Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1995, Blaðsíða 7
 ... 'l' ->— 3_ ■ -’C'.'., " T . ^CI;:T,h":'> ~A ■’■ ',v • - ÚTSÝNIyfir Galmarströnd. Húsið hægra megin á myndinni er félagsheimilið.. SÚ skemmtilega venja hefur skapazt, að vörumarkaður er haldinn einu sinni á sumri hverju í Reistarárrétt á Galmarasströnd. es f. 1880 og síðast Hannes einn, en þau voru bæði ógift og barnlaus. Þau bjuggu alla tíð í gamla húsinu að Hofi, sem nú er friðað. Eg var svo lánsamur að kynnast þessu heimili lítillega er ég var í heyvinnu þar einhverja daga á unglingsárum. Naut ég þá veitinga í eldhúsi þessa merka húss, þar sem frú Sigríður Briem hafði áður sýslað við eld og Ragnheiður í Fagraskógi lært til verka. Bróðir Ólafs Davíðssonar, Hannes á Hofi, þessi hámenntaði maður sem aldrei hafði farið í skóla, ræddi við strákinn mig um áhugamál sín á klassísku bókmáli en tilgerðarlaust, enda tilgerðar- lausari maður harla vandfundinn. Ekki er að efa að menningarblærinn frá Hofi hefur fylgt Ragnheiði útí Fagraskóg og dafnað þar vel. Þótt Davíð skáld, sonur Ragnheið- ar, ætti við veikindi að stríða í æsku og sæktist seint skólanám, þá fór hann víða, kynntist mörgu og varð fyrir áhrifum. Um það vitnar t.d. pílagrímsför hans og vina hans að gröf Gustavs Fröding. Lífsstarf Davíðs var í byrjun ævintýri líkast og viss er ég um að upphaf þess ævintýris er að fínna í gömlu stofunni á Hofí, sem enn stendur þar. Sjálfur kynntist ég Davíð ekki en sá honum bregða fyrir á götum Akureyrar og í túninu í Fagraskógi á heyskapartíma. Líklega sá ég hann fýrst á Akureyri í kaup- staðarferð með föður mínum, en þeir heils- uðust jafnan er þeir mættust, enda svei- tungar og á líku reki. Minnisstæðastur er mér þó Davíð þar sem hann stóð á hlaðinu í Fagraskógi á björtu og kyrru sumar- kvöldi og ræddi við nágranna sinn, Her- mann á Kambhóli. Hermann bjó með stóra fjölskyldu en fremur litlu búi, en var vega- verkstjóri í mörg ár og sjálfmenntaður dýralæknir og varð þar mörgum að liði. Þeir Davíð ræddust lengi við á hlaðinu. Davíð var klæddur brúnum jakkafötum með svarta kollhúfu á höfði og í brúnlit- aðri skyrtu sem stóð niðurundan jakkanum og í gúmmískóm að mig minnir. Stefán í Fagraskógi var umsvifamikill bóndi, byggði upp hús og ræktaði tún, auk þess sem hann var hreppstjóri og alþingis- maður um skeið. Stefán var nokkuð hávax- inn og grannur; mér sýndist hann fremur fáskiptinn alvörumaður, en þá skal haft í huga að hann veiktist snemma af Parkin- son-veiki og lést fyrir aldur fram árið 1955. Það kom því í hlut konu hans að stýra búinu í fjarveru manns síns og í veikindum hans. Vinnumenn voru jafnan í Fagraskógi og stundum danskir. Alfreð Kristensen var þar lengi, en kunnastur varð þó trúlega Einar Petersen, sem seinna bjó lengi að Kleif í Þorvaldsdal, en hann stundaði þar merkar jarðfræðirannsóknir og reit um þær greinar í blöð og tímarit. Þóra, systir Davíðs, bjó einnig þarna í sveitinni. Hún var gift Arna Jónssyni frá Arnarnesi, bróður Kristínar listmálara. Hann var símstjóri á Hjalteyri, en Þóra tók við því starfí eftir lát hans. Hún var forkur mikill og man ég að rætt var um að fá hana í hreppsnefnd, sem varð þó ekki. Það var í fyrsta sinn sem ég heyrði konu nefnda til slíkra starfa. Davíð hélt tryggð við Fa- graskóg alla tíð og einnig eftir að bróðir hans lést. Hann sleit aldrei rætur sínar og reyndi aldrei að fjarlægjast uppruna sinn, þrátt fyrir ærsl og uppreisnargirni æskuár- anna og ýmisleg áhrif frá ferðum sínum og lestri. Oft heyrði ég í æsku talað um Davíð í Fagraskógi og heyrði sögur af Davíð skáldi og ekki allar mjög kurteisar. Ég man enn undrun mína er það rann upp fyrir mér að þetta var einn og sami maður- inn. í sjávarplássunum hér syðra mátti stund- um heyra annað viðhorf til Davíðs én ég hafði vanist, einkum hjá skáldum. Rangt er þó að segja að menn hafi verið í stríði við hann. Fremur að menn hafí litið á hann sem gamlan mann sem farinn var að endur- taka sjálfan sig. Gjarnan er vitnað í orð Steins Steinarrs þessu til áréttingar, en Steinn hafði víst gaman af að senda „kol- legum“ sínum skeyti. Hvað sem olli snerist Davíð á efri árum gegn róttækum breyting- um í ljóðagerð. Dósóþeus Tímoteusson, gamall vinur Steins, bankaði eitt sinn uppá hjá Davíð norður á Akureyri. Davíð tók honum vel, bauð honum til stofu og rædd- ust þeir við lengi í mesta bróðerni. Dósóþe- us reyndi að sveigja talið að Steini og fá álit Davíðs. Steinn er gott skáld sagði Davíð og önnur skilaboð fékk Dósóþeus ekki. En Steinn var þjóðsagnapersóna ekki síður en Davíð, en þær þjóðsögur samdi hann gjarnan sjálfur. Sem kunnugt er var mikið rætt um form- byltingu í ljóðlist hér, um og eftir miðja öldina og risu deilur miklar og oft heldur leiðinlegar um þetta merkilega efni. Sé lit- ið yfir sviðið nú sýnist mér ofmælt að tala um byltingu. Þarna var fremur um að ræða þróun sem staðið hefur með ýmsum sveiflum alla öldina. Davíð átti sinn þátt í þessari þróun eins og margir fleiri, t.d. Steinn Steinarr. Mér þykir raunar þáttur Steins stundum ofmetinn á kostnað ann- arra, ekki síst stórskáldanna Jóns úr Vör og Snorra Hjartarsonar, en áhrif þeirra tel ég vanmetin. Svipað má segja um ljóð Jóns Óskars, Einars Braga og Sigfúsar Daða- sonar. Og hér má kannski leiðrétta þá fáfræði sem stundum heyrist að orðið atómskáld hafi aðeins verið notað um 5 eða 6 skáld. Þetta merkingarlitla orð var notað um alla sem ekki ortu „á hefðbundinn hátt“ allt framtil ársins 1965 og ekki einungis um ljóð, en einnig um þá fáu sem skrifuðu prósa í nútímastíl, sem kallað var, t.d. þá Steinar Siguijónsson og Thor Vilhjálmsson. Það er gott ef aldarminning Davíðs Stef- ánssonar leiðir til nokkurs endurmats á íslenskri ljóðagerð síðustu áratuga. Höfundur er skáld í Reykjavík. TALIÐ FRÁ vinstri: Jón Magnússon alþm. og síðar forsætisráðherra, Lárus H. Bjarnason alþm. og síðar prófessor og hæstaréttardómari, Hannes Hafstein ráðherra, Jóhannes Jóhannesson alþm., sýslumaður og bæjarfógeti í Reykjavík, Stein- grímur Jónsson alþm. og Stefán Stefánsson alþm. Jóhannes Jóhannesson (1866-1950) alþingismaður 1900-1901, 1903-13 og 1916—31. Sýslumaður og bæjarfógeti 1894-1928, frá 1918 í Reykjavík. Hann var valtýingur, þ.e. var í flokki sem fyrst hét Framfaraflokkur (1900), frá 1902 Framsóknarflokkur og frá 1905 Þjóðræðis- flokkur. Síðustu ár sín á þingi var hann í íhaldsflokki (1924-29) og loks Sjálfstæðis- flokki. Steingrímur Jónsson (1867-1956) konungkjörinn alþingismaður 1907-15. Sýslumaður og bæjarfógeti 1897-1934, á Akureyri frá 1920. Heimastjómarmaður. Stefán [Jóhann] Stefánsson (1863- 1921) alþingismaður 1900-1915. Kennari við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og síðar á Akureyri, skólameistari þar 1908 til dauðadags. Hann var náttúrufræðingur og hinn eini íslenzku nefndannannanna, sem ekki var lögfræðingur. Arin 1900- 1908 voru þeir flokksbræður hann og Jó- hannes (ut supra), en frá og með uppkast- inu má segja að þeir hafí hrakizt í Heima- stjórnarflokkinn. Maðurinn lengst til hægri á myndinni kynni að vera Finnur Jónsson (1858- 1934) prófessor í Kaupmannahöfn. Höfundur er fyrrverandi prófessor. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. JÚNÍ1995

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.