Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 10
>■- ADIL ERDEM Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson þýddi Ijóðin Vesturlönd Þögn sýna Láttu sólina, vindinn, storminn og snjóinn sem lengi hafa leikið um Agrilfjöllin í friði. Láttu fuglana dansa yfir höfði þér og kannski þú ættir að elta fálkann sem flýgur í áttina að hópi kvenna karla og barna sem þú ert hér vegna og þorpinu, sem löngu er brunnið til grunna. Líttu samt á hænsnin kettina hundana sem hafa lengi verið á flótta og finndu andblæ af brunnum líkum leikföngum mjöli smjöri og hári. Farðu til mannsins sem burðast með líkið af barni sínu. Spurðu hann hvað hann hafi hugsað sér með þetta lík eða hvað hann hafi hugsað sér með líf sitt eða hvert hann hafi hugsað sér að fara. Taktu eftir skjálfandi líkama hans. Líttu á vonlaust andlit hans. Spurðu hann hvar hinir séu niður komnir hvort hann hafi átt unga dóttur sem átti að efna til brúðkaups fyrir. Spurðu hann hvort hann hafi heyrt nokkuð frá aldraðri móður sinni sem lá og svaf meðan hermenn lögðu eld að þorpinu þar sem hann fæddist. Spurðu hann hvort hann hafi komið uppskerunni heim. Spurðu hann hvernig þeir ætli að jarða 120 lík á einum degi hvenær hann hafi síðast borðað eða hvort hann sé yfirleitt svangur. Nei. En skömmu síðar fór hann í áttina að þorpinu og á leiðinni niðureftir fann hann líkið af eldri konu með brauðhleif í hendinni. Það glaðnaði yfir honum. Nú rættist úr sýningunni hans. Hann tók upp meiriháttar útbúnað og fór að taka myndir. Hann átti þess líka kost að velta henni við svo hún liti í Norður eða Suður eða Austur eða Vestur ef svo bæri undir. Fötin skoðaði hann einnig. Mjög svo kúrdískan klæðnað. Þetta væri örugglega hægt að sýna á Vesturlöndum. Enginn vissi ástæðuna fyrir veru hennar í ógnarstóru húsinu sem farið var að kalla fangelsi. Enginn vissi neitt um ákafa þögn hennar ekki heldur um hvað hún söng, hvað hana dreymdi um eilífar nætur og af hverju henni var kalt af hveiju hún var hrædd meira að segja við vindinn við kuldann við fuglana við veturinn sem gnauðuðu í gegnum múrana. Enginn vissi hvað orðin þýddu í söngvum hennar ekki heldur fangavörðurinn Ismail sem talaði tungu hennar sagði sömu ævintýrin. Og óttinn sem kramdi hjarta hennar í miðjum draumnum sem hún hafði alist upp við. Kannski var heimurinn svo stór að enginn vissi um fjöldamorðin hvernig líkunum var staflað hverju ofan á annað í regindjúpi jarðarinnar ekki langt frá rökum rótum trjánna. Barn fjárhirðir og fuglarnir voru einu vitnin, og regnið skýin að sjálfsögðu og fjöllin, sem aldrei hafa lagt í vana sinn að fara leynt með raddirnar. Erfitt var að losna við barnið með sitt biðjandi augnaráð fallegt andlit rauðar varir Þyrst augu. En þegar fuglarnir flugu á brott skýin fylgdu þeim eftir, meðan fjöllin jörðuðu sig í sínar umkomulausu nætur, stækkaði hún. Nú á hún sér söngva, hún getur sungið teiknað öskrað kastað gijóti, og er ástfangin. Um höfundinn Rithöfundurinn Adil Erdem er Tyrki/Kúrdí, fæddur 1964 í sveitaþorpi skammt frá höfuðborginni Ankara. Frá árinu 1982 hefur hann búið í Danmörku og starfað þar við að kenna innflytjendum. Adil Erdem gaf út tvær fyrstu bækur sínará tyrknesku, smásögur og skáldsögu (1982), en á dönsku þreytti hann frumraun sína 1991 með smásagnasafninu „Som en drábe i Norden" (Einsog dropi á norðurslóð). Síðan hefur hann sent frá sér barna- og unglingabækurnar „Martin og Memo", „Ast á flótta" og „Brúðan í Sarajevo". Ljóðin eru úr Ijóðasafninu „Vesturlönd sýna" sem kom út 1994. Adil Erdem hefur lag á því í Ijóðum sínum að leiða lesandann inn að kúrdískum bakgrunni þar sem margar raddir óma í senn, rödd barnsins, rödd flóttamannsins, raddir elskenda og ekki síst rödd móöurinnar senn hefur þurft að horfa á börn sín deyja, hverfa inn í fangelsi eða leggja á flótta. Náttúran skipar þar líka stórt hlutverk. En þrátt fyrir allt þetta á skáldið heima á norðurslóð og þekkir sig vel þar. Ljóðið „Vesturlönd sýna" er ort í tilefni þess að ekki alls fyrir löngu sendi dagþlaö nokkurt Ijósmyndara til austurhluta Tyrklands. Hann var svo snjall að hann varð fljótlega heims- frægur. Og það kom sér vel fyrir hann. ELÍSABET KRISTÍN JÖKULSDÓTTIR ísland Bláar hendur teygja sig uppúr hvítum snjónum. Rautt fjallið steypist af himnum. Og himinninn er svartur. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. ÞORA BJÖRK BENEDIKTSDOTTIR Flótti Guð hvert get ég farið frá augliti þínu, þegar ég geng meðfram sjávarströndinni sé bylgjur hafsins gæla við klettana þá ert þú þar. Þegar regnið guðar á glugga minn þá ert þú einnig þar. Þegar ég heyri marrið í snjónum undir fótum mínum, þá ert þú þar. Ég get ekkert farið frá augliti þínu. Leiddu mína hendi Guð því hjarta mitt er sært og sjúkt en þinn stígur er fagur og hreinn. Leiddu mig inn á hann. Höfundur er nuddkona í Reykjavík og hefur gefið út Ijóðabók. VALGERÐUR ÞÓRA Hjartans vina Þú spyrð krefjandi spurninga um hjartasláttar sýknun og sekt. Eg á enga sérstaka skilgreiningu nema að axla krossinn sinn eins og hann er axlaður fyrir mig. Hjartans elsku vina ég var alls ekki hissa bara grjótið í hjartablóðinu er svo sárt þegar það veltur og sker allar tilfinningar þvert. Þess vegna græt ég aðeins í hjartanu þegar þú spyrð beint út af hverju. Höfundur er bókasafnsfræðingur í Reykjavík. JO

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.