Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 7
Á valdi vínguðsins II Leikhús drykkjunnar Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON 2. ^ Þjóðin Til Vitnis AFENGISDRYKKJA er leikhús. Hvar sem borið er niður meðal þjóða og manna eru drykkjusiðir um leið þjóðarsiðir, vínleikhús verið starfrækt svo öldum skiptir, jafnvel þar sem enginn þekkir leikhús í annarri mynd. Drykkjunni er ætlað að auðvelda lát- bragðsleik í þágu þess sem ekki getur notið sín öðruvísi með góðu móti. Þegar áhrifin heimila skýtur sá drukkni óuppgerðum mál- um sínum til hlés og stígur sjálfur fram á leiksvið óska sinna og draumkenndrar upp- fyllingar þeirra. Að sama skapi sem sjálf- stjórnin rénar - og áður en komið er í óefni - verður hið þjóðlega drykkjumannsgervi fyrirferðarmeira. Og það hve illa eða vel menn drekka fer að miklu leyti eftir því hver skilyrði samfélagið leggur drukknum manni til svo að hann geti haft í frammi hina réttu tilburði. Siðvenjur okkar íslendinga mæla svo fyrir að menn drekki dramatískt og einir í anda jafnvel þótt þeir séu innan um fólk. Sé setið að sumbli þá telst það manndómur á þjóðlega vísu að drekka aðra undir borðið, ganga svo frá drykkju fölur og fár án þess að láta frá sér heyrast hósta eða stunu. Egill spúir fram- an í illkvittinn gestgjafa. Þór þrumuguð kneif- ar af horninu og bilar í kappdrykkjunni fyrir það eitt að svik eru í tafli. Að svalli slepptu hafa íslendingar varla þekkt skipulagða hópdrykkju síðan á þjóð- veldisöld og því ekki von á öðru betra þótt ósvikinn bjór fáist keyptur á völdum stöðum. En einleikurinn íslenski er auðvitað leikhús ekki síður en aðrir drykkjuhættir: sá drukkni blakar auga eða gerist hnakkakertari en hann var og allir eiga að skilja hvað þetta merkir, - rétt eins og væri háþróuð japönsk leiklist. Á slysavarðstofunni á Borgarspítalanum varð ég einu sinni vitni að því að drukkinn maður sem þar var á stjái bísperrtur, blóðug- ur um höfuð og herðar, fékkst ekki til að svara þeim sem vildu hlúa að honum öðru en afgæðingi hvernig sem á hann var yrt. Loks var lækninum nóg boðið, hann greip frakkann sinn af snaga og snaraðist út með þessum orðum: „íslendingar! Hvergi í veröld- inni er annar eins þjóðflokkur. Svara alltaf spurningu með annarri!" Afgæðingur og útúrsnúningar þess drukkna voru aðferð hans til að láta í ljósi að honum brygði hvorki við sár né bana og það þótt í anda fornsagna hniti ör við hjarta- rætur. Siðvenjur hófdrykkjunnar halda mönn- um frá þvílíkum öfgum ef þróaðar eru en þær eru engar til hérlendar. Margur góður íslenskur drykkjumaður hefur brugðið á það ráð í einsemdinni að kveðja þjóðina alla til vitnis um heldrykkju sína með dýrum skáld- skap, t.d. Kristján Fjallaskáld sem manna best hefur kunnað að fara með áfengi á ís- lenska vísu. í sem stystu máli sagt, sá drukkni hefur gefið frumleika upp' á bátinn þótt hann ekki viti það sjálfur, hann hefur gengist á vald hefðum enn frekar en hann gerði ódrukkinn. Sjálfsþekking og um leið agi kann að gera honum fært að halda í horfi vellíðan fyrstu áfengisáhrifanna, og það hefur mörgum land- anum lærst hin seinni ár. En því meir sem innbyrt er af áfengi þeim mun sterkari verða siðirnir að vera til að sá drukkni fari ekki á hvolf eins og það heitir. Franskar siðvenjur mæla svo fyrir að mönnum lærist að aga sig til samræmis við vínmenningu síns heimalands, sá agi er þátt- ur í uppeldinu. Á hinn bóginn hafa íslenskir hættir mælt svo fyrir að hófdrykkja sé lítil- mennska. Lengst af hefur þótt billeg tilgerð að hafa í frammi eftirlíkingu suðrænna drykkjusiða, skárra talið að fara á hvolf upp úr afstrammelsi en gerast mjúkur, hreifur og taktvís, öruggur um að nærstaddir haldi sömu háttum. KRÁR Það var ekki að ástæðulausu sem þjóðin bannaði sjálfri sér bjór svo lengi sem hún gerði. Bjór er samkvæmisleikur og eins og annað sem fram fer í leikhúsi drykkjunnar þarf þjóðlega hefð fyrir siðunum og þá því að tilþrif einmenningsdrykkjunnar fléttist saman við hætti hópdrykkjunnar, svo vel að af verði skemmtun allra fremur en einstakra öfgamanna á kostnað hinna. Við íslendingar söknuðum þess mjög að búa ekki við sama atlæti og ýmsir menn af öðru þjóðerni að geta ekki notið áfengis í leik. Okkur hefur verið uppálagt af hefðum okkar eigin lands að gamanmálum fullorðinna skuli alltaf fylgja háski af einhveiju tagi, og ekki fyrr en síð- ustu ár, við eflt borgaralegt siðferði, hefur mönnum lærst, t.d. af bókmenntum, að ekki )urfi nauðsynlega að tefla við dauðann að hætti fornmanna þótt gengið sé til leiks. Það er einmitt eitt einkenna ölkrárinnar að allt verður þar að gamanmálum, einnig ósigur drykkjuraftsins fyrir eigin fíknum. Þjóðin heimilaði sjálfri sér bjórinn vegna jess að lýðræðisþroskinn var kominn á það stig að ekki þótti stætt á öðru; afnám banns- ins kom áfengismálum minnst við. Það voru einfaldlega mikil brögð að því að farið væri kringum þetta bann og engin leið að komast hjá því að það væri gert; þess vegna var öll- um hleypt að krananum sem á annað borð höfðu lýðréttindi til áfengisdrykkju. Það hef- ur hins vegar komið í ljós, jafnvel fyrir sjón- um helstu ákafamanna, að krár spretta ekki upp af sjálfu sér né er hægt að flytja þær inn og gróðursetja eins og plöntur. Krá er menningarafsprengi, eitt þróunarferli leik- húss drykkjunnar sem með engu móti öðru getur staðist en þróun innan þeirrar þjóð- menningar þar sem hún á að rísa. Lítið á dæmin nú ef þið hafið ekki gert það fyrr. írsk krá er opnuð í Hafnarstræti með öllu sem heiti hefur í því sambandi nema gestum, þeir eru óhjákvæmilega íslenskir, - og staðurinn fyllist af sviplítilli unglinga- hjörð. írar hafa þúsund ára forskot á Islend- inga þegar að kráarsiðum kemur. Sama gild- ir um Breta og þá aðra sem geta talist full- veðja á krá. Enginn orðar Dana við alkóhól- isma þótt hann komi við á hverfiskránni eft- ir vinnudag ævina út og fái sér eina eða tvær kollur, - og þótt hann lengi dvölina eitthvað á þessari sömu krá eftir að hann er orðinn pensjónisti. Dramað er ekki þar, en aftur á móti blasir það við hveijum íslendingi af kollubotninum, og upplitið í samræmi við það. Krá er fólkið sem stundar staðinn, en ekki innréttingar eða nafn, hvað þá auglýsingaskr- um. Frelsi talaðs orðs er nýtilkomið í sögu þjóðanna, áður var kráin helstur staður sem menn höfðu til að létta af sér því sem þeir báru fyrir brjósti og beinlínis gat verið þeim lífshættulegt ef sagt var við önnur tækifæri. Á þessum stöðum ríkti meira málfrelsi en annars staðar og hyggnir stjórnendur, léns- valdar og aðrir þeim æðri, könnuðu almenn- ingsálit af því sem fór milli manna á kránum en gerðu ekki einstaka menn ábyrga orða sinna við þau tækifæri, - svo að ekki spillt- ist hefðin að tala mætti. Á krám hefur alltaf verið til siðs að leggja niður klíkuskap, þar eru allir jafnir sem á annað borð sýna þess merki að vilja semja sig að siðunum, en hin- ir óæskilegir,- Og siðirnir eru margvíslegir þótt beinist að einu marki. Við írskt kráar- borð gildir ágengni ein, og meðal íra má enginn draga sig út úr nema til að syngja, og verður þá að geta það. Hjá Bretum gildir aftur á móti virðuleiki yfir ölkollunum sem írar hlæja að. Þjóðverjar beita harðúðugum samtakamætti við bjórskemmtanir sem halda mönnum gangandi þótt þeir séu komnir að fótum fram, - og flestum mönnum af öðru þjóðerni en þýskumælandi þykfa fáránlegir. Til eru drykkjustaðir af mörgu öðru tagi hvarvetna og í eina tíð voru þeir nokkrir í Hafnarstræti í Reykjavík og þar um kring, en ölkrár af því tagi sem íslendingar þekkja af ferðum um nágrannalöndin, hafa aldrei verið til á Islandi og eiga því langt í land með að vera það. Ástæðan er líklega helst sú að hér á landi hafa aldrei tekist á ómennt- uð alþýða og uppáþrengjandi yfirvald svo að til bóta hafi horft að gera bjórdrykkju að útrásarleið. Karlarnir skröfuðu yfir brenni- vínsstaupi í krambúðinni standandi upp á endann, og þeir sem fóru yfir strikið svo ekki varð afturkvæmt urðu að hvers manns athlægi. Stijálar samgöngur og einangrun til sveita sáu um að ekki fór lengra við upp- byggingu þessa félagslega þáttar en að reist voru veitingahús þar sem drukkið var sterkt að hætti karla undir réttarvegg og með líku lagi. Þeir sem ætla sér að græða á bjórnum í seinni tíð koma sér upp stöðum sem líkja eftir erlendum krám um útlit margir hveijir og þó ekki ailir; jafnframt finna þeir þema sem sameina á væntanlega kráargesti, draumóra sem allra síst gilda um krár. Þær byggjast alltaf á raunsærri þörf; hráum hversdagsleika sem menn bera hver upp við annan uns útsýnið mildast við glit kollunnar og hinnar ljúfu veigar. Þemað íslenska getur verið listir, bíó, vestrið, trúbadúrar, 'djass, þungarokk, hommaskapur, píanóleikur, eða umbúðalaus drykkja. I öllum tiivikum er áherslan á örvæntingarfulla keyrslu, æði, útrás fyrir eitthvað sem fremur minnir á ill- kynja æxli en óuppgerðar tilfinningar til hversdagslífsins. Og dæmin sanna að allt fer á einn veg á þessum stöðum, þeir glata kar- akternum sem að þeim er haldið á fyrstu dögum af litlum burðum og verða hver öðrum líkir þrátt fyrir innréttingar. Þeir staðir sem lengst endast gera það fyrir klíkumyndanir af því tagi sem allra síst fá þrifist þar sem kráarmenning hefur náð að þróast. En við síðarnefnd skilyrði ræða menn saman milli borða af ódramatískri velvild, tötrughypjan og þingmaðurinn, skrifstofublókin og for- stjórinn. Vafalaust er gildi kráa að mestu fyrir bi hvarvetna meðal þjóða sem þróast hafa í nútímanum, og írar því einna næstir því að hafa haldið sínu þegar að krám kemur. Við íslendingar erum því heldur en ekki út úr í drykkjusiðunum eins og fyrri daginn með því að reyna að sannfæra sjálfa okkur og hveija aðra um að hér í landi blómstri kráamenn- ing. Það er aldeilis ekki; siðirnir heimila að- eins vandræðaskap í þeim efnum. Það er afar æskilegt að geta brugðið sér á krá, en krár eru ekki til á íslandi því mið- ur, - ekki frekar en eilíft líf samkvæmt ljóði Steins Steinarr. Nú er útlit fyrir að kaffihús verði þjóð okkar það sem krár eru nágrannaþjóðunum fyrir hefð enda hefur kaffi um alda skeið gegnt svipuðu hlutverki meðal íslendinga og bjór meðal nágrannaþjóðanna - en það er önnur saga. Að öllu saman teknu er ástæða fyrir hvern mann til að líta rækilega í kringum sig í þjóð- leikhúsi drykkjunnar áður en hann tekur upp siðina. Höfundur er rithöfundur SIÐVENJUR okkar íslendinga mæla svo fyrir að menn drekki dramatískt og einir í anda, jafnvel þótt þeir séu innan um fólk. FINNUR BÁRÐARSON Upphaf nýrra tíma Þar sem eldar brenna fer ekki allt forgörðum. Síðar er skarað í glæðum og heillegu safnað. Ótrauðir rennum við stoðum undir nýja tilveru og enn blása vindar og eldur er falinn að gömium sið. Vafnings- viður Vafningsviðurinn óx ekki sumarið sem frændi dó. Fjörutíu árum áður gróðusetti hann nokkra kvisti undir suðurvegg. Um þessi undur voru ekki höfð mörg orð, en það er ekki sami yiurinn í skjólinu nú sem fyrr. Sumarnótt Laufiétt ætti lífið að vera á stundu sem þessari. Þegar vindurinn þagnar og varpfuglar stinga höfði undir væng. Og sólin lætur okkur eftir kvöldroðann um stund á meðan hún býr sig undir árrisulan dag. Höfundurinn er iðjuþjálfi í Reykjavík. JÓHANN GÍSLASON Kaffi Reykjavík Fegurð þín fyllir mig og frjáls ég verð. Eg geymi þig og gef þér Ijóð ei gleymt í huga Ijós. Þessi stund styrkir mig og stendur í hjarta, kveð ég þig kannski og kem ei meir Fagra vera bjarta. Hugarspuni Spurningin um lífið veltist í huga mér. Ég á erfitt með að skilja og skynja mig. Fingurnir nema höfuðkúpuna bakvið grímuna Því sæki ég í tímaleysið og gleymi. Vil ég losna við þyngd líkamans eða hugans. Hvert ferðu þegar þú deyrð? Ég spyr. Enginn þykist vita svarið þau benda bara á mig. Höfundur er ungur Akureyringur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. FEBRÚAR 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.