Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1996, Blaðsíða 7
r TTTS———— • '.Lx LEIÐIN var löng og ströng. Þessi teikning frá síðustu öld sýnir hóp Islend- inga á leið sinni til Nýja-Islands. menntaverk sín eingöngu á enska tungu. Lára kom aldrei til Islands og þess vegna er bókin Játningar landnemadóttur enn at- hyglisverðari sem varnarræða íslenskrar menningar. Lára segir í bókarlok að íslend- ingar hafi orðið sér gramir yfir því hvað hún fór fijálslega með lýsingar á íslensku landslagi í einni bóka sinna: „Við getum sagt að ég hafi dregið það saman þar til eldfjallið var komið niður að sjó, og við það missti sagan gildi sitt í augum þeirra. Þeir virtust ekki gefa því minnsta gaum að ég hafði reynt eftir bestu getu að draga upp mynd af siðferðisþreki fólksins sjálfs sem vakti aðdáun kanadískra meðbræðra þeirra. Ég hafði gert mig að fífli með því að fara rangt með landfræðilegar staðreyndir í inn- gangsþætti.“ í formála minnist þýðandinn á að höfund- urinn gerist sekur um ónákvæmni og jafn- vel mótsagnir í frásögnum auk þess sem hann fari fijálslega með sagnfræði og ætt- fræði. Slíkt ætti þó ekki að trufla þann sem les Játningar landnemadóttur eins og bók- menntaverk. Lára orti einnig ljóð og er eitt ljóða henn- ar, Sköpunarverkið og fuglamir, í þýðingu Franz Gíslasonar að finna í bókinni en það orti hún eftir að hún fór „að líta inn í fram- tíðina“. Einnig samdi hún kvæðið Visnar vonir sem Þórdís Ottesen gerði tónlist við. Lára skrifaði nokkrar smásögur en aðeins ein þeirra hefur birst á prenti hérlendis og er það Gjöfín meiri, sem er í bókinni Vestan um haf sem menningarsjóður gaf út 1930. Fyrsta smásagan, Hidden fire sem kom út 1922, vakti athygli og fékk höfundurinn verðlaun fyrir hana. Af áður ónefndum verk- um Láru má nefna tvær landnemasögur; When Sparrows Fall, sem út kom 1925 og The Dark Weaver, sem út kom 1937 og hlaut höfundurinn fyrir hana kanadísku landstjóraverðlaunin, æðstu bókmennta- verðlaun Kanada fyrir skáldverk. Játningar landnemadóttur var gefin út 1939 og hlaut Lára Ryersonbókmenntaverð- launin fyrir hana. Ári síðar fékk hún gullmedalíu frönsku lista- og bókmennta- stofnunarinnar í Frakklandi fyrir bók- menntaverk sín. ÍSLENSK RÖDD Á síðasta ári kom út doktorsritgerðin Islensk rödd í kanadískum bókmenntum (The Icelandic Voice in Canadian Letters) hjá hollenskum háskóla. Höfundur hennar, Daisy L. Neijmann starfar í íslenskudeild við háskóla í Winnipeg. í ritgerðinni, sem er 488 síður, er byijað á að útskýra þann sögulega og bókmenntalega grunn sem ís- lenskir innflytjendur til Kanada fluttu með sér frá íslandi. í ljósi þess verða verk fyrstu íslensk- kanadísku rithöfundanna skiljanlegri er- lendum lesendum en ella. Daisy segir að þrátt fyrir velgengni og vinsældir Láru á fyrri hluta aldarinnar séu bækur hennar núna sjaldan nefndar í kanadískum uppslátt- arritum. Hún telur líklegt að það sé vegna þess að hún teljist hvorki til hinna eiginlegu íslensk-kanadísku höfunda, sem skrifa á íslensku, né heldur til dæmigerðra kanad- ískra rithöfunda. Hún dregur þá ályktun að vegna vaxandi áhuga á kvenfrumkvöðl- um í rithöfundastétt kunni staða Láru í bókmenntasögunni að breytast frá því sem nú er og verk hennar verði sjálfsagt lesefni við menntastofnanir í Kanada í framtíðinni. LAURA Goodman Salverson. dagamönnum, glæsilegum höllum, hallarr- ústum sem minntu á sundurtætta hljóm- kviðu eða fágæt, tignarleg listaverk. Barns- hugurinn skynjaði þessa fullkomnu fegurð: ljóð forms og hreyfingar greypt í ódauðleg- an marmara. Myndirnar höfðu þá strax djúp áhrif á mig og áttu eftir að hafa sömu áhrif síðar á ævinni. Þegar ég horfði á þær fylltist ég löngun til að kynnast gullöld fortíðarinnar — að skynja sársauka þeirra sem hlutu þung örlög. Ég heillaðist af draumum þessara fornu manna sem neit- uðu enn í dag að gefast upp fyrir dauðan- um. Af velktum síðunum stafaði óumræði- legum ljóma.“ Lára sá sig í huganum geta slegist í för með rithöfundum og skáldum, ef hún kærði sig um, og skrifar í hrifningu sinni þessi orð: „Þökk sé þeim sem skrifa bækur. Þökk sé sagnaritaranum sem skráði á spjöld sög- unnar." Það skáld sem hún dásamaði hvað mest var Victor Hugo, en hann virtist hafa feng- ið hana til að gráta af hrifningu. Hún las einnig verk eftir Shakespeare, Bryant, Tennyson, Tolstoi og bækur af heimspeki- legum toga en af þeim lestri höfðaði vamar- ræða Sókratesar sterkast til hennar. Austin Bothwell var hins vegar sá maður sem hún taldi sig ætíð vera í hvað mestri þakkar- skuld við fyrir að hafa hvatt sig á uppbyggj- andi hátt í upphafi rithöfundarferils síns. Hún átti sér þann draum að ganga í kennaraskóla, en sökum heilsuleysis og fjár- skorts rættist hann ekki. Hún giftist George Salverson framkvæmdastjóra og bjó ásamt honum í Kanada. Þau eignuðust einn son, Georg að nafni. Ritstörf Og Yiðurkenningar Lára Salverson skipar nokkuð sérstakan sess í kanadískum og vestur-íslenskum bók- menntum vegna þess að hún var fyrsti ís- lendingurinn í Kanada sem samdi bók- ELÍAS MAR Úr hafi Þeir týndust í hafið, haf þagnarinnar og gleymskunnar undir svörtuloftum fordómanna. En hvaðeina hefur sinn tíma, og jafnvel haf þagnar og gleymsku skilar feng sínum á þessa ókunnu strönd í dögun nútíma og framtíðar. Hér stíga þeir upp úr bylgjunum síungir síkvikir í skini morgunsins. Ljóma nýrrar aldar slær á brosmild andlit þeirra. — Hönd íhönd leiðast þeiríátt til okkar til að búa hjá okkur alltaf héðan í frá, endurheimtir úr hafi. HENRY NORMAL íbúðin er ekki söm eftir að þú fórst Ingvi Þór Kormáksson þýddi íbúðin er ekki söm eftir að þú fórst eldavélin er reið - hún ásakar mig Sjónvarpið reynir í örvæntingu að vera önnum kafið en stundum sé égþað stara út um gluggann Uppvaskið erenn á ný ísjálfsmeðaumkun situr bara þarna og segir „hver tilgangurinn, hver er tilgangurinn?“ Gluggatjöldin telja dagana Ekkert í íbúðinni vill tala við mig Ég held að hægindastóllinn þinn sé dauður Ketillinn reyndi að hugga mig í byrjun en þú veist nú hversu Iengi hann heldur þræðinum Ég hef ekki sagt blómunum þetta enn þá þau halda enn að þú sért í fríi Baðherbergið saknar þín Ég sé það varla þessa dagana Það trúir því ekki enn að þú skyldir ekki taka það með þér? Svefnherbergið lítur ekki einu sinni á mig eftir að þú fórst hefur það augun lokuð vill bara sofa og minnast betri tíma reynir að týna sér í draumum það virðist eins og það hafi valið auðveldustu leiðina en á nóttunni heyri ég að koddamir gráta ofan í lökin. Höfundurinn er enskt skáld sem býr í Manchester. Höfundur er skáld og kennari. ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Inn í Ijósið Skyndilega breyttist fönnin í líkblæju á meðan þeir leituðu þín í myrkrinu á meðan tár þeirra bræddu snjóinn hélstu áleiðis heim öruggum skrefum áleiðis heim inn í Ijósið Höfundur er Ijóðskáld og hefur gefið út 7 Ijóðabækur. l.jóðið er ort í minningu þeirra, sem látist hafa í snjóflóðum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JANÚAR 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.