Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 2
Ljósm.Árni Sæberg. ÍSLENDINGAR láta ekki sitt eftir liggja í líkamsræktarstöðvunum, en hvort þeir hafa fremur samvizkubit af því að sleppa þar tíma eða láta sig vanta í kirkju, skal ósagt látið. af landi þar sem maður í svona ásigkomu- lagi er við völd? DÓMKIRKJA Heilsudýrkenda Það er langt síðan ameríski draumurinn um heilbrigði og hreysti tók völdin í Bret- landi. Rétt hjá heimili mínu í Norður-Lon- don er verið að byggja ógurlega stóra heilsuræktarstöð. Meira en þúsund meðlim- ir hafa þegar greitt þátttökugjaldið enda þótt stöðin hafi ekki einu sinni opnað enn- þá. Þarna, í þessari dóm- kirkju heilsudýrkendanna verða 80 eiektrónískar æf- ingamaskínur, 25 metra löng sundlaug, heilsufæði- veitingahús, að ekki sé tal- að um aila hina starfsem- ina, lyftingar, aerobic, yoga og svo framvegis. Forstöðumaðurinn sagði mér að þetta væru allt saman forvamir. Fólk sem er afslappað og í góðu formi, fær miklu síður krabbamein, hjartveiki og fleiri ieiðindasjúkdóma. „Skyldi nú samt ekki ein- hver þessara sjúkdóma- samt verða okkur að aldur- tilla einhvern daginn?" spurði ég. „Það er langt í það. Við ættum að geta orðið meira en 100 ára, en við borðum ekkert nema óhollustu og við lítum ekki nógu vel eftir líkamanum,“ svaraði hann. Þetta lítur hreint ekki svo illa út, ef maðurinn með ljáinn tekur ekki aðra en þá sem em kærulausir og þá sem era 100 ára. Við hin getum borðað holl- an mat og verið í heilsupró- grammi sem brennir af okkur fituna til þess að gera heilsu- og fegurðarhugsjónina að veraleika. Sannleikurinn er reyndar sá að heilsa og fegurð sem eru álitin fara saman gera það ekki. Fegurðin útheimtir skurðhnífinn í æ ríkara mæli með tilheyr- andi hættu á ígerð og öðram uppákomum. Fegurðin sendir 14 ára gömul stúlkubörn í megran af því að þær eru ekki eins mjó- ar og ofurfyrirsæturnar. Fegurðin á það eitt sameiginlegt með heilsunni að hvort tveggja á upruna sinn í heppilegum erfðavísum, sem er úthlutað án þess að við höfum nokkuð um það að segja, Slóðinn sem innbyrðir lítið annað en djúpsteiktan, fitugan mat getur lifað til 90 ára aldurs þótt hann eigi það sannar- lega ekki skilið. Heilsudýrkandinn gæti hæglega dáið fyrr. Læknar sem annast dauðveikt fólk sjá gjarnan hvers konar raglingi þetta veldur. „Sjúklingar sem eru því vanir að hafa líf sitt fullkomlega á valdi sínu neita oft að trúa því að við höf- um takmarkaða möguleika. Þeir trúa á læknisfræðileg kraftaverk.“ Syndarar NÚTÍMANS Þrýstingurinn sem við erum beitt í æ ríkari mæli til þess að keppa að ótrúlegri líkamlegri fullkomnun verður til þess, að við verðum sífellt vansælli og óraunsærri hvað snertir uppskeru erfiðisins. Þeir sem era heilsutæpir, ófríðir eða of feitir eru syndarar nútímans. Þeir eru sjónmengun fyrir okkur hin og skylda okkar er sú að forða okkur úr þeirra röðum. Siðferðilega verður þetta út í hött vegna þess að áreynslan sem við leggjum á okkur til að halda sjálfum okkur í lagi, kemur öðrum lítið til góða. Ef við lítum á þetta sem einskonar líf- tryggingu er óvíst nema sálin hafi gefið „Fólk bætir fyrir syndir sínar í mataræði með svita og erfiði og geislar af dyrrð á eftir". meira í aðra hönd - ekki sist vegna þess að maður fékk eitthvað út úr því sem maður lagði inn. Kenningin var sú að maður væri að safna í eilífðarsjóð með því að vera almennilegur við náungann og ör- látur við fátæka. Framkvæmdin gerði umönnun sjúkra, aldraðra og ófríðra að siðferðilegri skyldu. Og þar sem við eigum öll í vændum að verða eitthvað af þessu þrennu, ef ekki allt í senn, þá er þetta náttúrlega hagstæðara fyrir okkur sjálf. Husgjónin um líkamlega fullkomnun er ólík hugmyndinni um „gott líf“, vegna þess að „góða lífið“ var ölium opið hvað sem öllum erfðavísum leið. Það kann jafnvel að hafa verið talsverð huggun á því augna- bliki sem Eliot lýsir á þessa leið: „Ég hef séð þjóninn eilífa standa álengd- ar með frakkann minn á handieggnum. Lymskulegur hláturinn kraumaði i honum, og í stuttu máli sagt: Ég var hræddur. Einstaklega ógeðfelldur hlátur fullur af slægð. Maður gæti ímyndað sér hlátur djöf- ulsins svipaðan þessu ef hann frétti, að einasta nútímasyndin sé sú að vera ekki nógu altekinn af sjálfum sér og að geta ekki haldið ófullkomnum líkama í full- komnu lagi. BYGGT á SPECTATOR JORGE LUIS BORGES Snorri Sturiuson Finnbogi Guðmundsson þýddi Þú, sem gafst okkur goðsögnina eftirminnilegu um ís og eld og skráðir grimmilega frægðarsögu hins harðvítuga germanska ættstofns, fannst þér til undrunar í sverðahríð einnar nætur, hvernig þitt vesla mannlega hold tók að titra. Á þessari hinztu nóttu hlauztu að reyna hugleysi þitt. í myrkri íslenzkrar nætur gárar saltur vindurinn hafflötinn. Hús þitt er umkringt. Þú hefur drukkið dreggjar svívirðu, sem aldrei gleymist. Sverðið dundi á fölu höfði þínu, eins og það svo oft var látið dynja í bókinni þinni. Jorge Luis Borges, 1899-1986, var argentínskt skáld, talinn jafnvel með mestu skáldum heimsins á þessari öld og hefur haft mikil áhrif á bókmenntir í hinum vestræna heimi. Hann var mikill unnandi íslenzkra fornbókmennta og Gylfaginningu Snorra þýddi hann á spænsku. Borges kom tvívegis til (slands þótt blindur væri. Þýðandinn er fyrrverandi landsbókavörður. HANS MAGNUS ENZENSBERGER Samfélagsfræði Gauti Kristmannsson þýddi. í dag tökum við hinn sigraða fyrir. í seigu úrkasti sínu skríður hinn sigraði með dauðastingnum sínum, bölvun sinni, á saltri steinlagningunni. Langt að baki sætir honum síðasti frændinn. Sjáið þið hve lítt áberandi hinn sigraði sleikir magran góminn! Hann borðar náttúrjulega, hann þegir náttúrulega, á þýsku. Atvinnulaus andar hann. Húð hans hefur einnig liðið, það sér maður þó, fyrir hið aldna böl. Hún eldist að venju, peningalaus. Hefndin er einnig götótt orðin, það veit maður, hún velgir ekki. Nei auðvitað ekki. En hann hugleiðir hana, sífellt, alveg inn að húð. Blóð- angan finnur hann, á þýsku. Hinn sigraði er lærdómsríkur, við tökum hann fyrir. Hann hreyfir sig enn, sjáið þið, hann fnæsir, hann ver sig, hann hóstar. Nú skjögrar hann, nú rekur hinn sigraði síðasta frændann á flótta. Hann hreyfir sig. Hann er ekki gersigraður. Höfundurinn er eitt þekktasta Ijóðskáld Þýskalands. HALLDIS MOREN VESAAS Hvörf Ása Ketilsdóttir þýddi Um kvöldið er henni seig blundur á brá var hún barn er dreymdi svo rótt, en kona að morgni með kreíjandi þrá og köllun. Það gerðist í nótt, að tilveran öll er með óræðum svip, á bæði sælu og hryggð. Lífið á marga gleðigjöf en gæfan er engum tryggð. Hvað hefur gerst, ó hvílík dýrð hvert er undur svo glæst? eða angist og hörmung endalaus ekkert takmark sem næst? Höfundurinn var norsk skáldkona. Hún lézt sl. haust. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.