Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Blaðsíða 5
lallast að þeim sem vinnur, svo auðvelt er ið sjá ofan í það, enda glampandi rafmagns- jós frá ljósaperu í borðinu, og lýsir hún íylkið vel innan. Átökin sem þarf til þess að sverfa eða illu heldur skera málminn, leggur því allm- kinn þunga á fæturna. Við þessa vinnu höfðu fyrst unnið aðeins carlmenn, en þegar ég kom fyrst, var verið ið kynna kvenfólkinu þessa vinnu. Þær mru þá um 50. Með því að hafa á höndun- im tvenna vinnuvettlinga tókst mörgum að /enjast þessari vinnu, en fleiri voru þó við )etta sem hættu bráðlega. Tíminn leið og alltaf var unnið sleitulaust. Hergögn vantaði til Frakklands veturinn 1916 til 1917 og var þá oft rekið á eftir með hylkin. Lengi vel þótti gott að sverfa 500 hylki á dag. En dag einn kom forstjór- inn og bað um að gerð væru 550. í þá tölu komust nokkrar og var ég ein af þeim. Daginn eftir kom forstjórinn enn og vildi nú fá 600. Mér tókst það. Vinnusystur mín- ar hrópuðu: „Elísabet, ég veit ekki hvernig þú ferð að þessu.“ „Ég veit það ekki sjálf,“ sagði ég. „Við erum allar að gefast upp,“ sögðu þær, „skyldi þetta aldrei taka enda?“ „Ég fer héðan,“ sagði ég. „Ég verð að kom- ast burtu frá þessu verki.“ Eg var þá um hríð búin að sækja mótorskóla er heitir Pristley Motor School, og er utanvert við borgina. Þau kvöld er ég fór þangað, kom ég aldrei heim fyrr en kl. 12. Eftir tiltekinn tíma tók ég svo prófið og skírteinið á ég enn. En ég hélt samt áfram vinnunni þar til ég varð fyrir því slysi að meiðast á fæti. Ég lá í sex vikur og meiðsl- in hafa alltaf bagað mig. Nú gat ég ekki lengur unnið á deildinni. Ég tók því það ráð að skrifa sjálfum forstjóra firmans; gat þess að ég væri búin að taka bílstjórapróf og fór fram á það, að firmað léti mig fá atvinnu sem bílstjóra. Á RAUÐA Kross-Bílnum Ég fékk bréf eftir tvo daga, þar sem ég var beðin að mæta þá þegar. Hann var hinn ágætasti, eins og ávallt. „Þér eigið metið í sprengikúluhylkjunum," sagði hann, „og við tökum yður strax sem bílstjóra. Við höfum aðra unga stúlku, sem byijar um leið og þér. Við verðum að fara að taka kvenfólkið í aksturinn." Þá vissi ég ekki um neina konu í Birmingham, sem ók bíl. Fyrst í stað ók ég áðeins léttum bifreið- um, en seinna koma að því að ég varð að taka Rauða kross bifreið firmans og henni ók ég þar til vopnahlé var samið. En það var heldur ekki létt verk. Það varð að aka á sjúkrahús öllum þeim sem urðu fyrir slys- um innan verksmiðjunnar, og þar að auki að taka á móti særðum hermönnum, sem sendir voru frá meginlandinu, og koma þeim á spítala, hér og hvar. Bílstjórinn varð að hjálpa til að bera sjúkl ingana inn í sjúkrahúsin og var það erfitt verk fyrir kvenfólk, en ég var svo heppin að gefast ekki upp. Loks kom vopnahléið, 11. nóvember 1918. Alllöngu áður var talað um að breyting væri í aðsigi, en allur almenningur þorði ekki að trúa því. Að kvöldi þess 10. var búið að segja verksmiðjufólkinu að ef samn- ingar um vopnahlé tækjust með stórveldun- um, yrðu hlið verksmiðjunnar opnuð klukk- an 11 fyrir hádegi, og þá mættu allir fara út, og bílstjórarnir mættu taka bílana hvert sem þeir vildu. En ef samningar tækjust ekki, yrði unnið til kvölds, eins og venjulega. Eftirvæntingunni um morguninn er ekki hægt að lýsa. Enginn snerti á verki, en úr bifreiðastöðinni voru einhveijir að skjótast út smátt og smátt; þeir voru að kaupa blóm og litla fána, til þess að láta á bílana, ef vel færi, en létu samt enga sjá þetta. Állir töluðu í hljóði. Það var eins og öll tilveran stæði á öndinni. Klukkan ellefu slengdi lögregla verk- smiðjunnar upp hliðunum, og flautur hennar blésu eins og þær ætluðu að rifna. Fólkið ruddist út, æpandi gleðióp. Frá flugstöð- inni, Castle Bromwich, kom feikilegur íjöldi flugvéla, sem köstuðu niður blómum og fánum. Ég fór fyrst heimleiðis með Rauða kross-bifreiðina. Ég mætti húsmóður minni í dyrunum. Hún átti mann sinn í landhernum og soninn í sjóliðinu. „Það er komið vopna- hlé,“ sagði ég. „Vopnahlé, vopnahlé." „Guði almáttugum sé lof,“ hrópaði hún og ég hélt hún ætlaði alveg að sleppa sér. Um borgina varð hvorki ekið eða gengið fyrir múgnum. Þó að mikið gengi á í júní, þegar friður var saminn, komst það þó ekki í líkingu við vopnahlésdaginn 11. nóvember og enn eru allar verksmiðjur og öll umferð á Bretlandi stöðvuð þennan dag í 5 mínútur. Höfundurinn fluttist til Seyðisfjarðar að stríðinu loknu og var kaupmaður í Verzluninni Breiða- bliki, allt til 1956. Hún er nú látin. Havel, Heidegger og tæknihyggjan Eftir KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON ÞAÐ ER ekki ný hugmynd að tæknivæðing hins vestræna heims sé í raun og veru af hinu illa og alls ekki til þess fallin að færa mannkynið nær sínu raunverulega eðli, heldur hafi 'hún þvert á móti gert heiminn (þann vest- ræna að minnsta kosti) ómanneskjulegan. Sumir eru andvígir öllu því sem til tækni má teljast; kjamorkuverum, tölvum, bflum og þess háttar, og vilja að fólk lifi með náttúr- unni ótruflað af tækjafargani. I Bandaríkjun- um hefur einhver um árabil fengist við þá iðju að senda fólki sprengjur í pósti og hefur þannig orðið þrem að fjörtjóni. í bréfi til blaðs- ins The New York Times nýverið sagðist sprengjusendandinn vera að vinna gegn tæknivæðingu þjóðfélagsins og eiga sér draum um anarkískan heim. Flestum þykir þetta viðhorf líklega í besta falli heimskulegt og í versta falli hættulegt. Bandaríkjamaðurinn John Zerzan er sann- færður andstæðingur tæknivæðingar, og í grundvallaratriðum sammála þeim sem sprengjumar sendir, þótt honum þyki fráleitt að drepa fólk af þessu tilefni. Zerzan býr við þröngan kost í bænum Eugene í Oregonríki. Hann á auðvitað hvorki tölvu né bíl, en hins vegar á hann lítið svarthvítt sjónvarpstæki sem hann segist skammast sín fyrir. Allt er þetta af hugsjónaástæðum fremur en efnahagsá- stæðum, því Zerzan er vel menntaður og gæti líklega haft ágætlega upp úr sér með kennslu og skrifum. Hann segir að tækni sé í raun og veru yfirboðari manna en ekki verk- færi þeirra, og hneppi þá í hlekki fremur en að auka frelsi þeirra. Hann segir það blekk- ingu að halda að „hnignun þjóðfélagsins og einstaklingsins [verði] breytt með nútíma tækni. Þama er kjami þess sem sífellt plagar þjóðfélagið." Zerzan er öfgamaður, svo mikið er víst. Það em öfgar að hafna tækni og tækjum með þessum hætti, og fordæma þjóðfélagið. Og sá sem tekur upp á því að myrða samborg- ara sína á þessum forsendum er ekkert annað en glæpamaður. En það em ekki endilega öfgar að velta því fyrir sér hvort tæknin sé vaxin okkur yfir höfuð og sé farin að ráðskast með okk- ur, fremur en við með hana. Það er þó til- gangslítið, held ég, að vera með stórar fullyrð- ingar um að tækni sé hættuleg og að með yfirþyrmandi tæknihyggju séum við í rauninn að grafa okkar eigin gröf. En það má velta því fyrir sér hvemig megi skilja tækni, og þá sérstakiega hvað sé fólgið í þeirri hug- mynd að tæknin sé verkfæri í höndum okkar. 2. í ritgerð frá árinu 1984 minnist Vaclav Havel, núverandi forseti Tékklands, þess þeg- ar hann barn að aldri sá það sem hann kall- aði „mennina óhreinka himininn" þar sem þykkan reyk lagði frá verksmiðju. Havel seg- ir að í hvert skipti sem hann sá reykinn hafi hann fengið sterklega á tilfinninguna að eitt- hvað alvarlegt væri að. Þessi minning vekur hjá Havel spumingar sem angra hann. Að hveiju beinast þær spurningar? Þær beinast að tækninni og tengslum okkar við hana. Havel segir að mengunin hafi ekki bara verið dæmi um tæknileg mistök þar sem gleymst hafi að taka náttúruvemdarsjónarmið með reikninginn, og leiðrétta mætti með viðeig- andi síu á reykháf verksmiðjunnar, eða öðrum hreinsibúnaði. Verksmiðjan væri öllu heldur táknræn fyrir það tímabil í sögu okkar sem leitist við að yfirstíga takmörk sem náttúran setur; hundsar viðmið náttúmnnar og vill taka mið af einkahagsmunum og selja ein staklingum sjálfdæmi í umgengni við náttúr- una. Havel er ekki svarinn andstæðingur allra afurða tæknisamfélags nútímans, eins og Zerzan, og var ekki að andæfa þessari til teknu verksmiðju, svona eins og einhver sem kynni að vera á móti því að byggt verði ál ver. Það eru allar líkur á að viðeigandi hreinsi búnaður hefði komið í veg fyrir mengun frá verksmiðjunni, en það gildir einu. Spuming- arnar sem leita á Havel snúast í rauninni ekki um það hvernig best megi hagnýta tækn ina, heldur hvert sé eðli hennar. Hér er Havel kominn á slóðir sem þýski heimspekingurinn Martin Heidegger fór um í ritgerðinni Spuming er varðar tækni árið 1953. Það kann að vera að Heidegger hafi verið öllu andsnúnari tækninni en Havel er, en vandinn sem þeir greina er samt hinn wmmwmmwm sami. Hvemig getum við útskýrt tækni og tengsl okkar við hana? Það er, eins og áður sagði, viðtekin hug- mynd að tækni sé verkfæri í höndum okkar og að við notum þetta verkfæri til þess að geta lifað betra lífi. Meginhugmynd Heidegg- ers er sú, að ef þessi hugmynd eigi að stand- ast þá megum við ekki svara spumingunni um eðli tækninnar - hvað er tækni? - á for- sendum hennar sjálfrar. Tæknileg viðbrögð við tæknilegum mistökum em samkvæmt þessu ekki til marks um að við höfum vald á tækninni sem verkfæri. Því var það, að Havel var ekki í rónni þótt settur væri hreinsi- búnaður á reykháfinn sem „óhreinkaði himin- inn“. Ef okkur reynist ókleift að útskýra hvað tækni er án þess að grípa til forsendna tækn- innar sjálfrar við að útskýra hana virðist sú fullyrðing að tækni sé verkfæri okkar í hæsta máta vafasöm. Leit Heideggers að „eðli“ tækninnar virðist hafa verið tilraun til þess að útskýra tæknina á allsendis ótæknilegum forsendum. Kannski er það þess vegna sem manni fer stundum að sýnast skrif Heideggers með öllu óskiljan- leg; hann revndi að sniðganga hefðbundnar hugmyndir, vegna þess að þær leiða mann ósjálfrátt inn á braut tæknilegrar hugsunar - sem er einmitt það sem hann vildi komast hjá. Hann vildi líka forðast að spyija um það hvað okkur finnst tækni vera. Sú spurning væri um það hvaða hugmyndir við höfum um tækni, fremur en það hvað tækni sé i eðli sínu. Hann leitaði að sannleikanum um tækn- ina, og sannleikurinn er um hlutina sjálfa, ekki hugmyndir okkar um þá. (Þessu mætti ef til vill hafna á þeim forsendum að tækni sé ekkert í sjálfri sér - hafi ekkert eðli - heldur sé bara hugmynd í kollinum á okkur.) 3. Til þess að gefa eðli tækninnar nafn greip Heidegger til þýska orðsins „Ge-Stell“, sem ef til vill máþýða með íslenska orðinu „skorð- ur“. Hugmynd Heideggers virðist þannig hafa verið sú, að tækni sé ekki tæki sem við not- um, heldur skorður sem við erum í (uppgötv- um) og er grundvallarforsenda þess hvemig við skiljum og hugsum um hvaðeina (veröld- ina). Áðan var minnst á sannleikann, og þótt það sé einföldun að segja Heidegger hafa lit ið svo á að tæknin væri orðin að sannleikan- um um hlutskipti okkar, er það ekki alveg út í hött. Tæknin er, samkvæmt þessu viðhorfi, orðin það sem okkur helst sýnist vera hið sanna um heiminn. Það er, við sjáum ekki betur en að mynd tækninnar af heiminum sé heimurinn eins og hann er í eðli sínu. Heidegger tekur dæmi af náttúrunni. ! skorðum tækninnar gerir skilningur okkar kröfur til náttúrunnar og vill nytja hana sér til hagsbóta. Náttúran verður að náttúruauð lind sem gefur arð. Hafið verður að ftskimið- um; Blanda að Blönduvirkjun. Það er munur þarna á. Náttúran skilin sem náttúruauðlind, er öðruvísi en náttúran sjálf. Náttúruauðlind er í eðli sínu eitthvað sem við höfum stjórn á og setjum skilyrði, en náttúran sjálf er handan þess sem við fáum nokkru ráðið um. Heidegger snýr sér næst að tengslum manns og náttúru. Hann tekur dæmi af smábónda sem yrkir jörðina án stórtækra vinnuvéla. Heidegger hefur verið gagnrýndur fyrir óraun- sæi og rómantíska upphafningu á hlutskipti bóndans, sem væri án efa mun betur settur ef hann nyti aðstoðar tækninnar, sem Heideg- ger virðist helst fyrirlíta. (Og sennilega myndi bóndinn sjálfur, ef spurður, helst af öllu kjósa sér tæknilega aðstoð.) En það sem vakir fyrir . Heidegger er ekki endilega að upphefja bónd- ann sem hetju, heldur öllu fremur að draga betur fram mismunandi viðhorf til náttúrunn- ar. Þegar við nýtum náttúruauðlind gerum við kröfu til náttúrunnar - setjum henni skilyrði að uppfylla. Það eru okkar skilyrði, reist á okkar forsendum, fremur en forsendum sem eru náttúrunnar sjálfrar. Bóndinn, í dæmi Heideggers, lætur hins vegar duga (vegna skorts á tækjum, væntanlega) að bregðast við náttúrunni á hennar eigin forsendum, án þess að sveigja hana að kröfum sínum. Það er út í hött að segja að við bregðumst við náttúru- auðlind á sama hátt og bóndinn bregst við jörðinni sem hann yrkir. Þegar náttúran, sem náttúruauðlind, er farin að lúta okkar eigin forsendum getum við krafíst af henni nytja - til dæmis raf- orku. Þannig skiljum við stórfljótið ekki leng- ur nema sem orkulind, og að nytja hana ekki væri einfaldlega sóun á verðmætum. Spurn- ingunni um hvað stórfljótið er í eðli sínu, verður samkvæmt þessu einungis svarað þannig. Stórfljótið er orkulind. Nú mætti spyija: Hvað annað? Hvað getur fljótið verið annað en orkulind? Þeirri spurningu kann að vera erfitt að svara, og einmitt það - að svar sé vandfund- ið - er mikilvægt, að mati Heideggers. Hann vakti spumingar er varða tækni til þess að athuga tengsl okkar við hana, hvort þau tengsl séu fijáls, og heldur því fram að svo sé ekki. Hann segir okkur vera í skorðum sem tæknin setur okkur. Skilningur okkar á nátt- úrunni sem náttúruauðlind, svo sem í dæminu af fljótinu hér að ofan, er ekki skilningur sem við höfum sjálf smíðað, heldur uppgötvum að við höfum. Þess vegna lendum við í vand- ræðum þegar við ætlum að útskýra fljótið sem eitthvað annað en orkulind. Þess vegna vildi Heidegger hafna þeirri útskýringu á tækni að hún sé einungis tæki sem við stjómum. Og af sömu ástæðu, að því er virðist, fellir Havel sig ekki við það að sía á strompinn sé raunverulega lausn á þeim vanda sem honum sýnist hljótast af verksmiðjunni sem mengar himinninn. Þótt tæknileg úrbót kunni að koma í veg fyrir mengun er það ekki til marks um að við höfum stjórn á tækninni, heldur fremur hitt að við emm ófær um að bregðast við á ann- an hátt en tæknilegan (það er, á forsendum- tækninnar sjálfrar). Á meðan svo er virðist vafasamt að segja að tæknin sé verkfæri sem i öllu lýtur okkar stjórn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JANÚAR 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.