Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 5
Sonar-torrek Gríms Thomsens Hinn 8. febrúar 1872 birti blaðið Þjóðólfur „að- sent kvæði“ höfundarlaust á fremstu síðu undir nafninu Sonar-torrek. Neðanmáls var sú skýring gefin á heiti þess að fornyrðið „torrek“ merkti skaða, tjón eða missi og vitn- E Q] B1E Ml El E H iSilHi Að segja meiningu sína Eg er víst ekki einn um að hafa á tilfinningunni að stundum séu stjórnmálamenn, - og fleiri, að tala í norður þegar þeir ættu að tala í suður. Og stundum kraum- ar á mér þegar ég, launþeginn, þarf að hlýða á skýringar þessara manna á ástandinu í dag. Meðal þess sem kveikir í mér eru skýr- ingar á því hvernig menn hagræða á ís- landi. Því í raun virðist hagræðing hjá hinu opinbera síst felast í samdrætti eða niðurskurði. Miklu fremur virðast menn gera það með því að hækka þjónustu- gjöld og færa þannig kostnað frá ríkinu yfir á borgarann. Þá finnst mér ávallt undarlegt að álagning þjónustugjalda sé ekki kölluð skattlagning. Það má alveg láta þegnana bera byrðar þess velferðarkerfis sem þeir búa við en þeir eiga annaðhvort að gera það með sköttum eða þjónustugjöldum. Það er tæplega sanngjarnt að þeir geri hvort tveggja. Ég hef oft velt því fyrir mér hveiju munar í okkar kerfi og annarra landa. Við erum t.d. ekki með stóran lið sem heitir her og hergagnakaup. í hvað fara okkar hergagnakaup? Líklega er þó rétt sem frómur banka- maður sagði einu sinni að það hljóti að vera dýrt að búa í ríki sem er að mann- fjölda á við smáborg en í kröfum á við stórveldi. Þegar allir, - og alls staðar á landinu, eiga að njóta sambærilegrar þjónustu (og það hvort heldur sem er í gæðum eða verði) þá verður kostnaður mikill. Þannig hlýtur að vera dýrt að reka fullbúið sjúkrahús og skóla í smáþorpi, en kann að vera nauðsyn vegna einangr- unar, ef menn vilja halda byggð á svæð- inu. Þá virðist það stefna stjórnvalda að setja lög um hitt og þetta, - sem vita- skuld kveikir væntingar og kröfur, en láta svo ráðast af fjárlögum hvort lögin taka gildi eða ekki. Og þegar ljóst er að erfitt er að framfylgja settum lögum þá eru veittar málamyndafjárveitingar eða svo skertar fjárveitingar að þær eru ein- ungis táknrænar þegar á reynir. Og hvað kosta slíkar íjárfestingar samfélagið? Tökum sem dæmi útvarps- húsið sem reis, glæsilegt á glæsistað, fyrir skattfé, lánsfé og önnur tilfallandi gjöld. Og nú stendur það fullbyggt ytra en hálftómt innra vegna þess að þegar á reyndi gleymdist að reikna með því að það kostaði peninga að flytja t.d. Ríkis- sjónvarpið af Laugaveginum upp í Efsta- leiti. Hvað kostar það ríkissjóð að reka tvær byggingar og láta húsið standa tómt að hluta en fullbyggt? Væri hægt að lækka tilkostnað til lengri tíma? Sama gilti lengi um Þjóðarbókhlöðuna blessaða sem stóð eins og tákn um sóun og upp- burðarleysi í mörg ár þar til menn tóku sig á og luku málinu, - en geta svo ekki haldið henni opinni með reisn því rekstr- arfé vantar! Þriðja dæmið er Perlan. Hún var byggð fyrir umframfjármagn Hitaveitunnar og átti ekki að kosta lántökur eða aukaálög- ur á borgarana sem þaðan fá vatn. Mér þykir fallegt að sjá þetta hús. En mér þætti nú vænna um að borga minna fyr- ir vatnið. Þannig láta menn móðan mása um hluti og það kemur ekki glóra úr þeim. Og þetta er sosum á fleiri sviðum. Þann- ig steðja íslendingar nú inn á styrkja- markað ES og vænta mikilla fjármuna. Hjá mér sat Svíi á dögunum sem er á leiðinni hingað aftur og þá með nemenda- hóp sem taldi rétt að sænskt skólakerfi nýtti það fjármagn sem frá Svíum rennur til Evrópu. Við, á hinn bóginn, erum ekki reiðubúin að taka á okkur þær skuldbind- ingar sem þarf, en viljum fá hingað marg- faldlega það sem við leggjum út. Slíkt ber ekki vott um góða pólitík. En hvað er maður að kvarta? Fáum við ekki akkúr- at þá stjórnmálamenn sem við kjósum? magnús þorkelsson . Höfundur er kennslustjóri Menntaskólans við Sund. Ekki er vitað hvort Axel Peter fékk nokkru sinni að vita hið rétta um faðerni sitt en ekki er ólíklegt að hann hafl innt móður sína eftir því þegar hann vissi hver hún var. Grímur Thomsen gekkst hinsvegar aldrei formlega við honum. Eftir AÐALGEIR KRISTJÁNSSON að til sögu Egils Skallagrímssonar „(og þá um slíkt kvæði er að ræða) sonarharmur eða harmur út af sonarmissi“. Atta árum síðar, árið 1880, komu Ljóð- mæli Gríms Thomsens út í fyrsta skipti. Meðal frumkveðinna ljóða þar voru fimm eftirmæli, þar á meðal þetta. Hin fjögur báru nöfn þeirra sem um var ort en undir heiti þessa kvæðis stóð nafnið Helgi Melsteð innan sviga. Nokkrar lagfæringar höfðu verið gerðar á texta kvæðisins frá fyrstu gerð. Upplýsingarnar um að Sonar-torrek væri kveðið um Helga Melsteð voru harla seint á ferð. Hann lést úr lungnabólgu 5. janúar 1872 eða rúmum mánuði áður en kvæðið birtist í Þjóðólfi. Auðvelt er að tímasetja hvenær kvæðið Sonar-torrek er ort, sé hvat- inn að því andlát Helga Meðsteð. Það hefur þá verið kveðið eftir 5. janúar 1872 og fyr- ir 8. febrúar sama ár. Grímur hefur því verið mjög hraðkvæður í þetta skipti en í bréfi til dr. Hallgríms Scheving 1844 lét hann þess getið að hann væri „lengi að yrkja“. En hversvegna birti Grímur Thomsen þetta kvæði höfundarlaust í Þjóðlífi og án þess að geta þess um hvern var ort? Full- gilt svar við þeirri spurningu mun seint fást en óneitanlega leitar ýmislegt á hugann sem svar við henni. Orðið „aðsent“ í kynningu Þjóðólfs á kvæðinu Sonar-torreki bendir til þess að ritstjórinn, Jón Guðmundsson, hafi verið beðinn að birta það. Það gat enginn gert með fullum rétti nema höfundur þess Grím- ur Thomsen. Því má ætla að Grímur hafi sjálfur beðið um rúm fyrir það í blaðinu, enda ekki annað vitað en að hann og Jón Guðmundsson hafi getað ræðst við árekstra- laust. Kvæði eins og Sonar-torrek eru ort af tilefni. Nafnleynd höfundar og þess sem um var ort á sér einnig orsök. Nafnleyndarinn- ar virðist hafa verið óskað. Telja verður útilokað að nöfnin hafi fallið niður af vangá í prentun því þau mistök hefðu verið leiðrétt í blaðinu síðar. Staðsetning kvæðisins í blað- inu hefur vakið athygli lesenda á því en Þjóðólfur var þá einn af aðalfjölmiðlum landsins. Einnig má telja líklegt að neðan- málsskýringin á heiti kvæðisins hafi verið birt að ósk höfundarins. Varla hefur ritstjór- inn átt upptökin að birtingu hennar þar sem hann duldi fyrir lesendum bæði nafn höfund- arins og yrkisefnis hans. Hafi Jón Guð- mundsson heitið Grími nafnleynd þá hefur hann ekki brugðist því heiti. Helgi Melsteð var einkasonur Ástríðar Helgadóttur og Sigurðar Melsteð presta- skólakennara. Grímur Thomsen þekkti for- eldra hans frá námsárum sínum í Kaup- mannahöfn og orti síðar um Sigurð látinn. Helgi Melsteð var við nám í prestaskólanum ægar hann lést rúmlega tvítugur. Þeir sem andast ungir hafa sjaldnast skapað sér sögu en við þá hafa verið bundnar vonir. Mannlýs- ingin í kvæðinu Sonar-torreki er í samræmi við það. Engar staðreyndir um hinn látna er þar að finna og því ekkert sem tengir kvæðið með óyggjandi hætti við Helga Melsteð. Kvæðið tjáir eftirsjá foreldra sem dauðinn svipti „lífsins yndi“; er saknaðaróð- ur í líkingu sem endurteknar eru með til- brigðum í kvæðinu: Einn í lundi lauk við áttum; - Einn við bárum hauk á hendi; - Einn er þáttur af oss rakinn. Af efninu virð- ist mega ráða að sá sem um er ort hafi fengið á sig þunga brotsjóa í lífinu og að það hafi ekki alltaf farið um hann mjúkum höndum. Hinn fagri haukur var „felldur snöggt af norðanvindi“ og hinn vængbrotni haukur var þögull. í kvæðinu er legstaðar hins látna ekki getið. Hann hverfur út í sortann á svörtum nökkva líkt og gerðist í grískum átrúnaði. í lokin hljóma líknarorð trúarinnar. í Sonar-torreki má greina dýpri sársauka og meiri viðkvæmni en í öðrum eftirmælum Gríms. Þar ymur sá strengur sem er einstakur í ljóðhörpu hans. Var hér kveðið um þann sem stóð Grími hjarta næst? Grímur Thomsen varð stúdent sautján ára gamall og sigldi sama ár til Kaupmanna- hafnar til háskólanáms. Hann átti í fyrstu að læra málvísindi og síðar lögfræði en sinnti hvorugu heldur sökkti sér niður í heim- speki, fagurfræði og bókmenntir samtímans og komst í kynni við marga helstu rithöf- unda Dana. Hann var til dæmis heimilisvin- ur hjá skáldinu Adam Oehlenschláger. Auk þess kynntist hann mörgum dönskum jafn- öldrum sínum sem síðar mörkuðu spor*í danskri menningarsögu. Hvar sem Grímur Thomsen fór vakti hann athygli. Skapsmun- ir hans voru ríkir og ótamdir. Á Garði þótti hann stundum illur og óvæginn. Hann var skartmaður í klæðaburði og eyðslusamur svo að föður hans, Þorgrími Tómassyni, blöskraði og hafði í hótunum um að kalla hann heim þar sem eyðsla hans og óráðsía gætu komið honum í skuldafangelsi. Finnur Magnússon leyndarskjalavörður kom þá Grími til hjálpar og fékk Þogrim föður hans til að greiða skuldir hans en alltaf bættust nýjar við sem Finnur fékk Þorgrím til að greiða. Grímur Thomsen hafði dvalist skamma stund í Höfn þear hann kvaddi sér hljóðs. I fjórða árgangi Fjölnir árið 1839 birti hann þýðingu sína á kvæðinu Alpaskyttan eftir Sciller. Benedikt Gröndal skáld segir í Dægradvöl að Þorgrími föður hans hafi orð- ið svo mikið um það að hann hefði bannað honum að yrkja í Fjölni. Þar birtist einnig kvæðið „Ólund“ árið 1844, fyrsta frum- kveðna kvæði Gríms á prenti. Á Garði hóf hann að semja samkeppnisritgerð um ný- franska skáldskapinn sem hann birti 1843. Um 1841 flutti Grímur út af Garði og flest bendir til þess að hann hafi flutt í Lindes Pensionat. Þar hitti hann fyrir unga, gáfaða og glæsilega stúlku frá Jótlandi, Anne Magdalene Kragh, sem var þar við kennara- nám. Hún var ári eldri en Grímur og hafði SJÁ NÆSTU SÍÐU EINA myndin sem til er af Peter Axel, syni Gríms Thomsens og Magdulene Thoresen. Peter Axel féll frá án þess að eignast afkomendur. LESBÓK MÓRGUNBLAÐSINS 24. FEBRÚAR 1996 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.