Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1995næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1995, Blaðsíða 7
ANNA Magðalena Steenback, eiginkona Arna og húsfrú íNorska húsinu. lega þarna inn í en hún var Áma hugleikin eins og víða kemur fram í bréfum hans, til dæmis til Jóns Sigurðsonar. Hann réðst með- al annars í það að skrifa kennslubók í sjó- mannafræðum eins og áður er gétið en hún komst reyndar aldrei á prent. Jónas Hallgrímsson var mikill áhugamaður um náttúrvísindi og kom því til leiðar að árið 1840 beitti Hið íslenska bókmenntafélag sér fyrir söfnun skýrslna um náttúru íslands og er hluti þeirra skýrslna veðurathuganir frá um 30 klerkum víða um land. Fyrir þann tíma hafði verið haldið upp athugunum í Lambhús- um á Álftanesi frá 1779 þar til í um aldamót- in. Sveinn Pálsson læknir stundaði einnig veðurathuganir frá því rétt fyrir aldamótin til 1840 en þær mælingar eru ekki alveg samfelldar vegna ferðalaga Sveins vegna starfa sinna. Annar læknir, Jón Þorsteinsson, landlæknir stundaði veðurmælingar frá því að hann kom til starfa um 1820 og þar til hann lést 1854. Áhugi og starf þessara manna hafa eflaust átt sinn þátt í að Árni Thorlac- íus fór að stunda þessar athuganir sínar en hann sendi Hinu íslenska bókmenntafélagi afrit af veðurbókum sínum og félagið útveg- aði honum tæki til verksins. Fyrsta athugun- in var gerð þann fyrsta dag septembermánað- ar árið 1845 það er fyrir 150 árum síðan. Þann dag var ríkjandi norðvestankaldi úr- komulaust, og jafnþykkt til loftsins. Daginn eftir snýst í suðvestan kalda og rigningu. Ekki eru nefndar neinar tölur í þessum fyrstu skýrslum en tveimur mánuðum seinna er Árni kominn með tækjabúnað til að mæla hita og loftþrýsting. Ekki voru tækin alltaf eins góð og Árni hefði kosið því í bréfum hans til Bókmenntafélagsins fer hann nokkr- um sinnum fram á að fá ný tæki sem voru betri og stundum urðu þau sem hann hafði illa úti í veðrum og í eitt skiptið höfðu fylli- raftar brotið fyrir honum hitamæli. Úrkomu- mælingar hóf Árni í september 1856 og eru því líka lengstu samfelldu úrkomumælingarn- ar úr Stykkishólmi. Notagildi þessara athug- ana í dag er mikið því svona löng mælinga- saga gefur góða heildarsýn yfir veður til lengri tíma og ekki síst þegar bætt er við þeim sem gerðar voru áður en Árni byijaði. Þannig má segja að við getum séð hvernig veður hefur verið hér í um 200 ár. Árið 1873 fer Árni að athuga veður fyrir dönsku veðurstofuna og hafa veðurathugan- irnar síðan verið á vegum opinberra aðila en ekki vinna áhugasamra einstaklinga sem voru í raun á undan sinni samtíð í hugsun og verki. Síðasta færsla Árna í veðurbók sína var 30. júní 1889 klukkan 9 að kvöldi. Þá var vindur á suðvestan, veðurhæðin 2, skýjað loft og rigningaskúrir, loftvog var hækkandi og sýndi 762,40 mm, hitinn var 8,8 stig, hámarkshiti dagsins var 11,5 stig. Daginn eftir tók sonur hans við starfinu. Árni andað- ist þann 29. apríl 1891 í grein eins og þessari er ekki hægt að setja fram tæmandi upplýsingar um þann merkismann Árna Thorlacíus og lífsstarf hans, eða um veðurathuganir hér á landi. Þarna er verðugt efni fyrir sérfræðinga á þessu sviði að rannsaka og skrifa um og von- andi verður Veðurstofu íslands gert kleift að ráðast í slíkt verkefni nú þegar sú stofnun stendur á tímamótum og_ 150 ára saga sam- felldra veðurathugana á íslandi er staðreynd. Hér í Norska húsinu í Stykkishómi, þar sem Árni Thorlacíus stundaði þetta merka starf sitt, stendur til að koma upp sýningu um hinar merku athuganir hans en rit um sögu veðurathugana á Islandi væri verðugur minn- isvarði um frumkvöðlana á þessu sviði. Höfundur er þjóðfræðingur og forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla í Stykkishólmi. gamla daga“ hafi fólk lifað og dáið í Raupað og rissað í Grjóta- þorpi Texti og teikningar: Ragnar Lár. GRJÓTAÞORPIÐ er eins og vin í eyðimörk. Fyrir nokkrum árum heyrðust þær raddir að „þorpið“ skyldi afmáð með öllu. Það skyldi rífa þessa bannsettu kofa og hreinsa til á svæðinu. Þarna skyldi rísa ný háborg með „hallir og turna“. Á þeim tíma sem umræðan stóð sem hæst, hafði Morgun- blaðshúsið þegar risið, fyrir miðju Austur- strætis, og tilheyrði nú Áðalstræti 6. Sum- um féll allur ketill í eld, er þeir sáu „kass- ann“ 'risinn við Austurstrætisendann og leist ekki á blikuna. Vegfarendum Austur- strætis var meinað útsýni vestur í Gijóta- þorpið og þeim fáu sem áttu enn samastað í því gamla þorpi var fyrirmunað að sjá til austurs. Þeir sáu ekki lengur Austur- strætið og misstu mikils. Góðir „verndarar" sáu síðan til þess, að Gijótaþorpið var endurreist, í stað þess að vera rifið niður, eins og sterkar raddir kröfðust. Væntanlega eru flestir sammála „vernd- armönnum" í dag. Það hefði verið sjónar- sviftir að þessum kjarna gömlu Reykjavík- ur. Á sínum tíma voru uppi háværar radd- ir þeirra sem vildu Bernhöftstorfuna „feiga“. Svo langt gengu þeir sem þá skoð- un höfðu, að kveikt var í húsunum, en þá aðferð nota þeir gjaman sem rökþrota eru og hafa slæman málstað að veija. -Það mætti líkja slíkum aðgerðum við frægar bókabrennur nasista, kommúnista og ann- arra ofstækismanna. Sem betur fer stendur kjarni Gijóta- þorpsins ennþá. Þar hafa hús verið endur- gerð og eru flest til sóma í dag. í sum húsin hefur lífið hafið innreið sína á ný. Um þorpið ganga ungir og aldnir, gamlar götur og stíga. Morgunblaðshúsið er ekki lengur Morgunblaðshús. Nú hefur borgin keypt „hjallinn" og gert að „borgar- bókasafni“. Sú gerð er reyndar ógalin, svo framarlega sem borgarbókasafnið heldur áfram sinni ágætu starfsemi, með útibúum sínum og bókabílum. Það má nefnilega ekki gleyma því, að fólk, ungir og aldnir, er ekki hætt að lesa bækur, þrátt fyrir sjónvarp, fjölvarp, út- varp og aðra afþreyingu. Það er svo dá- samlegt, þrátt fyrir allt, að bókin á sinn hljómgrunn í hjörtum fólksins. Gefir þú barni bók þá fletta litlir fingur blaði eftir blað. Lesir þú fyrir barnið, það sem á síðurnar er letrað, þá hlustar það og bíður með óþreýju þess að geta lesið sjálft. Hvort sem þú lest gömul ævintýri eða ný, þá er barnshugurinn opinn fyrir nýjum ævintýrum. Barnið skynjar að þau tákn sem pabbi og mamma, eða afi og amma sjá á síðunum ljúka upp leyndar- dómum ævintýranna. Barnið hugsar: Ég þarf að læra .að þekkja þau tákn sem mamma og pabbi lesa á síðunum í bók- inni. Á tölvuöld breytist margt í lífi barna, unglinga og fullorðinna. Alls konar tákn koma í stað orða. Töl- van er tekin við . Samt er það víst, að ekkert verður til af engu. Mjólkin verður ekki til í kjörbúðinni. Það getur tekið tíma að útskýra fyrir borgarbarninu að mjólkin komi úr júgri kýrinnar og hafi verið ætluð kálfinum, en ekki barninu. Það er kannski ómaksins vert að útskýra þetta fyrir barn- inu. Kannski er það líka ómaksins vert að útskýra það fyrir borgarbarninu að í gamla Gijótaþorpinu. Það fólk hafi verið eins og við, sem nú erum á dögum, átt gleði sína og sorgir, verið hér eins og afi þess og amma og langafi og langamma, svo ekki sé lengra seilst. > Þessum línum fylgja tvær teikningar sem gerðar eru í Gijótaþorpi árið 1964. Þá var draslaralegt um að litast á svæðinu og mundu fæstir trúa sem um „þorpið“ ganga í dag. Þarna voru húshræ sem nú eru orðin virðuleg íbúðarhús. Þá voru bakgarðar fullir af rusli og drasli. Nú finnst varla óæskilegt dót í görðum. Til gamans fylgja tvær aðrar teikningar þessum línum. Einkum er það vegna þess að þær eru gerðar á sama tírna, eða árið 1964. Önnur teikningin er frá Lágholts- vegi, af húsi sem löngu er horfið, en stóð á bak við „Sambandshúsið", er svo var nefnt. Hin teikningin er af Litlu-Brekku sem stóð skammt þar frá sem hjónagarðar Háskólans eru nú og vegurinn liggur út í Skeijafjörð. Þetta litla hús, með torfþak- inu, var íbúðarhús Eðvarðs Sigurðssonar, formanns Dagsbrúnar og alþingismanns, og bjó hann enn í húsinu þá er teikningin er gerð. Litla-Brekka var einn síðasti „torf- bær“ sem notaður var til íbúðar í Reykja- vík. Já, svona er stutt í fortíðina. Höfundur er myndlistarmaður og kennari. ViD lÚGHOlTóVEe /96Y. * LESBÓK MORGUt^LAÐSINS 25. NÓVEMBER 1995 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað (25.11.1995)
https://timarit.is/issue/242707

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað (25.11.1995)

Aðgerðir: