Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Blaðsíða 3
1-ggBrtg [m| jö] (g [D [g [n) ig [t] [*| [U g] □ [n] [s] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Náttvíg íslands nefnir Árni Amarson sagnfræðingur Spánverjavígin svonefndu, þegar spænskir fiski- menn af þremur skipum stóðu uppi allslausir í landi eftir að skip þeirra brotnuðu. Þeim láðist að biðja um ölmusu sem hefði kannski orðið þeim til lífs og urðu að ræna sértil lífs. Hvern- ig Ari sýslumaður í Ögri og menn hans fóru með þessa vesalings menn, segir margt um ís- lenzkt þjóðfélag og réttarfar 17. aldar. Elísabet Baldvinsdóttir frá Seyðisfirði rataði í óvenjulega lífsreynslu fyrr á öldinni þegar hún var ung stúlka og vann í brezkri hergagnaverksmiðju á árum fyrri heimsstyijaldarinnar. Þar var hún handfljótust allra; náði ein að slípa 600 spreng- ikúluhylki á dag og varð síðar bílstjóri áður en stríðinu lauk. Lára Goodman Salverson, d.1970, var vel þekktur rithöf- undur í Kanada á fyrri helmingi aldarinnar. Hún var af íslenzkum uppruna, dóttir Lárusar söðla- smiðs frá Fetjukoti og Ingibjargar frá Kollsá og 10 ára gömul talaði hún aðeins íslenzku. „Við vor- um svo íslenzk að okkur var ekki við bjargandi" sagði hún. Lára hefur skrifað fróðlega bók um þetta hálf-íslenzka líf vestra, sem heitir „Játningar landnemadóttur". Ágústína Jónsdóttir hefur litið á bókina. BYRON LÁVARÐUR Angra þig ei vildi ég Hannes Hafstein þýddi. Og þú vilt gengin gráta migl Ó, góða mær, það aftur seg, en samt ei, ef þess iðrar þig, því angra þig ei vildi ég. Öll von mín þvarr og þung og sein í þreyttu brjósti æðin slær, og að mér loksins látnum ein við leiði mitt þú grætur, mær! Og nú ég geisla friðar finn, sem færir köldu hjarta yl. Nú hættir snöggvast harmur minn. Þú hefur með mér fundið til. Sé tífalt blessuð tár þín skír, fyrst tárast sjálfur ei ég má, því tífalt er sú dögg þeim dýr, sem dropi enginn sprettur hjá. Ég átti fyrrum hjarta heitt, það hrærðist fljótt og blítt sem þitt. Nú fær ei jafnvel fegurð neitt á freðna, kvalda hjartað mitt. Vilt þú samt gengin gráta mig? Ó góða mær! Það aftur seg! En samt ei ef þess iðrar þig, því angra þig ei vildi ég. Byron lávarður (George Gordon Byron) 1788-1824, var enskt Ijóðskáld en settist að á Ítalíu og endaði ævina sem sjálfboðaliði í frelsisstríði Grikkja. Skáldskapur Byrons og ekki síður persóna hans, höfðu mikil áhrif á rómantísku stefnuna, eink- um á meginlandi Evrópu. A hálum , best að rabba um eitthvað eins og hálkuna - ekki tala of nærri sjálfum sér í skamm- deginu - halda sig frekar við iljarnar og ísinn. Fyrir jólin 1980 fékk ég sænskar öryggisbomsur í jólagjöf. Þetta eru skóhlífar með litlum nöglum sem ná sérdeil- is frábæru taki á hálku en skemma varla gólf, ein af þessum nýjungum sem gera lífs- baráttuna léttari og fylla mann trú á fram- tíð mannkyns, ekki barnalegri framfaratrú síðustu aldar heldur hógværri og varlegri trú á mannlegan mátt sem er nú þó nokkur. Sænsku öryggis-hálku-bomsurnar eru hreint dýrlegar og breyttu lífi mínu, hef ég síðan gengið föstum skrefum yfir alla hálkubletti meðan aðrir hafa verið öryggislausir stóran liluta úr árinu. Svifið síðan upp hálkubrekk- ur í lopasokkum og negldum bomsum, frek- ar penum og lögulegum, með fullkomið ilja- tak á lífinu, iljarnar þessir gömlu lófar sem með negldu gripi geta plumað sig á svell- bungum ísalands. Hálkutíminn varð mér eft- ir þetta blessuð tíð, allir óttaslegnir hikandi gangandi sleipt fetið á meðan maður sjálfur dinglaði sér öruggum skrefum lausum hala, hólpinn fyrir sænska velferðarhugsjón. Það mikil hugsjónamanneskja er ég að ég íhugaði innflutning á hálkubomsunum góðu, sá í anda hvernig ég gæti með fram- taki mínu lagt lófa undir fjölda öryggis- lausra manna á öllum aldri og bjargað frá beinbrotum, marblettum og lýjandi óörygg- iskennd hálkutíðarinnar. Varð afar inn- blásin á köflum af þeirri hugsjón að koma mætti svo miklu og góðu til leiðar að ljótu tölurnar um beinbrot og þjáningu yfirfærðar í milljónir króna á útmánuðum hyrfu úr Mogganum. En því miður gerði ég aldrei meira en að ræða þetta við skósmiði og annað gott fólk sem ég taldi líklegt til heild- salalegra hugsjónaverka, sýndi skósmiðum’ víða um borgina og heildsalalegu fólki á förnum vegi sænska vörumerkið og taldi mig hafa gert mitt með því að koma hug- sjóninni á flot, eins og ég tryði því hún væri magnaður vírus. En, æ, svo kom viðsnúningurinn þegar þeir settu heitar lagnir í gangstéttar og gerðu mér og hinu broddaliðinu grikk. Nú skiptast á sól og skuggi, klakabungaðar gangstéttir og þýddar. Maður nýtur þess ekki lengur að rúlla um á nagladekkjunum sínum, það fer ólýsanlega í gegnum mann að skrapa steypu og stétt á nagladekkjum, bílar þola það betur, ég alls ekki, við þessar klassísku aðstæður fer svo í gegnum mann að maður afber ekki eigið öryggi. Gallinn megn líkt og saltið sem étur götur og hús og sandur- inn sem fýkur í augun og nagladekkin sem skafa upp götumar, ekki auðvelt að snúa á hálku sjálfrar náttúrannar svo vel fari. Síðan gangstéttar urðu svo víða snjólausar í hálk- unni er ógjömingur að verjast hálku mann- lega negldur. Síðan þá er eina ráðið að vera árið inn og út í góðri jafnvægisþjálfun og ná upp mikilli teygju og sveigju og kunna að svífa á hálum ís milli þíðubletta lukkunn- ar. En það vantar svo mikið á almenna liðk- un og hreyfiþjálfun hér á klakamölinni. Þeirri fimi sem forðum var okkur eiginleg af því að ganga á sleipum þúfum og klakabungum á sauðskinnsskónum höfum við löngu gleymt. Alvaran blasir við í beinbrotum fómarlamba hálkunnar sem enn er til staðar og tími til kominn að laga þessa skekkju. Eg er með lausnina, hún er góð og austræn eins og hágæðastjómun fyrirtækjanna. Leikfimi í hverri götu, sem miðar að því að þjálfa fólk í hálkugangi, er lausnin, eina lausnin. Á ekki að rabba um það livernig bæta má heiminn? ÍS Nenni ekki lengur að tala um ís og iljar, hið skrýtna í mér vill komast að. Það vill tala um galdurinn í hversdagslífinu, anti- kaosið, regluna, mynstrið sem lyftir stund- um iljum manns upp yfir höfuð svo væng- hafið þenst út í brjóstkassanum þrátt fyrir þann þróunargalla tegundarinnar að geta ekki flogið, vænghafið sem verður til þess að maður svífur nóg til að þola lífið. Ætla bara að segja örsögu sem „kom fyrir“ mig. Oft er lífsögrunin þannig að maður þarf að gera eitthvað erfitt sem maður er ekki stillt- ur inn á, svo maður verður skelfilega smeyk- ur og óviss. Og það er eins gott að þora að gera það, annars á maður á hættu að breytast í eymingja. Hægt er að biðja guð að hjálpa sér en aldrei er ég viss um að eiga það skilið. í varnarleysinu freistast ég til að lesa tákn hjátrúarinnar, sem ég ætla nú að viðurkenna upp á mig. Stuttu eftir síðara snjóflóð átti ég morg- unfund með klúbbfélögum mínum á Hótel Borg. Það var „mikið um að ske“, æ þið vitið, svona fundur þar sem allir segja hvað þeir eru að fara að gera bráðum, voða djarf- huga, mikið neistaflug, hugmyndir settar fram djarflega, hinum líst vel á og maður finnur vinastyrkinn sinn. Ég bregð mér fram og kem inn og klúbbfélagi búinn að borga kaffið sýnir mér vísa-miðann, og talan er svo ljót! 666, tala dýrsins í Opinberunnar- bókinni! talan sem allir óttast, talan sem enginn í siðmenntuðum löndum vill hafa á bílnum sínum eða vísa-kvittun eða nokkurs staðar. Hjálp, kostaði kaffið þetta! og við nýbúin að byggja varanlegar skýjaborgir sem hrynja hræðilega séu þær merktar þess- um fjanda og við á vegum dýrsins og okkur háski búinn! Nei, róar hann mig, þetta er ekki prísinn á kaffinu þetta er vísa-nóta seni hann fékk fyrir fyrra snjóflóð, 666 krónur kostaði í kjörbúðinni 18. janúar 1995. Hann sýndi mér í gamni að þessi tala hefði þá birst sér sem viðvörun, forboði dýrsins mikla, hann geymdi vísamiðann í veskinu, og nú undir öðru snjóflóði rifjaðist miðinn upp fyrir honum og upp úr veskinu. Við kveðjumst við Reykjavíkurapótek og ég geng með bergmál skelks í bringu 666 inn á Pósthús að senda bréf. Þrýsti létt á nefið á númera-dýrinu í Pósthúsinu eins og lög gera ráð fyrir til að mannasiðuð af- greiðslan fari þægilega fram. Númerahöfuð- ið teygir fram tunguna og númerið mitt, 777! Ekkert svart yfirskrímsli myrkranna að eltast við mig heldur þríheilagt skott lukkunnar! Léttir! Svartur skelkur hopar samstundis undan fullvissu þess að ég fínni lífið rétt á mér, véfréttin í Pósthúsinu færir mér þau skilaboð að draumaruglið sem rætt var um á fundinum geti átt sér stað, draumur og raunveraleiki geti í þessu til- felli, eins og þau stundum gera, náð að binda trúss sín saman. Ekkert 666 númer dýrsins yfír því sem við ræddum. Bara 777 og vænghafið útbreitt Atlantshaf. Æ, háll ís en má svífa á milli. Bara halda sér í sitt tiltölulega tilbúna jafn- vægi. Dökku svæðin í gangstéttinni liggja þar sem skipulagið hefur lagt þau, þídd og fín og klakinn kaldur á milli. Góð þjálf- un fyrir þjóðina. Sól og skuggi. Nú er ég búin með rabbefnið en á eftir línur svo mér er bullið búið. Bullið ekki búið. í al- vöru, ég trúi á leikfimi, hún er besta vörn- in gegn liálku. Og sama sveifla innvortis sú besta. Ósýnileg öryggisbönd í vöðvunum, detti maður þá dettur maður mjúklega hafi maður bljúgur bitið oddinn af oflætinu og leyft skynugum kroppatemjara að kenna klunnalegum flatrassa skrokknum mýkt kattarins. Bræði klakann eins og ekkert sé með rófunni. Rófan ósýnileg er svo gott stýri. Köttur úti í mýri. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JANÚAR 1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.