Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 4
t4U | 'íim? 5 UiítH ; llUfö j ' O í z ,l .UL j ' • .illUUÍi ! ■ ! ■ i ' * - ;»m iuí (i > iWff • MÓT, 1969. Leitað sonnum kjarna í tilverunni ÞAÐ HEFÐI glatt listakon- una Gerði Helgadóttur óendanlega mikið að vita af verkum sínum til sýn- is fyrir landa sína á svo frábærum sýningarstað sem Listasafn Kópavogs er. Ekki vil ég segja lista- verkin sem hún lagði svo mikið í sölumar fyrir, því að henni sjálfri hvarflaði aldrei að listin væri henni fórn. Nær væri að segja verkin sem hún lagði líf sitt í, því allt sem hún gerði var leit að einhveijum sönnum kjama tilverunnar, sem hún trúði að væri þess virði. Þótt Gerður væri að sýna í listaborgum erlendis við góðan orðstír var henni ótrúlega oft í huga hvað landar hennar mundu segja um þau. Ifyrir fyrstu sýninguna heima 1951 STEINDUR gluggi, um 1965. skrifaði hún: Það verður gaman að sjá hvað þeir segja um járnskúlptúrana mína? Má segja að svarið sé að finna í ummælum Guðbjargar Kristjánsdóttur, listfræðings og forstöðumanns Gerðarsafns, þar sem hún bendir í sýningarskrá á að járnskúlptúrar Gerðar séu tímamótaverk. Enda sýndi Gerð- ur fyrst íslenskra listamanna myndgerðir úr járni í Listamannaskálanum 1952. Er ánægjulegt að Guðbjörg hefur nú hafið vinnu við að gera úttekt á list Gerðar og setja í samhengi við erlenda og íslenska list. Frumkvöðull í Ísl. List í tilefni af fertugsafmæli Kópavogsbæjar hefur verið sett upp í Gerðarsafni sýning á verkum hennar. Er þar leitast við að gefa yfirlit yfir þróunina í þrívíddarlist Gerðar, auk þess sem þar eru ófáir steindir gluggar, en Gerður var sem kunnugt er frumkvöðull í glerlist hér á landi. Er nú á sýningunni sérstök áhersla lögð á glugga úr steinsteypu með þykku innfelldu gleri, sem hún vann eftir að hún ferðaðist til Egyptalands. Auk verka í eigu safnsins úr listaverkagjöf systk- ina hennar úr dánarbúinu eftir lát hennar hafa á sýninguna verið fengin verk að láni úr einkaeigu. Höggmyndalist taldi Gerður sjálf sitt í Listasafni Kópavogs -Gerðarsafni- hefur verið opnuð stór sýning á verk- um Gerðar Helgadóttur sem telst vera brautryðj- andi í íslenzkri glerlist og þrívíðri geómetrískri höggmyndalist. Sýningin mun standa í safninu til 16. júlí. Eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR STEINDUR gluggi. MÓSAÍK, 1969. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.