Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Blaðsíða 2
v j «# *• LSÍ5 .1 > „ -u íjuöií.imgo. aipamöms. . filltf ftiftól ffítffiT liK'ldlKO % iifiifntmmm.aiaínir.iiu. mb\ ... ?*, f' :5 j —■ ... ' ' TMBt, % W "’v ()Íí!|?ií}iM.rtVt1Öí0iia(U?sS;£Í ! nnmt. ^ /\\ >’ ailitiWits v ; (' /H!ím&tm<wmfttm s/ .1 v mim'.Sfm pms.pifofs. * 'fmuftigiluftlmim - ' n(i.#cpmim«wfta. t,. 2'v. ■ Vj! ' j .//■'V"-''’ . í-" TÁKNMYND mannslíkamans í miðaldafræðum. Vkfalaust hafa menn hugsað sér Gunnhildi líka þessari mynd með sporðdreka sem tákn kynfæranna. („Les Trés Riches Heures du Duc de Berzy“frá 15. öld.) Sporðdrekinn var nátengdur sól- arlagi. Ástæða þess er sú, að Sporð- dreki var kenndur við nótt og myrk- ur. Sporðdreki lifir ætíð í skugga og er ljósfælinn mjög. Því var það, að Sporðdreki var kenndur við land- ið handan dauðans, þ.e. hann var kenndur við dauðann sem staðreynd lífs, endalok hverrar mannskepnu. Sporðdreki var ekki einasta tengdur dauða — hann var jafnframt tengd- ur getnaði. Ekkert líf án dauða — enginn dauði án lífs. Sú er hringrás heimsins: einn fæðist þá annar deyr. Af þeim sökum var Sporðdreki snemma tengdur kynfærum karls og konu og varð sú hlið hans ríkj- andi á miðöldum. Þannig má sjá á einni myndinni af annarri, að Sporð- dreki birtist í stað kynfæranna í myndum mannslíkamans. Ef vér spyijum, hvort Gunnhildur kóngamóðir beri þetta eðli, þá er því fljótsvarað. í sjálfri Njálu leggur hún Hrút Herjólfsson hjá sér og lágu þau hvorki meira né minna en hálfan mánuð á loftinu Gunnhildar. Síðan leggur hún á Hrút, að hann megi engi munúð fram koma við konu þá sem hann ætlar sér á Is- landi — en „fremja skalt þú mega vilja þinn við aðrar konur“ (kafli III- VI). Þannig sjáum vér, að jafn- vel í Njálu er Sporðdrekaeðli Gunn- hildar lifandi; vart mundi nokkur kona hafa slíkt vald yfir kynfærum manna önnur en drottning Sporð- dreka. Þar var valdið yfir kynlífi og dauða. Það er þannig ekki einasta í Eg- ils sögu, að Gunnhildur ber þetta eðli; af öðrum sögnum íslendinga má glöggt ætla, að það hafi verið alþekkt. Þá sjáum vér í Stjörnu- spekibók Warrens Kenton (Astro- logy, (Thames and Hudson, 1975, s.21), að enska borgin Dover var undir merki Sporðdreka. í Njálu hét Dover „Dofrar“; Kári (tíminn) siglir frá Dofrum til íslands í bókarlok; geta má sér þannig til, að Dofra- nafn Noregs hafi tengst Sporðdreka og Dofrafjöll verið Sporðdrekafjöll, þ.e.a.s. Himinbjörg (nafn Dreka í Stjömusjánni). Auðveldlega má geta sér til um eðli Hildigunnar innan Sporðdreka; að öllum líkindum hefur hún verið hin eldrauða stjama Antares, sem við Miðjarðarhaf var kennd til hinnar Miklu móður (Statio Isi- dis). Vart þarf að taka fram, að hin el- drauða móðir var kveneðlið í sinni grim- mustu mynd. Þegar Egill berst við leynda óvini í för sinni til vesturs, á Vermalandi, berst hann vafalítið við Sporðdrekamenn. En það voru einmitt menn Hildigunnar. Því ber svo við að auka, syo sem nánar er frá skýrt í Egils sögu og Úlfum Tveim, að Sporðdreki réð einnig útsynningi. Þegar útsynningurinn steinóði hljóp á skip Böð- vars, sonar Egils, svo að skipið kafði und- ir þeim og þeir týndust allir — þá er full ástæða til að ætla,_ að þar hafi komið til eðli Hildigunnar. Útsynningurinn veldur hinum mikla missi, sem nær hefur gengið af Agli dauðum. Þá er það, sem kergjan og óeirðin víkja úr Agli og skáldið tekur völdin. KONUNGSHJÓN SPORÐDREKA í nýrri stjarnspekibók eftir Solange de Mailly Nesle öðlust vér upplýsingar, sem hljóta að teljast með afbrigðum forvitnileg- ar vegna Egils sögu (Astrology, XVermont 1981 s.169). Þar er sýnt, að í merki Sporð- dreka hafa búið konungshjón langar stund- ir, sennilega allt frá tímunum fyrir Krists burð. Rit þetta er ekki vísindarit og er ekki gefið upp hvaðan myndin er fengin; en virða má hana sjálfstætt, því að engar smáupplýsingar gefur hún í sambandinu. Myndin sýnir goðin Plútó og Próserpínu, sem konungshjón undirheima, og liggur Kerberos, hundur Heljar, þríhöfðaður við fætur þeim. Eins og við var að búast sýnir myndin að þau skötuhjúin ríkja yfir myrkri og dauða. En þau ríkja jafnfram yfir tónlist, eða músík, sem var kennd við níu hvel himins. Væntanlega á sú hliðin að sýna, að þau konungshjónin skapa líf jafnframt því að þau eyða lífi. Fáir sem rýna í mynd- ina munu efa, að kerlingin er líkleg til að vera rammgöldótt og jafnframt má geta sér til um viðurnefni Eríks, blóðöx; vafalít- ið var sú böðulsöxin, sem er tákn réttar, konungs og dauða. Vér vitum, að stundum var Sporðdreki tákn böðulsins. Það voru m.ö.o. til myndir á miðöldum, sem sýndu konungshjón í Sporðdreka- merki. Þetta er umhugsunarvert, því að engu er líkara en íslendingar hafi þekkt þetta. Konungshjón Sporðdreka, Plútó og Próserpína, nefndust oftar Hades og Pers- ephoné (í grískum goðsögnum) og ríktu þau að sjálfsögðu yfir landi dauðans. Er ekki staður hér til að rekja þær flóknu goðsagnir sem að þessu lúta; meginatriðið er að Eiríki blóðöx og Gunnhildi kónga- móður hefur augljóslega verið líkt við þessi konungshjón dauða og kynfæra. Tánkn- mál Sporðdreka sýnir þannig, að undir býr eyðing og endurfæðing („destruction and rebirth“). Endurfæðing Egils Og Kisturnar Tvær Endurfæðing Egils í allegóríu sögu hans verður við útsynning og dauða sonar hans; söl og mjólk vekja hann af fyrra lífi óhemju- skapar og ofbeldis. Þá stillir hann strengi hörpu sinnar; engu er líkara en að íslend- ingar hafi beinlínis þekkt tengslin sem sjást í myndinni milli Ijóðlistar og endurfæðingar (orðið músík var jafnt haft um ljóð sem lag). Þannig er að sjá svo sem íslendingar hafi á 13. öld verið ólíkt betur að sér. í. stjörnuspeki en okkur er gjarnt að halda, svo sem rakið er í Egils sögu og Úlfum Tveim. Þannig má jafnframt ætla, að Sonatorrek hafí beinlínis verið ort undir áhrifum þeirrar hörpu sem kennd var við Sporðdreka (getnaðurinn, kynið, ættin). Öll þessi tengl gefa svo ástæðu til að huga að silfri Egils. Fræg er frásögnin af því, er Egill tók kistur sínar tvær fullar af silfri, er Aðalsteinn konungur hafði gef- ið honum; sökkti hann þeim í jörð niður „ok eru þar margar gátur á, hvar Egill muni hafa fólgit fé sitt“ ... „Fyrir neðan tún at Mosfelli eru fen stór ok furðiliga djúp; hafa þat margir fyrir satt, at Egill muni þar hafa kastat í fé sínu. Fyrir sunn- an ána eru laugar ok þar skammt frá jarð- holur stórar, ok geta þess sumir, at Egill muni þar hafa fólgit fé sitt,_ því at þangat er optliga sénn haugaeldr“ (IF III, 297-98). Goðfræðingurinn F. Guirand segir frá því, að þegar konungur undirheima var nefndur Plútó vísaði það jafnan til auðæfa. Að sjálfsögðu voru auðæfí afrakstur akr- anna, eins og goðsagnir Persephone bera með sér, en eitt einkenndi Plútó: „Það var hann, sem tók móti fé sem fólgið var í jörð.“ (NEW LAROUSSE Encyclopedia of Mytho- logy, 1987, s. 165.) Þetta gefur með öllu nýja mynd af Agli og sögu hans. Að sjálf- sögðu kann goðsögn undir að búa, en þetta kann eigi síður að vera sannfræði. Hver er þá merking þess að Egill fól fé sitt í jörð? Vér sjáum nú, að þessi hluti frásagnarinnar verður ekki skilinn frá öðr- um þáttum hennar. Þau Eiríkur blóðöx og Gunnhildur kóngamóðir voru dæmigerving- ar þeirra Plútó og Próserpínu sem konung- ur og drottning Sporðdrekamerkis á himni. Af margvíslegum atburðum Egils sögu verður bert, að Egill sem Mann:dýrið dæmi- gert, skáldið og læknirinn, sem jafnframt bar dýrseðli, var teflt gegn þeim konungs- hjónum sem voru táknmynd Noregs. Af goðminninu sjáum vér og að þegar fé var fólgið í jörð varð það eign Plútó — sem í þessu tilviki Eiríkur blóðöx var kenndur við. Ef sögnin er sannfræðileg hefur Egill beinlínis haft þau Eirík og Gunnhildi í huga þá er hann sökkti fé sínu í jörð og þá væntanlega launað fyrir höfuð sitt, hinn bárótta hjálma klett, sem hann hlaut að gjöf í Jórvík forðum. Fen, furðulega djúp, laugar og jarðholur stórar — og haugaeldur — ekki mun nokkur maður efa, að þeim fyrirbærum veraldar hafi ráðið reginöfl undirheima. Hverra táknmyndir Eiríkur blóðöx og Gunnhildur kóngamóðir voru í sögu Egils. Þannig sjáum vér að hugsana- þráðurinn er óslitinn í verkinu. Sem sýnir enn á ný af hve frábærri list Egils saga er sett saman. Það breytir í rauninni ekki meginatriðinu, hvort sagan er upp spunnin af goðsögninni einni, ellegar hvort sagan af silfrinu er sönn í sagnfræðifegri merk- ingu: hvor tveggja lausnin bindur féð Eiríki blóðöx og ríki hans, Sporðdreka. Egill var fast bundinn manneðlinu, getn- aði og dauða. Höfundur er fræðimaöur og hefur skrifaö verk- iö Rætur íslenskrar menningar. Fyrri hluti grein- arinnar birtist í síðustu Lesbók. ÍVAR BJÖRNSSON Vetrar- kvíði Nú haustar að og húmar fljótt á kvöldin og héla leggst á föla grassins rót. Þau blikna heiðu, bláu himin- tjöldin svo birta dagsins verður grá og Ijót. Þokki lífsins þver sem fé í gjöld- in, með þungum niði streymir tímans fljót. Það breytist margt er vetur tekur völdin og veldur kvíða og trega hal og snót. En þá skal minnast góðra sumars gjafa og gera þær að allra meina bót og gleðjast yfir yndi þess að hafa alla daga gengið sólu mót. Dapri maður, varpa frá þér vafa og vorsins komu tilhlökkunar njót. Konan og fötin í búðinni finnst hið fegursta lín, þú fæst ei um verðlagsins stig, svo klæðirðu þig í fötin fín, til fundar gengur við mig, þú sem ert hjartfólgin heilladís mín, ég hugfanginn stari á þig. Af fögnuði Ijóma þá fötin þín og finnst að ég elski sig. Höfundur er fyrrverandi kennari við Verzlunarskólann. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir „í haustlit- um" og er önnur Ijóðabók hans. Leiðrétting í GREININNI um leikferil Lárusar Pálsson- ar í Danmörku, sem birtist í Lesbók 11. nóv. sl. urðu þau mistök að myndatextar víxluðust. Leikkonan sem tekur í lokk úr hári Lárusar á efstu myndinni er Clara 0sto og þau eru þarna í hlutverkum sínum í „Frönskunámi og freistingum" eftir Ter- ence Rattigan í Riddarasalnum 1940. Á myndinni þar sem Lárus liggur útaf og hjá honum situr kona, er hann í „Ósigr- inum“ eftir Nordahl Grieg 1937 og leik- kona er Bodil Ipsen. Þetta leiðréttist hér með og eru lesendur beðnir velvirðingar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (25.11.1995)
https://timarit.is/issue/242707

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (25.11.1995)

Aðgerðir: