Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Blaðsíða 2
HLUTI freskunnar í Landsbankanum: Sjósetning - máluð svo til nákvæmlega eftir ljós- SJÓSETNING. Ljósmynd tekin í Grindavík 1924.
myndinni til hægri. íþesskonar notkun tækninnar hefur Kjarval einnig verið brautryðjandi.
TÍMAMÓT1929: Hér tekur Kjarval fyrir alvöru stefnuna á landslagsmálverk-
ið. Myndin sem hér sést, Hrafnabjörg, eru frá því ári.
til þessa komið fram sem skyldi, hvað Kjarv-
al var á næstu árum á eftir undir sterkum
áhrifum frá dönskum módemisma. Hún
bendir á að athyglisvert sé að bera saman
verk eftir danska málarann Jais Nielsen: Sir-
kussýning-Loftfimleikamenn og vel þekkt
málverk Kjarvals, íslenskir listamenn við
skilningstréð, málað 1918. í báðum verk-
unum er horft niður á hringlaga svið þar sem
loftfimleikamennirnir eru hjá Nielsen, en hin-
ir íslenzku listamenn hjá Kjarval. Þessi sam-
líking sýnir líka hvað Kjarval tókst vel að
vinna úr sínum áhrifum á persónulegan hátt.
Málverk Nielsens er mjög franskættað og
undir kúbískum áhrifum. Þau sjást hinsvegar
ekki í mynd Kjarvals og í hestunum sést sú
persónulega og sérstæða útlínuteikning sem
oft átti eftir að einkenna verk hans.
Skömmu síðar málaði hann það dulmagn-
aða verk Jónsmessunótt með þeysiríðandi
mönnum sem virðast verða viðskila við hest-
ana og þyrlast upp eftir óraunverulegu lands-
lagi og hrapa síðan niður. Þarna virðist mér
að sé mest nálgun við verk og hugmyndir
Einars Jónssonar, annaðhvort um endurfæð-
ingu eða eilífa hringrás. En svo aftarlega
vorum við á merinni þegar Kjarval sýndi
verkið í Reykjavík 1919, að ekki virðist hafa
verið hægt að meta það nema út frá raun-
sæislegu sjónarmiði. Um myndina sagði svo
í Vísi:
„Ég kann ekki að meta þessa hryggbrotnu
og sliguðu húðarjálka. Þeir vekja hjá mér
viðbjóð og ándstyggð á þessum skrípalátum
og Jónsmessustemmningin fer út um þúfur".
Á þessum mótunarárum liggur leið Kjarv-
als til Frakklands og Ítaiíu. Frá þeim tfma
er Skógarhöllin, frábærlega stílfærð skógar-
mynd, sem höfð er í öndvegi á sýningunni.
Það hefur verið 'skemmtilegur tími í lífi málar-
ans_ þegar hann fór ásamt Tove konu sinni
til Ítalíu snemma árs 1920. Það voru ekki
bara sjónlistimar allt um kring í Róm sem
örvuðu hann, heldur einnig sígilt bókmennta-
verk Dantes, La divina eomedia. Samnefnd
rauðkrítarmynd Kjarvals með heimspekilegu
og tilvistarlegu inntaki er meðal mynda á
sýningunni. Frá hinni eilífu borg skrifaði
Kjarval Einari Jónssyni bréf, þar sem stend-
ur m.a. svo um rústir Rómaborgar: „Þær
virka á mig sem skopleikúr hins materialla
mannsanda - tragisk og brjálsemislega virka
þærámig- það fyrirgefanlegasta eru minnis-
borgirnar og heiðurshliðin- þau eru bæði
falleg og manneskjuleg listaverk eða gætu
verið“.
Fjölhæfnín
ÞÓTTI GALLI
Þegar líður á þriðja áratuginn, taka að
birtast landslagsmyndir frá hendi Kjarvals,
sem gefa vísbendingu um komandi ár. Mál-
verk af Hrafnabjörgum frá árinu 1929 er
þar á meðal; dæmigerð Kjarvalsmynd mundu
margir segja. En jafnframt - það sama ár-
málar hann aigerlega abstrakt, og það geó-
metrískt, verk sem hann nefnir á sinn skáld-
lega máta „Expanótíska artifisjón af lands-
lagi. Það leið síðan og beið í rúm 20 ár þar
til tízkan bauð þeim sem þá voru nýkomnir
frá París að mála ekki ósvipaðar myndir.
Önnur mynd, Dverghamrar, einnig frá árinu
1929, sameinar abstrakt flatarmynd, kúb-
isma og impressjóníska áferð og liti. Þetta
sýnir að Kjarval hefur viljað reyna flestar
stíltegundir og jafnvel að blanda þeim sam-
an. Hann var uppfullur af áhuga á kúbisma
úti í Kaupmannahöfn árið 1917 eftir því sem
Magnús Á. Árnason hefur sagt: „Hann tal-
aði þá af svo miklum eldmóð um þá stefnu
(kúbismann) að ekki var hægt annað en sann-
færast um framtíð hennar og möguleika. “
Það voru samt slíkar tilraunir og eðlilegar
þreifingar skapandi listamanns, sem fóru í
taugarnar á sumum hér heima. Þeim fannst
hann eins og reiðhestur sem hleypur upp af
skeiðinu.
„Ásgrímur vinnur í ákveðna átt og nær þar
til fullkomnunar. Kjarval herjar út og suður“
sagði einn gagnrýnandi. Valtýr Stefánsson,
ristjóri Morgunblaðsins, gerði þetta sama
oftar en einu sinni að umkvörtunarefni í
gagnrýni. Á sýningu sem Kjarval hélt 1924,
gagnrýndi Valtýr málarann sérstaklega fyrir
að vinna ekki saman hugmynd og mynd. Það
er út af fyrir sig furðulegt aðfinnsluefni; lista-
maðurinn einn veit hver hugmyndin er og
enginn annar en hann getur dæmt um þetta.
En þetta skilningsleysi á verkum Kjarvals
virtist ekki dvína á næstu árum, segir Krist-
ín G. Guðnadóttir í ritgerð sinni í sýningar-
skránni. Og til þess að kveða niður fordóma
og auka skilning á myndlist hóf hann útgáfu
á blaði árið 1925 og nefndi það Essenisma.
Þessi barátta virðist hafa gleymst í áranna
rás; við höldum að Kjarval hafi alltaf verið
óskabam þjóðarinnar og búið við aðdáun.
Og vissulega átti hann sanna aðdáendur frá
upphafi, menn eins og Guðbrand Magnússon,
sem létu sig engu skipta þótt Kjarval hefði
fleiri en eina liststefnu undir.
„Kjarval hafði mótbyr á árunum 1922-
1926“, segir Kristín G. Guðnadóttir, „En
eftir að hann sýndi mannamyndir, eða „haus-
ana“ eins og þeir eru nefndir, breyttist við-
horfið til hins betra. í viðtali við Lögréttu í
apríl 1922, reynir Kjarval að svara fram
kominni gagmýni og segir þar:
„Sjálfum hefir mér verið borið á brýn, að
jeg væri sjaldan sjálfum mjer líkur og sundur-
leitur í verkum mínum og er þetta ekki að
ósekju, því er fljótt á að líta fyrir þann sem
heimsækir mig og sjer það sem jeg hefi gert
að jeg muni ekki vera við eina fjölina felld-
ur. Jeg er þessa fullvitandi og reyni ekki að
skýla þessu, því þá færu landar mínir þess
á mis að sjá hvernig unglingurinn hefir unn-
ið meðan hann var að skoða heiminn, sem
honum var ókunnugur, nema í munnmælum
og kynjasögum."
Þetta er athyglisvert vegna þess að enn á
vorum dögum eru gagnrýnendur að pota í
þá sem „heija út og suður“ og eiga það til
að vera sundurleitir í verkum sínum.
Með því merkasta sem liggur eftir Kjarval
frá þessu tímabili er freskan í Landsbank-
anum; minna þekkt verk en vert væri vegna
þess að hún er þar á afleitum stað og fáir
sjá hana. Jón Stefánsson hafði tjáð sig í
mynd um landbúnaðinn á vegg í bankanum
og það kom í hlut Kjarvals að túlka sjávarút-
veginn. Þar hefur Kjarval m.a. málað síð-
klæddar konur að stafla saltfisk á stakk-
stæði, menn við útskipun á saltfiski og sjó-
menn á opnum báti að ýta úr vör. Þar sem
hann var öllu vanur til sjós, hef ég ævinlega
talið víst að þessar myndir hafi hann teiknað
án sérstakra fyrirmynda og byggt á minni.
En nú hefur komið í ljós að svo er ekki.
Eftir lát listamannsins fundust filmur í
fórum hans og þar sjást fyrirmyndirnar.
Annaðhvort hefur Kjarval sjálfur tekið mynd-
irnar; brugðið sér á stakkstæðin úti í Skerja-
firði, niður að höfn þar sem útskipunin fór
fram og svo til Grindavíkur, þar sem myndað
var þegar menn ýttu báti á flot, eða einhver
hefur gert þetta fyrir hann. Hann notar þess-
ar fyrirmyndir að vísu lauslega; gerir konur
úr sumum körlunum á myndunum, en sjó-
setninguna í Grindavík hefur hann teiknað
nákvæmlega eftir ljósmyndinni.
Það var árið 1925 að Kjarval lauk við
freskuna í Landsbankanum og mun alveg
óhætt að segja, að á þeim 70 árum sem síð-
an eru liðin hafi kannski eitt jafn frábært
verk verið unnið í opinbera byggingu og þar
á ég við altaristöflu Nínu Tryggvadóttur í
Skálholti. Það er merkilegt og jafnvel ótrú-
legt, að svo litlum tíðindum þótti þessi freska
í Landsbankanum sæta, að á hana var ekki
minnst í dagblöðunum svo heitið gæti og
engin gagnrýni skrif-uð um hana. Aðeins var
minnst á það í smáfrétt í Tímanum, að Kjarv-
al hafi lokið við myndinar og að þær séu
„prýðilegar".
VÖNDUÐ SÝNINGARSKRÁ
Sýningarskráin sem Kjarvalsstaðir standa
að í tilefni sýningarinnar er nýtt Kjarvals-
kver, 50 blaðsíður. Hún er tvískipt. Ánnars-
vegar er hin listfræðilega úttekt Kristínar
G. Guðnadóttur á mótunarárum Kjarvals;
hinsvegar sagnfræðileg úttekt á æviferli
Kjarvals frá fæðingu 1885 til ársins 1930
eftir Ásmund Helgason,_ ungan sagnfræðing,
sem ber nafn afa síns, Ásmundar Sveinsson-
ar myndhöggvara. Þar er í stuttu máli farið
yfir hvert ár fyrir sig á aðgengilegan hátt.
Spyija mætti hvort ekki sé að bera í bakka-
fullan lækinn að ráðast í slíka samantekt
eftir allt sem búið er að gefa út um Kjarv-
al. Þar má nefna Kjarvalsbók Helgafells með
ritgerð Halldórs Laxness um listamanninn.
Síðan hefur Björn Th. Björnsson skrifað um
feril hans í myndlistarsögu sinni, Thor Vil-
hjálmsson í sinni ágætu Kjarvalsbók og loks
er að nefna ævisögu Kjarvals í tveimur bind-
um eftir Indriða G. Þorsteinsson.
Kristín G. Guðnadóttir taldi að full ástæða
hefði verið að ráðast í þessa úttekt engu að
síður. Fyrst núna, sagði hún, væri búið að
safna saman öllum rannsóknargögnum. Mik-
il vinna hefur verið lögð í að fara yfir öll
dagblöðin, því það er fyrst og fremst þar sem
heimildir er að hafa, og það gerði Ásmundur.
Þar fyrir utan hefur Kristín leitað í dönsk-
um dagblöðum og bréfasafn Kjarvals hefur
verið skoðað vandlega. Hann stóð í bréfasam-
bandi við marga og gerði þá stundum upp-
köst að bréfum sínum og þau geymdi hann
og lét eftir sig. Það er hinsvegar mun meira
til af bréfum sem hann fékk frá öðrum. Til
eru einnig handrit hans af ýmsu sem hann
birti og þar leynist ýmislegt, til dæmis rit-
gerð hans um fútúrisma. Allt sem fyrir ligg-
ur og safnað hefur verið saman, hefur verið
skoðað af sagnfræðilegri nákvæmni, segir
Kristín, og telur samt að ekki séu öll kurl
komin til grafar.
Það er háttur virðulegra safna í útlöndum
að gefa út viðamiklar sýningarskrár þegar
merkar sýningar eru haldnar. Þetta eru
stundum svo mikiir doðrantar að maður
veigrar sér við því að bæta þeim við farang-
urinn. Sýningarkráin um mótunarár Kjarvals
er ekkert slíkt. En hún er þó nokkur bók.
Ekki þó í flokki listaverkabóka með íjölda
litprentana. Þetta er umfram allt textabók
og myndirnar eru allar í svarthvítu. Þarna
er á aðgengilegan hátt hægt að sjá hvað
dreif á daga Kjarvals hvert ár fyrir sig fram
til 1930. Tökum til dæmis það sem sagt er
um árið 1915:
„Kjarval virtist í léttu skapi á nýársdag
1915: „Mér líður veh.Jeg er grallaraleysisins
maður og sendi bombur um víða veröld".
Þann 17. mars kvæntist hann Tove Merrild
og bjuggu þau á Max Miillersvej 3 í Kaup-
mannahöfn. Hann lauk öðru ári sínu í Aka-
demíinu um vorið og hóf þriðja námsár þá
um haustið. “
Úr þessu verður líklega fátt alveg nýtt
dregið fram í dagsljósið um Kjarval. Gildi
samantektar Ásmundar og ritgerðar Krist-
ínar liggur í því að fá margháttaðar upplýs-
ingar í samþjappað og aðgengilegt form. Og
þar er margt harla athyglisvert, hvort sem
það hefur birzt einhversstaðar áður. Til dæm-
is klausa úr bréfi sem Kjarval skrifar vini
sínum, Guðmundi W.Kristjánssyni í apríl
1929 og gefur þar til kynna þau tímamót,
sem framundan eru hjá honum:
...hefi jeg nú í hyggju að leggjast út- það
þýðir að gjörast útilegumaður- og stunda
málverk mitt einn - við vernd alnáttúru, og
sjá svo til hvað setur. Habitus skal til als
nokkur, og mun ég nú breyta meira frá alf-
aravegi en oft áður. Hvað af slíku leiðir vit-
um vjer einungis í huganum enn svolítið.“
Ástæða er líka til að staldra við niðurstöðu
Kristínar, þar sem hún segir m.a.svo: „Sé
litið yfir þetta frjóa mótunarskeið á ferli
Kjarvals, sem árin fram til 1930 voru, má
sjá að ferill hans lýtur ekki hefðbundnum
lögmálum. Kjarval takmarkar sig ekki við
eina stefnu og fylgir henni eftir, heldur sýna
verk hans fram á að flest það er hann komst
í snertingu við vakti áhuga hans og kallaði
á skoðun og útfærslu. Þannig má sjá að
hann er að vinna natúralistísk, kúbísk og
expressjónistísk verk samtímis. Frumleiki
hans felst í óvanalegri úrvinnslu mismunandi
áhrifa, en sýnt hefur verið fram á hvernig
hann oft tvinnar saman gjörólíkar hugmynd-
ir og stílgerðir svo sem stílbrigði úr dönskum
módernisma og hugmyndir frá WiIIiam Blake
eða myndbyggingu endurreisnartímabilsins
og stílbrigði impressjónismans. Hugarflugi
hans og sköpunarkrafti virðast engin tak-
mörk sett og sætti hann því ámæli fyrir
vinnubrögð sín í hinu þröngsýna, íslenska
listaumhverfi. “
GfSLI SIGURÐSSON
2