Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1996, Page 10
Að kveða dýrt á rússnesku ússneskir bókmenntamenn hafa glímt við rím- þrautir í kvæðum Hallgríms Péturssonar og reynt að skapa dróttkvæðan hátt á rússnesku. Bæði til að sanna að hægt sé að þýða hvað sem vera skal á móðurmál þeirra og til þess að sýna hollustu sína við þá rómanísku trú eða von, að einmitt á íslandi hafi þau undur gerst fyrr og síðar að skáldskapur varð snar þáttur þjóðlífs og mikill hvati til allskonar af- reka. Mér berst í hendur vélritað handrit á rúss- nesku og á fremstu síðu er handskrifað: „Kvæði Hallgríms Péturssonar í rússneskum búningi Vladímírs Tíkhomírovs". Ég hugsa sem svo: gaman að vita af því að svona sér- vitringar eru til. Það gaman lyftir sér á kreik um leið og handritinu er flett. Fyrsta erindið er svona: Prédki, úshli vy! vy byli pravdívy mogútsjí í pravy v trúdé né lénívy v súdé spravédlívy í zhili dlja slavy. Byli koní rétívy byii zvonki tétfvy byli bítvy krovavy í v morskíje razlívy veli korabli vy dlja-radi zabavy. Lesandinn þarf ekki að skilja textann til að sjá að hér er verið að þýða Aldarhátt Hallgríms. Og sá sem skilur þýðinguna, hann getur ekki annað en dáðst að því hve fimlega er glímt við þá rímþraut sem kvæðið er. Það kemur líka fljótt í ljós, að sá sem á rússnesku vili yrkja undir svo erfiðum bragarhætti, neyð- ist til að taka sér ýmisleg skáldaleyfi. Ef við tækjum okkur til og þýddum rússneska text- ann aftur á íslensku yrði útkoman á þessa leið: Hallgrímur Áður á tíðum var tíska hjá lýðum svo tryggorðir kenndu frá bamdómi blíðum með fremdar hag fríðum að frægðum sér vendu Af strengboga stríðum í Hárs elda hríðum þeir herskeytin sendu eða á mar víðum skervallar skíðum til skemmtunar renndu Tíkhomírov: Forfeður horfnir! þið sannsöglir voruð Steblín-Kamenskíj er einhver mestur afreksmaður í norrænum fræðum sem Rússar hafa átt. Hann hefur sagt: „Fornar íslenskar bókmenntir urðu mér einskonar álög. Mesta furðu mína vakti það hve gjörólíkar þær voru að allri innri gerð þeim bókmenntum sem ég hafði áður kynnst.“ Eftir ÁRNA BERGMANN FI033MH PPAMMATHKA Eumcmro mm, CKAAbAOB cocTiMnnt* 4y\i>ÐiinK03n. En IlmiEFATorcKAro IIi.ico*iectiia TocTyiArunn Iluiiiioii Kmiriiiiu MAPIH IIAILIOUHIjI WaAaHHe no/iroTOÐHjiH llpvruicpocin. llpKA>opno<> I’ucciilcnuO ll|iaauc.mmiiuil n Bcfma|rt Kopnau C. B. HETPOB, (.mctjninojin CafUiniuibi.nn. M. H. CTEBJIHH-KAMEHCKHH • H3flATBJIBCTBO «HAyKA» JíeHHHrpaACKoe oTAeneHHe C.-HKTEPIiyPl'Ti. Tiinorp.'M.iii Umiiki'jtoi’ckoíí Aiuiacmíii Uajio. JleHHHrpaA • 1979 TITILBLAD á þýðingum Petrovs, Poezfla skaldov: Það sem er erfítt getur verið alþýðlegt. ÁRIÐ 1849 kom út „Málfræði íslenskrar tungu“ eftir séra Stefan Sabínín, en hann hélt nyög fram rómantískum hugmyndum um ágæti íslenskrar tungu og bókmennta. voldugir og réttvísir hvergi latir til starfa réttlátir að dómum og lifðuð fyrir frægðina Hestar vakrir voru bogastrengir sungu orustur voru blóðugar og um hafsundin stýrðuð þið skipum til skemmtunar. En þessi munur á textum er minni en hann gæti sýnst í fljótu bragði, ef lesandinn fellst á það, að inntak slíks kvæðis sé ekki síst í hljómfalli þess, í orðanna músík. Því nær Tíhkomírov ágætlega - eins þótt hann kunni ekki íslensku sjálfur og vinni þýðingar sínar upp úr bókstafsþýðingum. En hann er sæmi- lega reyndur þýðari, segir próf. Olga Smím- ítskaja sem handritið sendi, hefur gefið út þýðingu á fomenskum kvæðum (m.a. Beow- ulf), einnig hefur hann glímt við Völuspá, Þrymskviðu - og Rigvedu hina indversku. Rímþrautir Og Stuðlasetning Fordæmi Tíkhomírovs, sem hefur einnig þýtt Flærðarsennu Hallgríms, Ölerindi og a.m.k. einn Passíusálm, vekur upp ýmislegar spumingar um þýðingar á kvæðum. Ekki síst þessa: hve strangar kröfur eiga menn að gera til þess að þýðing samsvari framtextanum - bæði að merkingu og að bragformi? Eins og menn vita hefur slaknað nokkuð á þeim kröfum að undanfömu - t.d. hafa Islendingar þýtt kvæði eftir rússnesk höfuðskáld okkár aldar, Akhmatovu og Pastemak, án þess að taka tillit til þess, að ljóð þeirra era rímuð oftast nær og fylgja hefðbundnum bragarháttum. Þegar erlendir þýðendur glíma við íslensk ljóð reyna þeir ef til vill að ríma með svipuðum hætti og við geram. En þeir ráðast þó sjaldan í skáldskap sem mjög dýrt er kveðinn og svo til alltaf láta þeir stuðlasetningu lönd og leið. Tíkhomírov ræðst t.d. í mikia rímþraut, en hann stuðlar ekki. Samt era til Rússar sem era enn þijóskari og sérvitrari en hann. Þeir hafa í glímu sinni við foman íslenskan skáldskap reynt bæði að stuðla og meira að segja smíða sér einskonar dróttkvæðan hátt rússneskan. Safn slíkra þýðinga, Poezíja skaldov, sem Sergej Petrov hefur gert, kom út hjá forlagi sovésku vísindaakademíunnar árið 1979 og er um margt einstakt í sinni röð. Því eins og sá ágæti íslenskufræðingur Míkhaíl Steblín-Kamenskíj komst að orði í formála útgáfunnar: „í þessari útgáfu er í fyrsta sinn reynt að þýða skáldakvæði undir bragarhætti frumtextans, þeas. með því að endurskapa allt það flókna og stranga mynstur stuðla og höfuðstafa og innríms, sem er sjálfur kjarni máls í fomum norrænum skáldakveðskap. í þýðingunni endurspeglast og önnur sérkenni þessa forms: myrkar skáldlegar umritanir, líkar gátum (svonefndar kenningar), undarleg samfléttun einstakra setninga, sjaldhafnarorðaforði, einatt forneskjulegur". En Steblín-Kamenskíj hafði sjálfur tekið sér góðan tíma áður en þessi formáli var skrifaður til að efast um að það væri yfirhöfuð hægt að þýða vísur - og drápur Halifreðar vandræðaskálds og Egils Skallagrímssonar á rússnesku. Eitthvað Allt Annað Steblín-Kamenskíj, einhver mestur afreksmaður í norrænum fræðum sem Rússar hafa átt, varði árið 1948 doktorsritgerð sína um skáldakveðskap, og var áreiðanlega einn yngri fræðimanna í Sovétríkjunum á þeim tíma um að fást við svo framandlegt og fágætt viðfangsefni. En Steblín-Kamenskíj hefur lýst því ágætlega í inngangi að bók sinni Stanovleníje líteratúry („Bókmenntir verða til“), hvernig áhuginn á íslenskum bókmenntum vaknaði og efldist í honum eftir því sem hann komst betur inn í hina fomu texta: „Fomar íslenskar bókmenntir urðu mér einskonar álög. Mesta furðu mína vakti það hve gjörólíkar þær vora að allri innri gerð þeim bókmenntum sem ég hafði áður kynnst - þeas. bókmenntum okkar tíma. Mér fannst að verk fomíslenskra bókmennta hefðu verið saman sett með alit öðram hætti en bókmenntaverk eru nú samin og að þau hafi verið ætluð smekk og skynjun sem var alls ólík því sem við þekkjum. Mér fannst að við væram alltaf að lesa inn í hina fomu texta eitthvað framandlegt, þegar við beittum á þá hugtökum eins og „hugmyndalegt innihald", „listrænt form“, „áform höfundar", „frumleiki", „raunsæi" osfrv. - þeas. hugtökum sem við notum þegar við fjöllum um bókmenntir okkar tíma. Með öðrum orðum - mér fannst að ég hefði rekist á eitthvert fornt þróunarstig bókmennta, að ég hefði fundið bókmenntimar þegar þær vora að verða til“.1 Út frá þessum meginhugmyndum um íslenskar fombókmenntir sem sérstakan áfanga í framvindu bókmennta yfírieitt skrifaði Steblín-Kamenskíj síðan margar merkar ritgerðir og bækur. (Ein þeirra, „Heimur íslendingasagna", hefur komið út á íslensku.) Ein meginhugmynd hans er sú, að í Islendingasögum og dróttkvæðum sjáum við á bækur festan vissan áfanga í þróun bókmennta frá nafnleysu til höfundarvitundar. Þeir sem skrifuðu íslendingasögur lögðu ekki nafn sitt við þær, að mati Steblíns, vegna þess að þeim fannst ekki að þeir hefðu lagt neitt frá sjálfum sér til þeirra „sanninda" sem frá var sagt - eins þótt þeir hefðu í raun gert það. Aftur á móti þekkja menn nöfn skálda sem ortu jafnt drápur sem lausavísur, vegna þess að höfundarvitund var svo langt fram gengin hjá þeim að þeir gátu stært sig af þeirri íþrótt að kunna vel að fara með hið erfiða form. En, bætti Steblín við, sjálfsvitund skáldsins náði aðeins til formsins - ekki til innihaldsins sem var oftar en ekki það sama í hverju kvæðinu af öðra (kóngar börðust og gáfu úlfum hræ). Af þessum sökum taldi Steblín-Kamenskíj rétt að halda því fram, að eiginlega væri inntak dróttkvæða hið flókna og útsmogna form - einmitt það sem eiginlega væri ekki hægt að þýða á önnur mál. ÓkleifurHamar? Steblín-Kamenskíj sá meira að segja mörg tormerki á því að þýða Islendingasögur svo vel væri. Nemandi hans og aðstoðarkona við ýmsar þýðingar og útgáfur íslendingasagna og Heimskringlu, Olga Smírnítskaja, komst svo að orði í grein að: „M.í. Steblín-Kamenskíj sannfærir okkur um að það verði ekki hjá því komist að þýða íslendingasögur. Og sá sami Steblín-Kamenskíj sannfærir okkur um að sögurnar séu óþýðanlegar!"2 Upp úr þessari þversögn, segir Olga Smírnítskaja, sprettur sú aðferð að þýðandinn verði að fela sem allra best aðferð sína, skrifa þannig texta að lesandinn fái engan grun um einhvem tiltekinn stíl - forðast að taka mið af sagnfræði, þjóðsögum, seinni tíma skáldsögu, forðast alla tilgerð í fomeskju og þar fram eftir götum. En að því er varðar þýðingar á lausavísum og dróttkvæðum taldi hinn rússneski fræðimaður þann þröskuld sem þýðandinn þyrfti að komast yfir enn óaðgengilegri. Gott ef ekki með öllu ókleifan hamar. „Skáldakveðskapurinn er óþýðanlegasti skáldskapur heims“ segir hann á einum stað.8 Petrov Og Hetjuraunin En Steblín-Kamenskíj átti eftir að skipta um skoðun. Snemma á sjöunda áratugnum kynntist hann manni sem var sannfærður um að hægt væri að þýða dróttkveðinn skáldskap á rússnesku án þess að hlaupa að ráði frá kröfum hins stranga forms. Og hafði meðferðis þýðingu sjálfs sín á Höfuðlausn Egils sem staðfesti þessa skoðun hans. Þessi maður var Sergej Petrov. Sergej Petrov var fæddur árið 1911 og lauk árið 1931 námi í germönskum málum við Leníngradháskóla. Tveim áram síðar var hann handtekinn og sendur í útlegð til Síberíu. Þar var hann aftur handtekinn og sat í fangabúðum hreinsunarárin skelfilegu 1936-38 og var síðan í útlegð allt til ársins 1954. Þá var Stalín dauður og Petrov fékk uppreisn æra eins og margir aðrir um það leyti. Hann fékkst síðan við kennslu og þýðingar, fyrst í Novgorod (Hólmgarði) og síðan Leníngrad. Hann þýddi m.a. kvæði Bellmans, Rilke og Mallarmés á rússnesku með ágætum - en ástríða hans var dróttkveðinn skáldskapur. Vinur hans, próf. Helgi Haraldsson, komst svo að orði í minningargrein að Petrov, sem lést 1988, hafi verið svo sannfærður um auðlegð rússneskrar tungu að sá texti gæti ekki verið til sem óþýðanlegur væri. Og „staðhæfíngar norrænufræðinga um að það væri ekki hægt að þýða skáldakvæði á rússnesku tók hann sem persónulega ögran við sig“. ‘ Fleira varð til að hvetja Petrov en metnaður hans fyrir sjálfs sín hönd og tungu feðra sinna. Hann fékk ósvikna ást á hinum forna kveðskap, fannst hann merkilegur og taldi 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.