Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Síða 5
f geta ekki fengið ríkisborgararétt. Pjöldi Rússa er á báðum áttum enda hafa breyting- arnar verið gífurlegt áfall fyrir þá. Sergei Ivanov, formaður rússneska flokksins ,Eist- land er heimili vort“ sem fékk sex fulltrúa kjörn á eistneska þingið (Riigikogu) í síðustu kosningum, segir vanda rússneska minnihlut- ans fyrst og fremst sálfræðilegan: ,Þeir búa nú í nýju ríki við ný lög. Fyrir aðeins nokkr- um árum bjuggu þeir í Sovétríkjunum og höfðu frelsi til að flytja innan þeirra og velja sér tungumál. Núná’ standa þeir frammi fyr- ir kröfum um nýjan ríkisborgararétt og tungumálanám sem margir hafa ekki efni á.“ Þessi breyting úr Sovétborgara í minni- hlutahóp er erfið og Ivanov vil! að þeir Rúss- ar sem líta á sig sem Eistlendinga fái aðstoð til að aðlagast. ,Við reynum daglega að byggja brýr og skiljum að Eistlendingar þurfi líka að byggja upp sína sjálfsmynd," segir Ivanov en bætir við að óvinaímynd Rússa hjálpi ekki við uppbyggingu samfélagsins. Aðspurður segir Tiit Váhi forsætisráðherra hins vegar að það komi ekki til greina að nota peninga úr ríkissjóði til að kenna rússne- skumælandi minnihlutanum eistnesku og minnir á að Eistlendingar beri gamlar byrðar frá Rússum. Breytinga virðist því vart að vænta. Baráttan Gegn Glæpum Stjórnmálamenn og fréttaskýrendur í Eist- landi eru sammála um að baráttan gegn glæpum sé forgangsverkefni, ekki síst ef takast eigi að byggja Eistland upp sem ferða- mannaland. Eistneskum stjórnvöldum hefur orðið nokkuð ágengt. Sem dæmi má nefna að stærsta ferðamannahótel Tallin, hótel Viru, er ekki lengur í eigu Tsjetsjensku maf- íunnar. En enn berast fregnir af glæpum tengdum mafíustarfsemi. í maí sl. létust tveir meðlimir „Varnarbandalagsins", sjálfstæðs vopnaðs hóps sem aðstoðar herinn, í bíla- sprengingu. Þrátt fyrir allt hefur Tallinn mikið að bjóða sem ferðamannabær. Þægi- legt er að komast þangað með feijum frá Helsinki og verðlag er ákaflega hagstætt. Nafnið Tallinn þýðir danskur kastali og vísar Landið er flatt (hæsti punktur er aðeins 51 metra yfir sjávarmáli) en vaxið íjölbreyttum skógi og langar sandstrendur setja svip sinn á landslagið. Þarna er að finna bæði aragrúa fuglategunda og jurta. Höfuðborg svæðisins er hin forna Haapsalu sem skartar vel varð- veittum miðaldastrætum og svipmiklum kast- ala. Svíar réðu borginni frá 1581 allt til 1710 þegar Rússar tóku hana. Haapsalu varð snemma fræg fyrir- leirböð sem þóttu hafa mikinn lækningamátt. Fyrstu leirböðin opnuðu 1825 og meðal gesta þar voru með- limir rússnesku keisarafjölskyldunnar. Leirb- öðin laða enn að þúsundir finnskra ferða- manna árlega. Frægasti næturklúbbur lands- ins, Africa, dregur til sín yngra fólk alls stað- ar að, jafnt frá Tallinn sem Tartu. Við inn- ganginn þurfa gestir að sæta vopnaleit með málmleitartæki en þegar inn er komið þarf helst að varast .rússnesku dömurnar" sem hafa leyfi til að starfa inni á staðnum. Héraðs- og sveitarstjórnir á öllu svæðinu leggja höfuðáherslu á uppbyggingu ferða- þjónustu enda margt að sjá og gera. Hægt er að gista á hótelum í bæjunum, í vistlegum sumarhúsahverfum eða í bændagistingu sem ef til vill er mest spennandi kosturinn. Júri Saar, héraðsstjóri eyjarinnar Saaremaa, seg- ir að öll uppbygging ferðaþjónustunnar miði að því að vernda hina viðkvæmu náttúru eyjarinnar. Ibúar leggja líka áherslu á að miðla sérstæðri menningu sinni og sögu. Andrúmsloftið er afslappað og verðiagið er mun lægra en í Tallinn. Öryggi ferðamanna og lág glæpatíðni er meðal þess sem Vestur- landið lofar. Urmas Suklas, borgarstjóri í Haapsalu, ákvað að grípa til róttækra og umdeildra aðgerða til áð stemma stigu við vaxandi glæpaöldu í borginni. í júní á síð- asta ári lét hann loka einni af aðkomuleiðun- um til borgarinnar og setti upp vegatálman- ir á öðrum. Lögreglan stöðvaði að meðaltali tíunda hvern bíl yfír daginn og alla sem fóru um á nóttunni. Núna eru vegirnir einungis lokaðir einhveija eina nótt í viku. ,Við höfum útrýmt bílþjófnaði," segir Suklas og bætir við að Haapsalu sé nú vonandi öruggasta borg Eistlands. GATNAMÓT í hinum græna miðbæ Kuressaare (Storkaeyjar), höfuðborgar eyjarinnar Saaremaa. Afslappað andrúmsloft bæjarins smitar ósjálfrátt til allra sem þangað koma. til fornra tengsla við Norðurlöndin. í borg- inni er vel varðveitt miðaldahverfi með þröng- um steinstrætum og fögrum byggingum, hinn sögufrægi Toompea kastali og svo má nefna líflegt næturlíf. í ferðamannabækling- um leggja Eistlendingar áherslu á aukið ör- yggi ferðamanna samhliða því sem viðhorf þeirra til Rússa koma fram. í kynningu á Tallinn segir til dæmis að í stað gömlu öryggi- svarðanna, sem einkum hafi verið eftirlauna- þegar og fyrrum foringjar í KGB, sé komið nýtt eistneskt blóð. Þá er einu hverfi borgar- innar lýst sem ,óvingjarnlegu“ blokkahverfi með 117 þúsund íbúa. Þar er átt við risa- stórt hverfí sem byggt var fyrir rússneska innflytjendur. A sama tíma og Eistar máttu bíða árum eða áratugum saman eftir lítilli íbúð komu rússneskir innflytjendur með fögg- ur sínar inn á aðallestarstöðina, með heimilis- fang á miða og fengu afhenta lykla að ný- byggðum íbúðum. Viðhorf Eista til Rússa hafa auðvitað mótast af þessum samskiptum. Náttúruperlan Láánemaa Og Eyjarnar Þótt .Danski kastali" vísi til fornra tengsla við Norðurlöndin hefur aðal-,Skandínavíu- vakningin“ í Eistlandi verið á Vesturlandinu (Láánemaa) og eyjunum þar undan strönd- inni. Þar voru áður lífleg samfélög Eistlandss- vía og mikil samskipti norður og vestur yfir Eystrasaltið. Vesturlandið og eyjarnar eru náttúruparadís sem enginn ferðalangur til Eistlands ætti að láta fram hjá sér fara. Blóði Drifin Saga íbúar Vesturlandsins og eyjanna undan ströndinni segja stoltir að þetta sé ,eistnesk- asti“ hluti Eistlands; þarna búi fæstir Rúss- ar. En ummerkin eftir rússneskt hernám blasa hvarvetna við. Eistar eru enn önnum kafnir við að hreinsa upp strandlengjur og byggja upp fiskveiðar eftir að hafa verið bannað að sækja sjó frá eyjunum. Efnahags- leg stöðnun sést á niðurníddum timburhúsum sem stinga enn meira í augu eftir að farið var að gera við fjölda húsa svo upprunaleg fegurð þeirra blasir við. Urmas Suklas, borg- arstjóri í Haapsalu, segir að ef erlendir frétta- menn hafi áhuga á að kynna sér aðstæður lækna og sjúklinga eins og þær voru í byijun aldarinnar sé heimsókn á sjúkrahús bæjarins þjóðráð. Eyjarnar úti fyrir ströndinni voru margar hveijar algert bannsvæði á Sovéttím- anum. Heimsókn þangað er líkt og að fara ögn aftur í tímann. Samfélög eyjanna bera ör sem aldrei munu gróa. Þar var áður fjöl- mennt samfélag Eistlandssvía sem hvarf nær alveg í flóttanum mikla undan Rússum 1943 til 1944. í riæstu grein verður sagt meira frá þessum landshluta og afdrifum sænska sam- félagins. Þarna mynda menjarnar um blóði drifna sögu ótrúlega andstæðu við nátt- úrufegurðina og kyrrðina. Höfundur er blaðamaður og stjórnarmaður í Norræna blaöamannaklúbbnum. Greinin er afrakstur ferðar hans um Eistland ásamt nokkr- um öðrum klúbbfélögum. Ása, ég elska hann Smásaga eftir BJÖRGU ELÍNU FINNSDÓTTUR ÆR höfðu setið drykk- langa stund 4 kaffíhúsinu „Korgur“, og reifað vandamál Evu. Klukkan var langt gengin sex, á þessum sunnudegi og staðurinn var að fyllast af unglingum. Það voru ekki lengur aðstæður að ræða aivarleg mál þarna inni. Þó sagði Ása með undrun í rödd- inni: „Ég gat ekki ímyndað mér annað en hann væri nýtilegur í bólinu. Oná allt annað segir þú svo, að hann sé ekki öðrum mönnum fremri á því sviðinu. Hver er þá forsendan fyrir þessu sambandi þínu?“ Ása og Eva höfðu verið vinkonur, allt frá því þær byijuð í barnaskóla og útskrifuðust úr Verslunarskólanum. Ása giftist diplómat. Hún fluttist með_ honum til New York og þaðan til London óg síðan aftur til New York, Hún þreyttist á að þeytast með honum milli heimsálfa. Fílaði sig eins og þeytispjald. Hjónaband þeirra var barníaust. Henni fannst engin forsenda fyrir þessu hjónabandi sínu lengur, og skildi því. Ása skildi ekki forsenduna fyrir sambandi Evu við Bárð. Hver gat hún verið? Hún gat eins búið með Bárði á Búrfelli. Eva skildi við skipstjórann sinn fyrir fjórum ái-um. Eva var aldrei hrifin af Skapta skip- stjóra. Og þegar báðar dæturnar fluttu að heiman, skildi hún. Eftir að hún kynntist Bárði vissi hún hvað ástin var. Einu sinni korn hún upphandleggs- brotin eftir hann til Ásu og bað hana að hýsa sig. „En ég elska hann,“ sagði Eva, þegar Ása hreytti út úr sér, að nú væri mál að losa sig við krimmann. Hann væri bara plastpokagæi og misindismaður. Bárður var í brunaliðinu. Einu sinni drýgði hann þá hetjudáð að bjarga konu út úr brenn- andi húsi. Þá birtust myndir af honum í blöð- unum og frásagnir af atburðinum. Tveim sólarhringum eftir hetjudáðina kom Eva heim til Ásu. Klukkan var rúmlega þrjú að nóttu. Eva og Bárður höfðu farið út að skemmta sér fyrr um kvöldið. Þau skruppu á litla notalega ölkrá í mið- bænum. Og þar hitti Eva Albert, gamlan skólabróður úr Versló. En þegar þau tóku tal saman, tryllist Bárður, hellti hálfum lítra af bjór yfir Evu og fór um hana mörgum ófögr- um orðum, um hvað hún væri mikil hóra. „Hann hefur bara ætlað að slökkva ástar- neistann sem hefur verið að blossa milli ykk- ar Alberts, með því að hella yfír þig bjórn- um,“ sagði Ása hlæjandi. Eftir skemmtunina á ölkránni fóru Eva og Bárður heim til sín og þar barði Bárður hana sundur og saman eins og harðfísk. Hann sagði að hún ætti ekki annað skilið eftir spjall sitt við Albert. Og nú var hún komin heim til Ásu, með amarnefið flatt út á kinn, og fór fram á gist- ingu. Eva hafði gott skipulag á að dreifa sér jafnt á milli vina og ættingja, þegar hún þurfti að flýja hús vegna Bárðar. Og nú fannst henni röðin komin að Ásu, að hýsa sig. Eftir skilnaðinn við Skapta, hafði hún keypt sér rúmgóða tveggja herbergja íbúð í vesturbænum. Og fljótlega flutti Bárð- ur inn á hana. „Af hveiju ert „þú“, svona fijálsiega sjálf- stæð kona að púkka upp á svona dela, eins og Bárð. Og ekki er hann greindur eða ske_mmtilegur“. Ása var vön að láta allt flakka. Hún var jafnóhefluð, i dag, fjörutíu og fjögurra ára gömul, og hún var sem táningsstelpa í Versló. En var Bárður kannski skemmtilegur? Kannski var það bara húmor í honum, en ekki heimska, þegar liann sagði Ásu einu sinni að pabbi sinn væri af Suðurlandi. Hún spurði hann hvort hann væri úr Árnessýslu, en hann sagði: „Nei, hann er úr Borgarfirð- inum.“ Og var það kannski húmor í honum líka, þegar hann sagði einu sinni að kaþólska kirkj- an væri í „Gottskálksstíl“. Skilgreining Eddu systur Ásu á Bárði var sú að hann væri bara „alkóhólisti", og ætti ao fara í meðferð. „Iss,“ sagði Ása, „það mundi ekki breyta honum nokkuð. Hann kæmi bara út úr meðferðinni sem „sunnlensk- ur Borgfirðingur í Gottskálksstíl“.“ „Heldurðu að þú lánir mér einhveijar snyr- tivörur, Ása mín“, sagði Eva einn morguninn eftir að hafa gist hjá Asu eftir einn hildarleik- inn. Bárður hafði, einhverra hluta vegna, fal- ið töskuna hennar. í henni hafði hann fundið leynisímanúmer Ásu og hringt viðstöðulaust um nóttina, með tilheyrandi „elskulegheit- um“, uns Ása kippti símanum úr sambandi. Þær höfðu setið drykklanga stung á kaffí- húsinu „Korgur", og reifað vandamál Evu. Klukkan var langt gengin í sex á þessum sunnudegi og ilimögulegt að spjalla lengur fyrir kliðnum í unglingunum. Það var orðið tímabært fyrir þær að yfirgefa kaffihúsið. Ása endurtók spurningu sína. „Fyrst hann er ekki einu .sinni nýtiiegur í bólinu, hver er þá forsendan fyrir þessu sambandi þínu?“ Eva sötraði síðasta kaffisopann úr bollan- um. Áður en hún stóð upp frá borðinu, opn- aði hún tösku sína og tók upp úr henni púður- dós og spegil, og farðaði yfir marblettinn á vinstra kinnbeininu, og svaraði með ástríðu- þrunginni röddu: „Ása, ég elska hann.“ Höfundur fæst við ritstörf og hefur gefið út bók. -I- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. SEPTEMBER 1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.