Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S Stofnuö 1925 11. tbl. 16. marz 1996 - 71. árg. Hreyflar með miklu kjáflæði eins og þessi sem Pratt & Whitney hreyflaframleið- endurnir eru að gera tilraunir með, munu gefa aukinn kný og betri nýtingu eldsneytis til að knýja stórar flugvélar. Óróleika lofts við yfirborð vængja má minnka með því að soga snertiloftið i gegnum örlítil göt á vængnum eða með því að nota örspeldi sem breyta loftstraumnum. Hefðbundinn vængur Vængur með sogi Götótt yfirborð Örspeldi u l Vængurmeð örspeldum Hönnuðir hafa stungið uppá því að nota vænglaga hönnun fyrir 6-800 f arþega flugvélar, sem byggðar væru með mörgum hæðum fyrir farþega og vörur. Auk þess að vera óvenjulegar í laginu, munu flugvélar framtíðarinnar fela í sér nýja tækni, allt frá þróuðum hreyflum og í stjórntæki sem stýrt yrði af heilabylgjum. Fljúgandi vængur Farþegaflugvél framtíðarinnar áir reiknuðu með þeirri byltingu sem varð á ferðamáta við það að þotur voru teknar í al- menna notkun í farþegaflugi á síðari hluta sjötta áratugarins. Þoturnar voru nær lausar við titring og hljóðlátari og þægilegri en skrúfu- Northrop B-2 huliðsvélin hefurgefiðhönnuðum hugmynd um alveg nýja gerð farþegaflugvéla. Eftir EUGENE E. COVERT drifnu vélarnar sem þær leystu af hólmi. Mikilvægari var þó sá eiginleiki þeirra að geta flogið heimsálfa á milli ofan við flest- ar veðurtruflanir þannig að yfirleitt var ferðin mjög þægileg. Einnig stytti aukinn hraði þeirra ferðatíma og þannig varð heim- urinn aðgengilegri bæði fyrir almenna ferðalanga og þá sem ferðuðust í viðskipta- erindum. Farþegaflugvél framtíðar gæti staðið nútímaflugvélum jafn mikið framar. Þróun í hönnun með hjálp tölva og tölvustudd stjórnun vélanna getur gert það að verkum að flugvélar verði öðruvísi í laginu en við eigum að venjast og þannig aukist afköst þeirra og flutningsgeta. Flugvélahönnuðir hafa þegar velt fyrir sér möguleikunum á því að byggja'farþegaflugvélar sem fljúg- andi vængi líkt og Northrop B-2 huliðsvél- ina. Slík flugvél gæti haft stuttan skrokk sem gengur fram úr vængnum en þar væri stjómklefinn. Farþegarnir sætu hinsvegar í stórum sölum í vængjunum. Farþegafjöld- inn gæti verið allt að 800. Fleiri möguleikar gætu falist í flugvél með fleiri en einn búk sem tengdir væru saman með vængjum og stýfum. Ennfrem- ur eru verkfræðingar enn að athuga mögu- leikana á að smíða nýja hljóðfráa þotu til að taka við af Concorde þotunni. (Sem þeg- ar hefur þjónað lengur og öruggar en nokk- urn grunaði í upphafi. Þýð.) Hvort þessar áætlanir verða nokkurntíma að raunveruleika, fer bæði eftir getu fram- leiðanda að útvega fjármagn til að standa straum af milljarða kostnaði við þessar framkvæmdir í óvissu efnahagsástandi heimsins og eftirspurn. Bæði Boeing verk- smiðjurnar og Airbus samsteypan hafa nýlega gert kannanir sem sýna að ekki virð- ist mikill markaður fyrir 600 til 800 far- þega flugvélar. Svo stórar flugvélar gera miklar kröfur til flugvalla ekki síður en til flugvélaframleiðenda. Lengra vænghaf get- ur þannig krafist meira rýmis við flugstöðv- arbyggingar þar sem lengra þarf að vera milli landgöngurana. (Samt sýnir reynslan af B-2 huliðsvél- inni, sem einmitt er fljúgandi vængur, að ekki þarf eins langar flugbrautir og fyrir eldri gerðir flugvéla. Einnig má hugsa sér að fljúgandi vængir séu settir á hlið upp að flugstöðvum og því sé flughlaðarými nægilegt. Hinsvegar eru þrengslin í flug- stöðvunum sjálfum orðin slík að ekki er auðvelt að sjá fyrir sér fleiri og" stærri flug- vélar fara um þær en nú er nema með miklum og kostnaðarsömum breytingum. Þýð.) Jafnvel þó þessar fyrirætlanir um nýstár- legt útlit (sjá innskot um Northrop fljúg- h

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.