Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Qupperneq 6
Lifandi
myndir
AÐ ER engin hending að merkur sænskur rithöf-
undur hafði uppi áform um að kvikmynda
Hrafnkels sögu Freysgoða. Skipting hennar í
skýrt afmörkuð, en dramatískt samtengd at-
riði, gerir hana að tilvöldu kvikmyndahandriti.
Kafli úr
íslandsreisubókinni
NORÐAN
VATNAJÖKULS.
Eftir POULVAD
Úlfur Hjörvar þýddi.
POOL VAD
Nord for
VATNAJ0KEL
KÁPAN á bók Pouls Vad, Norðan
Vatnajökuls.
Hvert einstakt atriði er í sjálfu sér dramatísk
atburðarás þar sem grunnur er lagður að
deilum, sem síðan þróast, ná hámarki og -
um leið og atriðinu líkur - valda nýjum við-
sjám sem ágreiningsefnin í næsta atriði eða
síðari atriðum eru byggð á. Það má segja að
þetta sé grundvallarformúlan fyrir drama-
tískri byggingu jafnt á leiksviði sem í kvik-
mynd. Þó að það sé í samtölunum sem persón-
ur sögunnar eru leiddar saman og togstreitan
vex, er hún þó einmitt ekki sviðsræn: lands-
lagið og hreyfingar þátttakenda eru ekki til-
viljunarkenndar né ráðast af staðbundnum
aðstæðum í dramanu, heldur eru óaðskiljan-
legur hluti þess. Það er naumast til önnur
íslendingasaga þar sem fjarlægðir og sér-
kenni landslags á ákveðnum stöðum eru jafn-
nauðsynlegir þættir í framrás dramans og í
Hrafnkelssögu Freysgoða. Upphaf sögunnn-
ar, sem segir frá komu Hallfreðar föður
Hrafnkels til íslands úr Noregi, gefur vísbend-
ingu um hlutverk landslagsins og hræringa
þar: í sextán línum flytur hann tvisvar búferl-
um og reisir bæ á þremur stöðum áður en
hann sest um kyrrt, og það er í könnunar-
ferð frá þriðja bænum sem Hrafnkell sonur
hans fínnur eyðidalinn þar sem hann sjálfur
tekur sér bólfestu. Sjálfur harmleikurinn hefst
á reið: örlagaríkri dagsreið Einars á Freyfaxa
og harðastökki hestsins ofan dalinn að Aðal-
bóli, þar sem hann vekur athygli Hrafnkels
með gneggi sínu og ljóstrar þannig upp um
að sér hafi verið riðið, þrátt fyrir bannið.
Síðan tekur við ferð Hrafnkels annarsvegar
og hinsvegar Sáms til Þingvalla: lengri en
hægari leið Hrafnkels suður fyrir Vatnajök-
ul; styttri, en miklu harðsóttari leið Sáms
yfir miðöræfi íslands - og íslenskum lesanda
nægja nokkur örnefni („- fyrir ofan Bláfjöll
í Króksdal og þaðan suður á Sand - “) til
að kalla fram mynd af ófærum breiðum Ód-
áðahrauns og auðnum Sprengisands, sem eru
svo torfærar bæði hestum og mönnum, að
nýrri tíma söguannálar geyma nöfn jafnt ís-
lenskra sem erlendra ferðalanga og vísinda-
manna, sem á nítjándu öld og i upphafi þeirr-
ar tuttugustu enduðu slíka ferð. Hraðferð
Sáms og Þjóstarsona sömu leið til baka og
árás þeirra á Aðalból: myndir af mönnum og
skepnum á hreyfingu. Og líkt og fyrir hugboð
um eitt sígildasta frásagnarbragð kvikmynd-
arinnar er sögusviðið dramatíserað á einstak-
an hátt í einu helsta lokaatriðinu: ferð Eyvind-
í vetur leið kom út i Danmörku bókin
Norðan Vatnajökuls eftir Poul Vad, [Nord
for Vatnajekul, Samleren 1994), en Poul
var sem kunnugt er einn af erlendu gestun-
um á nýafstaðinni Bókmenntahátíð í
Reykjavík. í þessari bók segir höfundurinn
eitt og annað frá kynnum sínum af íslend-
ingum fyrr og síðar, og jeppaferð um ís-
land snemma á áttunda áratugnum, en
fjallar jafnframt á mjög ferskan hátt um
Hrafnkels sögu Freysgoða, og túlkar efni
hennar þannig, að margir munu kalla nýst-
árlegt. Bókin er því miður ekki komin út
á íslensku, en það getur varla dregist mjög
lengi, og strax á þessu ári verður hún
m.a. gefin út í Þýskalandi.
Poul Vad er meðal virtustu rithöfunda
Dana í dag. Hann er fæddur í Silkiborg
árið 1927, en eftir að hann lauk magisters-
prófi í listasögu frá háskólanum í Kaup-
mannahöfn (1951) hefur hann verið búsett-
ur þar í borg; jafnframt hefur hann um
langa hríð verið listráðunautur Holstebro-
bæjar á Jótlandi við góðan orðstír. Hann
kvaddi sér fyrst hljóðs með Ijóðabókinni
Den fremmede dag (1956) en hefur síðan
m.a. skrifað skáldsögurnar De nejsomme
(1960), Taber og vinder (1967), Dagen for
livet begynder (1970), Rubruk (1972),
Kattens anatomi (1978) og Galskapens
karnevai (1981), en einnig mörg listfræði-
leg verk, þar á meðal tvær bækur um
POUL Vad.
danska listmálarann Vilhelm Hammershoi,
og tvö söfn tilrauna: Bristepunktet (1992)
og Knudepunkter (1993). Arið 1979 veitti
Danska akademían honum æðstu verðlaun
sín._
Úlfur Hjörvar, sem þýðir kaflann úr
Norðan Vatnajökuls, er hér birtist, hefur
þýtt tvær af skáldsögum Pouls: Rúbrúk
(RÚV 1975) og Hin lítilþægv, sem kom
út hjá Menningarsjóði 1977.
MIKLIR leikstjórar á borð við Ford, Hawks og Peckingpah lýsa dramanu -
og goðsögninni- hver á sinn hátt, en hinar siðferðilegu og þjóðfélagslegu
forsendur eru ekki til umræðu frekar en í íslendingasögum. Myndin: John
Ford á tökustað kvikmyndarinnar „She wore a yellow ribbon“ (1949) ásamt
leikurunum John Wayne og Ben Johnson.
ar yfír Fljótdalshálendið þegar hann neitar
með gildum rökum að trúa því að eftirreiðar-
maðurinn Hrafnkell, sem smám saman dregur
á bráðina, hafí nokkuð illt í hyggju; breyti-
legt landslagið þar sem mýrin tefur för; og
loks meltorfan blásna þar sem Eyvindur býst
um með fylgdarsveinum sínum, er honum
verður ljóst að bardaginn við eftirreiðarmenn-
ina er óumflýjanlegur. Þetta er spenna sköp-
uð af sögumanni sem séð hefur atburðarásina
fyrir sér í lifandi myndum; og sem með snöggu
bragði rífur myndröðina um leið og orrustan
hefst - mjög sjaldgæf aðferð í lslendinga-
sögu: til þess í staðinn að fylgja skósveini
Eyvindar, sem fer af vettvangi áður en bar-
daginn hefst og ríður að Aðalbóli til að að-
vara Sám, sem brá skjótt við með liðsmönnum
sínum bróður sínum til bjargar - en of seint.
Frásagan færir sjónarhomið í sífellu milli
andstæðinganna; fyl’gir hreyfíngum þeirra og
yfírvegunum til skiptis.
Annar hápunktur, og fyrr í sögunni, þegar
Sámur ásamt með Þjóstarsonum fer að Hrafn-
keli varbúnum, beitir hann niðuriægjandi
pyndingum, brennir goðahúsin og drepur
Freyfaxa, er myndröð af samþjöppuðum
óhugnaði.
Kvikmyndin um Hrafnkel birtist aðeins í
innra kvikmyndahúsi okkar sjálfra og ekki á
neinu hvítu tjaldi. Hún er skyld bandaríska
vestranum og samúræjamyndum Kúrósawa.
Þótt mismunurinn liggi í augum uppi eru þar
hliðstæður. My Darling Clementine eftir John
Ford og The Gunfíght at theO.K. Corrall eft-
ir John Sturge, fjalla báðar um hinn ævintýra-
lega lögreglustjóra Wyatt Earp, sem heyr
með bræðrum sínum frægan bardaga við
Clantonklanið, alræmda stigamannafjöl-
skyldu. Earp og bræður hans sigra að lokum
glæpaflokkinn í skotbardaga hjá nautgripa-
rétt, O.K. Corrall, og njóta m.a. aðstoðar
spilagosans og lukkuriddarans Doc Holiday.
Það hvarflar ekki að neinum að þessar mynd-
ir, sem listrænt hafa auðvitað ekki sama gildi,
greini sannsögulega frá þvi fólki, sem raun-
verulega átti í þessum átökum. Þær eru svið-
setningar sem gylla fortíðina, sköpun goð-
sagnar um hetjutíð, sem í samfélagi landnem-
anna rótfestu bandarískar hugsjónir um þjóð-
félag byggt á lögum og reglu þar sem hið
góða vinnur fullnaðarsigur á hinu illa. Miklir
leikstjórar á borð við Ford, Hawks og Peck-
inpah lýsa dramanu - og goðsögninni - hver
á sinn hátt, en hinar siðferðilegu og þjóðfé-
lagslegu forsendur eru ekki til umræðu frek-
ar en í íslendingasögunum, þar sem viðhorfið
til mannsins - í öðru landnemasamfélagi -
er næstum alveg gagnstætt: hér eru ekki
vondir og góðir; réttarvarslan á að viðhalda
þjóðfélagsjafnvægi með því að ábyrgjast heið-
ur einstaklingsins og ættarheiðurinn sem
verðmæti hafín yfír gott og illt; og örlögin
hlífa engum - hið harmsögulega eru skilmál-
arnir sem menn hafa gengist undir.
Frásögur íslendingasagna um forfeðuma
voru sannar vegna þess að þær komu heim
og saman við ríkjandi hugmyndir um fyrir-
myndar skapgerðareiginleika manna og und-
irstöðugildi samfélagsins: hefði mönnum ekki
fundist þær geta vera sannar hefði verið
hætta á upplausn í samfélaginu. Sagan af
Wyatt Earp er líka ætíð sönn í þeim skilningi
að hann kemur ávallt fram í nafni laganna,
sjálfrar undirstöðu þjóðfélagsins, einu vöm-
inni gegn villimennsku og stjómleysi. Kvik-
mynd þar sem siðferðilegur fullkomleiki Earps
væri dreginn í efa væri ótæk í þessari grein.
Með myndrænni notkun á eðju og skít,
útfarinni harðneskju og frumkrafti, gaf
Sergio Leone hinum sígilda vestra rómantísk-
an dýrðarljóma sem varð eftirminilegur
svanasöngur þessarar kvikmyndagreinar. Hjá
honum víkur hinn ráðvandi, púritanski og vel
rakaði vörður lagana, sem venjulega er lög-
reglustjórinn (ef hann þá ekki er dusilmenni
sem bófarnir hafa keypt og réttlætið verði
að ná fram áð ganga þrátt fyrir að þarna sé
pottur brotinn), fyrir útlægum hefnanda, sem
beitir öllum ráðum, jafnvel hinum óþverraleg-
ustu, til að berjast gegn óréttinum og vinna
að lokum bug á honum. í íslendingasögunum
hlýtur hann að svara til útlagans Grettis, sem
einmitt er noble bandit; og með ívafí sínu af
furðum og fordæðuskap yfírgengur Grettis
Saga líka hið sígilda, en raunar mjög ýkta
raunsæi, sem íslendingasögumar byggja á.
En þar sem hin spillta siðferðishetja og hefn-
andi hjá Sergio Leone fellir þijótinn í lokaein-
víginu og getur riðið brott inná goðsöguvíð-
ernin, þaðan sem hann kom, fær Grettir ekki
flúið örlög sín - og hér má sannarlega segja
að íslendingasagan bjóði uppá bragðmeiri og
næringarríkari kost en ólátavestri Leones:
eftir að hafa komið Gretti að óvörum í Drang-
ey og drepið hann skilur vegandinn höfuð
hans frá búknum, leggur það í salt til þess
seinna að vitja móður Grettis og fleygja því
fyrir fætur henni. Því skal þó bætt við að
Grettis var hefnt: bróðir hans fór á eftir dráps-
manninum alla leið til Miklagarðs þar sem
hann klauf höfuð hans í jaxla niður við fyrsta
tækifæri.
Með McCabe and Mrs. Miller sneri Robert
Altman röngunni út á sumum af vinsælustu
skáldmyndum vestragreinarinnar; það verður
að leita til söguumritunar Laxness í Gerplu
til að fínna samsvarandi endurtúlkun á goð-
helgum texta íslendingasagnanna.
Filmkostir Hrafnkels sögu Freysgoða felast
einnig í takmörkuðum fjölda sögupersóna og
deilu sem snýst að kjarna til um átök tveggja
afbragðs einstaklinga. Sagan er næstum
áberandi fámál um ættmenn þeirra, einkum
Hrafnkels: um föður hans er sagt að hann
hafi búið um kyrrt á Hallfreðarstöðum þar
til hann var aldraður orðinn og að feðgamir
hafi cft heimsótt hvor annan eftir að Hrafn-
kell var sestur að á Aðalbóli; þrátt fyrir þetta
tekur hann aldrei þátt í erjunum, það er eins
og hann sé ekki Iengur til. Svipað má segja
um tengdafjölskyldu Hrafnkels: hann kvænt-
ist Oddbjörgu, sem var dóttir Skjöldólfs í
Laxárdal (við Jökulsá) - og það er það eina
sem sagt er um það fólk. Þögnin um fjöl-
skyldutengsl í Hrafnkelssögu, sem í íslend-
ingasögum valda því allajafna að átök breið-
ast út í fleiri og fleiri ættliði bæði í tíma og
rúmi, gerir myndina af nakinni valdabaráttu
tveggja manna skýrari og áleitnari nútíðar-
lesanda. í stað þess að fjalla um endanlegan
sigur þess góða yfír hinu illa virðist þessi
„kvikmynd" næstum því - raunar án alls
mannhaturs - fjalla um hið gagnstæða; nema
hún hafni öllu heldur þessari flokkun sem
ekki bara ófullnægjandi, en líka marklausri.
Og hvernig ætti þetta handrit þá nokkum-
tíman að geta orðið að kvikmynd? Hver mundi
vilja leggja fé í slíkt fyrirtæki? Hvaða leik-
stjóri mundi geta náð tökum á jafngrimmúð-
legri sögu, eða bara lifað sig inní hana? Með-
al vestrænna kvikmyndahöfunda mundi
kannski einungis jafningi Oscars Welles ráða
við að gera þessar myndfrásagnir að jafns-
annfærandi myndum á hvíta tjaldinu.