Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 1
ORGUNBLAÐS I NS Stofnuð 1925 8. tbl. 24.febrúar 1996 — 71. árg. Tíðarandi Að dýrka líkams- útlitið Líkaminn er umslag sálarinnar, sagði miðalda- hugsuðurinn. Nútímahugsun er dálítið öðruvísi. Fyrir okkur er líkaminn það eina sem eftir er, og við gætum hans vel. Kaþólsk sekt og vinnusiðfræði mótmælenda ÞANNIG sér teiknari Spectators fyrir sér nútíma dýrling heilsuræktarstöðv- anna heilsa uppá helga menn kirkjunnar frá fyrri öldum. Nú er engin yfir- sjón að sleppa kirkjuferðinni, segir greinarhöfundurinn, en samvizkan nag- ar ef maður mætir ekki í líkamsrækt. Er sjálfsdýrkun að koma í stað formlegrar trúariðkunar? Er fyrirgef oss vorar skuldir að breytast í fyrirgef oss frönsku kartöflurnar? Aðeins einn af hverjum tíu Bretum fer að staðaldri í kirkju eða á aðrar trúarsamkomur, en sá þykir naumast maður með mönnum sem ekki stælir vöðvana í líkamsræktarstöðvum. Eftir JENNY MC CARTNEY hafa yfirgefið sálina og sest að í líkaman- um. Aðalatriðið er að fylgjast með líkams- þyngdinni og vinna utan heimilis. Aðeins ein af hveijum tíu manneskjum í Bretlandi sækir kirkju að staðaldri eða fer á aðrar trúarsamkomur. En meira en 60% fullorð- inna (meira en 80% menntamanna) stunda líkamsrækt reglulega. Heilsuræktarstöðv- arnar eru yfirfullar á sunnudögum. Fólk sem tekur ekkert nærri sér þótt það missi úr kirkjuferð verður mjög sakbitið ef það sleppir úr heilsuræktartíma. Samviskan kvelur það ef líkaminn er í ólagi, vöðvas- lappleiki ber vott um skort á sjálfsaga. Fólk bætir fyrir syndir sínar í mataræði með svita og erfiði, og geislar af dyggð á eftir. ÞÚ HEFUR MÁTTINN ...! Sjálfskoðunaráráttan, sem vex og dafnar um þéssar mundir, knýr fólk áfram. Lang- mest áberandi í bókaútgáfu síðari ára eru bækur um heilsu og fegurð, samsull úr nýjustu fréttum læknavísindanna, hreysti- ráðleggingar og góð ráð varðandi snyrt- ingu. Heilsutímarit renna út eins og heitar lummur. A forsíðunum má lesa lífleg slagorð, sem minna á súrrealisma og bjartsýni. Til dæm- is: „Þú hefur máttinn til að lækna sjálfan þig.“ „Ókeypis krabbameinsmatreiðslu- bók“, eða „Gæti dáleiðsla gert þig ham- ingjusamari, rólegri eða stækkað á þér brjóstin?“. Af lestri slíkra bókmennta yrði maður víst svona manneskja sem vaknar hlæjandi á morgnana og heilsar nýjum gteðidegi. Þetta er rétt eins og að endurfæðast i krist- indómi, en vitanlega að trúarbrögðunum frátöldum. Kristinn maður hefur áhyggjur af síð- asta dóminum. Heilsuræktarútgáfan býður aftur á móti upp það sem er miklu meira spennandi - nefnilega að koma alveg í veg fyrir dauðann. Þar má lesa pistla um stríð- ið við dauðann. Heilsuræktarsérfræðingar láta nú ljós sitt skína skærar en trúar- bragðafólkið. Þeir bjóða upp á skýringar á öllu, sem hijáir okkur, alveg frá maga- kveisu til flösu. Þó skrifa þeir mest um tvo vágesti nútímans, nefnilega krabbamein og hjartasjúkdóma. Það eru læknavísinda- mennirnir sem eru hetjurnar núna með baráttu sinni til að seinka andláti okkar. Prestarnir eru ekkert spennandi nema þeg- ar þeir haga sér illa. Ög þegar Guð er ekki lengur ýkja ná- lægur, er Guðs vilji jafnvel ennþá fjær. Hér áður var gjarnan talað um Guðs vilja, þegar einhver dó án þess að það væri neinum sérstökum að kenna. Dauðinn kom bæði oft og snögglega áður en fúkkalyfin voru fundin upp. Langafi minn dó, þegar hann var 39 ára vegna þess að hann tá- braut sig í vinnunni og fékk blóðeitrun. Tvær langömmusystur mínar dóu í sömu vikunni úr taugaveiki. Föðurbróðir minn dó átta ára gamall úr skarlatssótt. í hverri einustu fjölskyldu voru hrikaleg áföll al- geng. Skortur á Sjálfsumhyggju En nú er öldin önnur. Erum við ekki öll tilbúin með spurningalista ef einhver deyr sem er á svipuðum aldri og við sjálf? Stór- reykingamaður? Drykkjumaður? Fór aldei til læknis fyrr en það var orðið of seint? Með því að spyija svona, hvað sem við kunnum að vera samúðarfull, erum við í rauninni að láta að því liggja, að kæru- leysi sé hin raunverulega orsök. Hinn látni hlýtur að hafa gerst sekur um þá yfirsjón sem erfiðast er að fýrirgefa í nútímaþjóðfé- lagi - skort á sjálfsumhyggju. Hin ófrávíkjanlega siðferðisskylda vest- rænna manna er að annast um sjálfa sig. Það sem lyftir okkur eilítið yfir Kínveijana og Slavana, fyrir utan meintar áhyggjur okkar af mannréttindum, er einmitt þessi stöðuga ræktun okkar á líkamlegri heilsu. Það byijaði í Ameríku. Amerískir forsetar ganga aldrei, þeir skokka, - upp og niður Capitol Hill. Við höfum miklu oftar séð kvenleg lærin á Clinton sveipuð „skokk“ stuttbuxum, en einhveija utanríkisstefnu sem vit er í. Clinton bjargar sér þótt eitt og annað misjafnt sé borið honum á brýn, - en Guð hjálpi honum daginn sem hann hættir að skokka. A meðan hann skokkar veit þjóðin, að Clinton forseti gerir sér grein fyrir því að líkami hans er ekki full- kominn, en hann er að hamast við að koma honum i lag. Hann er bæði auðmjúkur og iðinn. Hann er lifandi vitnisburður hinnar nýju trúlausu siðfræði, einkum þegar svit- inn borgar af honum og hann er lafmóður. Þjóðir sem búa við stjórnarfarslega óreiðu hafa forseta sem hugsa ekkert um líkamann. Lítum bara á Boris Jeltsin, rauð- an í framan og óstöðugan á fótunum, yfir- kominn a^ vodkadrykkju og hjartveiki. Boris Jeltsín skokkar ekki. Hann blæs út rétt eins og rússneska verðbólgan, þegar minnst varir. Við hveiju er hægt að búast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.