Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1995, Blaðsíða 8
ÞETTA er staðnað þjóðfélag sem Carlo Levi lýsir í bókinni. Verkmenning bændafólksins er frumstæð. í þorpinu
ríkja embættismennirnir, lítilsigld og úrkynjuð stétt, sem kúgar bændurna sér til framdráttar.
Bændamenning
án landamæra
Stundum kom ég við í lítilli enskri bókabúð, The
Corner Bookshop, við Via del Moro í hinu forna
Trastevera hverfi í Róm sumarið 1993. Þar eru
hellulagðar göturnar svo þröngar að bílamir
strjúkast við mann. Eigandi bókaverslunarinnar
Um Skáldsögu Carlo
Levi, Kristur nam staðar
í Eboli, sem Qallar um
fátæka og kúgaða bændur
á Ítalíu, en bregður ljósi
á hvað bændamenning,
bæði hér á landi og
annarstaðar, var og er í
rauninni lík. Bjartur í
Sumarhúsum á sér víða
hliðstæður.
Eftir GERÐI
STEINÞÓRSDÓTTUR
var farinn að kannast við mig. Þetta var
ensk kona sem hafði búið í Borginni eilífu í
tuttugu ár. Ég keypti ítalskar skáldsögur,
vissi að ekkert er betra til að kynnast einni
þjóð en lesa bókmenntir hennar. Eitt sinn
sagði hún við mig: „Ég skal segja þér hvaða
ítalska bók ég met mest. Það er Krístur nam
staðar í Eboli. “ Og auðvitað keypti ég bók-
ina, sló upp í henni og las:“ „Bændamenning-
in er menning án ríkja. Hernaður hennar
getur ekki orðið annað en þessar skyndiupp-
reisnir (þarna er verið að vísa í bændaupp-
reisnir). Og þeim lyktar alltaf og óhjákvæmi-
lega í algerum ósigri. En þessi menning held-
ur samt eilíflega áfram að lifa og gefur sigur-
vegurunum ávexti jarðarinnar, og hún tekur
KÁPAN á bók Carlo Levi, Kristur
nam staðar í Eholi.
aftur upp hrynjandi sína, jarðneska guði sína
og tungu sína.“
Höfundurinn, Carlo Levi, fæddist í Torino
á Norður-Ítalíu árið 1902, sama ár og Hall-
dór Laxness. Hann var læknir að mennt, en
helgaði sig málaralist. Bækur þær sem hann
skrifaði eru endurminningar hans, ekki skáld-
sögur. Carlo Levi var gáfaður hugsjónamað-
ur, mikill andstæðingur fasisma og var oft
fangelsaður eða sendur í útlegð. Krístur nam
staðar í Eboli er pólitískt verk sem fjallar um
þorpið Gagliano og óbærilegar aðstæður kot-
bændanna í Lúkaníu, afskekktu og fátæku
héraði á Suður-Ítalíu, þar sem höfundur af-
plánaði útlegð 1935-1936. Bókin kom út á
Italíu árið 1945 eftir fall Mussolini. Hún hef-
ur verið þýdd á fjölmargar þjóðtungur þar á
meðal rússnesku, japönsku, hebresku og ís-
lensku. Hér á landi kom bókin út hjá Heims-
kringlu í þýðingu Jóns Óskars árið 1959.
Heiti bókarinnar Kristurnam staðar í Eboli
er bæði bókstaflegt og táknrænt. í reyndinni
fór Kristur ekki lengra en til Eboli, í tákn-
rænni merkingu höfðu bændurnir gleymst.
Þetta er staðnað þjóðfélag. í þorpinu ríkja
RITHÖFUNDURINN Carlo Levi, f.
1902. Hann nam læknisfræði, en
sneri sér að málaralist og bók-
menntum.
embættismennirnir, lítilsigld og úrkynjuð stétt
sem kúgar bænduma sér til framdráttar.
Þarna geisar malarían linnulaust. Viðleitni
höfundar, læknisins, til að bæta heilbrigðis-
ástandið í héraðinu er litin hornauga og svo
fer að hann er settur í bann af yfirvöldum.
Margir bændur höfðu tekið sig upp vegna
fátæktar og farið til Ameríku en þeir aðlöguð-
ust ekki nýju samfélagi þar. Margir sneru
því aftur þegar kreppan skall á 1929. í kofum
bændanna var að finna ljósmynd af Rpose-
velt, en enga mynd af ítölsku frelsishetjunni
Garibaldi. Bændurnir hafa rótgróna andúð á
höfuðborginni. Þeir eiga ekki von á neinu
góðu þaðan. Róm er höfuðborg höfðingjanna:
„Höfðingjamir í Róm vilja að við deyjum eins
og hundar“.
Alþjóðleg er sú hugmynd að sveitin göfgi
en borgin spilli. Kristur nam staðar í Eboli
er þar engin undantekning. Þrátt fyrir eymd,
fátækt og menntunarleysi er eins og hin nána
snerting við jörðina veiti næringu, þroska og
reynslu. Carlo Levi segir um sveitadrengina:
„Þeir vom yfirleitt miklu greindari og bráð-
þroskaðri en jafnaldrar þeirra í borgunum.
Þeir vom skilningsgóðir, fullir af lærdóm-
slöngun og aðdáun á öllum þeim undmm, sem
veröldin bjó yfir.“ Og gestrisnin er bændunum
í blóð borin.
Það er eitthvað fomaldarlegt, óbreytanlegt
og eilíft sem einkennir tilveru þeirra.
Samúð höfundar er öll með bændum og
andúðin á ráðamönnum sterk. í Íok bókarinn-
ar leitast Carlo Levi við að skilgreina vanda-
málið og leita úrlausna. Hann gagnrýnir
stjómmálamenn fyrir yfirborðslegt viðhorf til
vandamálsins, telur sjálfur að vandinn sé af
þrenns konar toga: Af menningarlegum toga,
sem felst í mun borgar og sveitar. Menning
bændanna mun bíða lægri hlut þótt hún lifi
áfram undir hjúpi þolinmæðinnar. Síðan er
vandinn af efnahagslegum toga, það er vandi
fátæktariniíar. Carlo Levi telur að sá vandi
sé að miklu leyti afleiðing af framfaravið-
leitni ríkisins, sem taki rangar ákvarðanir.
Hann útskýrir þetta nánar: Suður-Ítalía hent-
ar fyrir skóg og beitilönd en stjórnvöld vilja
að bændur rækti hveiti í jarðvegi sem er
ekki til þess fallinn. Þannig hefur skógurinn
verið höggvinn, árnar hafa þornað og skepn-
unum hefur fækkað. Að lokum er það félags-
lega hliðin. Höfundur telur að mesti óvinur
bændanna sé ekki stórbændurnir heldur hin
úrkynjaða valdastétt þorpanna. Það sé óhugs-
andi að leysa vandamál Suður-Ítalíu nema
setja þá stétt af og láta aðra taka við.
Bændumir áttu sínar jarðir eins og íslenskf
kotbóndinn. En þeir voru krafðir um óheyri-
lega skatta. Það vora teknar rangar ákvarðan-
ir sem eyðilögðu í stað þess að byggja upp
og þeir voru sviptir allri heilbrigðisþjónustu.
Lausn höfundar á vandamálinu er skýr:
Hann vill sjálfsstjórnarfélag bænda þar sem
menning þeirra nýtur jafnréttis við aðra.
Það kom mér á óvart hvað ég kannaðist
við margt úr okkar eigin menningu, úr þús-
und ára sögu þjóðarinnar, í þessari bók: Þarna
trúa menn á örlögin og beygja sig undir þau.
Þarna lifa goðsögur, þjóðsögur og ævintýri.
Þarna sveijast menn í fóstbræðralag eins og
gert var hér á söguöld og þau bönd era ster-
ari en fjölskylduböndin.-Þarna eru ijölkunnug-
ar konur sem fara með særingaþulur og búa
til töfradrykki, og era sumar hveijar eins og
fornkonur: „Andlitið hafði afarsterk fornalda-
reinkenni, ekki í sama skilningi og grísk eða
rómversk myndastytta, heldur í ætt við dular-
fyllri og grimmilegri forneskju, sem alltaf
hefur sprottið upp úr sömu jörðinni, óskyld
mönnunum en tengd moldinni."
Nokkra athygli hefur vakið í fjölmiðlum
hér heima að bandarískur dálkahöfundur,
Brad Leithauser, skrifaði í sumar grein í The
New York Review of Books um Sjálfstætt
fólk eftir Halldór Laxness þar sem hann ger-
ir þá játningu að það sé bók lífs hans. Leit-
hauser riljar upp þegar hann lauk við lestur
bókarinnar síðla dags á kaffíhúsi í Róm,
grúfði sig yfir blaðsíðurnar, djúpt snortinn.
Sjálfstætt fólk fjallar einmitt um íslenska
kotbóndann, er hápólitískt verk, mótað af
kynnum Laxness af landbúnaðinum í Sovét-
ríkjunum. Laxness skrifaði þessa mögnuðu
bók, sem Peter Hallberg kallar eina mestu
skáldsögu norrænna bókmennta, á árunum
1933 -1935, hluta hennar raunar á Ítalíu.
En Leithauser sér ekki pólitíkina í verkinu
heldur er það hin stórbrotna persónulýsing
Bjarts í Sumarhúsum og samband hans við
Ástu Sóllilju sem heillar hann. Þessar tvær
bækur um bændamenninguna og kotbóndann
eru sprottnar úr sama tíma. Á bændamenn-
ingin sér engin landamæri? „Árstíðirnar heilsa
stritandi bændum eins nú á dögum og þijú
þúsund árum fyrir Krist“ , skrifar Carlo Levi.
Ég spurði aldrei eiganda bókabúðarinnar
í Róm hvers vegna Krístur nam staðar í
Eboli, þessi fimmtíu ára gamla bók, væri
bókin hennar. En við lestur bókarinnar sann-
færðist ég um að bændamenningin er menn-
ing án landamæra.
Höfundur er cand.mag. í íslenskum bókmennt-
um.