimar urðu bjartari í litum en áður. í sýningar- skrá listasafnsins skrifar Kristín G. Guðna- dóttir, listfræðingur m.a eftirfarandi: „Myndmál hans einkennist af trúnaði við hefðbundnar tjáningaraðferðir, en ein- mitt í vatnslitamyndum sínum sprengir hann þann ramma, leysir upp hina ströngu formgerð og þróast í átt að lausbeislaðri og innilegri tjáningu“. Kjarvalsstaðir eiga enga vatnslitamynd eftir Guðmund en eiga þó eitt olíuverk. Á samsýningu, sem haldin var á Kjarvals- stöðum 1993 með úrtaki íslenskra lands- lagsmálverka frá árunum 1900 - 1945, gat að Iíta verk eftir Guðmund, til dæmis málverkið Grímsvatnagos, sem er ein af gosmyndum hans. GRÍMSVATNAGOS, olíumyndfrá 1934. í áraraðir fylgdi Guðmundur ákveðnu skipulagi í vatnslitamálun sem fólst m.a. í því að hann málaði á sumrin í Lynghóli í Mosfellssveit (sumarbústað sínum) þar sem hann nýtti sér sumarbirtuna en hélt að hausti sýningu á myndunum, I eigin sýningarsal að Skólavörðustíg 43. Þar seldi hann allt og fóru verk hans af þeim sökum rakleitt inn á íslensk heimili og urðu að eign landsmanna — þau hurfu ef svo mætti segja. Akureyri - Reykjavík - Grænland Guðmundur nam teikningu í Reykjavík bæði hjá Stefáni B. Eiríkssyni, myndskurð- armanni og Þórami B. Þorlákssyni braut- ryðjanda íslenskrar málaralistar. Síðar lærði hann í listaskólum í Kaupmannahöfn og Miinchen. Hann fluttist alkominn heim frá Þýskalandi 1926. Á annað ár hafa aðstandendur Guð- mundar (ekkja hans Lýdía Pálsdóttir og fimm börn þeirra hjóna ásamt barnabarni GUÐMUNDUR Einarsson frá Miðdal. hans) verið að ljósmynda þau 1000 - 1500 olíumálverk og vatnslitamyndir sem til eru eftir Guðmund. Þau stefna að því að halda yfirlitssýningu á allri listsköpun hans og reka endahnútinn á hið skipulega sýning- arhald, sem hófst með sýningunni Náttúru- sýn sem haldin var á Listasafninu á Akur- eyri s.l. vor með olíu- og vatnslitamyndum frá íslandi, Grænlandi og úr Ölpunum. Sjálfur var Guðmundur vanur að halda sýningar víðsvegar út um land. í mai í fyrra var önnur sýning haldin í Reykjavík, í Listhúsinu í Laugardal, bg nefndist hún Upphafið. Þar voru myndir unnar með ólíkum aðferðum á tímabilinu 1914 - 1939. Margar þeirra komu á óvart t.d. athyglisverðar teikningar (unnar með pastellitum, koli, tússi, rauðkrít og blý- anti) og höfðu sumar ekki sést áður, graf- íkmyndir, olíumyndir og önnur myndverk sem öll voru frá fyrstu tveimur áratugum hans í listinni. Þriðja sýningin var haldin á Grænlandi í tilefni af 100 ára afmæli Ammasalík. Að henni stóðu Listafélagið í Ammasalík og Listasafn íslands á Akureyri. En af hveiju ætli verk Guðmundar hafi orðið fyrir valinu? Hann er líklega eini íslenski Iistamaðurinn sem notaði austur-græn- lensk mótív í verk sín; fjöll, landslag, græn- lensk dýr s.s. hvítabirni, seli og sauðnaut.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.