Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1996, Page 4
Hættan af „lærðum öreigalýðu Fyrsta starfsár Háskóla íslands árið 1911 voru fastir kennarar háskólans 11 og stúdentar 45. Næstu 30 árin fjölgaði föstum kennurum ein- ungis um 3 meðan stúdentahópurinn fjórfaldað- ist. Þessi „gleðilegi lífsvottur bakaði kennurum Afstaða Jónasar frá Hriflu var ljós. Hann hafði m.a. látið þess getið í þingræðu 1924 að tak marka ætti aðganginn að Menntaskólanum og hann vildi koma í veg fyrir Qölgun háskóla- menntaðra manna. Eftir JÓN ÓLAF ÍSBERG hans árum saman þungar áhyggjur," segir Guðni Jónsson prófessor í afmælisriti skól- ans. Til þess að sporna gegn fjölguninni var lagt fram frumvarp á Alþingi 1928. í frum- varpinu fólst að bæta svohljóðandi máls- grein við 17. gr. háskólalaganna: „Verði aðsókn stúdenta að einhverri deild svo mik- il að til vandræða horfi, að mati deildarinn- ar, þá getur háskólaráðið, í samráði við deildina, ákveðið, hve mörgum stúdentum skuli veitt viðtaka það ár og með hvaða hætti.“ Með þessu lagaákvæði hefði háskól- inn haft fullan rétt til að takmarka aðgang upp á sitt eindæmi, en þetta frumvarp varð aldrei að lögum. Sníkjudýrá Þjóðarlíkamanum* Upphafið að umræðum um fjöldatakmark- anir á árunum 1927-1928 má rekja til bréfs Guðmundar Hannessonar, þáverandi forseta læknadeildar, til kennslumálaráðherra, Magnúsar Guðmundssonar, í júní 1927. Helstu atriði í bréfi Guðmundar voru að ekki væri hægt að kenna fleiri nemendum en nú væru í skólanum því til þess skorti húsnæði, áhöld, lík og sjúklinga. Jafnframt reyndi Guðmundur að sýna fram á að læknar væru of margir og margir þeirra myndu neyðast til þess að nota öll ráð til þess að geta lifað af. „Mjer virðist þetta hljóta hafa þær afleið- ingar, að læknastjettin fyrirgeri trausti sínu og áliti, en sjúklingar verði hálfu ver settir en nú gerist. Óþörfu læknarnir verða að sníkjudýrum á þjóðarlíkamanum, líkt og óþarfir lögfræðingar. Jeg tel þetta háska bæði fyrir þjóðina og stjettina." í bréfinu ijallar Guðmundur um aðstöðu eða öllu heldur aðstöðuleysi til lækna- kennslu. Ekki sé hægt að kenna nema í Kueðja frá stúdentafjelaginu. HUGMYNDIR um fjöldatakmarkanir eru ekki nýjar. Jónas Jónsson vildi takmarka aðgang bæði að Háskólanum og menntaskólunum. Háskólamenn og Stúdentafélagið sýna hug sinn á þessari teikningu Tryggva Magnússonar úr Speglinum, þar sem stjórnarráðinu er reist níðstöng að fornum sið. JÓNAS Jónsson frá Hriflu tók við embætti kennslu- og menntamálaráðherra í ársbyrjun 1927 og hóf þá að „ræsta út fúlu lofti Menntaskólans í Reykja- vík“. Afskipti hans af málefnum skólanna urðu mikil og margvísleg. Hér er mynd sem Tryggvi Magnússon hefur teiknað og birtist á forsíðu Spegilsins í október 1929: Jónas vegur og metur skólamenn og raðar þeim í „þekkingar- stiga“. í útréttum armi sínum heldur hann á Sigurði Einarssyni dósent og síðar presti í Holti. mesta lagi tíu nemendum í einu nema hafa fleiri hópa en það taki mikinn tíma og þá nýtist vinnukraftar ekki sem skyldi og er það „algerlega óviðunandi fyrir ríkið.“ Guðmund- ur ræðir nokkuð þá kosti sem koma til greina en kemst að þessari niðurstöðu: „Af tvennu til sýnist mjer því sá kosturinn ráðlegri, að takmarka nemendafjöldann, heldur en leggja mikið í sölurnar, til þess að búa til miklu fleiri lækna en landið þarfnast." Kjarni máls- ins var offjölgun í læknastétt. í bréfinu eru birtir útreikningar Guðmundar um lækna- þörfina en hann telur að landið þarfnist tveggja til þriggja lækna á ári en undanfar- in ár hafi um fimm læknar útskrifast árlega. Þegar þörfin var reiknuð út var eingöngu miðað við starfsmenn ríkisins. Þeir sem voru óþarfír voru sjálfstætt starfandi læknar og Guðmundur vísar til þeirra þegar hann segir að „læknastjettin fyrirgeri trausti sínu“ og noti „öll ráð til þess að geta lifað“. Hann vitnar til fjölda landa þar sem aðgangur að læknadeildum háskóla sé takmarkaður, máli sínu til stuðnings. Hann sagði jafnframt: „Þó að jeg hafi hjer talað eingöngu um lækna- efni, þá eru auðvitað aðrar deildir háskólans lentar í líkum vandræðum og væri því mikil þörf á því að allt þetta mál væri tekið til athugunar í heild.“ Guðmundur fór fram á fyrir hönd læknadeildarinnar að annað hvort yrði aðgangur að deildinni takmarkaður eða nauðsynlegu fé veitt til húsnæðis, áhalda o.þ.h. svo hægt sé að kenna öllum sem að- göngu fá. Guðmundur Hannesson var formaður Læknafélags íslands á þessum tíma og þar komu þessi mál lítillega til umræðu í tengsl- um við framhaldsnám kandídata á aðalfundi um sumarið 1927. Fáir fundarmenn virtust hafa áhyggjur af fjölgun lækna enda höfðu þeir sem útskrifuðust nóg að starfa en tak- markaðir möguleikar á framhaldsmenntun og vöntun á kandídatsstöðum ollu meiri áhyggjum. Umræðan um fjölgun lækna kom ekki til umræðu á aðalfundi Læknafélagsins 1928 né öðrum aðalfundum á þessum árum, að árinu 1927 undanskildu. Af því má ráða að skoðanir Guðmundar Hannessonar og samkennara hans í læknadeild um numerus clausus hafi ekki átt uppi á pallborðið meðal starfandi lækna. „Bráð Nauðsyn Að TakmarkaINNTÖKU“ í byijun september 1927 barst háskólaráð- inu bréf frá Ólafi Lárussyni prófessor sem þá var forseti lagadeildar og er bréfið sagt lýsa sjónarmiðum deildarinnar. Þar segir hann að „viðkoma" lögfræðinga hafi verið alltof mikil á undanförnum árum og hin fá- menna íslenska þjóð hafi ekki efni á slíku. „Það er hrópleg sóun bæði á orku og fje, þegar ungir menn og efnilegir veija dýrmæt- um tíma og ærnu ije til náms, er þeim kem- ur að litlu haldi síðar í lífinu." Ólafur lagði til þijár leiðir til að koma í veg fyrir sóun, þ.e. að takmarka stúdentafjöldann frá Menntaskólanum, opna nýjar leiðir til fram- haldsnáms eða takmarka aðgang að háskól- anum. Forseti guðfræðideildarinnar, Sigurð- ur P. Sívertsen, kannaði ástandið í sinni deild og sagði að háskólinn fullnægði þörfum kirkj- unnar enda hefðu að meðaltali útskrifast 3,25 kandídatar á ári og það væri passlegt. Með allar þessar upplýsingar og tilskrif und- ir hendinni átti rektor, Guðmur.dur Thorodd- sen læknaprófessor, fund með nýja kennslu- málaráðherranum, Jónasi Jónssyni frá Hriflu, um þessi mál og hann „kvaðst fús til að vinna með háskólaráðinu að heppilegri lausn þess“, eins og segir í skýrslu rektors. Þegar nýtt háskólaráð kom saman í byijun október var þetta mál tekið á dagskrá og þar var ákveðið að skjóta því til almenns kennarafundar. Á kennarafundinum var málið rætt „af miklu kappi“ og ákveðið var að kjósa einn mann frá hverri deild „til þess að athuga orsakir stúdentaviðkomunnar og finna ráð við aðstreyminu að embættadeild- um háskólans". í nefndina voru kosnir Sig- urður P. Sívertsen úr guðfræðideild, Guð- mundur Hannesson úr læknadeild, Magnús Jónsson úr lagadeild og Ágúst H. Bjarnason úr heimspekideild, auk rektors, Haraldar Níelssonar guðfræðiprófessors. Nefndin reiknaði út hve margir þyrftu að útskrifast ár hvert til þess að fullnægja þörfum þjóðfé- lagsins og niðurstaða þeirra var sú að þörf væri á 4 prestum og 4 læknum ár hvert, 3 lögfræðingum og þriðjungi úr norrænufræð- ingi, þ.e. einum þriðja hvert ár. Samkvæmt þessum „einkennilega útreikningi“, eins og Guðni Jónsson réttilega kallar hann, væri nægilegt að um 50 stúdentar væru í háskól- anum en þeir voru þá um 100 fleiri þannig að ljóst var að eitthvað varð að gera. Meðan þessi nefnd var að störfum barst bréf til allra háskóladeilda frá kennslumála- ráðherranum Jónasi frá Hriflu þar sem sagði m.a.: „Vegna endurtekinna umkvartana frá merkum mönnum sem vinna við háskóla- kennslu hjer í Reykjavík um það, að háskólinn geti illa tekið á móti þeim stúdentafjölda, er þangað leitar, vill landstjórnin spyijast fyrir hjá háskóladeildinni um eftirfarandi atriði. 1. Hve marga nemendur hefir deildin nú? 2. Hve margir áður útskrifaðir úr deildinni eru nú atvinnulausir? 3. Hve margir af nemendum úr deildinni ættu á venjulegum tímum að geta fengið atvinnu utan lands og innan ár hvert? 4. Má gera ráð fyrir að nemendur úr deild- inni gangi inn í framleiðslustarfsemi, svo sem búskap eða útgerð, ef þeir fá ekki vinnu hjá landinu, og verður að álíta að námið við háskólann hafi búið þá undir slík störf? 5. Álítið þjer yfirvofandi hættu á lærðum öreigalýð? 6. Sje stúdentafjölgun of mikil, hver eru þá ráð til að takmarka hana? 7. Hvað álítið þjer að deild yðar ætti að útskrifa marga sjerfræðinga árlega, þegar litið er á allar ástæður?" Nefndin sem Háskólaráð hafði skipað skil- aði greinargerð í lok nóvember og var hún send ráðherra. Nefndaripenn töldu helstu ástæður fjölgunar stúdenta vera: Flótta frá líkamlegri vinnu, aðstreymi til bæjanna og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.